Morgunblaðið - 26.06.1975, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNl 1975
Stóðum víð allt
og rúmlega það
Sagði Hafsteinn
Guðmundsson
formaður ÍBK
um Hooley-málið
— ÞAÐ er alls ekki réll hjá Joe
Hooley, þesar hann segir að við
höfum ekki staðið við gerða
samninga, og það hafi verið ein
aðalástæðan fyrir þvf að hann
hætti að þjálfa Keflavíkurliðið,
sagði Hafsteinn Guðmundsson
formaður fþróttabandalags Kefla-
vfkur I viðtali við Morgunblaðið I
gær. — Málið er einfaldlega það
að Hooley var ekki ánægður með
sjálfan sig og árangur strákanna
og ákvað þvf að fara. Við stóðum
við alla samninga við Hooley og
meira að segja rúmlega það, þvf
við gerðum meira fyrir hann og
fjölskyidu hans í sambandi við
ferðir og húsnæðismál cn okkur
bar, sagði Hafstcinn.
Joe Hooley sagði i viðtali við
eitt dagblaðanna í gær að hann
hefði ekki fengið þær greiðslur
frá IBK sem honum bæri. Því
ætlaði hann í málaferli gegn
félaginu ef hann fengi ekki pen-
ingana með góðu. Auk þess sagð-
ist Hooley ætla að fá enska knatt-
spyrnusambandið í lið með sér ef
á þyrfti að halda. Verður fróðlegt
að fylgjast með hvernig það geng-
ur eftir að Hooley hefur stungið
af frá íslenzkum og norskum
félögum áður en samningar hans
hafa runnið út, og fróðir menn
segja að hann finnist hvergi á
skrá enska knattspyrnusam-
bandsins.
— Þegar Hooley segir að hann
hafi ekki fengið allt borgað sem
hann á inni hjá okkur, sagði Haf-
steinn, þá hlýtur hann að eiga við
rúmlega 100 pund, sem við höfð-
um ekki getað greitt honum
vegna þess að hann á enn eftir að
greiða ýmsan kostnað eins og t.d.
kostnað vegna nokkurra simtala
við England. Ég reikna ekki með
að IBK skuldi Joe Hooley mikið
þegar öll kurl eru komin til grafar
og allir reikningar komnir fram,
sagði iBK-formaðurinn.
Hafsteinn sagði að ekki væri
allt það rétt sem að undanförnu
hefði verið skrifað um Joe Hooley
og óánægju keflvískra knatt-
spyrnumanna. — Þetta gekk
ágætlega nema síðustu vikuna þá
var hann orðinn áhugalaus og
leiður og á fimmtudaginn sendi
hann okkur bréf og kvaðst vilja
hætta. Þar fór hann þess einnig á
leit að honum yrði sleppt við um-
samdan mánaðar uppsagnarfrest.
Var failizt á þessa beiðni hans og
héldum við að þar með væru öll
vandamál úr sögunni I sambandi
við hann. Svo virðist þó ekki vera,
og vilji Hooley gera málaferli úr
þessi, þá hann um það, sagði Haf-
steinn.
Um þær fréttir að Hooley sé á
ieið til Sviþjóðar og ætli að taka
þar við þjálfun kvaðst Hafsteinn
ekkert vita og það kæmi sér mjög
á óvart ef svo væri. Hooley hefði
að vísu verið i sambandi við Sví-
þjóð fyrir nokkru síðan, en kvaðst
ekki trúa því að hann fengi starf
þar hjá neinu stórliði, sem gæti
boðið betur en IBK. Eftir öðrum
leiðum sem Morgunblaðið
kannaði i gær þá hefur Hooley
fengið tilboð um að taka við
ensku hálfatvinnumannaliði
innan skamms og ekki var annað
vitað en hann tæki við þvi starfi.
Leikur Víkings og Völsunga
settur á næsta miðvikudag
án samráðs við Húsvíkinga
MÓTANEFND KSl ákvað á fundi sfnum í gær að leikur Víkings og
Völsunga, sem aflýsa varð síðastliðinn laugardag vegna þess að
dómaratrfóið mætti ekki, skuli fara fram á Ólafsvfk næstkomandi
miðvikudag.
