Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975 11 Konungur Svíþjóðar heimsækir ísland Breytt stjórnarskrá í Svíþjóö: sinnar hafi komið nálægt gerð þess og haft á hana mikil áhrif.' T.d. er orðið konung að finna að- eins á einum stað i hinum nýju lögum. Annars staðar er orðið „þjóðhöfðingi" notað. Þá er reynt að setja stein i götu gamla konungdæmisins með þvi að sett voru inn atkvæði um mis- mun kynja til ríkiserfða, þannig að karlmenn einir geta orðið þjóð- höfðingjar. Konungur- innfertil Skaftafells Fram til þessa hafa þeir er- lendir þjóðhöfðingjar, er til fslands hafa komið, ekki farið til annarra landshluta en Suð- ur- og Norðurlands, en nú verður brugðið út af vananuni og farið austur í Skaftafells- sýslur. Karl XVI Gústaf fer á mið- vikudaginn austur á Höfn í Hornafirði og til Skaftafells, með viðkomu í Vestmanna- eyjum, en konungur mun sér- staklega hafa óskað eftir þvf að koma þar við. Brottför verður kl. 9.15 á miðvikudags- morgun frá Reykjavfkurflug- velli og þaðan flýgur kon- ungur ásamt fylgdarliði til Vestmannaeyja. Þaðan verður flogið til Hafnar f Hornafirði, þar sem hádegisverður verður snæddur, en áður verður komið við í Almannaskarði. Frá Höfn verður haldið áleiðis Þegar sænsku konungshjónin óku til Þingvalla var dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur fylgdarmaður þeirra og sést hér sýna konungi athyglisverð náttúru- fyrirbæri á Þingvöllum. (Ljósm. Ól. K. Mag.) Islandsheimsókn Svíakonungs 1957: Þann 1. janúar s.l. tók breytt stjórnarskrá gildi f Svíþjóð, sem hafði það í för með sér, að kon- ungur landsins varð svo til valda- laus og er nú fyrst og fremst tákn ríkisins. Þau völd, sem konungur hafði, gengu í hendur annarra, fyrst og fremst ríkisstjórnarinnar, enda er konungur nú oftast fjarverandi þegar ríkisstjórnin tekur ákvarð- anir sfnar. Konungi er aðeins til- kynnt um málefni rikisins af for- sætisráðherranum eða þá á ríkis- ráðsfundum, sem ekki þarf að halda óftar en ársfjórðungslega. Þá hefur konungur nú ekki lengur nokkru hlutverki að gegna við myndanir nýrra stjórna, held- ur er það forseti þingsins, sem felur einstaka mönnum stjórnar- myndanir. Konungurinn situr þó þingið áfram, en hásætisræðunni er sleppt, en í staðinn kemur stefnuyfirlýsing rfkisstjórnarinn- ar. Þá er táknræn yfirstjórn kon- ungs á herjum Svía komin yfir á ríkisstjórnina. Hin nýja stjórnarskrá Svía var lengi í vinnslu, fyrst f nefndum ríkisstjórnarinnar og síðan tóku þingflokkarnir nokkur ár'til að fjalla um málið. Stjórnarskráin ber það til kynna, að lýðveldis- Fegurð Þingvalla heillaði— og hádegisverðinum seinkaði HEIMSÖKN Karls XVI Gústafs Svfakonungs er önnur opinber heimsókn Svfakonungs til Islands. Afi Karls, Gústaf VI Adolf, kom í júnflok 1957 f opin- bera heimsókn til tslands ásamt Louise drottningu. Áður hafði Gústaf Adolf raunar komið til Is- lands árið 1930 á Alþingishátíð- ina, en þá var hann enn krónprins Svfa. Hann varð konungur Svf- þjóðar árið 1950, er faðir hans, Gústaf V, lézt. Heimsókn Svíakonungs sumar- ið 1957 tókst einstaklega vel og Ijóst var af öllum ummætum og viðbröðgum konungs, að hann naut dagana á Islandi mjög vel og hreifst mjög af þvf, scm