Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNl 1975 13 Ljósm. Br. H. Mosaikmynd Gerðar Helgadóttur afhjúpuð f Samvinnubankanum. Erlendur Einarsson formaður bankaráðs flutti ávarp, en systurdóttir Gerðar, Sigrlður Asgeirsdóttir afhjúpaöi. Mvndin er á vegg I afgreiðslusal,relieve-mynd úr mosaik. Mosaikmynd eftir Gerði afhjiípuð ínýbyggingu Samvinnubankans • • Onnur bronzmynd væntanleg SAMVINNUBANKINN f Reykjavfk tók á laugardag í notkun nýbyggingu við eldra húsnæði bankans í Bankastræti 7. Um leið var afhjúpuð f af- greiðslusal stór veggmynd úr mosaik eftir Gerði Ilelgadóttur myndhöggvara, síðasta lista- verkið sem hún gerði en mynd- in var tilbúin til heimsending- ar í Þýzkalandi, er hún lézt 17. maí sl., að því er Erlendur Einarson formaður bankaráðs sagði í ávarpi við það tækifæri. Hafði það verið einróma álit bankastjóra og bankaráðs að prýða bankann góðum lista- verkum, og var leitaö til Gerðar í samráði við arkitcktinn Hákon Hertevig. Gerði Gerður tvö listaverk fyrir bankann, mosaikmyndina og veggskreyt- ingu úr bronzi, sem Oidtrnans f Þýzkalandi tóku að sér að Ijúka við vegna sjúkleika hennar sjálfrar en þeir unnu einnig mosaikmyndina. Verður bronz- myndin sett upp sfðar. Systur- dóttir Gerðar, sem starfar í bankanum, Sigrfður Asgeirs- dóttir, afhjúpaði myndina. En viðstatt var starfsfólk bankans oggestir. Vegna mikillar aukningar á starfsemi Samvinnubankans á undanförnum árum var hús- næði það, sem hann hafði liaft frá 1963 orðið óhcntugt og ófullnægjandi. En samhliða ný- byggingunni hefur einnig verfð unnið að gagngerum umbótum á eldra húsnæði. Mun þvf öll aðstaða fyrir starfsemi bankans stórbatna, til hagræðis fyrir viðskiptavini og eins til auk- innar hagkvæmni í rekstri. Bankastjóri Sanivinnubankans er Kristicifur Jðnsson. ÖII afgreiðsla liefur nú verið sameinuö og fer fram á 1. hæð á annarri hæð eru aðrar skrif- stofur bankans. Þriðja hæðin verður að mestuin liluta leigð út fyrir starfsemi lífeyrissjóðs SfS og lögfræðiskrifstofu. A fjórðu hæðinni er matsalur og setustofa. ásanit húsvaröar- fbúð. Nýbyggingin. sein er fjór- ar hæðir og kjallari, er að stærð um 944 ferni. og hefur aðál- bankinn þá yfir 2007 ferm.hús- rými að ráöa. Getur bankinn nú í f.vrsta sinn boöiö viðskiptavin- um bankahólf á leigu seni eru í kjallaranum. Hönnun og eftir- lit annaðist Teiknistofa Sam- bandsins. Dregið í happdrætti S j álfstæðisflokksins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins: „Dregið var hjá borgarfógeta í landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins s.l. laugardagskvöld. Upp komu eftirtalin vinnings- númer: 16911 Bronco Sport. bifreið. 56997 Úrvals-sólarferð til Mallorka 16880 Úrvals-sólarferð til Mallorka 78446 Ún als-sólarferð til Mallorka 26013 Kassettu-segulbandstæki 55004 Kassettu-seKulbandstæki 59977 Kassettu-segulbandstæki 40318 Kassettu-segulbandstæki 72634 Kassettu-seKulbandstæki 55610 Kassettu-segulbandstæki. Eigendur ofantaldra vinnings- miða framvfsi þeim í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Laufásvegi 46, Reykjavík." „Ótrúleg listaverk í safni Einars” Rabbað við norska mótasmiði NORSKU mótasmiðirnir Kluger og Lindseth hafa nú lokið við að taka mót af Öldu aldanna, högg- mynd Einars Jónssonar sem á að setja upp í bronzi f Vestmanna- eyjum í haust. 3 seldu en meðal- verðið misjafnt Þrír bátar seldu sildarafla i Hirtshals i gær og komst meðal- verðið allt upp i kr. 73,73, en i þeirri heildarsölu var aflinn litill. Faxaborg seldi 78,3 lestir fyrir 1,9 millj. kr. og var meðalverðið kr. 25,28, Rauðsey AK seldi 43,1 lest fyrir 1,2 millj. kr., meðalverð kr. 27,85 og Guðmundur RE seldi 4,3 lestir fyrir317 þús. kr., meðalverð kr. 73,73. Morgunblaðið rabbaði stuttlega við þá félaga en þeir hafa ekki fyrr komið til Islands þótt oft hafi þeir unnið með íslenzkar högg- myndir. „Það er hreint ótrúlegt að safn eins og Listasafn Einars Jónssonar skuli vera til hér á landi. Þetta eru stórkostleg verk og hvert öðru betra“, sagði Mjöl og hrogn til útlanda Siglufirði — 9. júní I DAG er verið að landa úr togar- anum Stálvfk