Morgunblaðið - 17.05.1975, Page 24

Morgunblaðið - 17.05.1975, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. é mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Verulegur skriður er nú aö komast á undir- búning að byggingu Borg- arleikhúss í Reykjavík, sem hýsa mun starfsemi eins elzta og merkasta menningarfélags höfuð- borgarinnar, Leikfélags Reykjavíkur. Teikningar aö nýju Borgarleikhúsi, sem rísa á í nýja miðbæn- um, munu vera komnar nokkuð langt á veg og í fyrradag samþykkti borg- arstjórn Reykjavíkur stofnskrá fyrir Borgarleik- húsið í Reykjavík, en sam- kvæmt henni sameinast Reykjavíkurborg og Leik- félag Reykjavíkur um byggingu Borgarleikhúss í höfuðborginni. Raunar er langt síðan ljóst varð, að Reykjavíkur- borg mundi eiga hlut að byggingu Borgarleikhúss i Reykjavlk, og fyrir 10 ár- um var í fyrsta skipti veitt fé á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í þessu skyni. Síðan hefur ákveðið framlag verið á fjárhags- áætlun ár hvert og um síð- ustu áramót nam geymslu- fé borgarinnar til bygging- ar Borgarleikhúss rúmlega 50 milljónur króna, en á þessu ári er gert ráð fyrir að verja í þessum tilgangi 20 milljónum kr., þannig að Reykjavíkurborg hefur þegar lagt til hliðar rúm- lega 70 milljónir króna til þessara framkvæmda. Af hálfu Leikfélags Reykjavíkur hefur ötul- lega verið unnið að fjáröfl- un til byggingar Borgar- leikhúss og er húsbygging- arsjóður félagsins nú tal- inn eiga um 17 milljónir kr., en í raun mun þessi eign vera mun meiri, þar sem hluti hennar er í fast- eign, sem færð er til reikn- inga á kaupverði en ekki söluverði. Þannig er ekki ólíklegt, að nú þegar liggi fyrir um 100 millj. kr. til þessarar byggingar. I ræðu, sem Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri flutti á fundi borgarstjórn- ar í fyrrakvöld, er stofn- skrá Borgarleikhúss var samþykkt, sagði hann m.a.: „Menningarstarf Leikfé- lags Reykjavíkur á sér hljómgrunn meðal allra Reykvíkinga og raunar miklu fleiri landsmanna. Reykjavíkurborg hefur því um alllangt skeið talið það skyldu sínaaðleggja bygg ingu borgarleikhúss allt það lið, sem borgin má. Áherzla hefur þó jafnan verið lögð á, að frumkvæði, framtak og stjórn í bygg- ingarmálum Borgarleik- hússins sem og í starfi þess verði í höndum Leikfélags- ins sjálfs, en þau drög að stofnskrá, sem hér liggja fyrir, gera einmitt ráð fyr- ir að svo verði. Ég held einnig, að enginn Reykvík- ingur geti hugsað sér starf- semi í húsinu, þegar það er risið án Leikfélags Reykja- víkur, enda hefur það með starfi sínu sýnt, að því er treystandi í þeim efnum. Ég vænti þess, að bygging Borgarleikhúss f fyrsta áfanga hins nýja miðbæjar verði mikil lyftistöng fyrir allt menningarlíf í borg- inni og þá sér í lagi leiklist- inni til framdráttar. En sú listgrein á kannski öðrum fremur greiða leið að hug- um og hjörtum manna. Ég vænti þess jafnframt, að þegar rekstur Borgarleik- hússins hefst í nýja mið- bænum verði það til þess að glæða hann auknu lífi og fjölbreytileika og að Leikfélagið muni geta starfað þar við ekki minni vinsældir borgarbúa held- ur en það hefur nú starfað um áratuga skeið við tjörn- ina.“ Enginn vafi leikur á því, að sú ákvörðun borgar- stjórnar Reykjavíkur að standa að byggingu leik- húss yfir starfsemi Leik- félags Reykjavíkur nýtur almenns stuðnings borgar- búa. Yfir þeirri ákvörðun hvílir aðeins einn skuggi, en hann er sá, að hið nýja borgarleikhús á ekki að rísa við Tjörnina, þar sem Leikfélag Reykjavikur hef- ur starfað nánast alla sína tíð og hefur með starfi sínu sett sinn óafmáanlega svip á tjarnarsvæðið. En það er búið og gert. Reykjavíkur- borg og Leikfélag Reykja- víkur hafa sameiginlega komizt að þeirri niður- stöðu, að nýtt Borgarleik- hús skuli risa í nýja mið- bænum og vonandi verður sú ákvörðun starfsemi Leikfélags Reykjavíkur til heilla í framtíðinni. Reykjavíkurborg hefur jafnan lagt myndarlegan skerf að mörkum til menn- ingarstarfsemi í landinu og má þar nefna Kjarvals- staði, sem í framtíðinni hljóta að verða miðstöð gróskumikillar myndlistar- starfsemi, þrátt