Morgunblaðið - 26.06.1975, Page 23

Morgunblaðið - 26.06.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNl 1975 23 ætti vegna heilsubrests og flytja til Reykjavikur. Þau hjónin Guð- laug og Halldór bundust miklum vináttuböndum viö prestshjónin og börn þeirra á þpssum árum, sem héldust óslitin til æviloka. Vitjaði Guðlaug þeirra hjóna oft á efri árum þeirra eftir að hún fluttist til Reykjavíkur og heilsu þeirra hnignaði, enda létu þau oft senda eftir henni til þess að hún veitti þeim ánægju og hressingu. Eftir sjö ára veru á Snæfélls- nesi færðu þau hjón sig um sét og þá til átthaga hennar. Nú var fað- ir hennar orðinn aldraður og bil- aður maður og óskaði þess, að þau kæmu til sín og tækju við jörð og búi með sér í Hólmi, hvað þau gerðu vorið 1915, en þar beið þeirra mikið verkefni og marg- þætt, bæði fyrir þau sjálf, en einnig fyrir sveitina og íbúa hennar. Þau hófu fljótt miklar umbætur á jörð sinni með aukinni ræktun, stækkuðu, sléttuðu og girtu túnið, veittu vatni á engjar og reistu að nýju Ibúðarhús úr steinsteypu af stærð, sem hæfði jörðinni. Hall- dór var hagleiksmaður og smíðaði sjálfur að mestu það, sem heimil- ið þurfti. Heimilisstjórn innan- húss fór Guðlaugu ágætlega úr hendi og samsvarandi því, sem bóndi hennar annaðist utanhúss. Gestakoma var mikil í Hólmi á þéim tjma enda fóru menn þá hægar yfir en nú gerist. Þjóðleið lá þá meðfram túninu í Hólmi og kusu þá margir að hvílast heima á bænum og njóta gestrisni húsráð- enda, sem ætið var í té látin af góðum hug og myndarskap. Halldór var fljótt valinn til margra starfa í sveit sinni og jafn- an endurkosinn til þeirra. Hann var þar kennari nokkra vetur og hafði einnig verið það á Snæfells- nesi. Þegar Kaupfélag Austur- Skaftfellinga var stofnað undir árslokin 1919 var hann kosinn í fyrstu stjórn þess og átti þar sæti meðan ævin entist. A þessum árum, að lokinni heimsstyrjöldinni fyrri, þegar flestir væntu meiri hagsældar og batnandi fjárhagsafkomu frá því, sem verið hafði, en ráku sig þess í Stígahlið 45-47 sírni 35645 Hangilæri Hangiframpartar Venjulegt verð: Lærikr. 477.- kg. framp. kr.'375.~ kg. Tilboðsverð: Læri kr. 397,- kg. framp. kr. 325. - kg. stað á stóraukna erfiðleika vegna hraðlækkandi verðlags útflutn- ingsvara og sölutregðu, var þeim sem fóru með stjórn atvinnufyrir- tækja og fjármálastofnana meiri vandi á höndum en lýst verði í fáum orðum, og verður ekki gert hér. Það skal þó tekið fram að Halldór f Hólmi, og þau hjón bæði, létu ekki örðugleikana, sem almennir, beygja sig. Þau stóðu einörð og óhvikul með þeim mál- stað, er þau höfðu að sér tekið og fengið áhuga fyrir, en beittu jafn- an lipurð og sanngirni i allri máls- meðferð. Halldórs naut þvi miður ekki lengi, hann lézt 17. júní 1930. Urðu það því aðeins fimmtán ár, sem hann var að störfum austur þar. Var hans mikið saknað af öllum þeim, er honum höfðu kynnzt. Eftir lát manns síns hélt Guðlaug búskapnum áfram í Hólmi næstu fjórtán árin af sömu reisn og dugnaði og verið hafði. Hún hélt öllu í svipuðu formi, en vitanlega reyndi þá enn meira á þrek hennar og þol. A þessum árum öllum var í for- stöðu heimilisins með henni Elías Jónsson frá Holtaseli á Mýrum, síðar bóndi á Rauðabergi á Mýr- um, mikill dugnaðarmaður, ráð- settur, vandvirkur og ósérhlifinn, sem vildi heimilinu hið bezta. Vorið 1944 breytti Guðlaug til, hætti búskap og flutti til Reykja- víkur. Var hún þá tekin að eldast og þreytast, en þó ennþá fær til allra innanhússtarfa, létt á fæti og snör í öllum hreyfingum, likari ungri konu heldur en nærri sjö- tugri. Sigriður, systir Guðlaugar, sem nefnd er hér fyrr, var með systur sinni og mági til æviloka, en hún andaðist síðla árs 1942. Hún var góðum