Morgunblaðið - 26.06.1975, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 26. JUNt 1975
Eiður Guðnason:
Lítið eitt um
langa skýrslu
Fjárlaga- og hagsýslustofnun
hefur gefið út skýrslu nefndar
um skipulag og rekstur Ríkisút-
varpsins, langt plagg og ítarlegt,
— 219 blaðslður með aragrúa
skipurita og skýringartaflna. Víst
er það góðra gjalda vert, þegar
farið er ofan í saumana á stofnun-
um ríkisins til að aðgæta, hvað
þar megi betur fara. Stundum er
það hinsvegar þvf miður svo, að
þegar úrbótatillögurnar loks sjá
dagsins ljós, þá hvarflar það að
manni, hvort ekki hafi verið byrj-
að á öfugum enda, og hvort í
rauninni hafi ekki verið verr far-
ið en heima setið.
Þar sem mér þykir líklegt, að
nokkrar umræður eigi eftir að
verða í fjölmiðlum um efni þess-
arar skýrslu, þá langar mig að
koma nokkrum athugasemdum á
framfæri um þá þætti skýrslunn-
ar, sem mér eru kunnastir úr
starfi.
Dýrt eða ódýrt?
Kostnaður við þessa skýrslu og
tillögugerð nemur hátt á fjórðu
milljón króna. Það er matsatriði,
hvort það er mikið eða lítið, en
allavega fengu menn þykka bók í
hendur, og þar liggur greinilega
mikil vinna að baki. Hinsvegar
vaknar sú spurning, hvort ekki
hefði verið ódýrara i framkvæmd
að fá kunnuga menn til að gera
það sem á bls. 3 í skýrslunni er
nefnt: „Nákvæm lýsing á starfi
hvers einstaks starfsmanns og
tengsla milli einstakra starfa.“
Einhvern veginn finnst manni, að
þar hefðu kunnugir menn getað
betur um fjallað, en þeir sem, að
undanskildum dr. Kjartani
Jóhannssyni, hvorki höfðu nasa-
sjón af sjónvarpi né útvarpi og
urðu að byrja á þvi að kynna sér
allt frá grunni. Var þessi
kostnaðarsama starfsháttagrein-
ing ef til vill nauðsynleg vegna
þess að um þessi mál áttu að fjalla
menn, sem fyrir utan Andrés
Björnsson, útvarpsstjóra, ekki
þekktu sjónvarps- eða hljóðvarps-
rekstur nema af fjarlægri af-
spurn? Það er að vísu ofur eðli-
legt, að nefndarmenn hafi þurft
fótfestu til að standa á um tillögu-
gerð, en er hún ekki nokkuð dýr?
Hefði ekki fyrst mátt leita til-
lagna hjá þeim, sem fara með
daglega stjórn stofnunarinnar og
gjörþekkja reksturinn, því eins
og segir i skýrslunni á bls. 3:
„Starfsemi rikisútvarpsins er á
ýmsan hátt sérstæð og flóknari en
annar ríkisrekstur og á það ekki
sist við um starfsemi sjónvarps.“
Sameining
fréttastofa
Tillögur nefndarmanna eru i 41
lið, og verður hér ekki drepið á
nema fátt eitt, enda skortir mig
innsýn í starfsemi margra deilda
stofnunarinnar og tel mig ekki
þess umkominn að gera þar at-
hugasemdir.
Liðir 29 til 33 fjalla um fréttir.
Þar er lagt til að sameina þann
þátt fréttastofanna, er lýtur að
fréttaöflun i væntanlegri ný-
NORRÆNIR sjúkrahúseðlisfræð-
ingar héldu ráðstefnu á Hótel
Loftleiðum 17. og 18. júni sl. og
sóttu ráðstefnuna um 50 manns,
eðlisfræðingar og læknar frá
Norðurlöndum, Englandi og
Sviss. Frá tslandi voru níu þátt-
takendur og fluttu fjórir þeirra
erindi, en alls voru flutt 35 erindi
á ráðstefnunni.
Af efnisatriðum, sem fjallað
var um, má nefna lækningar með
radíum, geislalíffræði, geisla-
skammta á kynkirtla, geislamæl-
ingar, örbylgjuáhrif og ýmis
byggingu Rikisútvarpsins. I
næsta lið segir, að meðan frétta-
stofurnar séu hvor í sinu hús-
næði, verði leitast við að auka
samvinnu með því að sjónvarp
nýti þær upplýsingar, sem unnar
séu í hljóðvarpi eftir þvi sem hag-
kvæmt þyki. Þar er bent á tvær
leiðir við núverandi ástand.
