Morgunblaðið - 17.05.1975, Side 25

Morgunblaðið - 17.05.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 25 Matthías Johannessen skrifar frá Genf: — Fyrri grein — Öryggis ráðstefna Evrópu ÖRYGGISRÁÐSTEFNA Evrópu stendur yfir hér í Genf, eins og þeir vita, sem eitthvað fylgjast með alþjóðamálum. Aldrei fyrr hafa jafnmörg Evrópuríki komið saman til ráðstefnu, en þau eru 32 tals- ins, þ. á m. hlutlaus ríki eins og Austurriki, Finnrand, Svíþjóð og Sviss, auk Kýpur, Möltu og Júgóslavíu, dvergriki eins og Vatikanið, Monakó, Lichten- stein og San Marínó, og svo að sjálfsögðu önnur stærri ríki álf- unnar. Auk þess taka Banda- ríkjamenn og Kanadamenn þátt í ráðstefnunni að ósk vest- urveldanna, svo að þátttökurík- in eru 34 alls. Eina Evrópurík- ið, sem hafnaði þátttöku, er Albanía. Á utanríkisráðherrafundi, sem haldinn var í Helsingfors i júlí 1973, var samþykktur eins konar umræðugrundvöllur um samning, „Final Recommend- ations of the Helsinki Consulta tions“, eða Bláa bókin eins og hún er kölluð hér í Genf. Þar er samningsgrundvöllur i sjö lið- um og í hinum fyrsta eru fyrir- mæli um það, hvernig vinna skuli að sáttmálanum, síðan er fjallað um einstaka málaflokka í fjórum greinum (kallað „karfa“ eitt, tvö, þrjú og fjög- ur), hin fyrsta er um öryggi i Evrópu, hin önnur um samstarf í efnahags-, vísinda-, tækni- og umhverfismálum, hin þriðja um samstarf í upplýsingastarf- semi og mannlegum samskipt- um („human contacts"), menn- ingar- og menntamálum —, og loks er sérstakur kafli, „Follow- up to the Conference", um áframhaldið og framkvæmdina. I fimm siðustu liðunum er fjall- að um þátttakendur, gesti, timamörk i sambandi við við- ræður, hvar ráðstefnan skuli haldin (fyrsti áfangi i Helsing- fors aftur og er nú gert ráð fyrir, að það verði fundur þjóðaleiðtoga Evrópu), reglur um vinnubrögð og skiptingu kostnaðar af ráðstefnuhaldinu. „Fyrsta skrefið á langri leið" Eins og sést á þessu yfirliti er fjallað um meira en öryggismál álfunnar á ráðstefnu þessari, enda er i fyrirsögn fyrsta liðar talað um ráðstefnu um öryggi og samstarf í Evrópu. Það hef- ur farið fram hjá mörgum að ráðstefnan hefur svo yfirgrips- mikið markmið á stefnuskrá sinni, þvi að i hugum flestra er hér einungis um öryggisráð- stefnu að ræða og tilraun til að draga úr spennunni i Evrópu, eða það sem kallað er „detente". Þá má ekki rugla saman þessari ráðstefnu og t.a.m. Salt-viðræðum Rússa og Bandarikjamanna um kjarn- orkumál, samningaviðræðun- um um afvopnunarmál, sem hófust í Vín 1973 (markmið vesturveldanna var samdráttur á jafnréttisgrundvelli á herafla Austurs og Vesturs, einkum miðsvæðis um álfuna), en þar hefur hvorki gengið né rekið — eða ráðstefnu þeirri sem haldin er í höll S.Þ. hér i Genf og hefur það hlutverk að draga úr útbreiðslu kjarnorkuvopna. Is- land á aðild að sáttmála þess efnis, en t.a.m. ekki lönd eins og Indland, Kina, Frakkland og tsrael. Þessi ríki hafa, eins og kunnugt er, ekki viljað undir- rita sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Að sjálfsögðu gegna allar þessar ráðstefnur svipuðu hlut- verki, þ.e. að draga úr spennu og auka trúnað milli ríkja. Enginn vafi er á því, að mikið hefur áunnizt á Öryggisráð- stefnunni og jafnvel talað um fund þjóðarleiðtoganna á þessu ári, en þessi ber að gæta, að það er ekki hlutverk öryggisráð- stefnunnar að leggja niður hernaðarbandalög í álfunni, né raska því jafnvægi sem þar hef- ur náðst, heldur er unnið á grundvelli þess ástands sem nú rikir. Enda þótt samkomulag náist má enginn halda aó öryggisráð- stefnan hafi leyst öll mál, t.a.m. öryggismál í Evrópu, það er langt frá því sagði formaður norsku sendinefndarinnar, Leif Mevik, í samtali okkar hér í Genf. Og hann bætti við: „Þetta er einungis fyrsta skrefið á langri leið". Hann sagði að ráð- stefnan hefði starfað í sam- ræmi við það hernaðarjafn- vægi, sem rikti i álfunni, og innan þess ramma sem menn- ingar- og efnahagsmál hefðu þróazt í Evrópu. En ráðstefnan væri að sjálfsögðu tilraun til að draga úr spennunni. „Þessi ráð- stefna breytir ekki öryggispóli- tískri stöðu í Evrópu“, sagði Mevik, „enda er það ekki hlut- verk hennar“. Ráðstefnan vinn- ur ekki að því að setja saman