Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 7

Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNl 1975 7 « L „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð'gott” Það er nú einsýnt, að vinnufriSur verður tryggður i landinu næsta misserið. Hver vinnu- deilan af annarri hefur verið leyst með skapleg- um hætti og með hlið- sjón af rikjandi aðstæð- um i þjóðfélaginu, þó vissulega hafi verið teflt á tæpasta vað að þvi er varðar rekstrarstöðu einstakra atvinnugreina. Á heildina litið stefna samningarnir að launa- jöfnuði, þar sem hags- munir hinna lægst laun- uðu hafa setið i fyrir- rúmi. Frá þessari megin- reglu er aðeins ein leið undantekning: samningarnir við flug- menn, sem striða gegn réttlætiskennd al- mennings og eru utan og ofan við þær forsend- ur, sem fyrir hendu voru og eru. Aðeins ein umtalsverð vinnudeiia er óleyst: verkfaliið á hinum stærri togurum. Vonir standa þó til, að einnig sú deila sé á lokastigi. Leysist hún bráðlega er vinnu- friður næstu mánuði ánægjuieg staðreynd. sem þjóðin fagnar heils hugar. Þvl var óspart haldið að þjóðinni, að nú- verandi rikisstjórn hlyti að valda stanziausu striði á vinnumarkaði. Raunin varð hinsvegar sú, að fáar rikisstjórnir hafa lagt meira af mörk- um til að tryggja vinnu- frið. Þessi viðleitni rlkis- stjórnarinnar hefur borið rikulegan ávöxt. Hún hefur unnið athyglis- verðan sigur yfir óróa- öflum, sem töldu upp- lausnarástand á islenzk- um vinnumarkaði nauð- synlegan jarðveg fyrir valdatöku nýrrar vinstri stjórnar, þar sem kommúnistar hefðu tögl og hagldir. Sú efnahagskreppa, innflutt og heimatilbúin, sem hafði I för með sér skertar þjóðartekjur og rýrð kjör allra starf- stétta, var sá jarðvegur, sem kommúnistar sáðu i slnum ófriðarfræjum. Uppskeran varð þó minni en vonir þeirra stóðu til. Dómgreind al- mennings varð sá varnarveggur, sem áróðursbrögð þeirra strönduðu á. Mál- flutningur Þjóðviljans var og með þeim hætti að verka þveröfugt við tilganginn. Það má ekki vanmeta eða vanþakka áhrif þeirrar „áróðursúr- bræðslu" á framvindu mála. „Fátt er svo með öllu illt. að ekki boði nokkuð gott." Seinagangur Hitaveituf ramkvæmd- ir I landinu voru litlar sem engar öll vinstri- stjórnarárin, er Magnús Kjartansson fór með yf- irstjórn þeirra mála. Engar nýjar ákvarðanir voru teknar né fram- kvæmdir hafnar á sviði vatnsaflsvirkjana. Jafn- vel svokölluð byggða- llna norður I land, sem leysa átti að hluta orku- þörf Norðlendinga, komst ekki á fram- kvæmdastig fyrr en hann var stiginn niður úr ráðherrastóli. Þetta algjöra aðgerðarleysi var staðreynd, þrátt fyrir slhækkandi olluverð. sem gerði umræddar framkvæmdir um nýt- ingu innlendra orkugjafa enn brýnni. Ollukreppan I heimin- um var ekki einungis arablskt gróðabragð. Sovétrlkin, sem eru stór ollusali, létu ekki sitt eftir liggja I þvl efni. Sem dæmi má nefna, að innf lutningur okkar I benzlni og olium frá Sovétrikjunum árið 1972 (380 þúsund tonn) kostaði okkur þá 93S m. kr. eða að með- altali 2.2 m.kr. hver þúsund tonn. Áætlaður kostnaður okkar á þessu ári fyrir sama innflutn- ing (500 þús. tonn) hækkar I hvorki meira né minna en 7.300 m. kr. eða 14.6 m. kr. pr. 1000 tonn að meðaltali. Þetta þýðir nærri sjö- földun söluverðs þeirra á þessari vörutegund til okkar. Það er þvl ánægjuefni að núverandi