fyrir þær deilur, sem um stund hafa risið um þann stað. Næsta stórverkefni borgarinnar á sviði menningarmála er tvímælalaust Borgar- leikhús. Ætla verður, að með samþykkt þeirrar stofnskrár, sem borgar- stjórn hefur nú gengið frá fyrir sitt leyti hafi sú af- dráttarlausa stefna verið mörkuð af borgarinnar hálfu að láta þessar fram- kvæmdir njóta algers for- gangs fram yfir aðrar framkvæmdir á sviði menningarmála. Það er rétt ákvörðun og nú ríður á, að borgarbúar og Leik- félagsmenn taki höndum saman um að reisa það borgarleikhús sem verða má miðstöð nýrrar eflingar leiklistarinnar í Reykjavík og um leið verðugur minnisvarði þess fólks, sem á örfáum áratugum af litl- um efnum, takmarkaðri menntun en miklum áhuga lagði grundvöll að íslenzkri leiklist og hóf hana til vegs. Borgarleikhús 7 þús. manns á fundum Sálar- rannsóknarfélagsins í vetur SÍOUSTU misseri hafa meiri um- ræður orðið á opinberum vett- v ngi um dulræn fyrirbæri, sálar- rannéóknir, starfsemi miðla og trúmál almennt en verið hefur um langa hríð. Starfsemi Sálar- rannsóknarfélags íslands hefur einnig verið meiri en oftast áður, og má þar nefna fjölmenna skyggnilýsingarfundi og svo- kallaða transfundi, sem félagið hefur gengizt fyrir viða um land. Mbl. sneri sér til Guðmundar Einarssonar verkfræðings, sem er forseti Sálarrannsóknarfélags ís- lands, af þessu tilefni og spurði fyrst hver væri ástæðan fyrir þessu aukna starfi, eða a.m.k. meira áberandi starfi spítista, eins og þeir eru kallaðir i daglegu tali: — Kveikjan að þvi var nú eigin- lega sextugsafmæli Hafsteins Björnssonar miðils í októbermánuði siðastliðnum. Okkur fannst sjálfsagt að mínnast þess afmælis með sér- stökum hætti, en auk þess vill ein- mitt svo til, að Hafsteinn átti um sömu mundir fjörutíu ára starfs- afmæli sem miðill, svo að heita má að þetta sé tvöfalt afmæli. — í hverjú hefur þessi aukna starfsemi aðallega verið fólginn? — Við höfum haldið fjölmarga skyggnilýsingarfundi bæði hér i Reykjavík og nágrenni og eins úti um land Mér telst svo til áð um 2 800 manns hafi komið á skyggni- lýsingarfundi félagsins frá því í nóvemberbyrjun Þá hafa um 2.100 manns komið á transfundi, sem haldnir hafa verið I fullri birtu, en það er nýjung Þar til nýlega fóru allir transfundir fram i rökkri og voru þeir fámennír. Við gerðum siðan tilraun með að halda transfund i björtu og það kom nú eiginlega til af því, að farið var að undirbúa fund til upptöku i sjónvarpi Sá fundur gat skiljanlega ekki farið fram öðru vísi en með lýsingu og þvi var þetta reynt Það gafst ágætlega og nú höfum við haldið áfram með þetta Miðillinn sjálfur er með dökk gleraugu, sem er nauðsynlegt Haf- steinn hefur verið með einkafundi eins og venjulega, þrátt fyrir þessar miklu aukaannir og ég held, að á þessu sama timabili hafi um 500 manns sótt þá fundi Þá hefur Björg Ólafsdóttir verið með daglega fundi allan tímann og hafa um 1200 manns komið á fundi hennar siðan í nóvemberbyrjun, og auk þess höf- um við fengið hingað tvo enska miðla — þær Kathleen St George og Joan Reed. Sú fyrrnefnda er bæði það sem kallað er hlutskyggni- og skyggnimiðill, en Joan Reed er lækningamiðill Á fundum þeirra hafa verið samtals um 400 manns Þannig munu rétt um 7000 manns hafa komizt í beina snertingu við starf Sálarrannsóknarfélagsins á þessum 6 mánuðum, sem liðnir eru frá þvi að við fórum af stað með þessa kynningarstarfsemi. — Nú er vitað, að aðsókn al- mennings að fundum Sálar- rannsóknarfélagsins, hvort sem um er að ræða skyggnilýsingar- eða transfundi, hefur alltaf verið langt- um meiri en hægt er að anna Eftir hverju er fólk að sækjast og hver er tilgangur ykkar með þessari kynn- ingarstarfsemi? — Tilgangur fólks er tvimæla- laust sá að öðlast eigin reynslu, fá svör við spurningum sinum, reyna að öðlast skilning á stöðu sinni i tilverunni — reyna að skilja sjálfa Guðmundur Einarsson, forseti Sálarrannsóknarfélags íslands. tilveruna, býst ég við Nú, — og svo eru auðvitað margir, sem koma til að leita huggunar eftir missi ástvina. Þetta er að mínum dómi heilbrigð og