Hver á að greiða kostnaðinn af
ferð Húsvíkinganna vestur hefur
hins vegar enn ekki verið
ákveðið, en næsta augljóst er að
Knattspyrnusambandið verður að
greiða ferðakostnaðinn og fyrir
því er að minnsta kosti eitt for-
dæmi í svona máli. Var það á
síðasta keppnistímabili er 1.
flokkur Breiðabliks fór fýluferð
til Vestmannaeyja og neitaði að
fara aðra ferð til leiks við Eyja-
menn nema KSl greiddi ferða-
kostnað þeirra. Var á það fallizt,
og sami gangur hlýtur að verða á
málum að þessu sinni.
Er Morgunblaðið ræddi við Þor-
móð Jónsson formann Völsunga f
gær hafði hann ekki heyrt um það
að búið væri að ákveða nýjan leik-
dag. — Mér finnst furðulegt að
þeir skuli ákveða daginn án þess
að hafa samráð við okkur, sagði
Þormóður. — Þá datt okkur ekki í
hug að þeir myndu ákveða nýjan
leikdag áður en þeir tækju fyrir
kæru þá sem við sendum þeim
vegna þess að dómararnir mættu
ekki til leiks á laugardaginn. Ég
veit ekki hvað við gerum í þessu
máli, og það að ákveða nýjan leik-
dag í miðri viku er mjög erfitt
fyrir okkur. Mannskapurinn er jú
i vinnu og sumir vinna langt fram
á kvöld, sagði Þormóður Jónsson
og var greinilega mjög öhress
með þá meðferð sem þetta mál
hefur fengið hjá knattspyrnufor-
ystunni.
Fylkir og Selfoss settu
r
IR og Gróttu í kuldann
Hafsteinn Guðmundsson.
TVEIR fyrstu leikirnir í Bikar-
keppni KSl fóru fram í fyrra-
kvöld. Þá vann Fylkir lið Gróttu
með fjórum mörkum gegn einu
og Selfyssingar unnu IR með
þremur gegn engu.
I leik Fylkis og Gróttu var hart
barizt í fyrri hálfleiknum, en
hvorugu liðinu tókst að skora.
HEEVÍSMEIHAFINN AKI-BUA TAPAÐI
Nokkur strekkingur var f fyrri
hálfleiknum og hafði Grótta vind-
inn í bakið, átti liðið þá nokkrar
snarpar sóknarlotur, sem þó ekki
nýttust. I seinni hálfleiknum
lægði vindinn, og tók Fylkir öll
völd í leiknum, er lengra leið á
leiktímann. Ómar Egilsson skor-
aði fyrsta markið, en Jón Albert
jafnaði fyrir Gróttu. Þrjú síðustu
mörkin voru svo Arbæinganna,
markakóngurinn þeirra, Baldur
Rafnsson skoraði eitt markanna,
en Hörður Antonsson tvö þau síð-
ustu.
FYRSTU GRKIN HELSINKI-LEIKANNA
BRETINN Alan Pascoe opnaði Helsinki-leikana f frjálsum fþróttum
með því að sigra John Akii-Bua og Jim Boldin í 400 metra grinda-
hlaupi í gær. Ugandamaðurinn Akii-Bua er heimsmethafi og ólympíu-
meistari, en f fyrra var Bolding beztur f þessari grein í heiminum.
Margt af bezta frjálsíþróttafólki heims tekur þátt f þessari miklu
keppni f Finnlandi og þegar fyrsta daginn voru unnin mörg góð afrek.
Tími Alans Pascoes í 400 metra
grindahlaupinu var 49,28 sek.,
Akíi-Bua varð annar á 49,55 og
Bolding þriðji á 49,63, sama tíma
fékk Ralph Mann, sem er frá
Bandaríkjunum eins og Boldin,
en var dæmdur sjónarmun á eftir.
I 100 metra hlaupi sigraði sovézki
ólympíumeistarinn Valeri Borzov
á 10,27 sekúndum, en annar varð
landi hans Alexander Kornelyuk
Elmar
Geirsson
ELMAR Geirsson, knatt-
spyrnumaöurinn snjalli
úr Fram, er væntanleg-
ur hingað til lands f
byrjun næsta mánaöar.
