Morgunblaðið - 26.06.1975, Síða 1
32 SÍÐUR
141. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 26. JUNÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ford vill
afstýra
þrátefli
Washington, 25. júní.
AP. Reuter.
FORD forseti sagði á blaða-
mannafundi f kvöld að Banda-
rfkin mundu ekki láta „þrátefli
eða kyrrstöðu“ viðgangast f
friðartilraunum f Miðausturlönd-
um, en neitaði að segja hvenær
endurskoðun á stefnu Banda-
rfkjastjórnar mundi Ijúka og
hvort næsti áfangi tilraunanna
yrði ráðstefna f Genf eða nýjar
tilraunir til að leysa deilumálin
skref fyrir skref.
„Þvf lengur sem ekkert miðar í
friðarátt I Miðausturlöndum, því
meiri líkur eru á strfði og öllum
þeim hörmungum sem því fylgja,
sagði Ford. Hann sagði að Banda-
rfkjastjórn héldi áfram viðræðum
við leiðtoga deiluaðila og sér-
fróðra aðila.
Forsetinn sagði að þau ummæli
Henry Kissingers utanrikisráð-
herra að „ekkert land skyldi
Framhald á bls. 18
Gandhi
þraukar
Nýju Delhi, 25. júnf. AP. Reuter.
INDIRA Gandhi forsætisráðherra
ætlar að gegna áfram embætti
meðan mál hennar er fyrir hæsta-
rétti þrátt fyrir vaxandi þrýsting
frá stjórnarandstöðunni og þótt
hún hafi misst atkvæðisrétt á
þingi.
H. R. Gokhale dómsmálaráð-
herra lýsti þessu yfir í dag. „Hún
hefur enga ásta'ðu til að segja af
sér. Hún ætlar ekki að segja af
sér. Hví skyldi hún segja af sér?“
sagði hann.
Nokkrir flokkar stjórnarand-
stæðinga skipuðu nefnd i dag til
að skipuleggja baráttu um allt
Indland með það fyrir augum að
neyða frú Gandhi til að segja af
sér.
Baráttan hefst með svoköll-
uðum óvirkum mótmælaaðgerð-
um um allt landið og standa þær í
eina viku.
Hópar fólks munu einnig ganga
að heimili frú Gandhi í Nýju
Delhi og krefjast þess að hún fari
frá.
Simamynd AP
Flugslysið f New York — sjá frétt á bls. 15.
Hjálparsveitir á slysstaðnum. Á myndinni sést
afturhluti flugvélarinnar, sem er af gerðinni Boeing
727, en hún skall niður á veg um 300 metrum frá
flugbrautarendanum.
Amin sent
nýtt skey ti
London, 25. júni. Reuter. AP.
LESIÐ var upp í útvarpinu í Uganda í kvöld nýtt skeyti
frá Harold Wilson forsætisráðherra til Idi Amin forseta
þar sem hann ítrekar að James Callaghan utanríkisráð-
herra sé reiðubúinn að fara til Ueanda iafnskjótt og
Amin ákveði að þyrma lffi Bretans Denis HiIIs.
Bátur
aftrar
björgun
þriggja
gísla
Dar Es Salaam, 25. júní. Reulcr. AP.
TILRAUN til að bjarga
þremur stúdentum sem
vinstrisinnaðir uppreisnar-
menn í Zaire rændu fyrir 35
dögum fór út um þúfur f gær
vegna afskipta fallbyssubáts
Zaire-stjórnar á Tanganyika-
vatni, að sögn sjónarvotta.
Bandarískir stjórnarfull-
trúar og fulltrúar fjölskyldna
stúdentanna reyndu að bjarga
þeim þar sem þeir voru i haldi
á Zaire-strönd vatnsins og
sigldu yfir vatnið í litlum vél-
bát.
Báturinn fór frá Kigoma á
strönd Tanzaniu og stefndi til
staðar á hinum bakkanum sem
stúdentarnir höfðu vísað á
með speglum sem þeir notuðu
til að senda ljósmerki yfir
vatnið.
Þegar báturinn nálgaðist
ströndina sigldi fallbyssu
bátur frá Zaire í veg fyrir
hann og skaut fyrir framan
stefni hans svo að hann neydd-
ist til að sigla aftur yfir vatnið
til Tanzaniu.
Talið er að björgunarleið-
angurinn hafi haft meðferðis
lausnargjald sem uppreisnar-
menn hafa krafizt fyrir
stúdentana sem þeir rændu frá
vísindamiðstöð Tanzaníumeg-
in vatnsins.
Rikisstjórnir Bandarikjanna
Framhald á bls. 18
Að sögn útvarpsins sagði Wil-
son í skeytinu, sem virðist hafa
verið sent I dag, að Amin hefði
gefið í skyn að hann væri ef til
vill fús að leyfa Hills að fara frá
Uganda ásamt Callaghan. Wilson
sagði að sögn útvarpsins að þar
með gæti hafizt nýr kafli í sögu
sambúðar Bretlands og Uganda.
