Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULI 1975 27 Þorgils Guðmundsson, íþrótta- kennari frá VáMastöðum, minning Á þriðja tug þessarar aldar, þegar ég var að hefja sem dreng- ur þátttöku í íþróttum, voru þau íþróttamót, sem við litum til sem glæst ævintýri og fylgdumst með af áhuga: Nýjárssund, Skjaldar- glima Armanns, Víðavangshlaup I.R. á sumardaginn fyrsta, Is- landsglíma og 17. júní-mótið. Þeir sem kepptu á þessum mót- um voru hetjur okkar og fyrir- myndir. Einn þessara íþróttamanna var Þorgils Guðmundsson frá Valda- stöðum. Ég man hann vel enn er hann skákaði reykvískum hlaupa- görpum og vann léttstígur eitt Víðavangshlaupanna. Um sama leyti kom hann einnig við sögu glímunnar. Glíman eins og aðrar íþróttir hafði ekki verið æfð í Reykjavík stríðsárin 1914—1918 en iðkun hennar og annarra íþrótta viðhaldist úti á landsbyggðinni. Meðal þeirra félaga sem þetta gerðu var UMF Drengur i Kjós, sem Þorgils Guðmundsson varð meðal annarra til þess að stofna og veita forustu um skeið. Þegar Islandsgliman er endur- vakin 1919 er hann meðal keppenda og einnig við sögu glím- unnar. Glfman eins og aðrar iþróttir hafði ekki verið æfð i Reykjavlk stríðsárin 1914—1918 en iðkun hennar og annarra fþrótta viðhaldist úti á landsbyggðinni. Meðal þeirra félaga sem þetta gerðu var UMF Drengur í Kjós, sem Þorgils Guðmundsson varð meðal annarra til þess að stofna og veita forustu um skeið. Þegar Islandsglfman er endur- vakin 1919 er hann meðal keppenda og einnig 1920 og 1921. Hann hlýtur árið 1920 fyrstu verðlaun f glímukeppninni fyrir fagra glímu. Síðar, er Stefnis- hornið var veitt slíkum afreks- manni, fylgdi þvf sæmdarheitið Glfmusnillingur Islands og má þvf segja að Þorgils ynni til þess titils. Við komu Kristjáns kon- ungs X hingað 1921 var efnt til konungsglfmu á Þingvöllum. Var Þorgils einn glímumannanna. I blaðagrein um glfmuna 1920 er Þorgils sérstaklega getið fyrir glímufærni og glímulag. Víður- eign þeirra Bjarna Bjarnasonar (alþ.manns og skólastjóra á Laugarvatni) er i greininni sér- staklega rómuð og þess getið, að þar hafi sést hin sanna sveita- glíma þ.e. glfma eins og menn þá enn þekktu hana, sem þátt úr lífi sveitafólks. A æskuheimili mfnu var kona, sem dvalið hafði f Kjós og Kjalar- nesi í kaupavinnu. Hún greindi oft frá lffi fólksins á þessum slóð- um og inn í minningu mína hefur grópast frá þessum frásögnum mynd af glæstu sviði þar sem félagslyndi, samgleði og vinnu- semi einkenndu líf sveitafólksins. I þeirri mynd voru íþróttir áber- andi og eitt nafn sérstaklega nefnt, Þorgils á Valdastöðum. Loftur Guðmundsson Ijós- myndari gerði á þessum árum kvikmynd,- sem var nýlunda, og sýndi landið og svipmyndir úr lífi fólksins. Myndin sýndi meðal annars sláttumann beran að mitti við skáraslátt á loðnu túni. Hinn fagurlimaði og ötuli sláttumaður var Þorgils á Valda- stöðum. Þetta voru æskuminningar minar af íþróttamanni úr sveit bak við Eskjuna, sem sótti með glæsibrag með hóp tápmikilla ungmennafélaga inn á íþrótta- vettvang Reykjavíkur. Þessi maður átti síðar eftir að hafa mikilvirk áhrif á störf mín. Þorgils Guðmundsson fæddist 4. desember 1892 á Valdastöðum i Kjós. Foreldrar hans voru: Katrfn Jakobsdóttir Guðlaugssonar, bónda á Valdastöðum, og Guðmundur Sveinbjörnsson Guðmundssonar bónda að Bygggarði á Seltjarnarnesi. Systkini Þorgils voru fimm. Fjórir bræður og ein systir. Auk systkinanna átti Þorgils einn upp- eldisbróður. Valdastaðir eru vel settir f hinum fagra Laxárdal i Kjós. Æskuheimili Þorgils var rómað fyrir samlyndi heimilisfólksins, skyldra og vandalausra. Þar voru lesin þjóðleg fræði, sungið og farið I leiki, samhliða mikilli önn og búsýslu. Þetta góða og glað- væra heimili þótti golt að gista. Njóta þar rausnar, vináttu og vel- vilja. Húsbóndinn var, auk þess að vera mikilhæfur bóndi, mikill sjó- sóknari og sótti sjó um 40 ára skeið á vetrar-, vor- og haust- vertíðum frá verstöðvum af Suðurnesjum. Heimilisstörf hvfldu því á ötulli húsmóður og tápmiklum börnum þeirra hjóna. Ég var eitt sinn staddur með Þorgilsi á hátíð í félagsheimili UMF Drengs, Félagsgarði í Kjós. Þar sagði Þorgils á eftirminnan- legan hátt frá æskuheimili sinu. I minni mitt festist sérstaklega úr frásögn hans ummæli hans um ötulleika föður hans og hversu handtök hans til allra verka voru „falleg" — og hve hinar vinnu- legu hendur gátu verið hlýjar og mjúkar: — „Ég finn þá hönd er hún mjúklega strauk vanga minn í þakklætisskyni fyrir unnið verk," sagði Þorgils. Þetta voru áhrif, sem án efa hafa grópast inn i huga Þorgils, að láta þann sem vel vinnur njóta viðurkenningar og finna að bak við vinnuhörkuna og tilætlunarsemina búi maður, sem kann að meta það sem vel er gert. Að heiman f er Þorgils til náms í bændaskólann á Hvanneyri og lýkur þaðan námi sem búfræð- ingur 1915. I þeim skóla kynnist hann bæði meðal nemenda og kennara mörgu ágætisfólki, sem hann batt tryggð við og þá ekki sist við skólastjórahjónin, Svövu Þór- hallsdóttur og Halldór Vilhjálms- son. Skólastjórinn sá fljótt f Þorgilsi mannsefnið, sem bjó yfir trú- mennsku, vinnusemi og ötulleika — og meðal annars átti til karl- mennsku I burðum og hug til þess að ganga reifur til og frá leik og fþrótt. Má segja að Halldór skóla- stjóri sleppi vart hendi af Þorgilsj fyrr en sá síðari gerist kennari Héraðsskólans i Reykholti 1930. Gegndi Þorgils ýmsum störfum að Hvanneyri. Var heimiliskennari, íþrótta- og smíðakennari og ráðs- maður. Milli skólastjóra og Þor- gils ríkti ávallt mikill trúnaður og náin vinátta. Þorgils dvelur við nám í „gymnastikhöjskolen" í Ollerup í Danmörku 1921—'22. Þeim skóla stýrði þá Niels Buck. Nam Þorgils hjá Buck ýmis íþróttafræði. Hann varð fljótt i hópi þeirra nemenda sem Buck kallaði úrval og undir- bjó'til sýninga um heiminn. Niels Buck sagði mér 1949, er ég kynnt- ist honum, að Þorgils hefði verið einn þeirra, sem hann hefði haft áhuga á að hafa f flokkum sínum en því miður leyfðu aðstæður Þor- gils eigi slfkt, því að hann þurfti að sækja nám í handavinnu f Kaupmannahöfn og að Nas í Sví- þjóð. Enn hélt Þorgils utan til fram- haldsnáms vegna fyrirhugaðra starfa við Héraðsskólann f Reyk- holti. Fór hann þá til lýðháskól- ans að Voss f Noregi. Með stofnun UMF Drengs i Kjós 1915 gekk Þorgils inn í raðir Ungmennafélags Islands. Þeir félagar í Dreng tileinkuðu sér náið hugsjónir ungmennafélag- anna. Tömdu sér allt sem þeir töldu rammfslenskt, sögu þjóðar- innar, bókmenntir hennar, móðurmál og íþróttirnar. Með sér ólu þeir trú á landið og til þess að gagna þjóð sinni betur tömdu þeir sér vín- og tóbaksbindindi, orð- heldni og drengskap. Nálægð félagssvæðis þeirra við Reykja- vík, þar sem var vettvangur marg- þætts fþróttalífs freistaði þeirra til þess að reyna færni sína og hún reyndist undra góð enda höfðu þeir þegar um skeið reynt með sér og nágrönnum sinum á hinum forna mótstað á Kolla- fjarðareyrum. Til þess að geta mætt efldari, stofnuðu þeir með sér sameiningarfélag, sem fékk inngöngu í Iþróttasamband Is- lands, því þá var eigi unnt að keppa undir sameiningartákni héraðssambands eins og Ung- mennasambands Kjalarnesþings sem UMF Drengur og Aftureld- ing í Mosfellssveit voru virkustu f élögin f. Sumarið 1926 hélt Jón Þor- steinsson íþróttakennari til Dan- merkur með valinn flokk glímu- manna. Meðal þeirra glfmumanna var Þorgils. Sýndi flokkurinn víða um Danmörku og greiddi Niels Buck vel götu hans. Ungmennafélögin efndu til þinga, námsskeiða og funda, þó að samgöngur væru á 3. tug aldar- innar erfiðari en nú. A einum þessara funda lágu saman leiðir Þorgils óg Halldóru Sigurðardóttur bónda á Fiskilæk f Leirársveit, Borgarfjarðarsýslu, Sigurðssonar og konu hans Diljár Guðrúnar Olafsdóttur. Var Halldóra glæsileg kona og vel menntuð t.d. hafði hún dvalið við nám í lýðháskólanum að Rysl- ingen I Danmörku og hafði sér- menntað sig í hannyrðum. Var mikið jafnræði um mannkosti með þeim Halldóru og Þorgilsi. Gengu þau I hjónaband 5. júní 1924 og settust að á Hvanneyri. Þau Halldora eignuðust þrjú börn: Ottar, fæddur 1925, kvongaður Erlu Hannesdóttur. Af fyrra hjónabandi á hann einn son. Birgir, fæddur 1927, kvongaður Ragnheiði Gröndal, eiga þau eina dóttur, en af fyrra hjónabandi á Birgir tvær dætur, önnur þeirra, Hrefna, dvaldi um nokkurt skeið á heimili þeirra Halldóru. Sigrún, fædd 1931, gift Matthíasi A. Mathiesen, fjármálaráðherra, eiga þau þrjú börn. Frá Hvanneyri fluttu þau Hall- dóra til Reykholts. Þau höfðu ekki búið í stórri fbúð á Hvann- eyri og lítið var hún stærri f Reyk- holti. Ibúðin var inni I skólahús- inu og nemendur yngri en á Hvanneyri, bæði stúlkur og piltar og þau handgengin þeim hjónum og börnum þeirra, þvf var ónæðis- samt á heimilinu en það mörgum ungum nemanda I vanda til halds og trausts. Þegar Þorgils hóf störf I Reyk- holti var þar sundlaug innanhúss en að vfsu vantaði búnings- og baðherbergi og íþróttasal. Nokkrir borgfirskir ungmenna- félagar söfnuðu fé og tóku sam- eiginlega víxil, sem mig minnir, að þeir greiddu á 15 árum og fyrir féð og með eigin höndum reistu þeir leikfimisal úr viði sem enn er notaður. Úr hópi þeirra nemenda, sem Þorgils leiddi við íþróttaiðkanir í sundlauginni, salnum og vallar- flötinni komu áhugasamir liðs- menn i íþróttum inn f raðir ung- menna- og Iþróttafélaga og margir urðu nemendur Iþróttakennara- skóla Islands og siðar iþrótta- kennarar. Af frásögnum þeirra hefi ég kynnst áhuga Þorgils við fþróttakennsluna og hvflíkum árangri hann náði. I Reykholti starfaði Þorgils á árunum 1930—1947. Þegar er hann settist að á Hvanneyri gerð- ist hann virkur félagi f UMF Is- lendingi i Andakílshreppi. Félag- ið varð mjög virkt innan samtaka ungmennafélaga í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Formenn og virkir félagar þess voru auk Þorgils þau skólastjórahjónin Svava og Hall- dór, kennararnir Páll Zóphónais- son og Steingrímur Steinþórsson. Störfum að málefnum ung- mennafélaga hélt Þorgils áfram i Reykholti og varð þá um skeið formaður Ungmennasambands Borgfirðinga. Arið 1943 tók sam- bandið að sér að halda annað endurvakta Landsmót UMFl á Hvanneyri. Framkvæmdastjóri þess móts var Þorgils. Hann bað mig að aðstoða þá við mótshaldið og sé ég ekki eftir þvi samstarfi. Hvört tveggja var, að við Þorgils kynntumst nánar og ég fékk að tengjast Landsmótunum og þar með komast i nánari samband við ungmennafélögin. Mótshaldið var þrekvirki. Völlurinn, Fitin niðri við Hvitá, og laugin köld uppi- staða I laut í túninu. Að loknu þessu móti var það eitt verka Þorgils og félaga hans að tryggja samband- inu samastað fyrir mót sín að Varmalandi f Staf- holtstungum og hefja þar vallargerð, þvf hinn gamli móts- staður á bökkum Hvitár við Ferjukotsbakka var óöruggur vegna flóða og þar naut ekki jarð- hita. Arin, sem Þorgils var f Reyk- holti hafði hann þar nokkurt jarð- næði og rak búskap. Hann var sem bóndi, en það hlutverk stóð nærri skaphöfn hans, virkur I samtökum bænda og þá var hann ekki siður áhugasamur samvinnu- maður. Snemma mun Þorgils hafa gerst framsóknarmaður enda löngum verið i nánu sambandi við ýmsa forustumenn flokksins. Enga hálfvelgju sýndi hann f stjórnmálum, frekar en öðru sem hann gaf sig að. Á útmánuðum 1947 kom til tals, að f fræðslumálaskrifstofuna réðist starfsmaður er yrði aðstoðarmaður minn. Réðst þetta mál svo, að Þorgils fékk þetta starf og fluttu þau hjón sumarið 1947 til Reykja- vikur og hóf Þorgils störf f fræðslumálaskrifstofunni um haustið. Þessi ráðning var störf- um mfnum og skrifstofunni f heild til heilla. Kennarinn, btíndinn og félagsmálamaðurinn gerðist nú skrifstofumaður. I þessari skrifstofu voru unnið víð- tæk þjónustustörf og þeim var Þorgils eigi óvanur. Hann færði með sér reynslu frá kennslu og úr röðum ungmennafélaga. Gekk hann til starfsins eins og hann hefði ávallt unnið á skrifstofu, Mér og störfum mínum varð hann ómetanleg hjálparhella. Trúmennskan og nákvæmnin, réttlætistilfinningin og ötulleikinn voru eigindir, sem honum voru svo eðlislægar. Skap- ið var mikið en sérlega vel tamið, svo vart hefi ég kynnst prúðari manni. Glaðværð og spaugsemi átti hann ríka í vinhópi og í þeirra hópi hafði hann unun af að gripa í spil. Hagyrðingur var hann ágæt- ur og þar sem um nokkurt skeið voru fjórir slíkir í skrifstofunni, flugu oft smellnar visur milli her- bergja eða voru lesnar yfir kaffi- bollum. Ekki slapp Þorgils við þátttöku í félagsstörfum eftir komuna til Reykjavikur. Hann var starfandi innan Framsóknarfélags Reykjavikur og i framkvæmdastjórn ISI var hann 1949—1951. I áratug nutu málefni dýra- verndunarstarfa hans. Hann annaðist afgreiðslu Dýraverndar- ans, sem var tímafrekt og krafðist nákvæmni. Þegar Jón Þorsteinsson hætti kennslu hjá Glímufélaginu Ar- manni upp ú 1947, tók Þorgils að sér kennsluna og hafði hana með höndum fram um 1962, er hann veiktist af ókennilegum vírus- sjúkdómi sem gekk nærri heilsu hans. Frá þvf 1950 og fram til 1962 vann Þorgils með okkur fjórum öðrum glímumönnum f Glimu- bókarnefnd lSÍ. Skyldi nefndin endurskoða glimulög, sem ekki hafði tekist frá því 1929 og semja kennslubók í glímu, þar sem Glfmubók frá 1916 var löngu upp- seld. Endurskoðun laganna og samning bókarinnar var erfitt og tfmafrekt starf. Samning bókar- innar var Iærdómsrík og átti Þor- gils þar ekki lftinn þátt að. Virðing hans fyrir islensku máli og kunnátta hans kom okkur nefndarmönnum I góðar þarfir. Eftir Þorgils Iiggja