rikisstjórn hefur sett nýtingu inn- lendra orkugjafa I for- gangsflokka fram- kvæmda I landinu. Viða um land er kominn um- talsverður skriður á hita- veituframkvæmdir og á undirbúning nýrra vatnsaflsvirkjana. Næsta stórvirkjun verð- ur á Norðurlandi, sem er eftirtektarverð stefnu- breytin I þessum málaflokki. En sá skaði er ómældur, sem að- gerðarleysi orkuráð- herra vinstri stjórnarinn- ar hefur valdið þjóðar- heildinni og Ibúum oliu- kyntra ibúða. Ef fram- kvæmdir á þessum vett- vangi, t.d. fyrir ná- grannabyggðir Reykja vlkur og á Suðurnesjum, hefðu hafizt nokkrum árum fyrr, hefðu fram- kvæmdirnar sjálfar orðið margfalt ódýrari, sparað þjóðarheildinni milljarði I erlendum gjaldeyri og fært hundruðum heimila raunverulegar kjarabæt- ur I verulegri lækkun hitunarkostnaðar. J Sumarblóm Höfum úrval af sumarblómaplöntum: stjúpur, bellis, hádegisblóm, kornblðm, chrysanthemum, levkoj, petúnia, skrautnál, paradlsarblóm, Ijónsmunna, flauelsblóm, anemónur o.fl. Fjölærar plöntur: gullhnappar, geitabjöllur, valmúur, hvítt blágresi o.fl. Blómkálsplöntur, Dahllur, margar tegundir. Lækkað verð. GRÓÐRARSTÖÐIN GRÆNAHLÍÐ, v / Bústaðaveg, sími 34 122. Sjúkraliðaskóli á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins tekur til starfa 1. október næstkom- andi. Umsóknareyðublöð liggja frammi í ráðuneyt- inu. Umsóknarfrestur er til 31. júlí. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 23. júní 19 75. Jackson hefur nýja sóknarlotu Sóknaraðgerðirnar gegn Moskvu, sem starfslið Jacksons öldungadeildarþingmanns hefur nú í undir- búningi, gætu jafnvel reynzt skaðvænlegri en tilraun- in til að fá sovézk stjórnvöld til að veita Gyðingum brottfararleyfi úr landinu í skiptum fyrir viðskipta- hagsmuni. En spurningin er, hver skaðast mest? Verða það stjórnvöldin I Kreml, Jackson öldungadeild- arþingmaður og tilraunir hans til að ná útnefningu til forsetakjörs eða verður það ríkisstjórn Fords og utan- rikismálastefna hennar. Henry Jackson öldungadeildarþingmaður er for- maður rannsóknarnefndar öldungadeildarinnar í innanrikismálum og mun hún á næstunni hefja yfir- heyrslur, sem gætu haft alvarleg áhrif á væntanlega sölu á tæknikunnáttu til Sovétrikjanna. Þeir sem rannsóknina hafa annazt hafa afhjúpað nokkur „stór- hneyksli", og samkvæmt heimildum úr herbúðum Jacksons kemur þar fram, að Sovétrikin hafa aflað sér leyndarvitneskju frá Bandarikjunum varðandi iðnað og hernað án þess að leggja nokkuð af mörkum til endurgjalds, svo að heitið geti. Í gögnum nefndarinnar er m.a. getið um meinleysis- legt tæki, sem fundið hefur verið upp og notað á sjúkrahúsum til rannsókna á röntgenmyndum. En þannig vill hins vegar til, að tæki þetta hefur verið gert fyrir leyniþjónustu Bandaríkjamanna, CIA, í þeim tilgangi að rannsaka myndir, sem teknar hafa verið úr gervitunglum, og er tækið nú þannig úr garði gert. að það leiðir I Ijós öll smáatriði á myndum. Það væri augsýnilega óréttmætt að banna útflutn- ing á sjúkrahúsbúnaði til Sovétrfkjanna, en starfs- menn Jacksons telja, að Rússar reyni allt sem þeir geti til að sigla unair fölsku flaggi og kaupi tæki f þágu hersins undir þvf yfirskyni, að þau verði notuð f friðsamlegum tilgangi. Þeir segja, að unnt sé að synja um útflutningsleyfi vegna þess að setja megi saman 6 Eftir Victor Zorza einingar úr tækinu