Wilson fagnaði þeim yfirlýs-
ingum Amins að Ugandamenn
væru alls ekki andvigir Bretum
og Hills. Samkvæmt úrslitakost-
um Amins verður Hills tekinn af
lífi 4. júli ef Callaghan kemur
ekki til Uganda fyrir þann tima.
Callaghan kveðst fús til að f ara til
Uganda en ekki tilneyddur og
þetta var itrekað í skeyti Wilsons
i dag.
ÖTTAST FREIGATUR
Stjórnin í Uganda hélt þvi fram
I dag að tvö brezk herskip væru
komin til hafnarborgarinnar
Mombasa í Kenya til að bjarga
háskólakennaranum Hills sem
hefur verið dæmdur til dauða fyr-
ir að kalla Idi Amin forseta harð-
stjóra. Framhald á bls. 18
NVTT RlKI — Samora Moises Machel vann í gær embættiseið
sinn sem forseti Mozambique, sem er orðið sjálfstætt ríki. Hann
er foringi hreyfingarinnar Frelimo sem barðist gegn nýlendu-
yfirráðum Portúgala í tiu ár. Hér er hinn nýi fáni landsins
dreginn að húni í fyrsta sinn á iþróttaleikvanginum í höfuðborg-
inni, Lourenco Marques. Hermenn Frelimo standa heiðursvörð.
V opnahlé samið eftir
blóðug átök í Beirút
Beirút, 25. júní. Reuter. AP.
VOPNAHLÉ var samið eftir blóðuga bardaga í Beirút í
dag fyrir milligöngu samstarfsnefndar líbanskra yfir-
valda og palestínskra skæruliða, en í kvöld mátti enn
heyra skothrfð og sprengingar.
Bardagarnir blossuðu upp í gær
eftir þriggja vikna kyrrð í borg-
inni og minnst fimm hafa fallið og
22 særzt. Tilkynnt var að sam-
starfsnefndin hefði rætt við
„ýmsa hópa“ til að stöðva bardag-
ana en það vakti athygli að þeir
voru ekki nafngreindir.
Palestínska fréttastofan WAFA
sagði að nefndin hefði setzt á rök-
stóla að beiðni Palestinumanna.
Það vakti athygli að fréttastofan
kenndi ekki falangistum um að
hafa átt upptökin að bardögunum
eins og hún hafði áður gert.
Barizt var i tveimur úthverfum
í suðurhluta Beirút, Shiyyah og
Ain Al-Rummaneh, og stræti sem
liggur gegnum þau breyttist i
einskismannsland vegna skot-
hríðar og tiðra sprenginga. Ein-
hverjir hörðustu bardagar hægri-
sinnaðra falangista og vopnaðra
vinstrisinna í síðasta mánuði geis-
uðu í þessum hverfum.
Snginn aðili lýsti sig ábyrgan á
skothrið sem var haldið uppi á
stöðvar falangista, þótt blað
hlynnt Palestinumönnum héldi
þvi fram í morgun að hægrimenn
hefðu efnt til átakanna. Frétta-
maður Reuters sá enga falangista
skjóta úr byssum sínum i
Shiyyah-stræti.
Vopnaðir hægrimenn á þessu
Framhald á bls. 18
Eitur til Castros
Washington 25. júni — AP
UNDIRHEIMAMAÐURINN
John Rossclli segir að f tilraun-
um til að myrða Fidel Kastro
forsætisráðherra Kúbú f byrj-
un þessa áratugs hafi allt verið
notað: greiðslur f reiðufé,
eiturtöflur, háþrýstirifflar,
hraðbátsferðir til Kúbu, að
sögn bandarfska blaðamanns-
ins Jack Anderson á miðviku-
dag. Segir blaðamaðurinn að
Rosselli viti til þess að fimm
sinnum hafi verið reynt að
drepa Kastró.
Hann hefur það eftir Rosselli
að fregnir hafi eitt sinn borizt
um það að forsætisráðherrann
væri mjög veikur eftir að reynt
hafði verið að byrla honum eit-
ur, en hvort veikindin stöfuðu
af eitrinu eða vírus kvaðst
Rosselli ekki vita.
Sagði Anderson í sjónvarps-
viðtali að Rosselli hefði gefið
sér þessar upplýsingar eftir að
hafa setið i þrjár klukkustundir
fyrir svörum hjá nefnd
öldungadeildarinnar sem kann-
ar starfsemi leyniþjónustunn-
ar, CIA.
Á miðvikudag stefndi nefnd-
in að því að fá til yfirheyrslu
William K. Harvey, fyrrverandi
starfsmann CIA sem Rosselli
nefndi i samtali sínu við Ander-
son.
Blaðamaðurinn hefur það eft-
ir Rosselii aö hann hafi verið
ráðinn í Los Angeles 1960 af
Robert Maheu, sem þá var að-
stoðarmaður billjónerans
Howard Huehers, sem áður
Framliald á bls. 18
* *: