Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1975 Rafvirkjar komulagið SAMNINGAR hafa tekizt milli Is- lenzka álfélagsins og þeirra stétt- arfélaga, sem semja fyrir starfs- menn Isals. Samningarnir hafa nú verið samþykktir í flestöllum félögum, nema f félagi rafvirkja, þar sem þeir voru felldir. Morgunblaðið spurði Hermann Guðmundsson, formann Verka- mannafélagsins Hlffar, um samningana, en hann varðist allra frétta um þá, sagði aðeins að þeir væru í meginatriðum eins og samningur ASl og vinnuveitenda, 70 manns í Kerl- ingarfjöllum SKIÐASKÖLINN í Kerlingar- fjöllum tók til starfa um 20. júní. Fyrst í stað var erfitt að komast á bifreiðum inn f „Fjöll“, en síð- ustu daga hefur færðin batnað mikið og er nú góð fyrir alla jeppa og stærri bíla, og eftir helg- ina stendur til að hefla veginn inn eftir. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar í Kerlingarfjöllum eru nú 60—70 manns á skíðanámskeiði þar og er það fullskipað. Snjórinn í fjöllun- um er mikill og góður og enn hefur ekki verið hægt að taka nýju skíðalyfturnar f hlíðum Fannborgar í notkun, þar sem langan veg þarf að ganga að þeim. í þeirra stað hefur verið notazt við gömlu toglyfturnar nær skíða- skólanum í Asgarði. Kerlingar- fjallamenn gera sér hins vegar vonir um að geta tekið lyfturnar í notkun f næstu viku eða þar næstu. Mikil aðsókn er nú að skíðaskól- anum og mun vera fullbókað E næsta námskeið. Skelfiskvinnslan hefur starfsemi á ný Stykkishúlmi 24. júní. Skelfiskvinnsla Stykkishólms h.f. hefir ekki starfað um tíma en mun hefja starfrækslu um miðjan næsta mánuð. A þessu tímabili hafa farið fram ýmsar lagfæring- ar og endurbætur f sambandi við reksturinn. Framkvæmdastjóri er Sigfús Sigurðsson kaupfélags- stjóri. Fréttaritari. felldu sam- við ÍSAL og á tveimur fundum I Hlff f gær hafi þeir verið samþykktir með 81 atkvæði gegn 16. Einn at- kvæðisseðill var auður. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun samningurinn við Isal byggöur á prósentuhækkun, en ekki á fastri krónutölu eins og samningur ASl og vinnuveitenda. Reiknað er út, hvað 13.700 krónur að viðbættum 2.100 krónum sem eru áfanga- hækkanir ASI gera í prósentutölu miðað við 6. taxta Dagsbrúnar og koma þá út á 15. prósent, sem siðan eru rúnnuð af í 16%. Er það sú hækkun, sem starfsmenn ÍSALs fá, en að auki fengu þeir 3% hinn 1. júní síðastliðinn, sem vinnuveitendur greiddu ekki almennt. Þá fá starfsmenn ISALs i desember fasta krónutölu í bónus 20 þúsund krónur, en ein- meginástæðan fyrir því að raf- virkjar feildu samkomulagið mun hafa verið sú að þar var ekki um prósentu að ræða. Þá er einnig þess að geta að Framhald á bls. 20 Ný hótelaðstaða í Ólafsvík ðlafsvlk. 3. júll — SJÖBUÐIR H.F. í Ölafsvík hafa opnað gistiaðstöðu í hinu nýja húsnæði sínu við Ólafsbraut. Hefur fyrirtækið á boðstólum 20 tveggja manna herbergi með góðu útsýni yfir höfnina og fjörðinn. A hæðinni er góð hreinlætisaðstaða og vistleg setustofa með sjónvarpi og liggja blöð þar frammi. Verið er að innrétta eldhúsið. Er ætlunin að það taki til starfa með haustinu. Er matsalan þvf í húsi Hraðfrystihúss Ólafsvíkur sem stendur. Ætti að vera vel séð fyrir þörfum ferðafólks hér hvort sem um er að ræða einstaklinga eða hópa. _ Helgi. 