Morgunblaðið - 26.06.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNl 1975
13
Gólf- og veggflísar nýkomnar
J. Þorláksson og Norðmann h.f.
A þjóðhátfðardegi tslendinga 17. júnf sl. héldu aðairæðismannshjónin
f Helsinki, Kurt Juuranto og frú, móttöku á Palace-hótelinu f Helsinki.
Meðal þeirra mörgu gesta, sem þangað komu, voru sendimenn er-
lendra rfkja, ráðherrar úr finnsku ríkisstjórninni og ýmsir aðrir
framámenn f viðskipta- og menningarlífi Finnlands. Þessi mynd var
tekin við það tækifæri og sést utanríkisráðherrann, Olavi J. Mattila
(til vinstri), og eiginkona hans ræða við aðalræðismannshjónin.
I þriðja lagi er sr. Þórir sár
vegna ummæla minna um
„grautartrú." Ég get hæglega fall-
izt á það, að unnt er að þýða orðið
„synkretismi" á einhvern
diplómatiskari hátt, þótt ég
reyndar ekki þekki íslenzkt orð,
er betur hæfir þessu fyrirbæri.
Ég tek fúslega við tilsögn. En hitt
stendur óhaggað, að sr. Þórir
Stephensen boðar „synkretisma"
af predikunarstóli. Að því er
nánar vikið í Kirkjuriti, sem nú
er að koma út, — og mætti þó
auðveldlega enn um bæta.
Ur því að minnzt er á Kirkjurit
er rétt að geta þess, að sr. Þórir
hælist um út af því, að ég jafnvel
telji mig „þurfa að biðjast
afsökunar á því fyrirfram, sem
þar er væntanlegt f næsta hefti.“
Satt að segja munu menn leita
án teljandi árangurs að hróp-
yrðum í „væntanlegri" grein
minni í Kirkjuriti. Hins vegar var
ég svo einfaldur að taka alvarlega
þær sættir, er ég nefndi i upphafi
þessa pistils. Vildi ég því ekki
styggja sr. Þóri i neinu, enda hélt
ég, að við mann væri að eiga, og
lét því ekkert það til sparað, er til
friðar horfði. Nú geta þau tröll, er
teygt hafa sr. Þóri í hamra,
hlakkað að vild sinni yfir þessari
trúgirni mennskrar manneskju.
V
Að lokum þakka ég sr. Þóri
kveðju dagsins. Ég þakka fyrir
sjálfs mín hönd og annarra
þeirra, er að þvf hafa unnið að
búa hér í haginn fyrir hann og
aðra stéttarbræður okkar.
Dómkirkjuprestur lætur þess
sérstaklega getið, að grein hans
komi út á fyrsta degi presta-
stefnu. Þá vitum við öll, að þar
var engin tilviljun á ferð.
Satt að segja hefur mér skilizt,
að jafnvel einlægum stuðnings-
mönnum sr. Þóris hafi blöskrað
hið siðast nefnda.
Ef dómklerkur ekki vill eiga við
mig frekari orðastað, hlýt ég að
una því. Sáttaboð mitt áður nefnt
sé ég þó ekki ástæðu til að aftur-
kalla. Eflaust rennur sá dagur, er
hamrarnir opnast og sr. Þórir
losnar úr ánauðinni. Þá kann að
vera, að um skipist fyrir honum.
A þeirri stundu bíður hans a.m.k.
ein framrétt hönd.
Með þökk fyrir birtinguna.
Skálholti, 24. júní 1975
Heimir Steinsson.
Séra Heimir Steinsson:
®> Notaöir bílar til sölu O
„Hvað gengur að manninum?”
Enn orð í eyra dómklerki
i.
Undanfarnar vikur höfum við,
ég og séra Þórir Stephensen,
skipzt á sendingum i Morgunblað-
inu. Öþarft er að rekja þá sögu til
upphafs, enda munu málavextir
blaðalesendum kunnir.