Hefur Elmar gengiö frá
félagaskiptum frá Hertu
Zehlendorf og yfir í
Fram og er löglegur frá
og með deginum f dag.
Verður Elmar heima f
um það bil tvo mánuði
en í haust fer hann til
Tier við Landamæri
Luxemborgar og mun
starfa þar sem tann-
læknir.
á 10,46. I 800 metra hlaupinu
sigraði Júgóslavinn Lucianov Sus-
anj á 1:46.03, Rick Wohlhuter frá
Bandaríkjunum varð annar á
1:46.50, Mike Boyt frá Kenya kom
svo þriðji í mark á 1:46.76.
Ian Stewart frá Bretlandi
sigraði í 5000 metra hlaupinu á
13.27.55. I næstu sætum urðu
Paul Mose og Bill Scott, en
ólympíumeistarinn Lasse Viren
frá Finnlandi mátti gera sér
fjórða sætið að góðu á 13:34.51. I
sleggjukasti sigraði Murofushi
frá Japan með því að kasta sleggj-
unni 70,76 metra, en Finninn
Harri Huhtala varð annar með
69,32. I kringlukastinu kastaði
Wolfgang Schmidt lengst allra,
eða 65,56 metra og þar áttu
Finnar einnig annan mann —
Pentti Kahma, sem kastaði 64,60.
Bandarikjamaðurinn Powell varð
þriðji með 64,44.
I 1500 metra hlaupi kvenna
sigraði Francie Larreu, Frakk-
landi, á 4:15.05 og Nina Holmen
frá Finnlandi varð önnur á
4:15.26. Irena Szewinska frá Pól-
landi hafði yfirburði í 400 metra
hlaupi kvenna, en hún hljóp á
51,07 sékúndum. Sú sem varð
önnur, Riita Salin frá Finnlandi,
rann skeiðið á 52,08 sek. I
hástökki kvenna vann Debbie
Hill frá Kanada með því að
stökkva 1,85, en Mikiko Sone frá
Japan varð önnur með 1,75 m.
Heimsmethafinn og ðlympfumeistarinn John Akii-Bua
mætti ofjarli sfnum f 400 metra grindahlaupi fyrsta
keppnísdag Helsinki-leikanna þar sem margt af fremsta
frjálsíþróttafólki f heimi er meðal þátttakenda.
I leik IR og Selfoss skoruðu
Selfyssingar öll þrjú mörk leiks-
ins í fyrri hálfleiknum og sendu
ÍR-ingana þar með út úr keppn-
inni. Mörk Selfoss skoruðu
Tryggvi Gunnarsson (2) og
Stefán Larsen. 1 gærkvöldi voru
svo háðir 9 leikir í keppninni.
Víkingur—Fram
REYKJAVlKURFÉLÖGIN Fram
og Víkingur leiða saman hesta
sfna á Laugardalsvellinum i
kvöld. Eru Framarar með sex stig,
en Víkingur með fjögur í hinni
galopnu 1. deildarkeppni. Hafa
Framarar tapað tveimur leikjum,
fyrir FH og IA, en Víkingar hafa
tapað fyrir KR og Val. Fram hef-
ur unnið KR, IBK og IBV, en
Víkingar hafa auk þess að gera
jafntefli við IA og IBV unnið
Keflvfkingana.
Bæði liðin tefla fram sterkustu
leikmönnum sínum í kvöld og
verður gaman að sjá Guðgeir
Leifsson i baráttu á móti Framur-
um, en með þeim hefur Guðgeir
leikið tvö sfðustu ár, eða þar til
hann gekk að nýjti í Víking í vor.
Bacon á
Hvaleyrinni
GOLFKENNARINN Tony Bacon
hefur að undanförnu verið við
kennslu í Vestmannaeyjum, en f
dag byrjar hann að nýju að kenna
á Hvaleyrarvellinum. Mun hann
kenna þar í dag fimmtudag, föstu-
dag, laugardag og sunnudag.