Morgunblaðið - 17.05.1975, Side 32

Morgunblaðið - 17.05.1975, Side 32
32 MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Verkakvennafélagið Framsókn Tekið á móti umsóknum í Ölfusborgir í sumar frá miðvikudeginum 21.5. Þeir sem ekki hafa verið áður hafa forgangsrétt. Verkakvennafé/agið Framsókn. Kona óskast til starfa í eldhúsi. Upplýsingar í síma 22476 eftir kl. 1 í dag. Veitingahúsið Vogakaffi Súðarvogi 50. Spónlagningapressa Spónlagningapressa og spónsög óskast til kaups. Uppl. í síma 35609 — 401 48. Akranes — Starf Hérmeð er starf aðalbókara Akranesskaupstað- ar auglýst laust til umsóknar. Umsóknir er greini frá fyrri störfum, aldri og menntun, berist undirrituðum fyrir 1. júní n.k. Akranesi 16. maí 1975, Bæjarritarinn á Akranesi. Bátakrossviður Vatnsþolinn birkikrossviður til bátasmíði Lengd 5,00 x 1,50 metrar þykkt 9 mm. Plöturnar fást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar & Co hf. Simar: 11333 og 11420. Til sölu glæsileg 2ja herbergja íbúð í Hraunbæ Upplýsingar í síma 86229 til kl. 7 laugardag og sunnudag. Bókhaldari óskast til starfa hjá heildsölufyrirtæki til að annast tölvustýrt bókhald og gjaldkerastö<f. Framtiðarstarf fyrir ungan, áhugasaman og ábyggilegan mann eða konu. Tilboð merkt „Bókhaldari — 9762” sendist afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld 22. maí. Bátar til sölu 4—6 — 1 5 — 1 8 tonna úrvals trébátar til sölu. Látið skrá þá báta, sem seljast eiga í sumar. Hringið strax, ef þér óskið eftir að kaupa bát í sumar. Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2, Neskaupstað sími 71 77. Herbergi eða lítil íbúð óskast Okkur vantar herbergi eða litla íbúð í sumar fyrir danskan starfsmann. Herbergið þarf að vera rúmgott, einhver afnot af eldhúsi eru æskileg. Laugarneshverfi, Vesturbær og fleiri svipaðir staðir koma til álita. Upplýsingar í síma 22299 eða 21199 frá kl. 1 3 — 1 6 daglega. Scandinavian Airlines Laugavegi 3. Opið um hvítasunnuna ÞÓRSCAFÉ Dansleikur II. í hvítasunnu Loksins Haukar í Þórscafé. Aldurstakmark 16—19 ára. F.U.J. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU eins og venjulega ASKUR Suðurlandsbraut 14 r Kappreiðar Hestamannafélagsins GUSTS verða haldnar á Kjóavöllum sunnudaginn 25. maí. Keppnisgreinar: 250 m skeið, 250 m unghrossahlaup, 300 m stökk, 250 m tölt, 1500 m brokk. Einnig fer fram góðhestakeppni í A og B flokki. Skrásetning keppnishrossa er í símum: 40967 og 41 1 43. Lokaæfing og skráning verður á Kjóavöllum frá kl. 8.30 — 22.30, þriðjudaginn 20. maí. I....................... . I I — 7 þús. manns Framhald af bls. 24 brögð hafi verið f tafli við þessar rannsóknir. Kvikmynd hefur verið gerð um rannsóknir þessar á Uri Geller og hefur Sálarrannsóknar- félagið einmitt sýnt hana á fundum sínum undanfarið Hvað viðvíkur grein Heimis Steinssonar, þá viðurkennir hann þar reyndar, að hann efist ekki um að yfirnáttúruleg fyrirbæri eigi sér stað Hins vegar er hann mótfallinn þvf að menn stundi rannsóknir á slikum fyrirbærum Ég held, að almennt láti þeir, sem spíritisma aðhyllast sér ummæli Heimis Steinssonar og reyndar önn- ur skrif hans um þetta mál í dag- blöðum nýlega, sér í léttu rúmi liggja Þau orð, sem hann læturfalla um hýðingar og fleira i Kirkjurits- grein sinni boða alla vega mun mildari aðgerðir en galdrabrennurn- ar, sem kirkjan stóð að hér áður fyrr, segir Guðmundur og hlær við Það stendur hins vegar óhaggað, sem viðurkennt er, að öruggasta leiðin til að viðhalda fáfræði er að vera með fordóma án rannsókna, segir Guðmundur að lokum. — Lénharður fógeti Framhald af bls. 17 I leikritinu er sagt frá of- sóknunum, en i kvikmyndinni verður að sýna slikt og það gerir hana harðneskjulegri, þetta form kallar á það. Bóndinn, sem húsið er brennt ofan af, er komiskur í leikritinu og það hlutverk hefur oft gert lukku, en í kvikmyndinni leggum við áherzlu á ofbeldið og drögum það beinlínis fram þannig að í kring um þá voðalegu atburði verður ekkert komiskt. Ég hef notað texta höfundar eftir föngum, en breytt atburða- rásinni og siðan hefur þetta á þroskastigi kvikmyndarinnar lent í öðrum höndum, leikstjóra, klippara og þeirra aðila sem leggja hönd á plóginn, en í textan- um reyndi ég að halda málfari höfundar og stíl. Það var ánægjulegt að vinna við þetta verk, en svo er eftir að vita hvernig því verður tekið. En allir hafa lagt sig fram og þetta hefur verið óskaplega mikil vinna. Ég leik Torfa sýslumann, í Klofa og mér þótti gaman að þvi og hlut- verkið skemmtilegt og ég held að öllum sem komu við sögu kvik- myndarinnar hafi þótt gaman að Þvi. — á.j. Sjónvarps- og útvarps- viðgerðir Kvöldþjónusta — Helgarþjón- usta. Símar 1 1770 — 1 1741. 1 0% afsláttur til öryrkja og elli- lifeyrisþega. Sjónvarpsviðgerðir, Skúlagötu 26. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.