Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI 1975 29 félk í fréttum + Evrópuheimsókn Fords for- seta lauk með heimsókn I Vati- kanið. Á myndinni eru þeir Ford forseti og Páll páfi VI að ræða um gjafir þær er þeir skiptust á. Aður hafði Ford set- ið á fundi með Giovanni Leone forseta Italíu og ræddu þeir um samskipti Evrópu og Banda- rfkjanna. + Tatum O’Neal, hin 12 ára gamla leikkona og dóttir leikarans Ryan O’Neal var nýlega rekin úr skóla. Það er f þriðja skiptið á einu ári, sem hún þarf að skipta um skóla. „Mér er alveg sama. Ég mæti þar hvort eð er aldrei," sagði frökenin. + Soraya kom fram eitt kvöld sem persnesk keisara- ynja. Þetta var á grfmuballi f Parfs. Hana skortir ekki æfinguna, þar sem hún var f sjö ár gift Iranskeisara. + Það vantar ekki skapið f Romy Scheider. I Parfs sló hún ljósmyndara einn niður þegar hann ætlaði að taka myndir af Romy og nýjasta vini hennar. Hún þurfti að borga tannlækni ljðsmynd- arans 1500 franka. + Peter Sellers hefur tilkynnt vinum og kunningj- um að piparsveinatíma hans sé senn lokið. Hann hefur pantað tíma fyrir „opinbera trúlofunarmynd" hjá vini sfnum Patrick Lichfield. Sú hamingjusama er sænska stúlkan Titti Eachtmeister. Leikkonan Glenda Jackson íhugar skilnað við eigin- mann sinn Hodges; + Brezka leikkonan Glenda Jackson ætlar i«ú að skilja við eiginmann sinn, leikstjórann Roy Hodges, en hjónaband þeirra hefur varað I 17 ár. Glenda Jackson sem nú er 39 ára gömul hefur unnið tvenn Öskarsverðlaun, „Seinustu fjögur ár hjóna- bands okkar hafa verið hræðileg. Það er erfitt að benda á eitthvað ákveðið, en þetta var bara ekki lengur hægt, og það stendur ekki f neinu sambandi við frama minn f leiklistinni," sagði Glenda Jackson. Glenda Jackson viður- kennir að það er kominn „nýr“ maður f lff hennar, Ijósameistarinn Andy Philips, 35 ára gamall, en hún fullyrðir að skilnaður hennar standi f engu sam- bandi við hann. Hún segir að hún muni aldrei gifta sig aftur, og að hún ætli að búa f hinu stóra húsi þeirra hjóna f Blacheath ásamt 6 ára syni þeirra, Daniel. + Danski rithöfundurinn Leif Panduro hefur nú afhent Gyldendals handritið að 12. skáldsögu sinni. Bókin kemur út með haustinu. Titill bókar- innar verður „Höfeber“. Efni bókarinnar er um dómara f Hilleröd. Aðspurður um hvort bókin væri skemmtileg sagði Panduro. „Því er erfitt að svara en hún er skrýtin. Það skeður svo margt einkennilegt f henni.“ Ljósm.: Hermann Stefánsson + Nei, þessi mynd er ekki frá Reykjavfk, heldur er þetta götumynd frá Isafirði og sýnir lífið í Hafnarstrætinu fyrir vestan. Fjölbreytt úrval af buxum í mörgum efnum, sniðum og litum TOÐ TAKIÐ RÉTTSPORo cTWEÐ PVÍ AÐ KAUPA ShiBivo^ Nýkomið úrval af nýjum PÍLU rúllugluggatjaldaefnum. Stuttur afgreiðslufrestur. Setjum ný efni á notaðar stangir. PÍLU rúllugluggatjöld Ólafur Kr. Sigurðsson & Co. Suðurlandsbraut 6. Sími 83215 — 38709. v___________________________________________-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.