Þriðjudaginn 10. júni var svo
komið, að sr. Þórir í svargrein
snupraði mig i hófi, en mælti að
öðru leyti sáttgjarnlega i minn
garð. Þótti mér þar drengilega
talað, — og ætlaði dómkirkju-
prest hafa skrifað af heilum huga.
Níu dögum síðar svaraði ég þvi
^rein þessari, — öldungis I sama
tóni. Þó kvað ég nokkru fastar en
sr. Þórir að þeim orðum, er til
sátta horfðu. Þ. á m. fórust mér að
lyktum orð á þessa leið:
„Eg hefi aldrei lagt það f vana
minn að slá á framrétta hönd. Eg
þakka sr. Þóri Stephensen hlý orð
f minn garð og Skálholtsskóla. Eg
þakka honum góð kynni, — og
vænti framhalds á þeim. Velkom-
inn skal hann vera með ferming-
arbörnin sfn f Skálholtsskóla f
haust, — ef svo má verða. Ég bið
sr. Þóri blessunar í starfi öllu og
stríði.“
Með þessum orðum hélt ég, að
átökum okkar sr. Þóris í Morgun-
blaðinu væri lokið þessu sinni.
Sama máli gegndi um hvern
þann, er ég átti orðastað við, eftir
að greinarnar tvær birtust. Báðir
virtust málsaðilar hafa haldið
velli eins og gjarnan verður í trú-
máladeilum. En sáttir hélt ég, að
við værum, — heilum sáttum.
II
Dagana um og eftir 19. júní var
ég önnum kafinn við að undirbúa
komu fjölmennis í Skálhoit.
Prestastefna fór að. Innritaðir
þátttakendur voru nokkru fleiri
en venja er til. Einn þeirra var sr.
Þórir Stephensen. Ég hlakkaði til
að hitta hann, — og vænti þess að
nú gætum við tekizt í hendur,
eins og bræður, — synir íslenzkr-
ar kirkju, — þrátt fyrir skoðana-
ágreining.
Prestastefna gekk í garð i dag,
hinn 24. júni. Fjölmenni dreif að
úr öllum áttum. Hátíð var i lofti.
En sr. Þórir Stephensen kom
ekki. Eðlileg forföll gátu valdið
því. Skeytti ég þessu ekki frekar,
en einhver gaukaði að mér Morg-
unblaðinu, nær hádegi. Þar var
þá á ferðinni ný grein sr. Þóris, —
„Lokasvar," — eins og hann nefn-
ir ritsmíð þessa.
Ef grein þessi er borin saman
við ummæli sr. Þóris i Morgun-
blaðinu hinn 10. þ.m., hlýtur les-
andann að reka i rogastanz. Þessu
sinni rfkir stjórnlaus geðshræring
í huga dómklerksins. öll sáttfýsi
er rokin út í veður og vind. Griða-
mál í lok síðustu morgunblaðs-
greinar minnar eru að engu höfð.
Viðbrögð sr. Þóris eru þessu
sinni í einu orði sagt óskiljanleg.
Ekki er að undra, þótt margir
gesta i Skálholtsstað hafi i dag
þráspurt: „Hvað gengur að mann-
inum?“
III
Sr. Þórir hefur átt erfitt með að
finna ónotaleg orð í síðustu grein
minni i Morgunblaði. Raunar tín-
ir hann til þrjú umræðuefni og
blæs þau út á alla vegu. Kem ég
að þeim siðar.
En þar eð grein min frá 19. júni
er svo fátæk af hnýfilyrðum i
garð sr. Þóris sem raun ber vitni,
leitar hann þessu sinni á önnur
mið. Tekur hann nú upp hanzk-
ann fyrir aðra menn, sem ég sendi
aðrar kveðjur i öðrum blöðum.
Þeir menn höfðu ávarpað mig i
þeim tóni, að ekki hæfðu önnur
svör en þau, er þeir fengu. Sá
tónn hefur ekki komið upp i orða-
skiptum okkar sr. Þóris, — fyrr
en nú.
