Morgunblaðið - 17.05.1975, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975
Eiginkona mín og móðir okkar
JÓHANNA ÉGGERTSDÓTTIR
Langholtsvegi 167 R
andaðist á Landspítalanum mánudag 12 maí. Útförin fer fram
miðvikudag 21 þ m. kl. 13.30 frá Fossvogskirkju Þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra
Steingrlmur Benediktsson,
og börn.
t
Konan mín
SIGRÍÐUR LAUFEY GUÐLAUGSDÓTTIR,
Langholtsvegi 47,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. maí kl.
10 30 f.h
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna
Ágúst Jónsson.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
frá Bergvík. Skaftahllð 32, Reykjavlk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 21. mai kl. 3 e.h
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna.
Egill Hjartarson.
t
Eiginmaður minn
GÍSLI VILHJÁLMSSON,
Vesturgötu 70, Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 17 maí kl 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeir sem vildu minnast hins
látna láti líknarstofnanir njóta þess.
Ferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30
F h. ættingja Karen Vilhjálmsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ELÍAS ÓSKAR ILLUGASON
skipstjóri,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. maí kl.
14 00
Elin Jósefsdóttir, Birgir Óskarsson,
Skúli Óskarsson, Rós Jóhannesdóttir,
lllugi Óskarsson, Margrét Pétursdóttir
og barnabörn.
Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim sem auðsýnt hafa okkur
samúð og hluttekningu við andlát og útför
ELÍNBORGAR B. J. KRISTJÁNSDOTTUR WEG
Ottó Arnaldur Magnússon
Sveinn Olafsson
Valborg Ólafsdóttir
Agnar Ólafsson
Anna Þórkelsdóttir
Aðalheiður Guðmundsdóttir
Glsli Jónsson
Sigriður Pétursdóttir
Karl G. Karlsson
Kristln Árnadóttir
Guðmundur Kristjánsson
Camilla Kristjánsdóttir
Kristján Kristjánsson
t
Af alhug þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur ógleymanlegan
hlýhug, eínlæga vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns
míns, sonar, föðúr, tengdaföður og afa
VALDIMARS RAGNARS VALDIMARSSONAR,
vélstjóra, Brekkustlg 31,
Ytri-Njarðvik.
Sérstaklega þökkum við yfirlækni, hjúkrunarfólki og öðru starfsliði
sjúkrahússins I Keflavík fyrir frábæra hjúkrun og einstaka umhyggju I
veikindum hans
Guð blessi ykkur öll.
Fanney Björnsdóttir, Ragnheiður S. Erlendsdóttir,
Ragnheiður S. Valdimarsdóttir. Guðbjörn Magnússon.
Eygló Hulda Valdimarsdóttir Nelson, Kenneth Dean Nelson,
Viktorla Hafdls Valdimarsdóttir, Einar G. Gunnarsson
og barnabörn.
Steinunn Péturs-
dóttir — Minning
Fædd 20. júlí 1901
Dáin 9.maí 1975.
Steinunn Pétursdóttir frá Ingj-'
aldshóli andaðist i Borgarspítal-
anum aðfaranótt 9. maí eftir
stutta legu en veikindi um hrið.
Utför hennar verður gerð i dag
frá Ingjaldshólskirkju í átthögum
hennar vestra. Hún dó inn í vorið
nóttina eftir uppstigningardag og.
öðlaðist hvild í sama mund og
landið vaknar af þungum vetrar-
dvala.
Steinunn fæddist 20. júlí 1901 i
Arnartungu í Staðarsveit. For-
eldrar hennar voru hjónin Guð-
laug Jónsdóttir og Pétur Jónsson
er þá bjuggu í Arnartungu en svo
í Dal í Miklaholtshreppi fáein ár
og siðan lengi á Ingjaldshóli í
Neshreppi utan Ennis. Var Stein-
unn yngst af sex börnum þeirra.
Systkin hennar Kristján Narfi,
Ingibjörg og Jón eru látin, en á
lífi eru Guðlaug í Reykjavík og
Pétur Kristófer í Kópavogi, svo og
uppeldissonur Ingjaldshólshjón-
anna Kristmundur Georgsson í
Hafnarfirði.
Að Steinunni Pétursdóttur stóð
traust Isienzkt bændafólk. Guð-
laug móðir hennar var ættuð úr
Vestur-Skaftafellssýslu og Rang-
árþingi en Pétur faðir hennar af
Snæfellsnesi. Steínunn var enn á
barnsaldri þegar foreldrar
hennar fluttu bóistað sinn á
Ingjaldshóli. Lifði hún þar góða
æsku og batt órofatryggð við átt-
haga sína. Uppkomin átti hún
lengst af heimili í Reykjavík en
sótti atvinnu víða um land eink-
um á sumrum er hún stundaði
kaupamennsku og síldarsöltun.
Dvaldist hún mörg ár á Siglufirði
meðan silfur hafsins gafst úti
fyrir Norðurlandi. Fastast var þó
hugur hennar bundinn átthögun-
um á Snæfellsnesi. Ingjaldshóll
var alltaf rannur hennar og óðal i
þakklátri endurminningu, og hún
talaði löngum um að fara heim ef
leið hennar lá þangað.
Steinunn Pétursdóttir var
myndarkona, frið sýnum og virðu-
leg. Hannyrðir léku í höndum
hennar, og hún gekk að sérhverju
starfi af kappi og skörungsskap
meðan heilsan leyfði umsvif. Hún
var og prýðilega sjálfmenntuð,
bókhneigð og víðlesin. Steinunn
var sjálfstæð i skoðunum, mat
einarðlega menn og málefni og
kunni vel fótum sinum forráð.