39 atvinnulausir Atvinnumiðlun stúdenta verður starfrækt út næstu viku eða til 12. júlí næstkomaWdi. Hingað til hafa 193 leitað miðlunarínnar um fyrirgreiðslu og eru 39 enn á skrá. Eru það aðallega konur. Af þeim sem vinnu hafa fengið, hefur at- vinnumiðlunin útvega um helming vinnu, eða 71. Hvergi vant- ar lækni SEGJA má að hvergi vanti hér- aðslækni f læknishéruð á landinu f sumar, sagði Guðmundur Sig- urðsson, settur landlæknir, er Mbl. spurðist fyrir um læknismál- in úti um land. Guðmundur sagði að um„sumarástand“ væri vfða að ræða, en vonir standa þó til að læknaskortur f dreifbýli sé að verða úr sögunni við fjölgun lækna. Hin mikla fjölgun útskrif- aðra lækna úr Háskólanum hefur þó enn ekki haft áhrif, þar sem þeir 70, sem nýlega braut- skráðust, hafa enn ekki lokið svo- kölluðu kandidatsári. I gær var verið að byrja á aðstöðu fyrir Akraborgina f Reykjavfk og var myndin þá tekin. Fiskur, pakk- hússleiga og fleira hækka VERÐLAGSNEFND hefur heim- ilað nýtt verð á þorski og ýsu út úr búð. Hvert kg af ýsuflökum eða þorskflökum hækkar úr krón- um 170 i 192 krónur eða um 12,9%. Hausuð ýsa eða þorskur hækka úr 95 krónum hvert kg i 107 krónur eða um 12,6%. Þá hefur verðlagsnefnd einnig heim- ilað hækkun verðtaxta skipafélag- anna á upp- og útskipun og pakk- hússleigu. Nemur hækkun á þeim liðum 30%. Byrjað á hafnaraðstöðu fyr- ir Akraborgina í Reykjavík „AUÐVITAÐ erum við himin- lifandi yfir þvf að nú skuli loks sjá fyrir endann á þessu hafnar vandamáli Akraborgarinnar, sem valdið hefur þvf að ekki hefur verið unnt að nýta bílaflutninga- aðstöðuna um borð f skipinu nema að litlu leyti,“ sagði Þórður Hjálmarsson framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækis Akraborgar- innar, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á samþykkt hafnar- stjórnar f Reykjavfk um að koma upp aðstöðu fyrir Akraborg við Grófarbryggju f Reykjavfkur- höfn. Mál þetta var til umræðu í hafnarstjórn á fimmtudag fyrir Frumathugun gerð á heilbrigðis- ástandi sjómannafjölskyldna hér FJÓRIR fslenzkir vísindamenn eru nú I þann mund a8 hefja frumathugun á heilsufari og fjölskyldulffi sjómanna, og hafa þeir hlotið 460 þúsund króna styrk úr Vfsindasjóði til rannsóknarinnar, svo sem skýrt var frá I Morgunblaðinu sl. sunnudag. Vfsindamennirnir eru þeir Tómas Helgason yfirlæknir, Þorbjörn Broddason lektor, Haraldur Ólafsson lektor og Gylfi Ásmundsson dósent, en ætlunin er að gera þessa athugun I náinni samvinnu við samtök sjómanna og útgerðarmanna. Að sögn Tómasar Helgasonar er tilgangur rannsóknarinnar að afla upplýsinga um heilbrigðisástand sjómanna og fjölskyldna þeirra og reyna að finna þætti í starfi þeirra og starfsaðstöðu, sem hafa áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Tómas sagði ennfremur, að öllum væri Ijóst að sjómannsstarfið væri