neina lagabálka, heldur stefnu- eða viljayfirlýsingu. Og ráð- stefnan hefur gert ráð fyrir að hernaðarstyrkur í álfunni verði áfram hinn sami og verið hefur. Hún hefur ekki reynt að brjóta niður hernaðarbandalög eins og Nato og Varsjárbandalagið. „En allir textar sem fram hafa komið (sagði Mevik ennfrem- ur) miða að þvi að draga úr spennunni, auka samstarf við- komandi rikja i visinda- menningar og efnahagsmálum — og þá með hliðsjón af því ástandi, sem nú ríkir. En þetta er engin friðarráðstefna sem getur samið sáttmála, sem kom- ið gæti í stað friðarsáttmála í álfunni, enda þótt Au- Evrópuríkin hafi haft áhuga á því. Að visu er i svokölluðum „prinsippum“ í fyrsta kafla annars liðar gert ráð fyrir helgi núverandi landamæra og að því leyti mætti kannski segja að öryggissáttmálinn verði, ef hann sér dagsins ljós, eins kon- ar friðarsamningur við Þýzka- land, en slíkur samningur hef- ur ekki verið undirritaður. Sov- étríkin hafa eins og kunnugt er haft mikinn áhuga á þvi að fá núverandi skipan mála, landa- mæri og áhrifasvæði, viður- kennda, svo að enginn fari í grafgötur um, hver sé húsbóndi i Au-Evrópu. Áður en lengra er haldið má geta þess að utanrikisráðherra íslands var að sjálfsögðu við- staddur Helsingforsfundinn 1973 og ísland mun væntanlega undirrita sáttmálann, þegar þar að kemur. Á ráðstefnunni hafa setið fyrir íslands hönd sendi- herrar landsins og ýmsir aðrir starfsmenn utanríkisþjónust- unnar, en Einar Benediktsson sendiherra í Genf, hefur verið aðalfulltrúi Islands á ráðstefn- unni frá þvi í haust sem leið. Að halda vöku sinni A seinni hluta síðasta áratug- ar komu uppástungur frá kommúnistaríkjunum um slika ráðstefnu, en 1968 gerðu Var- sjárbandalagsríkin innrás i eitt aðildarrikja bandalagsins, Tékkóslóvakíu, og þá féllust vesturveldin ekki á að fjalla um öryggismál álfunnar nema mannréttindamálin yróu einnig tekin með. Ostpólitik Willy Brandts er sprottin úr þessum jarðvegi, „detente"- stefnunnar, en hún er mjög um- deild, eins og kunnugt er, og að , sumu leyti erfið fyrir vestur- þýzka jafnaðarmenn nú, því að margir Þjóðverjar spyrja sjálfa sig og aðra: Hvað höfum við fengið fyrir að viðurkenna Au- Þýzkaland? Hvernig stendur á því að au-þýzka stjórnin setur stórnjósnara við hlið kanslar- ans, meðan verið er að reyna að draga úr spennunni milli ríkj- anna — en sú móðgandi ákvörð- un au-þýzkra kommúnista átti m.a. þátt í að hrekja Brandt úr embætti. Samt hafði hann ekki sizt unnið siðustu þingkosning- ar í V-Þýzkalandi vegna afstöðu sinnar til Au-Þýzkalands, en það er sú stefna, sem nefnd hefur verið Ostpólitik. En hún hefur ekki einu sinni leitt til þess að Au-Þjóðverjar brytu niður Berlinar-múrinn, eitt helzt minnismerki eða tákn kalda stríðsins í Evrópu. Og þess má geta að sumir eru þeirrar skoðunar, að Sovét- menn hafi efnt til öryggisráð- stefnunnar af annarlegum hvötum, þ.e. til að geta sett upp sakleysisgrímuna („þarna sjáið þið, við viljum draga úr spenn- unni og hætta kalda stríðinu, við erum friðarsinnar") og þann veg veikja Nató og draga úr áhrifum þess („þarna sjáið þið, Nató er óþarft á tim- um friðsamlegrar sambúðar“). En ekki er ástæða til að full- yrða að svo komnu, að Rússum sé ekki alvara með ráðstefn- unni. Tíminn einn getur skorið úr um það. En kannski hefur aldrei verið meiri ástæða en nú til að halda vöku sinni. Svo að vikið sé aftur að Leif Mevik, þá sagði hann um við- ræðurnar á öryggisráðstefn- unni, að allir hafi unnið for- dómalaust að settu marki og engar deilur hafi orðið um hin ýmsu vandamál líðandi stund- ar, heldur hafi alitaf verið rætt málefnalega um dagskrána, þ.e. Bláu bókina. Samstarf hafi ver- ið gott milli Natólandanna og einnig milli þeirra og Efna- hagsbandalagsríkjanna, sem hafa mjög náið samstarf sín á milli á ráðstefnunni, svo og hafi verið mikið og gott samstarf milli Norðurlandanna fimm. Þá sagði hann einnig að vestræn ríki hefðu ávallt reynt að hafa gott samstarf við hlutlausu rik- in. „Og ég held, að ef niður- staða ráðstefnunnar verður já- kvæð“ bætti hann við, „verði það ekki sizt þvi að þakka hvað við höfum átt gott samstarf við hlutlausu rikin“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.