Annarsvegar, að fréttastofa hljóð-
varps geri yfirlit yfir helztu frétt-
ir liðins dags til lestrar í frétta-
tfma sjónvarps, eða að fréttastofa
sjónvarps fái öll fréttaskrif hljóð-
varps til úrvinnslu og hugsanlegr-
ar endursagnar.
Hvorugur er kosturinn góður og
hvorugur sýnist vera fram-
kvæmanlegur. Væri það bót frá
þvi, sem nú er, ef hver fréttatími
sjónvarpsins hæfist á fimm til tíu
mínútna löngu lesnu fréttayfirliti
orðréttu úrfréttumhljóðvarpsins?
Slíkt fréttayfirlit yrði væntanlega
ekki tilbúið fyrr en um sama leyti
og kvöldfréttatími hljóðvarpsins
hefst, eða undir klukkan nítján.
Tími til myndlýsingar fréttanna
yrði nánast enginn. Hinn kostur-
inn, að fá öll fréttaskrif hljóð-
varpsins til úrvinnslu og hugsan-
legrar endurskoðunar, sýnist mér
hafa það í för með sér, að sendill
yrði að vera á þönum allan daginn
með fréttir af Skúlagötu inn á
Laugaveg, eða að koma yrði á
sérstöku fjarritasambandi til að
senda þessar fréttir frá útvarpi til
sjónvarps. Varla yrði það sérlegur
sparnaður, og ekki minnkaði sá
tvíverknaður, sem kann þegar að
vera fyrir hendi í einhverjum
mæli.
Ekki er heldur sýnt fram á i
skýrslunni, hvern sparnað þetta
hefði í för með sér. Hann yrði
held ég næsta lítill. Fréttaöflun
útvarps og sjónvarps er gjörólík í
grundvallaratriðum. Henni er að
sjálfsögðu hægt að sinna á sama
stað, en henni sinnir hinsvegar
ekki sama fólkið svo vel sé. Okkur
er tamt að vitna til hinna Norður-
landanna. Hvarvetna þar er þessi
starfsemi aðskilin og raunar alls-
staðar annarsstaðar, þar sem ég
þekki til. Einhver ástæða hlýtur
að vera til þess, og annars væru
nágrannar okkar á Norðurlöndum
áreiðanlega búnir að sameina sín-.
ar fréttastofur fyrir löngu. Þar er
samvinna milli þessara stofnana á
þeim sviðum, þar sem slíkt er
skynsamlegt. Það er hér líka
(þingfréttir, fréttaöflunarferðir
til útlanda), en á öðrum sviðum
er samkeppni, og það er hér líka.
Raunar finnst mér samvinna um
þingfréttir í núverandi mynd
orka tvímælis, en það er önnur
saga.
Sé litið á heildarmyndina af
rekstri Ríkisútvarpsins, þá eru
fréttastofurnar þar ekki þungur
baggi miðað við margt annað.
Launakostnaður á fréttastofu
hljóðvarps var 9.4 milljónir árið
1972, en sama ár 8,5 milljónir á
fréttastofu sjónvarps, eða 17.9
milljónir, eða minna en Lénharð-
ur kostaði allur (á öðru verðlagi,
að vísu).
atriði varðandi sjúkdómsgrein-
ingu með töntgentækjum og
geislavirkum efnum.
Sjúkrahúseðlisfræðingar vinna
í nánu samstarfi við lækna að
geislalækningum og sjúkdóms-
greiningu með geislavirkum
efnum. Samtök þeirra á Norður-
löndum nefnast Nordisk
Forening for Klinisk Fysik og
halda þau vísindalegar ráðstefnur
annað hvert ár. Ráðstefnan á
Loftleiðum var sú áttunda í röð-
inni og jafnframt sú fyrsta á
Islandi.
Eiður Guðnason
Fréttamönnum er eiginlegt að
kappkosta að ná til frétta, nýrra
frétta, sem ekki hafa áður birzt.
Ef fréttaöflunarþáttur þessara
tveggja stofnana yrði sameinaður,
yrði kippt burtu mikilvægu frum-
kvæði, og afleiðingin yrði
tvimælalaust lélegri þjónusta við
almenning og leiðinlegri fréttir
og varla getur það verið ætlunin.
Til hvers var annars komið á fót
sérstakri fréttastofu sjónvarps,
þegar sjónvarpsrekstur hófst
hér?