um 70 tonnum af þorski. Þá er verið að lesta vél- skipið Sæborgu til útlanda með 550 tonn af loðnumjöli. Loks er vélskipið Tjaldur á för- um til útlanda með heilan farm af söltuðum grásleppuhrognum og er þá framleiðslan frá síðustu ver- tfð svo til öll farin til erlendra kaupenda. —mj. Sýning á munum aldraðra borgara 1 FÉLAGSHEIMILI aldraðra við Norðurbrún 1 stendur yfir sýning á listmunum, sem aldraðir borg- arar í Reykjavík hafa unnið i vetur, en tómstundastarfið sem Félagsmálastofnun gengst fyrir er mjög fjölbreytt. Þarna eru leir- munir, útskurður í tré og bein, skartgripir úr slipuðum islenzk- um steinum, horni, beini og hval- tönnum; leðurvinna margs konar, vefnaður, teppi og isaumur o.fl. Sýningin hófst á laugardag og lýkur í kvöld, þriðjudag. Hún er opin kl. 1—5 e.h. Ljósm. blaðsins tók þessa mynd á sýningunni i gær. A SLYSSTAÐ — Frá slysstaðnuiii við Grindai ikun eg. 1 ■■|,lslu i;il,'n"" Kluger, en það vakti einnig at- hygli þeirra hve þeir sáu víða listaverk á vfðavangi í Reykjavík. Þeir félagar vinna saman í Osló og steypa þar aðallega fyrir 7 myndhöggvara, en einnig vinna þeir margháttuð önnur verkefni. M.a. sögðust þeir steypa pípumót- in fyrir Lille—Hammer reykpip- urnar sem kunnar eru hér á landi. Mótin verða nú send til Osló þar sem höggmyndin verður steypt i bronz. Til vinstri á myndinni er Kluger og til hægri er Lindseth. Vitni vantar FÖSTUDAGINN 30. mai laust fyrir klukkan 16 varð árekstur á Skúlagötu gegnt Sænska frysti- húsinu. Þar rákust saman tvær bifreiðir, Peugeot og Volkswagen sendibifreið. Vitni munu hafa verið að þessum árekstri og eru þau beðin að hafa samband við rannsóknarlögregluna. Banaslys á Grinda- víkurvegi BANASLYS varð á Grindavfkur- vegi um klukkan 18,30 á laugar- daginn. Bifreið valt út af veg- inum eftir að einn hjólharöinn hafði sprungið og fór hun 3—4 veltur niður allháan vcgarkant- inn. 1 bifreiðinni voru 5 menn, allt skipverjar á Lundey RE. Einn þeirra kastaöist út úr bif- reiðinni og slasaðist það mikið að- hann lézt á sjúkrahúsinu í Kcfla- vík um kvöldið. Ilann hét Guðni Jónsson til heimilis að Kirkju- Guðni Jónsson. teigi 11 í Reykjavfk, 70 ára að aldri. Bifreiðin var á leiðinni frá Grindavík til Reykjavfkur. Þegar hún var stödd skammt norðan Svartengis hvellsprakk einn hjól- barðinn og missti ökumaður við það stjórn á bifreiðinni. Stakk*t hún út af veginum vinstra megin við akstursstefnu og niður allhá- an vegarkantinn og fór 3—4 velt- ur áður en hún stiiðvaðist á hjöl- unum. Guðni heitinn kastaðist út úr bifreiðinni i einni veltunni. Lögreglan í Grindavík kom brátt á staðinn og flutti Guðna á sjúkra- húsið i Keflavík þar sem hann andaðist um klukkan 21 þetta sama kvöld. Þá slasaðist annai farþegi all mikið og var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavfk. Hinir sem í bilnum voru sluppu með minniháttár meiðsli. Bifreið- in er töluvert skemmd. Guðni Jönsson lætur eftir sig eiginkonu, Kristinu Vigfúsdóttur. og 5 börn. Þau eru <>11 uppkoníin og liafa stofnað heimili. Guðni var fæddur 13. ágúst 1904. og þvi 70 ára gamall. Viðlagasjóðsstaðreyndir: Hvað er hvers? í GREIN MINNI I Morgunblað- inu s.l. laugardag um starfsemi Viðlagasjóðs get ég um að Verk- fræðistofa Guðmundar G. Þórarinssonar hafi fengið greiddar 15 millj. kr. frá Við- lagasjóði fyrir grunnteikningar á Viðlagasjóðshúsunum inn- fluttu og eftirlit með byggingu þeirra. Þá get ég um að Karl- Erik Rocksén arkitekt hafi fengið greiddar 8 millj. kr. vegna eftirlits á byggingu hús- anna. Þessar tölur eru réttar, en rétt er að geta þess að Guðmundur G. Þórarinsson og Karl-Erik Rocksén unnu að þessum verkefnum algjörlega saman og reyndar eru þeir saman með vinnuaðstöðu að Skipholti 1. Hvers vegna er verið að skipta þessum 23 millj. kr„ sem þeir fá greiddar i 15 og 8 og hvernig skiptist það fé? Fróðlegast væri að Guðmundur gerði grein fyrir því sjálfur og þá um leið skipt- ingu 250 millj. kr. fyrir ein- falda grunnbyggingu Viðlaga- sjóðshúsanna en Guðmundur var einvaldur í samningum þar að lútandi. — Arni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.