Morgunblaðið - 17.05.1975, Page 48

Morgunblaðið - 17.05.1975, Page 48
INNIHURÐIR Cæöi i fyrirrúmi SIGURÐUR (|4li| ELÍASSONHF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SfMI 41380 LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Gjaldeyrisstaða: 260 milljón krónu bati í apríl og 800 milljónir sem af er maí FORSETI Islands, herra Kristján Eldjárn, las forseta- bréf um þinglausnir í samein- uðu Alþingi f gær kl. 17.17. Þingmenn risu úr sætum til heiðurs fósturjörðinni og hylltu forseta lýðveldisins. Þar með lauk 96. löggjafarþingi is- lendinga. Sjá ennfremur bls. 26. SAMKVÆMT upplýs- ingum Seðlabanka ís- lands batnaði gjald- eyrisstaðan í apríl- mánuði um 260 milljónir króna og hef- ur síðan haldið áfram að batna það sem af er þessum mánuði og sé miðað við kaup- og sölutölur hefur gjald- eyrisstaðan batnað þar sem af er maí um það bil um 800 milljónir króna. Þetta munu vera fyrstu merki um batn- andi gjaldeyrisstöðu, en þó er langt í land til þess að endar nái saman. Neikvæð neittóstaða gjaldeyris- bankanna er nú um íslenzkur togari á Kögurgrunni: það bil 1.800 milljónir króna. Þessi breyting til batnaðar er einkum vegna þess að andvirði afurða skilar sér nú betur en verið hefur — sagði Sigurður Örn Einarsson, skrifstofu- stjóri Seðlabankans, í viðtali við Mbl. í gær. 82,4% aflans undirmáls- og smáfiskur ISLENZKU togararnir hafa að undanförnu fengið gífurlega mik- inn smáfisk i einstaka hölum á uppeldisstöðum þorsksins við Norðvestur- og Norðurland. Má nefna sem dæmi, að einn íslenzki togarinn tók hal á Kögurgrunni og er íslenzkur fiskifræðingur um borð í honum. Þegar fiskur- inn var talinn kom í ljós, að 30,2% aflans voru undirmálsfisk- ur þ.e. fiskur undir 43 sm, sem ekki er Ieyfilegt að koma með að landi, 52,2% reyndust vera smá- fiskur, fiskur af stærðinni 43—75 sm, og 17,6% voru millifiskur, en enginn stórfiskur fannst I aflan- um. Þessar tölur fengum við upp hjá Vilhjálmi Þorsteinssyni fiski- fræðingi, en hann er nú staddur um borð f skuttogaranum Ölafi bekk frá Ólafsfirði, og hafa þeir verið á veiðum víða úti fyrir Norðuriandi og Vestf jörðum. Morgunblaðið bar þetta undir Jakob Jakobsson, fiskifræðing, sem haldið hefur þessu fram að undanförnu og sagt frá nýjum mælingum sem sumir hafa ekki viljað viðurkenna og sagt, að eingöngu útlendingar veiddu smáfisk við landið. Jakob sagði, að fyrir skömmu hefði verið góð aflahrota við Kolbeinsey, og sög- ur borizt um, að aflinn þar væri smár, þó svo að skýrslur sem bor- izt hefðu, segðu annað. Sendir voru menn norður og austur með varðskipunum, en þeir ekki kom- izt um borð í veiðiskipin strax vegna veðurs. Þegar mennirnir Framhald á bls. 47. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í Eyjum. Myndin sýnir hvernig aska hefur fokid úr flugvallarköntum suður yfir túnin fyrir ofan hraun, þar sem engin aska var eftir gos. Þannig er suðurhiutí Heimaeyjar að verða undirlagður. Askorun á menntamálaráðherra: 33 þingmenn vilja Z í skólabækur Vestmannaeyjar: Feikilegar gróður- skemmdir af ösku Mikið fok úr flugvelli og ngbyggð EFTIR eldgosið á Heimaey var helmingur Eyjunnar, suðurhlut- inn, svo til algjörlega hreinn af ösku, en þar var að miklu leyti um gróin tún að ræða. Nú er þetta svæði meira og minna skemmt af ösku og gróðurskemmdir á rækt- uðum sva'ðum og einnig náttúru- legum gróðursvæðum mjög miklar. Tún sem slegin voru s.l. ár eru nú svo hulin ösku, að þau eru stórskemmd. Þá hefur mikið vandræðaástand verið í kaup- staðnum þegar vind hefur hreyft að ráði, bílar og gluggar skemmzt af öskuroki og ósjaldan hefur mikið öskuryk borizt ■ hús. Ástæðan fyrir þessu ástandi er þríþætt. 