erfitt og reyndi á Ifkamlegt og andlegt þrek þeirra, sem það stunduðu. Starfinu fylgdu einnig langvinnar fjarvistir frá heimili, svo að fjöl- skyldulff sjómanna hlyti að verða með nokkrum öðrum hætti en al- mennt gerist. i mannfjöldaskýrslum kemur fram að sjómenn eru hlutfallslega miklu yngri en aðrir þátttakendur f atvinnulffinu. Hjá sumum út- gerðarfyrirtækjum eru einnig fyrir hendi upplýsingar um að manna- skipti á skipunum eru mjög tíð, einkum meðal háseta. Hér á landi hefur sjóslysanefnd safnað skýrslum um slysfarir á sjó á undanförnum árum. Kemur þar fram, að þær eru mjög tíðar. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að dánartala sjómanna er heldur hærri en annarra og- tfðni sumra sjúkdóma er mun meiri meðal þeirra en almennt gerist. Þær erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið, hafa þó fyrst og fremst verið gerðar á farmönnum, en Iftið er vitað um heilsufar hjá sjómönnum sem stunda fiskveiðar annað en það sem læknar hafa á tilfinningunni úr starfsreynslu sinni. Sagði Tómas augljóst að mikil þörf væri á því á íslandi að framkvæma athugun á heilsufari þeirra, sem fiskveiðar stunduðu og hvað gera mætti til þess að bæta það. Ekki er vitað um neina rannsókn á fjölskyldulffi sjómanna eða heilsufari fjölskyldna þeirra nema eina rannsókn sem framkvæmd var f Noregi fyrir 20 árum á þroska 40 sjómannsbarna, að sögn Tómasar. Ætlunin er að framkvæma þessa athugun I náinni samvinnu við sjómenn og útgerðarmenn og hafa Sjómannasambandið og Félag fslenzkra botnvörpuskipaeigenda tilnefnt sinn aðilann hvor til þess að taka þátt i undirbúningi og skipulagningu þessarar frumat- hugunar. Sjómannasambandið hefur tilnefnt Guðmund Hallvarðs son og Félag fslenzkra botnvörpu- skipaeigenda hefur tilnefnt Vil- helm Þorsteinsson. Tómas kvað rétt f þessu sam- bandi að skýra frá þvt að sam- vinnunefnd Norrænna læknis- fræðirannsóknaráða hefði gengizt fyrir ráðstefnu f Osló 16. og 1 7. júnf s.l. til þess að fjalla um læknisf ræðilegar rannsóknir og læknisþjónustu fyrir sjómenn. „j þessari ráðstefnu tóku þátt full- trúar sjómanna og útgerðarmanna auk rannsóknamanna sem voru læknar, sálfræðingar og félags- fræðingar" — sagði Tómas enn- fremur. „Þar var fjallað um frum- læknisþjónustu fyrir sjómenn, heilsufræði fyrir sjómenn, starfs- aðstöðu fyrir sjómenn, heilsufar og fjölskyldulff, sérstök rann- sóknarverkefni s.s. áhrif hávaða. loftslagsbreytinga, vaktavinnu og hverjar væru algengustu slysaor- sakir og hvernig mætti fyrirbyggja slys. Þá var einnig fjallað um skráningu veikindatilfella og dauðsfalla og hvaða heilbrigðis- kröfur ætti að gera til þeirra, sem réðust til sjós. Ráðstefnan var haldin fyrir tilstyrk heilbrigðis- og félagsmálanefndar Norðurlanda- ráðsins og f framhaldi af fyrirspurn um rannsóknir á heilsufari sjómanna sem kom fram í Norður- landaráðinu fyrir nokkrum árum. Á ráðstefnunni voru menn sam- mála um nauðsyn þess að bæta frumlæknisþjónustu við sjómenn Framhald á bls. 20 viku. Var þar meðal annars lagt fram bréf