hann sá og kynntist. Konungshjónin komu til Reykjavíkur með flugvél frá SAS- flugfélaginu um kl. 15 laugardag- inn 29. júní. Forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir, tóku á móti konungshjónunum á flugvellin- um. Var síðan ekið um götur borg- arinnar að Ráðherrabústaðnum, en þar skyldi konungur búa á meðan á Islandsheimsókninni stæði. Við húsið hafði safnazt saman mikill mannfjöldi til að hylla konungshjónin og þegar þau voru komin inn i húsið, var Louise drottningu afhentur bögg- ull með íslenzku sjali, gjöf frá íslenzkri móður i þakklætisskyni fyrir þá vinsemd og hlýhug sem syni hennar hafði verið sýndur, er hann dvaldist I Sviþjóð við nám. Konungshjónin og forsetahjón- in gengu síðan út á svalir hússins og hlýddu á söngkveðju félaga úr karlakór borgarinnar. Siðar um daginn hafði konung- ur móttöku fyrir forstöðumenn erlendra sendiráða í Ráðherra- bústaðnum, en um kvöldið sátu konungshjónin veizlu forseta- hjónanna á Hótel Borg. Næsta morgun heimsóttu konungshjónin Háskóla Islands og síðan Þjóðminjasafnið og skoð aði konungur safnið af miklum áhuga, enda kunnur áhugamaður um fornleifafræði. Þvi næst var haldið til Bessastaða, þar sem Ás- mundur Guðmundsson biskup messaði í kirkjunni, og síðan var snæddur hádegisverður. Síðdegis hafði borgarstjórinn i Reykjavik, Gunnar Thoroddsen, móttöku fyr- ir hina tignu gesti i Melaskólan- um og um kvöidið neyttu kon- ungshjónin kvöldverðar í Nausti, áður en haldið var á hátíðasýn- ingu á „Gullna hliðinu" í Þjóð- leikhúsinu. Þriðji dagur heimsóknarinnar hófst með því, að konungur skoð- aði tvö fiskiðjuver í Reykjavík, en síðan var ekið áleiðis til Þing- valla. A leiðinni var staðnæmzt að Gljúfrasteini, þar sem konungs- hjónin heimsóttu Nóbelsskáldið Halldór Laxness og fjölskyldu hans. Er komið var að Almannagjá, stigu konungshjónin út úr bifreið- um sínum og virtu fyrir sér útsýn- ið af gjárbarminum, en gengu sið- an niður g.iána, í stað þess að aka. Á Lögbergi voru gestirnir fræddir um sögu staðarins, en síð- an gegnu þeir að Valhöll, þar sem rikisstjórnin hélt þeim hádegis- verðarboð. Konungur bað for- sætisráðherra afsökunar á því hversu seint hann kæmi til hádeg- isverðarins, en landslagið hefði verið svo fagurt á Þingvöllum, að hann hefði ekki staðizt mátið að skoða það lengur en ráð var fyrir gert. Að hádegisverðinum loknum, þar sem á borðum var nýveiddur Ölfusárlax og síðan skyr og rjómi, var haldið til Reykjavíkur sem leið lá niður með Soginu, að Hveragerði og yfir Hellisheiði. Síðdegis þennan dag höfðu konungshjónin móttöku í sænska sendiráðinu fyrir sænska þegna hér á landi og um kvöldið héldu þau forsetahjónunum kveðju- veizlu í Þjóðleikhúskjallaranum. Árla næsta morgun kvöddu konungshjónin Island og flugu heim á leið í SAS-flugvélinni Arn- grimi Vfkingi, en að skilnaði hafði forseti tslands fært Svía- konungi að gjöf litla afsteypu af VERZLUN Islendinga við Svía hefur verið mikil á undanförnum árum og áratugum og í fyrra var Svfþjóð f 7. sæti á listanum yfir þau lönd, sem Islendingar flytja mest inn frá, miðað við verðmæti. Nam innflutningsverðmæti sænskra vara alls 3.693 milljón- um króna og hafði hækkað um rösk 50% frá árinu