Þrítugasta og fyrsta tillaga
nefndarinnar er á þá leið, að
meginreglan verði sú, að eins fari
aðili frá annárri stofnuninni til
fréttaöflunar erlendis, og „þjóni
báðum“ eins og það er orðað í
skýrslunni. Þetta hefur verið gert
að undanförnu og er hægt í sum-
um tilvikum, en ekki öllum. Þurfi
sjónvarpsfréttamaður að vinna
með kvikmyndatökumanni og
hljóðmanni allan daginn, eins og
til dæmis er gert, þegar forseta
Islands er fylgt á ferðalögum
erlendis, svo aðeins eitt dæmi sé
nefnt, þá getur hann ekki látið þá
menn sitja aðgerðarlausa meðan
hann bíður kannski tvisvar sinn-
um á dag, einn til tvo klukkutíma,
eftir að ná símasambandi heim til
að tala fréttir til útvarpsins, eins
og stundum vill verða, og sérstak-
lega þegar þess er gætt, að er
hann lýkur störfum við kvik-
myndun, á hann eftir að sitjr
fram á nótt við klippingu og frá-
gang efnis. Sjálfsagt er að sami
maður vinni fyrir báðar frétta-
stofurnar, þegar það er hægt.
Gallinn er aðeins sá, að það er
ekki ætíð hægt.
Fréttalestur
Þrítugasti og annar liðurinn er
um greiðslur til fréttamanna fyrir
fréttalestur og að þeim verði
breytt „til samræmis við unnar
vinnustundir", en að öðrum kosti
verði ráðnir sérstakir fréttaþulir
eða kynningarþulir látnir annast
þetta. Þessi tillaga þarfnast skýr-
inga:
Þegar sjónvarp hófst lásu þeir
fréttamenn, sem voru á vakt,
fréttirnar til skiptis hverju sinni
og þá eftir að hafa unnið ellefu
klukkustundir og setið við frétta-
skriftir oft þangað til klukkan
alveg að verða átta. Þetta fundum
við sjálfir, að var ekki gott, hvorki
fyrir okkur sjálfa né þá, sem á
okkur hlýða. Þessvegna var gripið
til þess að fá óþreytta menn
til að lesa fréttirnar
og varð það úr, að
þeir fréttamenn, sem
áttu frí, mættu klukkan sex á
sínum frídögum, fylgdust með
undirbúningi fréttanna, lásu yfir
handrit, og undirbjuggu frétta-
lesturinn. Þetta gekk vel, nema
hvað heilir fridagar i hverjum
mánuði urðu býsna fáir. Þá var
auglýst eftir þulum. Margir voru
þar kallaðir, en fáir útvaldir. Það
kom nefnifega í ljós, að það eru
ekki eins margir Iæsir og ætla
mætti. Við þetta situr. Frétta-
menn fá greidda tvo yfirvinnu-
tíma og lestrarálag, alls 3.600
krónur fyrir 3 tima vinnu, og
sundurslitinn frídag. Það þætti
líklega ekki mikið í uppmælingu.
Og til þess að leiðrétta margút-
breiddan misskilning skal tekið
fram, að aðeins einn þeirra
tveggja eða þriggja fréttamanna,
sem fram koma i fréttatímanum,
fær sérstaklega greitt fyrir frétta-
lesturinn. Ekki sæi ég eftir að
hætta fréttalestri og það sama
veit ég að á við um alla starfs-
bræður mína, en hvort það yrði
ódýrara fyrir Rikisútvarpið að
ráða sérstaka fréttaþuli, eða láta
kynningarþuli annast það verk, er
önnur saga. Hinsvegar er góðra
gjalda vert að viðurkenna það
sjónarmið, að óþreyttir menn lesi
fréttir.
Vinnuferðir og
yfirvinna
Næsti liður í tillögum nefndar-
innar er á þessa leið: öllum yfir-
vinnugreiðslum til starfsfólks
fréttastofanna í utanlandsferðum
verði hætt. Margt fannst mér
skrýtið í kýrhausnum við lestur
þessarar skýrslu, en þetta þó
skrýtnast.
Tökum dæmi:
Fréttamaður A, sem unnið
hefur laugardag og sunnudag,
samtals 24 klukkustundir, er á
mánudagsmorgni sendur norður I
land. Hann stimplar sig inn áður
en hann fer út á flugvöll. Vinnur
sitt verk fyrir norðan og kemur til
baka um kvöldið og stimplar sig
út. Hann fær greidda eftirvinnu
allan tímann, sem rétt er og sam-
kvæmt samningum.
