Morgunblaðið - 10.06.1975, Page 10

Morgunblaðið - 10.06.1975, Page 10
llliil Þjóöhöföinginn ungi: KARL XVI GÚSTAF Fyrir Svíþjóð — eftir kröfum tfmans, eru einkunnarorð, hans hátignar Karls XVI Gústafs Svíakonungs, sem kemur í opinbera heimsókn til Islands f dag. Hann er fæddur þann 30. apríl 1946 f Haga-höll. Sem erfðaprins Svfþjóðar var hann hertogi af Jamta- landi við fæðingu. Hann var einkasonur krónprinsins Gustafs Adolfs, sem fórst f flugslysi 1947, og Sibyllu prinsessu, sem fædd var prinsessa af Sachsen-Coburg und Gotha og lézt 1972. Erfða- prinsinn var skírður Karl Gústaf Folke Hubertus og var opinber- lega lýstur krónprins Svíþjóðar 1950. 30. aprfl árið 1971 varð Karl Gústaf 25 ára og uppfyllti þar með þau aldursskilyrði sem stjórnarskrá Svfþjóðar gerir til verðandi þjóðhöfðingja og eftir það kom hann fram sem fulltrúi konungs- ins, afa síns Gústafs VI, Adolfs f fjarveru hans. Gústaf Adolf lézt sem kunnugt er í september 1973 og. þá tók Karl Gústaf við völdum. Konungurinn stundaði nám f heimavistarskóla fyrir pilta og stúlkur f Sigtuna, skammt frá Stokkhólmi. Aðalnáms- greinar hans voru saga, landafræði, félagsfræði og nútímamál og stúdentsprófi lauk hann vorið 1966. A þessum árum fékk konung- urinn mikinn áhuga á fornleifafræði og fetaði þar í fótspor afa sfns, og tók m.a. þátt f uppgrefti gamla bæjarins í Sigtuna. A skólaárum sfnum stundaði hann fþróttir af kappi og náði beztum árangri f skotfimi, og var f keppnisliði skólans. Ferming Karls XVI Gústafs fór fram árið 1962 f Borghólms- kirkju á eynni Öland, þegar Sibylla prinsessa og fjölskylda hennar voru f frfi þar. Að stúdentsprófi loknu stundaði Karl Gústaf nám við Uppsala- háskóla og gegndi herþjónustu. Um tveggja ára skeið var hann í hinum ýmsu deildum sænska hersins, en lengst af f flotanum. Veturinn 1966—67 var hann á tundurspillinum Alvsnabben, þar sem hann fékk sfna fyrstu reynslu sem sjóliðsforingjaefni. Sfðan var hann á.fallbyssubáti og einn vetur á sjóliðsforingjaskólanum ogtók próf sem sjóliðsforingi haustið 1968. Þá varði konungurinn fjórum mánuðum f nám og æfingar með land- og flughernum. Arið 1968 og 69 stundaði Karl Gústaf nám við háskólann f Uppsölum f þjóðfélagsvfsindum, stjórnmálavfsindum og sögu. Að því námi loknu kynnti konungurinn sér hið fjölbreytta atvinnulff Svfþjóðar og starfaði um skeið hjá fyrirtækjum eins og Facit, Samvinnufélögunum, Svenska Cellulosa AB og um skeið var hann hlaðamaður við Göteborgs Posten, auk þess sem hann kynnti sér vel starf sænsku alþýðusamtakanna. Karl XVI Gústaf tók við konungdómi af afa sfnum Gústaf VI Adolf er hann lézt í september 1973. Hann sór konungseiðinn þann 20. september og sat þann dag sinn fyrsta rfkisráðsfund sem konungur. Við athöfn, sem þann dag fór fram f rfkissalnum, sagði hann m.a.: „Með þessum einkunnarorðum: Fyrir Svíþjóð — eftir kröfum tfmans, — vil ég gefa til kynna hvernig ég mun leitast við að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til konungs nú á tfmum. Minn dáði og elskaði afi varð tákn nútfma konungdóms. Ég er staðráð- inn f að fylgja fordæmi hans.