hæfileikum gædd; sívak- andi um hag heimilisins og hafði einlæga fórnarlund i þágu þess og var sérstaklega vel verki farin. Hún hugsaði meira um annarra hág en sinn og i rikara mæli en oftast er. Voru þær systur mjög samrýndar og reiðubúnar að lið- sinna hvör annarri eftir því sem bezt gegndi. Sigríður var ein þeirra kvenna, sem tilbúnar eru að fórna og hjálpa eins og kraftar leyfa og á þann hátt, er kemur sér bezt. Þegar þau hjónin voru á Snæfells nesi höfðu þau tekið að sér korn- unga stúlku, Svöfu Hildi, af barn- mörgu heimili, ættleitt hana, alið upp og voru henni ætíð sem hún væri þeirra eigið barn, og hún skoðað þau sem foreldra sina. Hún hafði þessi seinustu ár, sem Guðlaug bjó í Hólmi, verið með köflum við störf hér I Reykjavfk. Stofnuðu þær mæðgur um þetta leyti til heimilis hér, og giftist Svafa norskum manni, Willy Juliussen. Hefir fjölskyldan lengst af átt heimili í Sörlaskjóli 7 hér í borginni. Þrjú önnur fósturbörn en Svöfu tóku þau Guðlaug og Halldór. Þau eru: 1. Sigriður Eirrarsdóttir, sem er systurdóttir Halldórs. Hún er hús- frú hér i Reykjavík, gift Pétri Lárussyni. 2. Tryggvi Sigjónsson útgerðar- maður á Höfn i Hornafirði; kvænt ur Herdísi Clausen frá Eskifirði. 3. Sigurlaug Guðjónsdóttir frá Viðborði á Mýrum; gift Haraldi Teitssyni matreiðslumanni. Hún er gjaldkeri hjá Sindrasmiðjunni h.f. Nokkur fleiri börn hafa verið í fóstri þeirra hjóna lengur eða skemur. Allt er þetta vel gefið myndarfólk og vel fært í þeim störfum, sem það hefir að sér tekið. Öll hafa þau átt það sameig- inlegt að láta sér annt um Guð- laugu og viljað létta henni tilver- una, verið henni nærgætin og fórnfús og í því meiri mæli sem aldur hennar varð hærri og heilsu hennar hnignaði. Annars naut Guðlaug lengst af góðrar heil- “0 lcefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax i reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ÍSLENZK MATVÆLI SÍMI 51455 brigði og var fleyg og fær langt fram yfir það, sem margir verða að hlíta, er svo háum aldri' hafa náð. Guðlaug var á sinni löngu ævi í hópi þeirra kvenna, sem fremst hafa staðið í öllum störfum, er hún kom nærri. Þessvegna verð- skuldar hún miklar þakkir þeirra, sem henni hafa kynnzt lengur eða skemur. Þeir minnast þess með söknuði, sem hún var þeim. Sið- ustu vikurnar var hún á Landspít- alanum, farin að líkamsþreki, en lengst af andlega hress og virtist hugsa með björtum vonum til þess að komast af þessu tilveru- stigi á annað. Það er ekki efað að hinar björtu vonir hennar rætist og fylgja henni einlægar blessunaróskir. Ég votta'vandafólki hennar öllu innilegustu samúð og óska því heillaríkrar framtiðar. Jón tvarsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinú með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Hnubili. Ævintýraheimur húsmæðra Kryddhúsið í verzl. okkar í Aðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda kl. 2 — 6 í dag. Verið velkomin. Matardeildin, Aðalstræti 9. Strásykur 1 kg. verð kr. 189.00 Molasykur 1 kg. verð kr. 206.00 Strásykur 25 kg. verð kr. 4.660.00 fftll irumarkaðurinn hf. Árm Mat úla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 vörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S 86-113 egg 1 kg. kr. 375.- strásykur 1 kg. kr. 189,- Hveiti 5 Ibs. kr. 202.- Flórsykur Vi kg. kr. 209.- Púðursykur 1/2 kg. kr. 122,- Molasykur 1 kg. kr. 206,- Kaffi 1/4 kg. kr. 107,- Ljómasmjörlíki V2 kg. kr. 140.- Snap Cornflakes 51 0 g. kr. 165 - Coctailávextir heildós kr. 191.- Hveiti 25 kg. kr. 21 50.- Strásykur 25 kg. kr. 4660 - kjöt úrvalið hjá okkur vendHA i verlii er eftiiar.. h. merbi KINDA kjöt SVINA kjöt NAUTA kjöt KALFA kjöt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.