ritgerðir um ýmisleg efni, t.d. minningar frá Hvanneyri, sundkennsla f Borgar- firði. Þessar greinar geyma merkar heimildir. Mér er engin launung á því, að þar sem ég f starfi minu þurfti að semja bréf, greinargerðir og for- sagnir, sem ég vildi búa sem best að í hugsun og máli, þá leitaði ég til Þorgils með yfirlestur. Athuga- semdir hans voru ávallt rökfastar og settar fram af alúð til mín og málefnisins. Fyrir slík störf og svo ótal mörg annars eðlis gat ég aldrei þakkað honum fullkom- Iega. Eftir að Þorgils varð 70 ára og hann hlaut að hætta i fastri stöðu, var hann lausráðinn fram til 1970 Kom þetta sér vel i fáliðaðri skrifstofu og ekki sist þar sem Þorgils hafði tamið sér að Ieggja gjörva hönd að ýmsum öðr- um störfum en vörðuðu mitt embætti og var því öllum hnútum kunnugur, aðgætinn og nýtinn. Er hann kvaddi að lokum söknuðum við hans öll. Arið 1965 steðjuðu enn veikindi að Þorgilsi. Meðan hann lá i sjúkrahúsi veiktist frú Halldóra af sjúkdómi, sem leiddi hana til dauða 1966. Var Þorgils þá vart kominn til heilsu. Tók andlát hinnar ágætu eiginkonu mjög á hann og var undravert hve hann náði aftur andlegum og líkamleg- um kröftum. Við fráfall Halldóru seldi Þor- gils íbúð þeirra hjóna og flutti um sinn til dóttur sinnar Sigrúnar í Hafnarfjörð eh þar sem 'honum þótt langt og erfitt að sækja þaðan vinnu til Reykjavfkur, leigði hann sér íbúð i Reykjavik hjá hjónunum Láru Lárusdóttur og Sigurgeir Jónatanssyni. Naut hann góðrar umhyggju þeirra hjóna og svo barna, tengdabarna og barnabarna sinna. Þegar heilsu hans var svo komið að hann varð að njóta stöðugrar hjúkrunar fékk hann sjúkravist á Sólvangi I Hafnarfirði, þar sem hann lést 26. júní s.l. Með Þorgilsi Guðmundssýni frá Valdastöðum er horfinn vænn maður og drengur góður. Veit ég, að við sem kynntumst honum náið geymum minningu hans í hugum okkar og störfum. I'orsfeiiin Einarsson Kveðja frá Isl. í dag er jarðsettur Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum i Kjós, sem lést i Reykjavík 26. júni s.l. 83ja ára að aldri. Þessi mæti maður kom mjög við sögu iþrótta- og ungmennahreyfingarinnar um meira en hálfrar aldar skeið. Frá æsku og fram til hinstu stundar var hann íþróttamaður og íþrótta- vinur af lífi og sál. Hann var einn af þeim sem stofnuðu Ungmennafélagið Dreng i Kjós 1915, þá ungur að aldri og starfaði í þvi til 1921 að hann fór u'tan til náms i iþróttum i Danmörku. Að námi loknu fluttist hann i Borgarf jörð, ogtók þar upp sömu háttu og hann hafði áður haft i Kjósinni að vinna að íþrótta og ungmennafélagsmálum og var þar tvisvar kosinn for- maður Ungmennasambands Borgarfjarðar. Til þess að verða enn hæfari til þess að sinna áhugamálum sinum en áður, fór hann aftur utan til framhalds- náms í íþróttum, að þessu sinni til Noregs og Danmerkur veturinh 1929 — 1930. Að því námi loknu réðst hann sem íþróttakennari við Reykholts- skóla í Borgarfirði og þar var hann sem slikur til ársins 1947, að hann fluttist til Reykjavikur og hóf störf í skrifstofu fræðslumála- stjóra. í stjórn íþróttasambands íslands var hann kjörinn sem fuii- trúi Vestfirðingafjórðungs árið 1943 og átti sæti i stjórninni til ársins 1948 er annar maður tók það sæti hans vegna brott- flutnings Þorgils úr Vestfirðinga- fjórðungi. Árið 1949 var lögum íþrótta- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.