Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 1
36 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAi)! 128. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 99 Stríð eða vald getur aldrei leyst deilu Araba og Israela” — segir Sadat London, Tel-Aviv og Kaíró 9. júní Reuter. ANWAR Sadat forseti Egypta- lands sagði ( sjónvarpsviðtali við BBC, að styrjöld gæti aldrei orðið til þess að leysa deilu Araba og Israela og að hann væri friðar- sinni af heilum hug. Sadat var að því spurður hvort hann teldi styjöld óumflýjanlega ef friðartilraunir nú færu út um þúfur, og hann svaraði „Nei, alls ekki, heldur segi ég þvert á móti að helzta lexían, sem við ættum að hafa lært af októberstríðinu sé sú að deilan milli þessara aðila verð- ur aldrei leyst með styrjöld eða valdi.“ Sadat sagðist vera bjart- sýnn þrátt fyrir að friðarumleit- anír Kissingers utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefðu farið út um þúfur í marz sl. og sagði að þó svo hefði farið þýddi það ekki að, heimsendir væri í nánd. Aðspurður að því hvort tsraelar fengju leyfi til að láta skip sín sigla um Súezskurð svaraði Sadat að það færi eftir framkomu tsra- ela. Fréttamaður minnti þá Sadat á, að er samið hefði verið um vopnahlé hefði hann sagt að tsra- elar fengju að sigla um Súez- skurð, ef vopnahléð yrði haldið í reynd. Sadat svaraði aftur „Já, í samræmi við hegðun þeirra“. Sadat sagðist aðeins fara fram á að ályktun Öryggis- ráðs S.þ. nr. 242 frá því í nóvember 1967 yrði virt, í henni eru lagðar grundvallarlín- ur fyrir samkomulagi deiluaðila. Sadat var þá spurður hvort hann myndi viðurkenna tilverurétt Israels og hann svaraði því til að það hefðu Egyptar þegar gert< með því að samþykkja ályktun 242. Hann var þá spurður hvort hann væri tilbúinn til að gefa Israel fulla viðurkenningu og svaraði: „Mikla viðurkenningu, en ekki fulla.“ Stjórn Israels samþykkti eftir tæplega 7 klst. fund í gær yfirlýs- ingu, þar sem á ný var lögð áherzla á vilja stjórnarinnar til Framhald á bls. 35 Wibon hvetnr til emmgar imi London 9. júní Reuter — AP HAROLD Wilson forsætisráð- herra Bretlands sagði i ræðu í brezka þinginu i kvöld, að Bretar myndu nú taka fullan og virkan þátt f störfum Efnahagsbandalags Evrópu og að Verkamanna- flokkurinn myndi nú senda full- trúa á Evrópuþingið, en flokkur- inn hefur fram til þessa ekki tekið þátt f þingstörfum. 1 ræðu sinni skoraði Wilson á alla Breta að taka úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar og sætta sig við þau. „Deilunni er nú lokið og söguleg ákvörðun tekin“, sagði Wilson f fyrstu ræðunni, sem útvarpað er beint úr þinginu. Hann skoraði á þjóðina að gleyma öllum ágreiningsatriðum og styðja stjórnina f virkri þátttöku f störf- um EBE. Hann sagðist vel skilja það, að undanfarnir mánuðir hefðu verið erfiðir fyrir hin EBE-löndin, en hrósaði þeim fyrir þann anda sem ríkt hefði í viðræðum um ný inn- gönguskilyrði Breta í bandalagið. Bretar myndu nú af öllu afli vinna að því með félögum sinum í bandalaginu að færa út umsvif þess og auka tilfinningu þjóðanna fyrir tilgangi bandalagsins. Sem fyrr segir var nú i fyrsta skipti bein útvarpsútsending úr þinginu, en tilraunaútsendingar fara fram næstu fjórar vikur. Heyrðu brezkir hlustendur mjög líflegar og litríkar umræður þing- manna sinna, einkum er að fyrir- spurnatima kom. M.a. kom þar fram áskorun á Anthony Benn iðnaðarráðherra um að hann segði af sér vegna andstöðunnar við EBE-aðild, en hann vísaði þeirri áskorun á bug og sagðist þegar hafa haft samband við Altiero Spinelli, yfirmann iðn- aðarmála EBE og boðið honum að koma til London á fimmtudag til viðræðna, sem Spinelli hefði þeg- ið með þökkum. Karl 16. Gústaf Svía- konungur kemur í dag KARL 16. GtJSTAF Svíakonungur áumarið 1957, er Gústaf 6. Adolf, afi kemur í opinbera heimsókn til Islands í dag. Þetta er fyrsta heimsókn hans til tslands, en konungur Svíþjóðar hefur einu sinni áður komið í opin- bera heimsókn til tslands; það var verður haldið af staö til Bessa- staða, en þar mun konungur snæða hádegisverð í boði forseta- Konungur kemur flugleiðis