Morgunblaðið - 17.05.1975, Side 16

Morgunblaðið - 17.05.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1975 og ribbaldaskap # Sjónvarpskvikmyndin Lénharður fógeti verður frumsýnd í sjónvarpinu n.k. mánudagskvöld á 2. í hvítasunnu. Myndin er 74 mínútur, tekin í litum og er viðamesta kvikmyndun, sem sjónvarpið hefur lagt í. Kostnaður við gerð myndarinn- ar er tæplega 20 millj. kr., en alls fóru 37 dagar í kvikmyndun. Um 14 manna fast starfslið vann við upptökuna, en alls komu um 30 manns við sögu kvikmyndunarinn- ar. Blaðamaður varð einu sinni vitni að því að norskur sjónvarpsmaður kom í Valsheimilið við Hlíðarenda, en þar voru innisenurnar teknar. Spurði hann hvar starfsliðið væri og þegar honum var sagt að það væri allt til staðar þarna inni, varð hann dolfallinn og sagðist hafa haldið að það væri hlé frá vinnu. Miðað við það sem þekkist erlendis var það ekki stór hópur sem vann Lénharð fógeta, en það var samstillt fólk, sem lagði sig fram um að gera verkið vel úr garði. # Morgunblaðið ræddi stuttlega við nokkra sem unnu að gerð kvikmyndar- innar um Lénharð fógeta og fara viðtölin hér á eftir: Einstaklega samhentur hópur í kvikmynduninni TAGE AMMENDRUP UPP- Ingólfur bóndi á Selfossi. Ribbaldar Lénharðs ríða austur. Sagan gerist í byrjun 16. aldar en þá voru miklar ýfingar milli kirkju og veraldlegra höfðingja á íslandi. Fyrirmaður höfðingja á Suðurlandi var Torfi sýslumaður Jónsson í Klofa á Landi. Fulltrúi kirkjunnar var Stefán biskup Jónsson í Skálholti. Á Bessastöð- um sat umboðsmaður hirðstjóra Danakonungs. í upphafi sögunn- ar situr Ingólfur stórbóndi á Sel- fossi að búi sínu. Tveir ungir menn líta Guðnýju, dóttur hans hýru auga, Magnús, fóstursonur Stefáns biskups í Skálholti, og Eysteinn úr Mörk, sem er efna- lítill og af lágum ættum. Þær fréttir berast, að Lénharður fógeti fari um sveitir með óaldar- flokk sinn, taki hús á bændum, ræni búpeningi þeirra, brenni bæi og svívirði konur. Skjótt dregur til tíðinda og hefur Torfi sýslumaður forystu fyrir bænd- um. Einars H. Kvarans, en textann vann Ævar R. Kvaran og kvik- myndahandritið Baldvin Halldórsson, Haraldur Friðriks- son, Snorri Sveinn Friðriksson og Tage Ammendrup. Tónlistin er eftir Jón Nordal, Baldvin Halldórsson leikstýrði, Marinó Ölafsson annaðist hljóðupptöku og hljóðsetningu, Erlendur Sveinsson klippingu, Snorri Sveinn Friðriksson gerði leik- mynd og búninga, Haraldur Friðriksson annaðist kvikmyndun og upptöku stjórnaði Tage Ammendrup. TÖKUSTJÓRI: Raunverulega má segja að tæp tvö ár séu liðin síðan farið var aó líta á handritið að þessari sjónvarpskvikmynd. Handritið var unnið upp úr leikritinu, en taka byrjaði síðan 27. maí s.l. ár. Upptökudagar voru 37, en við vorum einstaklega heppin með veður, því sumarið var eitt það yndislegasta sem hér hefur verið í manna minnum. Við unnum samkvæmt áætlun í þrem- ur liðum, tökur í dumbungsveðri, tökur i sól og innitökur. Aðeins tveir dagar duttu úr í töku vegna veðurs og þetta small því afskap- lega vel saman, því vinnan er óskaplega mikil. Hópurinn sem vann þetta verk- efni var mjög sérstakur að því leyti að menn voru tilbúnir til að leggja á sig mikla vinnu, fólk hafði svo mikla trú á þessu og oft var unnið dag og nótt. Þannig var það einmitt í sambandi við klipp- ingu og frágang, unnið myrkranna á milli til að ljúka verkinu á tilsettum tíma. Margir bændur létu okkur hafa afnot af sínum jörðum og þar fórum við um með mikið af fólki og hestum. Allir tóku þessu því mjög vel og voru tilbúnir til að gera allt fyrir okkur. Hvíta hestinn i myndinni á Jóhann Friðriksson í Kápunni, en hesturinn er 20 vetra gamall. Vakti hann hvarvetna mikla at- hygli fyrir glæsileik og hann var sannkölluð primadonna, því hann hélt sig alltaf utan hestahópsins og ávallt þegar hann stoppaði i kvikmynduninni stillti hann sér upp með glæsilegum tilþrifum. Bjarni Sigurðsson frá Hvoli út- vegaði hina hestana og annaðist þá. Alls tókum við um 40 þús. fet af Persónur og leikendur í aðalhlutverkum eru: Lénharður fógeti ............................. Gunnar Eyjólfsson Guðný á Selfossi ................................... SunnaBorg Eysteinn úr Mörk ............................. Sigurður Karlsson Torfi sýsiumaður í Klofa........................ Ævar R. Kvaran Ingólfur bóndi á Selfossi...................... Rúrik Haraldsson Magnús......................................... Gísli Alfreðsson Hólm....................................... Sigurður Hallmarsson Fyrsti Lénharðsmaður....................................... Fiosi Ólafsson HelgaíKlofa ................................. Þóra Friðriksdóttir Bjarni frá Hellum................................. Valur Gíslason Freysteinn á Kotströnd ............................ Jón Júlfusson Kona Freysteins............................... Ingunn Jensdóttir Leikritið Lénharður fógeti var fyrst sýnt árið 1913. Kvikmyndin er byggð á leikriti Rabbað við leikara og leikstjóra Tage Ammendrup Baldvin Halldórsson Gunnar Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.