áður. Hins vegar hefur um alllangt skeið verið mikill halli á við- skiptajöfnuði við Svfa og á sfðasta ári nam heildarverðmæti þeirra vara, sem Islendingar seldu til Svfþjóðar 684 milljónum króna og hafði aðeins aukizt um tæp 9% frá árinu áður. Aðalástæðurnar fyrir þessum mikla mun á verzlun okkar við Svía eru einkum tvær: Sviar hafa á boðstólum góðar og þekktar vörur, sem þeir hafa selt hér á landi um áratuga skeið með góðum árangri. Utflutningsmöguleikar Islend- inga á sænskan markað eru höggmynd Einars Jónssonar, „öldu aldanna", og myndaalbúm með 58 ljósmyndum Péturs Thomsen frá heimsókn konungs- hjónanna til íslands. Lauk þannig heimsókn sænsku konungshjónanna, en óhætt er að fullyrða, að þau hafi unnið hug og hjarta Islendinga með alúðlegri og frjálsmannlegri framkomu sinni. takmarkaðir eftir að sfldveiðin og síldarsöltun hér á landi lagðist niður fyrir nokkrum árum. Salt- síldin hafði lengi verið aðalút- flutningsvara Islendinga til Sví- þjóðar og ekki hefur fundizt önn- ur vara sem gæti tekið sess hennar i útflutningsverzluninni. Innflutningsvörurnar frá Svf- þjóð eru afar fjölbreyttar, enda eru Svíar meðal fremstu þjóða heims á sviði iðnaðar. Nokkrir vöruflokkar eru þó veigamestir í innflutningnum og skal þeirra getið hér, ásamt verðmætistölum frá síðasta ári: Stærsti liðurinn var alls kyns vélar og tækjabúnaður (877 milljónir króna). Flutningstæki komu þar næst (540 milljónir króna), og er þar einkum um að ræða Volvo-, Saab- og Scania Vabis-bila. Trjáviður er einnig stór liður (540 milljónir króna), og pappír, pappi og vörur úr þess- um efnum, sem unnin eru úr trjá- viði (200 milljónir króna). Loks skal svo getið hráefna eins og járns og stáls (227 milljónir króna) og óunninna plastefna vestur f Skaftafell og m.a. stoppað við Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi. Þvf næst verður haldið að Svfnafells- jökli og komið í Skaftafell um kl. 18.40. I nýja skálanum und- an Skaftafellsbökkum verður borinn fram kvöldverður. Að honum loknum verður ekið til Fagurhólsmýrar. Þaðan verður flogið til Reykjavíkur, en þangað verður ekki komið fyrr en um kl. 22.30. (203 milljónir króna). Samtals nam verðmæti þessara stærstu vöruflokka um % hlutum af heild- arverðmæti innflutningsins frá Svíþjóð. Stærsti liðurinn i heildarverð- mæti útflutningsvara Islendinga til Svíþjóðar eru 247 milljónir fyr- ir frysta rækju, en Svíar eru stærsti viðskiptavinurokkar á því sviði og keyptu nær helming allr- ar rækjunnar, sem flutt var út árið 1974. Aðrar sjávarafurðir, sem Sviar keyptu af okkur, voru einkum fiskmjöl og söltuð þorsk- hrogn. Þá keyptu þeir allnokkuð af landbúnaðarvörum, talsvert af osti, nokkuð af lambakjöti og all- mikið af gærum og húðum. Einnig má nefna brotajárn, sem Svíarnir keyptu mikið af. I lokin skal svo nefnd ein vörutegund', sem fæstum dettur líklega i hug að telja til útflutningsfram- leiðslu, en Svíar keyptu þó meira af henni en nokkur önnur erlend þjóð. Það eru frimerki, en á árinu 1974 keyptu Svíar af okkur frimerki fyrir tæpar 13 milljónir króna. MIKIÐ FLUTT INN AF VÖRUM FRÁ SVÍÞJÓÐ KONUNGURINN ER FYRST OG FREMST TÁKN RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.