Ekki verður annað séð en hér sé
verið að leita að tilefni til nýrrar
illdeilu. En hvað veldúr?
Það liggur í augum uppi, að
ekki er sjálfrátt um þessa nýjustu
tiltekt sr. Þóris. Nokkurt umhugs-
unarefni hlýtur það að vera, hvað
valdið geti svo skyndilegum skap-
brigðum. En ég finn enga skýr-
ingu, — aðra en þá, sem raunar
altöluð er, — að sr. Þórir Stephen-
sen er hættur að stýra penna sín-
um sjálfur.
Á dögunum réttir sr. Þórir fram
hönd til sátta. Ég tek fast í þá
hönd, — berum orðum og ótví-
ræðum. Þetta hafa einhverjir
þeir, sem nú etja sr. Þóri, ekki
getað þolað. Þeir keyra hann fram
á völlinn aftur, nauðugan viljug-
an. Þar stendur hann, magnar all-
an fjandskap á hendur mér að
nýju, — tínir til orð, sem honum
aldrei voru ætluð, — miklar önn-
ur fyrir sér, — og ræðst siðan til
atlögu.
Þessu sinni bið ég menn vor-
kenna sr. Þóri Stephensen. Sam-
úð er áreiðanlega það, sem hann
þarfnast mest.
Hinir hafa ekki unnið gott verk,
er að baki honum standa og
stugga honum hrjáðum inn á
hringsviðið.
IV
Fáorður skal ég vera um hugar-
hrellingu dómkirkjuprests. Þó
hlýt ég að bera af mér högg.
Sr. Þórir kvartar sáran undan
þvi, að ég véfengi heilindi hans.
Séra Heimir Steinsson.
Sjálfur gerir hann sig sekan um
hið sama, enda dregur hann full-
komlega i efa einlægni mína, ekki
sizt sáttaboð og vinsemd. Hafi ég
borið honum „lygar“ á brýn, er sú
sök þannig goldin af hans hálfu,
svo að ekki hallast á.
I annan stað kveinkar dóm-
kirkjuprestur sér undan orðinu
„lýðskrumari". Telur hann með
þvi vegið að embættisheiðri sin-
um.
Hve oft skyldi sr. Þórir hafa
vegið að starfi mínu undanfarnar
vikur? Fyrstu grein sína, i Morg-
unblaðinu hinn 16. maí, hóf hann
með brigzlyrðum af því tagi,
þannig hefur hann haldið áfram
síðan. Ég hygg, að sú útlegging
min á orðum Michaels Ramseys,
er fram kom i Morgunblaðinu 19.
júní, verði að teljast tiltölulega
meinlaus, sé hún borin saman við
síendurteknar tilraunir sr. Þóris
til að draga Skálholtsskóla og-
stað inn í þessar umræður. Hafi
sr. Þórir þurft að verja mannorð
sitt, eins og hann svo mjög fjöl-
yrðir um, hef ég þvi einnig átt f
sömu baráttu. Hvorugur okkar
ætti að hóta hinum með himnesk-
um eða jarðneskum dómstólum
þess vegna.
Land-Rover Diesel lengri gerð '72 Volvo 144 '72
Peugeot404'68 Citroen Ami 8 '74.
HEKLAhf
Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240
Skrásetning nýrra
stúdenta
r
í Háskóla Islands
fer fram frá 1. til 15. júlí 1975. Umsókn um
skrásetningu skal fylgja Ijósrit eða staðfest
eftirrit af stúdentsprófsskirteini, skrásetningar-
gjald kr. 4200.— — fjögur þúsund og tvö
hundruð — og tvær Ijósmyndir af umsækjanda
(stærð 3,5 x 4,5 cm). Einnig nafnnúmer og
fæðingarnúmer umsækjanda. Skrásetningin fer
fram í skrifstofu Háskólans, og þar fást um-
sóknareyðublöð.