Hún var skaprík en opinská og
réttlát. Hún safnaði ekki kunn-
ingjum en valdi sér vini af kost-
gæfni og mannþekkingu. Besti
eiginleiki i fari hennar var til-
gerðarlaus og óeigingjörn hjálp-
fýsi. Fjölskylda mín á henni ó-
metanlega þakkarskuld að gjalda.
Hún brá alltaf fljótt við ef lið-
veislu þurfti og lét sannarlega
muna um sig. Frændfólki sínu
unni hún heitt en sér i lagi börn-
unum. Þau hændust mjög að
þessari röggsömu frænku, litu
upp til hennar og skildu glöggt
hver sómakona hún var. Vilja-
styrkur Steinunnar var bjargfast-
ur. Hún var rik þó ytri efni skorti.
Engum duldist er sá hana og
heyrði að hún var drengur góður
líkt og Bergþóra.
Steinunn Pétursdóttir flíkaði
lítt tilfinningum sinum en var
Gísli Vilhjálms-
son — Minning
Þá, ég var ungur drengur á
Sauðárkróki varð mér oft starsýnt
á mér ókunnan mann, sem al-
mennt var nefndur Gísli Vill.-
Er ég var fjórtán ára var mikið
atvinnuleysi á Sauðárkróki og
voru foreldrar oft í vanda stödd
með iðjulausa unglinga sina. Ég
var þá svo lánsamur, að faðir
minn fékk vinnu fyrir mig hjá
fyrnefndum öðlingsmanni, sem
rak þá síldarsöltunarstöð á
Króknum. Er mér minnisstætt,
hve hann brýndi fyrir verkstjór-
um sínum, að þeir ofbyði ekki
vinnuþreki unglinga, og naut ég
þess í ríkum mæli, sem og aðrir
jafnaldrar mínir.
Síðar i lifinu átti ég eftir, mér
til gæfu, að kynnast nánar Gísla
Vilhjálmssyni, sem í dag er til
moldar borinn.
Gisli Vilhjálmsson var umfram
t
Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og
útfarar
HAUKSBRAGA LÁRUSSONAR,
yfirvélstjóra.
Edith Clausen,
Haukur Lárus Hauksson, Karl Pétur Hauksson,
Elisabet Hauksdóttir, Arnór Valgeirsson,
Valur Arnórsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför
GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR,
Öldugötu 29, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Landspitalans fyrir
frábæra umönnun I veikindum hennar.
Börnin.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát litla drengsins okkar,
ALFREÐS,
sem lézt hinn 6. maí s.l. Jarðarförin hefur farið fram.
Helga Alfreðsdóttir,
Kristján B. Garðarsson.
t
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýnt hafa
okkar samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
fSLEIFS SKÚLASONAR,
bifreiðastjóra,
Hólmgarði 32.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Pétursdóttir,
Guðný Hulda ísleifsdóttir, Eggert Waage,
Skúli ísleifsson. Guðlaug H. Hallgrfmsdóttir
og barnaborn
aðra menn sérstæður. — Hann
var einn sá fjölfróðasti maður,
’sem ég hefi kynnst. — Þekking
hans á landa- og náttúrufræðum
var einstæð, af ólærðum manni að
vera í þeim greinum. — Ég hlýt
að taka mig hér á, því villa er að
sá einn hafi þekkingu, sem þreytt
1 hefir skólaprófum á tilteknu
sviði. — Hér er um mikinn mis-
skilning að ræða, sem best
sannast á þekkingu Gísla Vil-
hjálmssonar svo viðfeðm, sem
hún var.— Sjálfsmenntun er oft á
tíðum haldbetra en skólalærdóm-
ur. — Gísli Vilhjálmsson var sjálf-
menntaður. — Lestrarfýsn hans
og þekkingarþorsti var án tak-
. marka og fékk aldrei fullnægj-
andi svölun.
Gísli Vilhjálmsson var þekktur
af allflestum útgerðarmönnum á
landi voru fyrir umsvif i sölu
sjávarafurða. — Aldrei hefi ég
heyrt annað en öll gerð hans á því
sviði hafi verið með ágætum. —
Ég veit með vissu að þar gætti
hann í ríkum mæli hagsmuna ís-
lendingsins. — Þó vil ég taka
fram, að ekki þekki ég til
þess, að umbjóðendur
hans erlendis hafi vanvirt
þessa umhyggju hans gagn-
vart seljendum, nema síður sé,
enda naut hann trausts þeirra
í rikum mæli, og munu tveir
þeirra flýta för sinni frá Grikk-
landi, til þess að sýna honum virð-
ingu sína meó því að fylgja
honum til moldar.
Um líf og starf Gísla Vilhjálms-
sonar munu aðrir vafalaust dóm-
bærari en ég, en ég tel að svo
fremi að Island eigi marga slika,
sé þjóð vorri vel borgið.
Ég á þá eina ósk, að Guðirnir
verði honum ekki verri en hann
var öðrum, um leið og ég þakka
honum samfylgdina,
Stefán Sigurðsson.
Bróðir minn,
JÓHANNES VALGEIR
JÓHANNESSON,
frá Akranesi
andaðist í Landspítalanum 15.
þ.m.
Guðrún Jóhannesdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför
GUÐMUNDAR J.
TÓMASSONAR,
frá Auðsholti.
Systkini hins látna.