1 fyrsta lagi hafa til- raunir Landgræðslunnar við að binda vikurinn í Eldfellinu og ná- lægu óhreinsuðu umhverfi verið svo til algjörlega árangurslausar þótt eytt hafi verið í þær millj- ónum króna, í öðru lagi var hundruðum þúsunda rúmmetra af ösku ekið í hraunið fyrir vestan bæinn án eðlilegrar samþykktar yfirvalda, og í þriðja lagi hefur verið ekið um 700 þús. rúmmetr- um af ösku í flugbrautina sem er uppi á háeynni fyrir sunnan bæinn og eru þar nú allt að 10 Framhald á bls. 47. SAMÞYKKT var f gær á Alþingi þingsályktnnartillaga Sverris Hermannssonar og Gylfa Þ. Gfsla- sonar þess efnis að Alþingi fæli rfkisstjórn að láta semja frum- varp til laga um fslenzka staf- setningu, sem leggja skyldi fyrir Alþingi næsta haust. Var tillaga þessi samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Jafnframt undirrituðu 33 alþingismenn áskorun á menntamálaráðherra, að hann gerði ráðstafanir til þess að „stafsetning sú, sem gildi tók 1929, verði notuð við prentun þeirra skólabóka, sem nú ver verið að undirbúa og nota á næsta vetur.“ Forsaga þessa máls á þingi í vetur er sú, að Gylfi Þ. Gíslason flutti frumvarp til laga um íslenzka stafsetningu en frum- varpið fékk ekki afgreiðslu, þar eð menntamálaráðherra taldi meiri undirbúnings þörf. Staf- setningin hefði verið afgreidd með reglugerð frá árinu 1919. Þegar lyktir málsins virtust ætla að verða þannig, fluttu þeir Sverrir Hermannsson og Gylfi Þ. Gfslason þingsályktunartillögu, sem fól ríkisstjórninni að semja frumvarp til laga um staf- setninguna og það yrði lagt fram á næsta hausti. Siðan sagði í til- lögunni, að þar til skyldi hin hefð- bundna stafsetning, sem breytt var með reglugerð frá 1973, gilda. Menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, flutti þá dagskrár- Kristinn Jörunds- son atvinnumaður íí körfuknattleik KRISTINN Jörundsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins I körfu- knattleik, hefur fengið tilboð frá vestur-þýzku félagi um að gerast atvinnumaður f körfuknattleik. Samningurinn gildir til tveggja ára og er mjög hagstæður fyrir Kristin að sögn Gylfa Krstjáns- sonar fréttamanns Morgunblaðs- ins sem fylgzt hefur með leikjum fslenzka landsliðsins sem undan- farið hefur keppt á Evrópumóti f Vestur-Þýzkalandi. Að sögn Gylfa lýst Kristni mjög vel á tilboðið og tillögu, þar sem hann lagði til, að þingsályktunartillögu þeirra Sverris og Gylfa yrði vísað frá. Milli þeirra þriggja samdist þó svo, að menntamálaráðherra bauðst til þess að draga dagskrár- tillögu sína til baka gegn því að þeir Sverrir og Gylfi drægju Framhald á bls. 47. var jafnvel búizt við því að hann undirritaði samning í gærkvöldi. Ef Kristinn tekur boðinu, sem talið er nær fullvfst, verður hann fyrsti Islendingurinn sem gerist atvinnumaður f körfuknattleik. Félagið sem um ræðir heitir Wolfenbtittel og er frá sam- nefndri borg skammt frá Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.