“ Völd hins unga konungs eru ekki eins mikil og afa hans, þvf um s.l. áramót tók gildi f Svfþjóð ný stjórnarskrá, sem hafði í för með sér verulega skerðingu á valdi konungs. Konungurinn er nú fyrst og fremst tákn ríkisins. Islenzk fræði og bók- menntiráhugaefni Svía Samskipti tslend- inga og Svía hafa alltaf verið nokkur, allt frá þvf að land byggðist hér og fslenzka þjóðin varð til. Raunar er greint frá þvf f heimild- um um landnámið að sænskir menn hafi orð- ið fyrstir norrænna manna til að stfga hér fæti á land. Naddoður vfkingur kom að Aust- f jörðum f könnunarferð og Garðar Svavarsson átti vetursetu í Húsavfk við Skjálfanda. Og með- al landnámsmanna voru einnig nokkrir sænskir menn. Um tíma lutu Svíar og tslendingar sama þjóð- höfðingja, er Kalmar- sambandið var við lýði, og segja má, að með réttu hefðu tslendingar átt að fylgja Norðmönn- um, þegar Svíar fengu yfirráð yfir Noregi að loknum Napóleonsstrfð- unum, þar sem Danir fóru mjög halloka. Ef Svfar hefðu fengið yfir- ráð yfir tslandi f byrjun 19. aldar, hefði saga ts- lands vafalaust orðið önnur á sfðustu öld og þessari en f raun varð. Hin sfðari ár hafa samskipti tslendinga og Svía aukizt mjög. Eru menningarsamskiptin mjög fjölbreytt, en þó má segja, að helztu þættir þeirra séu þrfr: # Samstarf á sviði hinnar skipulegu nor- rænu menningarmála- samvinnu, sem byggist á Norræna menningar- málasáttmálanum, er tók gildi 1972. Norræna menningarmálastofn- unin f Kaupmannahöfn vinnur að framkvæmd sáttmálans og skiptist starf hennar í þrjár deildir eftir viðfangs- efnum: vfsindarann- sóknir, fræðslumál og almenn menningarmál. Fer sú samvinna fram i ýmsum myndum, t.d. með ráðstefnuhaldi, vinnu að sameiginleg- um verkefnum o.fl. 0 Framhaldsnám ts- lendinga f ýmsum greinum í Svíþjóð. Fyr- ir 1930 var fátítt, að Islendingar færu til framhaldsnáms f Svf- þjóð, en á fjórða ára- tugnum varð þar breyt- ing á og sérstaklega eft- ir sfðari heimsstyrjöld- ina hefur fjölgað þeim námsmönnum, sem sækja framhaldsmennt- un til Svíþjóðar. Er Svf þjóð f hópi 4-5 landa, þar sem flestir Islend- ingar eru við nám. 0 Samskipti á sviði bókmennta og fslenzkra fræða. Löngum hefur verið töluvert mikill áhugi á fslenzkum fræð- um f Svfþjóð og hafa t.d. fjórir háskólar þar f landi lengi haft fs- lenzka sendikennara f kennaraliði sfnu. f þessu sambandi má minna á orð Gústafs V-I Adolfs Svfakonungs f á- varpi hans í forseta- veizlunni í fslands- heimsókn 1957, er hann sagði: „Hefði eigi Snorra Sturlusonar not- ið við, væri fróðleikur vor Svfa um fornsögu þjóðar vorrar mjög f molum.“ — Þá hefur ó- víða erlendis verið meiri áhugi á íslenzk- um nútfmabókmennt- um en f Svíþjóð. Sér- staklega hafa verk Halldórs Laxness verið þar f miklum metum og þar starfar sá maður, sem einna mest og bezt' hefur kynnt verk Laxness á erlendum vettvangi, Peter Hall- berg, kennari f bók- menntum við háskólann í Gautaborg. 