samgönguráðuneytis- ins, þar sem fram kemur að ráðu- neytið vill aðstoða við að komið verði upp aðstöðu f Reykjavíkur- höfn, svo að hægt verði að full- nýta Akraborgina til flutnings á bifreiðum. I þvf skyni hefur ráðu- neytið boðið fram lán úr hafnar- bótasjóði að fjárhæð kr. 10 milljónir auk þeirra tækja, sem nota þarf í þessu sambandi og metin eru á 5—8 milljónir króna. Hafnarstjóri flutti þau skilaboð samgönguráðherra, að hann og formaður fjárveitinganefndar mundu beita sér fyrir því, að láni þessu yrði breytt i framlag úr ríkissjóði, er nemi um 75% af kostnaði við framkvæmdina, enda verði heildarkostnaður ekki meiri en 25 milljónir króna. A grund- velli þessara upplýsinga sam- þykkti hafnarstjórn að koma upp umræddri aðstöðu til bráðabirgða við Grófarbryggju en jafnframt er lögð áherzla á, að framlag úr ríkissjóði til þessarar fram- kvæmdar verði ekki til að rýra framlög til annarra verkefna hafnarinnar. Byrjað var á fyrrgreindri fram- kvæmd á Grófarbryggju í gær en hún er fólgin f brú eða palli sem gerir bifreiðum kleift að aka beint um borð f Akraborgina. Þórður Hjálmarsson tjáði Morgunblaðinu að hann vonaðist til að framkvæmdinni yrði lokið upp úr miðjum þessum mánuði. Mun Akraborgin þá geta flutt 52 bfla í stað 12 um þessar mundir, svo að það munar um minna. Sagði Þórður að gifurleg eftir- spurn hefði verið eftir bíla- flutningum með Akraborginni f allt sumar og komið hefði fyrir að orðið hefði að vísa frá allt upp i 20 bflum í einni ferð. Sagði Þórður að geta mætti nærri að útgerðar- fyrirtæki Akraborgarinnar, H.f. Skallagrímur, hefði af þessum sökum mátt þola verulegt fjár- hagslegt tjón. UaéJÁ.mMíístiiimJss ff Asked to Negotiate, We’re Ready to Open Talks “ - •*>* F«rr)*n Mfnbln Wnw A«6s*læon éotwUKl ckmlt « «. a ót*<hý, v«f l.-t:<eo‘t :« UmK. Vi:l <K W ,« , w:,, X, „.V, K, , ««*• é«»K«« le • Wer gg&sggrz a Forsfða fyrsta tölublaðsins af NEWS FROM ICELAND, sem kom út nú I vikunni. Iceland Review gefur út fréttablað á ensku ICELAND Review hefur nú hafið útgáfu nýs fréttablaðs á ensku og verður það gefið út mánaðarlega, en tvisvar á ári verður tveimur mánuðum slegið saman þannig að alls koma út 10 blöð á ári. Iceland Review hefur verið gefið út á annan áratug ársfjórðungslega og hefur fylgt þvf riti sérstakt lftið fréttablað, en nú hefur verið tekinn upp sá háttur að gefa fréttablaðið út sérstaklega og um leið er það stækkað. News from Iceland heitir þetta nýja fréttablað Iceland Review og er það i venjulegum fréttablaða- stíl, en minna broti. Blaðið flytur almennar fréttir frá Islandi og leggur áherzlu á viðskipta- og efnahagsmál og iðnað en sjávarút vegsmálum eru þó gerð sérstök skil. Einnig verða í blaðinu upp- lýsingar fyrir erlenda ferðamenn á Islandi, en blaðið verður selt hér í lausasölu auk þess að það verður selt í beinni áskrift. Rit- stjóri News From Iceland er Haraldur J. Hamar, en Haukur Böðvarsson annast þann þátt er lftur að erlendu máli. News From Iceland er prentað í Prentsmiðju Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.