á þann hátt að hæfi til notkunar f hernaði. Þá mundu seljendur fara fram á útflutnings- leyfi á þremur einingum, sem hafi ekki beina hern- aðarlega þýðingu og að nokkrum tfma liðnum mundu þeir fara fram á að flytja út hinar þrjár. Þeir segjast þekkja dæmi þess að vélarhluti, sem ætlaður var til notkunar f verksmiðju, er framleiddi neyzluvarning, hafi hafnað f hergagnaverksmiðju. Hlutir, sem hægt er að nota F hernaðarskyni. hafa verið pantaðir fyrir háskóla. og samningur um sölu á uppfinningu, sem nota átti f verksmiðju til framleiðslu á neyzluvarningi, var undirritaður af manni, sem rannsóknarnefndin telur sig hafa fullvissu fyrir, að sé liðsforingi og hafi þann starfa að útvega vopnabúnað. Yfirheyrslurnar verða haldnar nú I sumar, og mun þá verða staðfest réttmæti þessarar ákæru eða hún hrakin. Yfirheyrslurnar munu ef til vill fara fram með miklum fyrirgangi og draga að sér athygli almennings, Henry Jackson öldungadeildarþingmaður. en það er það sem Jackson þarf til þess að glæða sigurhorfur sfnar fyrir útnefningu til forsetaframboðs. En ef honum reynist ókleyft að færa sönnur á þessar ákærur, munu andstæðingar hans snúa sókn hans f vörn. Þeir hafa þegar sagt, að tilraunir hans til að knýja Sovétrfkin til að veita Gyðingum ferðafrelsi f auknum mæli f skiptum fyrir viðskiptahagsmuni, hafi haft þær afleiðingar einar, að færri Gyðingar en áður hafi flutzt frá Sovétrfkjunum og jafnframt hafi við- skiptahorfurnar farið dvfnandi. Ef Jackson tekst að sanna mál sitt með þeim afleiðingum að dregið verður úr útflutningi á tækni- þekkingu til Sovétrfkjanna, geta Rússar trauðla svarað f sömu mynt eins og þeir gerðu með þvf að ógilda samninginn um viðskipti og ferðafrelsi. Skipti á tækniþekkingu þjóða á milli eru ekki bundin alhliða sáttmála, en eru hins vegar f þvf fólgin að f sérhverju tilviki gera Sovétrfkin sérstakan samning við ákveðin fyrirtæki, sem oft eru reiðubúin til að leggja fram þekkingu sfna f þvf skyni að komast inn f fordyrið í von um að geta lagt hinn geysimikla markað f Rúss- landi að fótum sér síðar meir. Sovézkir viðskiptafulltrúar eru mjög lagnir í að færa sér f nyt samkeppnisæði bandarfskra fyrirtækja. Miklu fleiri fyrirtæki hafa þegar komizt inn f fordyrið en hægt er að hýsa til langframa. „Ef til vill er ekki um annað að ræða en fordyrið." sagði einn af starfsmönn- um Jacksons nýlega. Hins vegar er einnig mögulegt, að einungis nokkrum þeirra, sem komnir eru inn f fordyrið, verði leyft að halda lengra. Öll hafa fyrirtæk- in samt þurft að greiða aðgangseyri f formi tæknilegr- ar fræðslu og þann aðgangseyri er ekki hægt að fá til ba ka. Framhald á bls. 21 HS' ÍSLANDSMÓT í HS' HANDKNATTLEIK 1975/1976 íslandsmótið utanhúss í meistaraflokki karla og kvenna og 2. flokki kvenna fer fram í ágúst næstkomandi. Þátttökutilkynningar í útimótið sendist til skrif- stofu H.S.Í. fyrir 5. júlí. Félög þau sem áhuga hafa á því að sjá um framkvæmd íslandsmótsins utanhúss sendi umsókn til skrifstofu H.S.Í. fyrir 5. júlí. Þátttökutilkynningar í fslandsmótið innanhúss 1976 sendist fyrir 5. júlí til skrifstofu H.S.Í. Pósthólf 864 Reykjavík. Handknattleikssamband íslands. ENSKRÚM fráSlumberland stærðir: 1m x 2m 1.5m x 2m Ath. bjóðum sérstakar dýnur fyrir bakveikt fólk SpGn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.