1 nútfma- bókmenntum íslenzk- um hafa vafalftið verið töluvert sterk áhrif frá sænskum bókmenntum, kannski ekki sfzt f ljóðagerð á sfðustu ára- tugum. Gústaf VI Adolf Svfakonungur og herra Asgeir Asgeirsson forseti. Myndina tók öl. K. Mag. f tslandsheimsókn Svfakonungs 1957. Olof Kaijser, sendiherra Svíaá íslandi: „Áhugamálin eiga ekki aö snú- ast um þaö liöna, heldur fyrst og fremst um framtíöina ’ ’ Koma Svfakonungs hingað til lands f þessari viku er til marks um hið nána samband sem er á milli þessara tveggja norrænu þjóða. Það hefur alltaf verið talið eðlilegt og sjálfsagt, að tsland eigi að heima f hinum nána félagsskap sem tengir saman grannlöndin Danmörku, Noreg, Svfþjóð og Finnland. Fyrr á tfmum töluðum við sama tungu málið og þekkingu á sögu okkar á fyrri öldum höfum við f rfkum mæli fengið frá fslenzkum söguriturum, sem kunnir eru um öll Norðurlönd. Þegar okkur verður hugsað til fyrri tfma, sjá- um við að landfræðileg fjarlægð og stjórnmála- legar aðstæður á Norðurlöndum komu f veg fyrir nánara samband þjóðanna. Margar aldir liðu frá þvf að vfkingaferðirnar lögðust af þar til að ferðamenn frá Svfþjóð fóru á ný að sækja til tslands. — Uno von Troil skrifaði sfna frægu bók „Bréf frá íslandi“ eftir tslandsdvöl árið 1772 og Albert Engström ritaði hinu vinsælu bók „Til Heklu" eftir heimsókn til landsins árið 1911. Þrátt fyrir það er það fyrst sfðustu 20 árin, sem Island hefur orðið alþekkt meðal almennings f Svfþjóð, og það er fyrst nú á allra sfðustu árum, sem tsland hefur orðið ferðaland f augum Svía og Svfþjóð f augum tslendinga. A árunum 1971, 1972 og 1973 fóru 3304, 4258 og 5441 Svfi í ferðalag til tslands og fjöldi þeirra tslendinga. sem komu til Svfþjóðar árið 1973, reyndist hvorki meiri né minni en 1.526. Ahuginn á tslandi, sem vaxið hefur mjög á sfðustu árum, jókst um allan helming, þegar eldgosið á Heimaey hófst. I daga og vikur eftir á fylgdust allir Svfar af geysimiklum áhuga með hverjum fréttatfma f útvarpi og sjónvarpi, sem skýrði frá þróun mála f Vestmannaeyjum. Þegar konungur Svfþjóðar kemur f heimsókn til tslands, eiga áhugamálin ekki að snúast um hið liðna, heldur fyrst og fremst um framtíðina, en um leið verður hver og einn að viðurkenna, að hið liðna hefur lagt grunninn, — og það sterkan grunn að sænsk-fslenzku samstarfi f framtfðinni á mörgum og ólfkum sviðum, samvinnu, sem maður vill, hvernig sem á málin er litið, fyrst og fremst þróa innan ramma hins norræna samstarfs. Þegar eru mörg dæmi um mikilvægt og árangursrfkt samstarf og framundan er samstarf á sviði um- hverfisverndar og orkunýtingar, þar sem hlutur tslands mun verða mjög mikilvægur. Með þennan bakgrunn f huga er eðlilegt að taka ekki heimsókn konungsins Karls XVI Gustafs aðeins sem staðfestingu á vináttu og þeim áhuga, sem tengja Svíþjóð og Island heldur einnig sem staðfestingu á trú okkar á norrænu samstarfi og þýðingu þess fyrir öll Norðurlöndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.