jákvæð viðleitni — það liggur í eðli mannsins að reyna að fá vitneskju um það, sem hann þekkir ekki og skilning á því, sem er hon- um ráðgáta — Verður starfsemi á vegum Sálarrannsóknarfélags (slands jafn umfangsmikil á næstunni og verið hefur 1 vetur? — Það er alveg Ijóst, að þörfin er áfram jafnmikil og verið hefur, en það er ekki vist hvað hægt verður að gera Við búum við hálfgerð hús- næðisvandræði Þótt við eigum hús- eign við Garðastræti þar sem starf- semin fer fram, þá er húsnæðið þar alltof lítið og raunar mjög óhentugt. Við stefnum að þvi að byggja yfir starfsemina og stefnum að þvi að vera komin í nýtt hús á 60 ára afmæli félagsins, sem er eftir 4 ár. Þangað til verðum við að verða okkur úti um bráðabirgðahúsnæði og erum við nú einmitt að leita að því. -— Hvað eru sálarrannsóknar- félög mörg á landinu og hvað eru félagsmenn margir? — Félögin eru 8, með um 5 þús. félaga alls, en að undanförnu hefur sú tala aukizt talsvert. — Með auknum umsvifum félagsins hefur færst nokkurt líf i umræður um trúmál, sérstaklega Rætt við Guðmund Einarsson um starfsemi félagsins o.fl. með tilliti til splritismans, en heita má, að þessi mál hafi legið í þagnar- gildi mjög lengi. Grein, sem Heimir Steinsson, rektor i Skálholti ritaði í Kirkjuritið nýlega hefur vakið sér- staka athyglí, en þar farast honum m.a svo orð: „Hér á landi er það sérstök skylda okkar að herja á andatrúna, þetta fyrirlitlega samsull lygavisinda, raka- lausrar trúarheimspekilegrar þvælu og ógeðslegrar sefjunar af lágreistri og ómennskri gerð Sú sjón, sem nýlega bar fyrir augu okkar flestra i sjónvarpi og eflaust hefur þrásinnis borið fyrir augu margra okkar á ýmiss konar fundum, þessi hugstola þráseta allslausra reikunarmanna umhverfis vanheila persónu, sem nefnd er „míðill", hlýtur hún ekki að brýna okkur til dáða? Rennur ykkur ekki til rifja að sjá þessa takmarka- lausu sjálfsblekkingn þessa andlegu lágkúru, þennan intellektúella vesal- dóm fólks, sem sagt er að tilheyri einni af menningarþjóðum veraldar? Er ekki kominn timi til að hýða opinberlega bæði seint og snemma alla þá, sem að þessum auðvirðilegu rökkuróperum standa, en stugga hinum, sem um þá safnast, áleiðis út á klakann kalda?" Hver er skoðun þin á þessum ummælum, sem birtast í málgagni Prestafélags íslands? Heldurðu, að hér sé það andlega yfirvald, sem viðurkennt er í landinu, að ráðast á spiritismann? — Mér finnst þessi orð koma úr ólíklegustu átt. Maður hefði getað búizt við þeim frá trúleysingja, en ekki aðila, sem hefur verið þjónn kirkjunnar og enn siður frá skóla- stjóra, sem ætla má að hafi skipu- lagða þekkingarleit að aðalmark- miði. Annars hefði ég áhuga á að vita hvort Þjóðkirkjan leggur bless- un sina yfir þennan málflutning. Séra Guðmundur Óli Ólafsson, prestur í Skálholti, er ritstjóri Kirkju- ritsins, og lýsir hann ánægju sinni með það, sem Heimir gerir að um- ræðuefni i grein sinni i forystugrein sama tölublaðs. Séra Guðmundur segir þar: „Loks er hér vakið máls á því hvað sé hrein trú og rétt. Umræður í þá veru hafa ef til vill verið heldur slævðar um sinn. Hollt og nauðsynlegt er að hrista af sér dofann og slenið " Heimir Steinsson segir i grein sinni, að sálarrannsóknir og tilraunir hafi ekki leitt til neins á undanförn- um 100 árum Þetta er fjarri sanni, en ég býst við, að alltof langt mál væri að fara að rekja sögu sálar- rannsókna hér og nú. Þeir vita það hins vegar, sem vita vilja, að vitneskja um sálarrannsóknir og árangur þeirra er til, bæði hér á landi og um allan heim. Þarna hafa virtir raunvísindamenn unnið mikið starf og má í þvi sambandi benda á niðurstöður tilrauna og rannsókna, sem gerðar voru á Uri Geller á árinu 1974 og þóttu með merkustu eðlis- fræðiuppgötvunum það árið Það voru eðlisfræðingarnir Russell Taeg og Harold Putoff við Stanford Research Institute í San Fransisco, sem er þekkt og viðurkennd vísinda- stofnun. Þar starfa ekki aðrir vlsindamenn en þeir, sem ótvíræða viðurkenningu hafa hlotið, enda hefur enginn haldið þvi fram, að Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.