Fréttamaður B, sem unnið hef-
ur sömu vinnuskyldu um helgina,
fer á mánudagsmorgni til Kaup-
mannahafnar. Hann kemur til
Kaupmannahafnar undir kvöldið,
fer þar á undirbúningsfund
vegna þess verkefnis, sem hann á
að inna af höndum daginn eftir.
Hann vinnur sitt verk, og fer með
flugvél heim síðdegis og kemur
efninu í fréttatíma og dagskrá
sjónvarpsins um kvöldið. Hvort-
tveggja eru raunveruleg dæmi.
Þessa tvo daga átti fréttamaður-
inn, sem fór til Kaupmannahafn-
ar, að eiga fri samkvæmt vakta-
töflu og næsta dag á hann að skila
tólf tíma vinnu á fréttastofunni.
En hann á ekki að fá kaup! Hvaða
glóra er í slíku? Halda þeir menn,
sem slíkar tillögur gera, að svona
ferðir séu skemmtiferðir, sem við-
komandi fréttamenn eigi að
þakka fyrir að fá náðarsamlegast
að fara? Hér eimir eftir af þeim
gamla hugsunarhætti frá því að
það tók viku að fara til Kaup-
mannahafnar, að aliar ferðir til
útlanda séu skemmtiferðir, þar
sem menn sitji í skuggum trjánna
og drekki bjórinn, sem er bannað-
ur á Fróni, og skjótist kannski inn
á fundi öðru hverju, rétt svo að
stóll íslands sé þar ekki auður
alla daga. Tillögugerð á borð við
þetta er dæmigert kák út i bláinn.
Hvaða munur er á því að vinna
erlendis eða hér heima? Ef eitt-
hvað er, þá er vinnan langtum
erfiðari erlendis, vegna þess að
þar gerir ókunnugleikinn mönn-
um erfitt fyrir, vegalengdir eru
meiri og margt annað mætti til
tína. Sem sagt vinna erlendis er
ekki vinna, heldur sjálfboða-
vinna!
Yfirvinna og aukastörf
Nú eru þessar athugasemdir
orðnar langtum lengri en ætlunin
var í upphafi, en samt er freist-
andi að halda áfram.
I tillögum nefndarinnar er tal-
að um mjög mikla yfirvinnu á
fréttastofum hljóðvarps og sjón-
varps. Hvað sjónvarpið áhrærir,
þá er þetta mikið rétt, og yfirvinn-
an hefur þar ætið verið langtum
meiri en boðlegt getur talizt og
miklum mun meiri en starfsmenn
hafa óskað eftir. En þess ber að
geta, að sumir fréttamanna hafa
unnið tvöfalt starf um langt
skeið annars vegar sem frétta-
menn og hinsvegar sem dag-
skrármenn og umsjónarmenn
fastra þátta. Þetta á einkum við
um þá, sem hlotið hafa nokkra
sérmenntun f gerð og upptöku
sjónvarpsþátta. Þessi yfirvinna
hefur að mati yfirmanna sjón-
varpsins verið nauðsynleg vegna
þess, að ekki hefur fengist leyfi
til' að fastráða eða sérmennta
fleiri starfsmenn, þrátt fyrir
ítrekaðar beiðnir dagskrárstjóra
Frétta- og fræðsludeildar um
starfsmannafjölgun og síauknar
kröfur um innlenda dagskrár-
gerð. Fáir mundu þó fagna þvi
jafnmikið og við, ef unnt yrði að
draga úr þessari yfirvinnu. Er
það nokkuð óeðlilegt, að hjá ein-
staka manni fari yfirvinna og
greiðslur fyrir föst umsamin verk
eða þætti upp i allt að 75 prósent
fastakaupsins eða jafnvel meira,
þegar stundum eru unnir þrettán
dagar f törn, tíu til tólf klukku-
stundir á dag og stundum meira?
Þetta var gert sfðastliðinn vetur,
vegna þess að það reyndist nauð-
synlegt að mati yfirmanna stofn-
unarinnar og vegna þess að ekki
fékkst leyfi til að fjölga föstum
starfsmönnum. Það er og rétt að
taka það fram, að þessi vinna er
unnin, og við njótum ekki þeirra
forréttinda, sem forstöðumenn
ýmissa ríkisstofnana njóta,
að fá greidda 10 til 20 yfir-
vinnutíma á mánuði fyrir
„ómælda yfirvinnu," sem ekki
þarf að sanna að hafi raun-
verulega verið unnin. Yfirvinnan
er fljót að hrannast upp, þegar
mannfæðin er slik, að verði einn
fréttamaður veikur, eða fari
burtu til fréttaöflunar, þarf ann-
ar að bæta á sig 18 til 36 klukku-
stunda vinnu á viku. Enda skilja
starfsbræður okkar á Norðurlönd-
unum ekki hvernig unnt er að
halda úti 25 til 30 mínútna frétt-
um sex daga vikunnar, með sex til
sjö fréttamönnum og aðeins þrem
ur á vakt á hverjum degi, og
fréttastjóra, sem jafnframt hefur
annað umfangsmikið verkefni,
sem er fræðsluefnið í dagskránni.