til landsins og lendir flugvél hans á Reykjavikurflugvelli kl. 11:30 fyrir hádegi I dag. Framan við Loftleiðahótelið verður móttöku- athöfn; þar taka á móti konungi forsetahjónin, dr. Kristján Eld- járn og frú Halldóra, og síðan verður konungur kynntur fyrir rikisstjórn Islands og ýmsum embættismönnum. Frá flugvellinum verður ekið að Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, en þar mun kon- ungurinn gista á meðan á heim- sókninni stendur. KI. 12:40 hjónanna. Kl. 16 kemur konungur í heim- sókn í Landsbókasafnið og mun þar fyrir hönd Svia afhenda for- seta Islands að gjöf til þjóð- arinnar eitt skinnblað úr handrit- inu Kringlu. Skinnblaðið hefur að geyma kafla úr Ölafs sögu helga, en blaðið er hið eina sem varð- veitzt hefur úr þessu elzta hand- riti Heimskringlu. — Að afhend- ingunni lokinni mun dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður Karls Gústafs, heimsótti landið ásamt Louise drottningu. Heimsókn Svíakon- ungs að þessu sinni stendur í fjóra daga, lýkur á föstudag. sýna konungi sænska bókasýn- ingu, sem sett hefur verið upp í safninu. Frá Landsbókasafni verður haldið í Stofnun Árna Magnús- sonar á Islandi og þar mun kon- ungur skoða handritasýningu undir leiðsögn dr. Jónasar Krist- jánssonar forstöðumanns stofn- unarinnar. Konungur mun kl. 18 hafa mót- töku í Ráðherrabústaðnum fyrir forstöðumenn erlendra sendiráða á Islandi. I kvöld kl. 20 hefst kvöldverðar- veizla forsetahjónanna til heiðurs Sviakonungi i Súlnasal Hótel Sögu. Til veizlunnar hefur verið boðið fjölda gesta, en hún mun standa fram til kl. 23:30. I fylgdarliði konungs í Islands- heimsókninni eru sænski utan- ríkisráðherrann, Sven Andersson, fyrsti hirðmarskálkur Björn von der Esch, Sverker Aström ráðu- neytisstjóri, Tom Wachtmeister Framhald á bls. 35 Bretar óska eftir samningavið- ræðum við Norðmenn hið fyrsta Kanadamenn krefjast 40% minnkunar á veiði útlendinga ‘Skan"”"ö S London 9. júní Reuter—NTB VIÐRÆÐUM Jens Evensens haf- réttarráðherra Norges við brezka starfsbræður sfna um landhelgis- mál f kjölfar Genfarráðstefnunn- ar lauk f Lundúnum f dag og hélt Evensen þaðan til tslands, þar sem hann ræðir við ráðamenn þar. Akveðið var að viðræðunum yrði haldið áfram f Lundúnum 18. júni nk. er Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs kemur þangað til viðræðna við Challagan utanrikisráðherra Breta. Tals- maður brezku stjórnarinnar vildi ekkert segja um viðræður Evens- ens við David Ennals aðstoðar- utanríkisráðherra, en Ennals sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að Bretar héldu fast við þá skoðun sina að engin þjóð ætti að færa út fiskveiðilögsögu sina nema alþjóðlegt samkomulag næðist um slfk mál. NTB-fréttastofan hefur það eft- ir áreiðanlegum heimildum að fram hafi komið á fundinum, að Bretar séu ákveðnir í að hefja sem fyrst samningaviðræður við Norðmenn um gagnkvæma samn- inga landanna vegna fyrirhugaðr ar útfærslu Norðmanna, en að innan brezka fiskiðnaðarins og innan EBE, sem hefur sjálfstæða stefnu í fiskveiðilögsögumálum og þurfa Bretar að finna leið til að samræma útfærslu í 200 mílna efnahagslögsögu við þá stefnu. Skv. stefnu EBE eiga öll banda- lagsrikin að njóla sömu réttinda innan 12 milna fiskveiðilögsögu eftir árið 1982. Þurfa Bretar að fá Framhald á bls. 35 Útgáfa Repu- blica hefst á ný í vikulokin Lissabon 9. júní Reuter — AP. BLAÐAMENN við dagblaðið Republica, málgagn jafnaðar- manna i Portúgal, sögðu i dag, að þeir vonuðust til að blaðið gæti hafið göngu sína á ný seinna f þessari viku, en létu í Ijósi áhyggjur af gildi þeirrar tryggingar, sem herforingja- stjórnin setti, er hún lofaði að blaðið fengi að koma út á ný. tJtgáfa þess var stöðvuð 20. maf, eftir mikil átök milli blaðamanna og prentara blaðs- ins, en hinir sfðarnefndu, sem eru flestir I kommúnistaflokki landsins stöðvuðu útgáfu blaðsins og kröfðust þess að aðalritstjóri þess Paul Rego yrði rekinn. Herforingjastjórnin lofaði i yfirlýsingu sinni, að prentlög- in skyldu virt, en þau banna starfsfólki að gripa til aðgerða Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.