Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 5
! MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNI1975 5 Umdæmisstúku- þing í Stykkishólmi Fjölsóttur fundur SVS og Varðbergs SAMTÖK um Vestræna samvinnu og Varðberg efndu til fjölmenns fundar í Atthagasal Hótel Sögu sl. laugardag. Á fundinum flutti Robert Conquest, brezkt ljóð- skáld, rithöfundur, gagnrýnandi og sérfræðingur um sovézk mál- efni, ræðu um vanda Vesturlanda en í henni fjallaði hann um mis- munandi þjóðfélagskerfi og þjóð- félagshugmvndir í Sovétríkj- unum og einræðisríkjum gegnum aldirnar annars vegar og á Vesturlöndum hins vegar. Að cr- indinu loknu svaraði Robert Con- quest fjölmörgum fyrirspurnum. Var þetta einn fjölsóttasti fundur, sem SVS og Varðberg hafa efnt til um langt skeið. UMDÆMISSTUKAN nr. 1 hélt þing sitt fyrir árið 1975 í Stykkis- hólmi dagana 31. maí og 1. júní. Umdæmistemplar Ölafur Jónsson setti þingið og stjórnaði því, en þingfundir voru haldnir í barna- skólahúsinu. Yfir 40 fulltrúar sóttu þingið víða að úr umdæm- inu. Mörg vandamál líðandi stundar voru rædd á þinginu og margar ályktanir gerðar bæði um áfengismál og önnur erfið við- fangsefni dagsins. Þingfulltrúar lýstu sig mjög uggandi um aukn- ingu tóbaksreykinga unglinga og beindu þeim ákveðnu tilmælum til foreldra skólastjóra og annarra uppalenda að allt verði gert og ekkert tækifæri ónotað til að sporna við reykingum ungmenna og í því sambandi var rætt um ákveðnari áróður gegn þessu böli og viðvörun tóbaksauglýsenda sem allstaðar og undir ýmiskonar yfirskyni reyna að leggja gildrur fyrir þá sem ekki eiga nóg af staðfesti til að bera. Þá var rætt að búa þjóðina undir algert bann á áfengi hér á landi sem allir voru sammála um að væri eina varan- lega lausnin á þessum vanda. Þá var mjög ræddur „gróði“ ríkisins af sölu áfengis og tóbaks sem vill verða smár þegar öll kurl koma til grafar. I sambandi við þingið var eins og ætíð áður guðsþjónusta í Stykkishólmskirkju þar sem sr. Hjalti Guðmundsson prédikaði. Þá voru einnig flestir fulltrúar við kaþólska messu hjá sr. Hákoni Loftssyni i kapellu sjúkrahússins í Stykkishólmi. Olafur Jónsson, Hafnarfirði, var endurkjörinn umdæmis- templar og Guðjón Br. Guðlaugs- son umdæmisritari. Barnaheimili systranna í Sjúkrahúsinu i Stykkishólmi hefst um miðjan þennan mánuð og enn geta nokkur börn komist á heimilið. Fréttaritari. 357 nemendur íTón- skóla Sigursveins TÖNSKÖLA Sigursveins D. Krist- inssonar var slitið 4. maí s.l. Skól- inn hefur nú starfað i 11 ár, en við skólann störfuðu í vetur 20 kennarar auk skólastjóra og voru nemendur 357. I haust var hafin kennsla í tón- listarsögu við skólann, en kennt var á 10 tegundir hljóðfæra, auk þess sem söngkennsla fór fram. I vor luku 125 nemendur stigprófi við skólann. Símon Helgi Ivarsson lauk fullnaðarprófi f gítarleik frá skól- anum á þessu vori og hélt hann próftónleika í Norræna húsinu í mafmánuði, en þar að auki voru opinberir nemendatónleikar haldnir fyrir jól og f vor. Aldarafmælis barna- r fræðslu á Isafirði minnzt STAKIR STÓLAR OG SETT. KLÆÐI GÖMUL HÚSGÖGN. GOTT ÚRVAL AF ÁKLÆÐI. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807. Nýlega var Barnaskóla tsafjarð- ar slitið. "Við athöfnina var samankomið fjölmenni og söng telpnakór undir stjórn Jakobs Hallgrfmssonar söngkenn- ara nokkur lög. Nemendur í vetur voru 379. Kennt var i 16 bekkjardeildum og voru kennarar 15, auk skóla- stjóra, Björgvins Sighvatssonar. Á fullnaðarprófi hlutu fimm nemendur ágætiseinkunn, Arný Halldórsdóttir, 9.36, Heiðdís Hansdóttir, 9.23, Lúðvfk M. Öla- son, 9.13, Drífa Leonsdóttir, 9.06, og Helga K. Einarsdóttir, 9.00. I sambandi við skólaslitin minntust Isfirðingar aldar- afmælis barnafræðslu á Isafirði., Fræðsluráð Isafjarðar bauð starfsfólki Barnaskólans og öðrum gestum til hófs, þar sem forseti bæjarstjórnar Isafjarðar, Guðmundur H. Ingólfsson, greindi frá hálfrar millj. kr. gjöf til skólans, en gjöfinni skal varið til eflingar skólastarfsins, sam- kvæmt ákvörðun skólastjóra og Fræðsluráðs. Sýning á vinnu nemenda var opin yfir hvítasunnuhelgina og skoðuðu hana um 1300 gestir. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919 nalloKa fyri r al la fjölskylduna Við bjóðum hagstæðari barnafargjöld en aðrir. íbúðir í háum gæðaflokki eru til reiðu fyrir fjölskyldufólk, með góðri aðstöðu fyrir yngsta fólkið. Þrautreyndir íslenzkir úrvals fararstjórar veita yður og fjölskyldu yðar aðstoð og leiðbeiningar. Sérstakur bæklingur með ýtarlegum upplýsingum og ráðum varðandi Mallorcadvöl hefur verið gefinn út fyrir yður. Njótið sumarleyfisins í hópi fjölskyldunnar í úrvals Mallorcaferð fyrir viðráðanlegt verð. FERDAUÓNUSTA FARARSTJÓRN FERÐASKFUFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 «■ i I I ‘i |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.