Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 19

Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNI 1975 27 Einstakur áhugi og samhugur meðal hár- greiðslukvenna hér — segja dönsku hárgreiðslumeist- ararnir Pía og Lauritz Möller Hárgreiðslukonur leggja mikla áherzlu á að halda við og endur- nýja þekkingu sína f starfi. Félög- in beita sér þar mjög og sjálfar virðast hárgreiðslukonurnar mjög áhugasamar og hika ekki við að leggja á sig auka-námskeið eða leita eftir að fá að koma á hárgreiðslustofur erlendis til að kynnast nýjungum. Nú nýlega var efnt til viðamikillar sam- keppni um hárgreiðslu, þar sem kepptu bæði meistarar, sveinar og nemar og nú er að Ijúka nám skeiði, þar sem fengnir voru þekktir hárgreiðslumeistarar frá Danmörku, Pfa og Lauritz Möller, til að koma og leiðbeina um nýj ungar í litun og permanenti. Það er alveg einstakt að meist- arar, sveinar og lærlingar taki saman þátt í hárgreiðslusam- keppni, sögðu þau við fréttamann Mbl. — Það hefur aldrei komið fyrir í Danmörku. Og á námskeið- unum hefur okkur þótt það áber- andi hve vel stúlkurnar vinna saman, þó að þær séu í daglega lífinu í samkeppni. Við höfum haft þann hátt á að láta 4 vera saman með eina hárgreiðslu. Þær ræða þá málið og miðla hver ann- arri af þekkingu sinni. Þetta gerir þær samstilltar og hefur gefizt mjög vel. Kostnaður við fokhelt hús 27-29% af heildarverði Á aðalfundi Meistarasambands byggingamanna, sem haldinn var 2.—3. maí, kom fram f skýrslu formanns, Gunnars S. Björnson- ar, að hlutföll milli efniskostnað- ar og vinnu f fullbúnum hús- byggingum hefur raskazt þannig að undanförnu, að 1. júnf 1973 var launakostnaður að meðaltali 50.4%, en efniskostnaður 49.4%. 1. marz 1975 námu Iaunagreiðsl- ur 43.6%, en efniskostnaður 56.4%. Þá kom fram, að kostnað- ur við íokhelt hús er aðeins 27—29% af heildarverði hússins. Félagsdeildir Meistarasam- bands byggingamanna eru 14 að tölu, víðs vegar á landinu. Gunnar S. Björnsson var endurkjörinn formaður sambandsins, en stjórnarmenn eru auk hans 14 að tölu, eða einn frá hverju félagi. Pia og Lauritz Möller reka hár- greiðslustofu í Haderslev, en bæði fara mikið um og leiðbeina eftir að nýja tízkan kemur fram, og þykir^gaman að þvf. I haust fara hjónin þannig til Parísar. Pia er þrefaldur Danmerkurmeistari f hárgreiðslu og sú eina , sem hefur unnið bikarinn til eignar með því að sigra þrjú ár i röð. Það þótti skemmtilegt, þvi hún var fyrsta konan sem sigraði í þeirri keppni. Hún var Norðurlanda- meistari í hárgreiðslu 1969 og hef- ur tekið þátt I heimsmeistara- keppni. Hún er meðlimur í Haute Couture og f stjórn þeirra í Dan- mörku. Þetta er í fyrsta skiptið, sem þau hjónin koma til Islands, og í þetta sinn eru þau að kenna með- ferð á Wellavörum við litun og permanent, en þær vörur eru mjög mikið notaðar á hárgreiðslu- stofum hér. Aðspurð sögðu þau að í tízku væri að hafa hárgreiðsluna sem eðlilegasta, og þá jafnframt litun og permanent. Þetta þyrfti að hæfa vel persónunni og allt að fylgjast að: klipping, litun og lagning. I litun mætti þannig lita i þremur litum, sem rynnu hver inn í annan, og permanent væri hægt að setja í hluta af hárinu. En permanent er nú mikið notað, jafnvel í slétt hár, því til eru svo margar gerðir, og alveg hægt að ráða hvernig það er. Námskeiðinu hér var skipt í 3 hópa. Og var það ákaflega vel sótt. 71 stúlka tók þátt í námskeiði, sem stóð venjulega frá kl. 9 á morgnana til kl. 5, sem er feiki- mikil þátttaka, sögðu dönsku hár- greiðslumeistararnir, því hár- greiðslustofurnar eru ekki nema rúmlega 50 talsins. Fyrsta nám- skeiðið var fyrir meistara, annað fyrir sveina i iðninni og þriðja fyrir nema og höfðu aðeins félags- menn i Hárgreiðslumeistarafélagi Islands auk sveina og nema, sem hjá þeim starfa, aðgang að þeim. Höfðu þau Pia og Lauritz Möll- er sérstaklega orð á því hve stúlk- urnar hefðu sýnt mikinn áhuga. Greinilega væri hér ekki um það hugarfar að ræða, eins og víða I annars staðar, að þær tækju þátt ( slikri þjálfun til að fá frí úr vinn- unni. I lokin fá þátttakendur skjal til staðfestingar og afhenti formaður félagsins, Hanna Kristín Guðmundsdóttir, það við hátíðlega athöfn sl. fimmtudag. Að lokum sögðu dönsku hár- greiðslumeistararnir að þeir hefðu haft mikla ánægju af að koma til Islands, séð hefði verið um að þeim Iiói vel og þeim sýnt landið, t.d. farið til Þingvalla á björtu kvöldi. Og nú væri farið að ræða um hraunliti i hárið. Áhugamenn — Hestamenn Hross til sölu, af góðu kyni, á góðum kjörum, nokkuð ræktað. Upplýsingar milli kl. 19 og 21 í kvöld í síma 85706. Vörubílaúrvalið er hjá okkur Volvo FB 89 árg. '74, búkkabíll með robsondrifi. Volvo FB 88 árg. '73, búkkabill með grjótpalli. Scania Vabis 110 árg. '74 m/búkka. Scania Vabis 110 árg. '69 m/3V2 t. herkúleskrana. Scania Vabis 76 árg. '65 m/búkka. Merzedes Benz 1513 árg. '74, '73 m/21/2 t. Focokrana. Scania Vabis 85 super árg. '71 m/búkka. BÍLASALA MATTHÍASAR V/MIKLATORG, SÍMI 24540. Vörubílaúrvalið er hjá okkur. I námsekiðslok hittust þátttakendur og skfrteini voru afhent. A myndinni eru f fremri röð dönsku hárgreiðslumeistararnir Pfa og Lauritz Möller, formaður Hárgreiðslumeistarafélagsins, Hanna Kristfn Guðmundsdóttir, Halldór Jónsson, umboðsmaður Welia-vara. Og f efri röð stjórnarkonur í félaginu, Pálfna Sigurbergsdóttir, Lovfsa Jónsdóttir og Arnfrfður Isaksdóttir. Rr. 39.900 r Verdfltreikning SKBIFSTDFUVELftK H.F. ^ ^ -------------- Hverfisgötu 33 Sími 20560 reiknar dsmin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.