Fréttastjóri danska sjónvarpsins,
Hans Jörgen Jensen, hefur á að
skipa þreföldu eða fjórföldu
starfsliði á við fréttastofu ís-
lenzka sjónvarpsins, og hefur við-
lfka rúm f dagskránni, en hann
telur sig samt hafa of fátt starfs-
lið. Viðmiðun við starfsfólk á
tveimur fréttastofum sænska
sjónvarpsins er gjörsamlega út í
hött, þar starfa sjálfsagt fttnm til
sexfalt fleiri aðeins á annarri
fréttastofunni. Það er f rauninni
sérstakt rannsóknarefni, hvernig
hægt hefur verið að halda úti
sjónvarpsfréttum hér með jafn fá-
mennu starfsliði og raun ber
vitni, en skýringin er kannski
fyrst og fremst tiltölulega ungt og
áhugasamt starfslið. E.t.v. eiga af-
leiðingar míkils vinnuálags eftir
að koma í ljós, þótt síðar verði.
Vaktamál og vinnutími
í skýrslunni er talsvert fjallað
um vaktamál og um það mætti
skrifa langt mál. Þar segir á blað-
sfðu 29: „Á fréttastofu sjónvarps
virtist vaktaskipulagið gott.“ En
það er erfitt að vera sjálfum sér
samkvæmur, því á bls. 48 stend-
ur: „Rétt er einnig að benda á, að
á fréttastofu sjónvarps vinna inn-
lendir fréttamenn á 14 klukku-
stunda löngum vöktum f einu frá
klukkan 09.00 að morgni til
klukkan 23.00 að kvöldi."
Síðan er það sagt mjög vafa-
samt, hvort starfsmenn geti skilað
eðlilegum vinnuafköstum á svo
löngum vinnudegi, enda séu
ákvæði í kjarasamningum um að
vaktir skuli ekki vera lengri en 10
klukkustundir og þurfi einnig að
kanna hvort ástæða sé til að hafa
vakt á fréttastofu lengur en til
klukkan 20.30, er fréttalestri lýk-
ur. Sem sagt, vaktafyrirkomulag-
ið er ekki gott!
Rétt er hinsvegar að benda á
það, að allar götur síðan byrjað
var á fréttaútsendingum sex daga
vikunnar, en það mun hafa verið
síðla árs 1967, hafa vaktir á frétta-
stofu aðeins verið til klukkan
21.00, en ekki til klukkan 23.00,
eins og segir f skýrslunni. Von-
andi eru ekki fleiri mistök af
þessu tagi I skýrslu nefndarinnar.
Tvöfaldar greiðslur
Að lokum skal svo tekið undir
41. lið tillagna nefndarinnar, um
að hætt verði að greiða „ráðherr-
um, stjórnmálamönnum og opin-
berum starfsmönnum fyrir að
koma fram f sjónvarpi eða hljóð-
varpi nema undir sérstökum
kringumstæðum.“ Þetta vil ég
taka undir. Mér hefur alltaf fund-
ist það hálf hjákátlegt að vera að
greiða ráðherrum og formönnum
stjórnmálaflokka tvö eða þrjú
þúsund krónur fyrir að koma
fram í pólitískum þáttum. Það
hlýtur að skoðast sem hluti af
starfi þeirra. Það er líka rétt sem
fram kemur í skýrslunni, að „upp-
taka slíkra þátta fer oft fram í
þeim tfma, er þeir f raun eiga að
gegna öðrum störfum og fá þeir
greitt tvöfalt þegar þannig stend-
ur á“.
Þessu er ég hjartanlega sam-
mála. 1 þesSum orðum nefndar-
innar kemur einnig fram, að öll
hennar störf hljóta að hafa verið
unnin fyrir utan venjulegan
vinnutíma þeirra gegnu embætt-
ismanna, sem þar áttu sæti, þvi
varla getur verið, að „þejr hafi
fengið greitt tvöfalt", eins og þeir
sjálfir komast að orði.
Reykjavik, 24. júni 1975.
Eiður Guðnason.
Ráðstefna sjúkra-
húseðlisfræðinga