Morgunblaðið - 04.07.1975, Page 12

Morgunblaðið - 04.07.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULl 1975 Hátek|nlond (meira en 3 75 dollaiar á ibúa) // Olíuframleiðsluriki 1 Visitala ney/luvoru 1967-1969-100 Meðaltal Miðluncjstekiulond Lágtek|nlond pTnnland Noregur Sovétrikin Þróuð lond Bretland j 25 0, írland ^ 23 8^* IÞvzka Poland' ’iand Tékkóslóvakía Ungverjaland Austurríki Veqm með ,ibúal|olda Frakkland \12 7 Bandaríkin 10 2 Spénn Purtugalj 17 3 Suður- LKórea ’ ^^Kuwait Egyptaland .Mexikój \16 0 Indland : Hongkong 0 5 n Honduras Senegalj Suður jiVietnam Efrivolta Guatemala Kambódia -290<V Eþiópia Sierra Leon^ iMaloysia Sri Lanka Kolombia Cameioon' jí^Úqandaj ^80 oy f±ím 26 beins stróndin Hækktin i prósentum á verði ney/lu voru á síðustu 1 2 mánuðum Malagasy jA Rep RhodesiaZMoram e»ana>-^b'Que Paraguay; Astrali 17 2 Suður 'Afrika 14-7_ Uruguay 92 3 l79- 5| Nýja sjáland 13 2 / Source OECD. UN. IMF. ILO. Barclays Bank Internaiional. Lloyds Bank International and Standard and Chatlered Banking Group Verðbólgan í heiminum er tekin að hjaðna, en . . ísland er eitt sjö mestu verðbólgulanda í heimi NU er farið að draga Ur verðbólgu í flestum lönd- um heims. í febrúar var verðbólgan í heiminum 14% (þ.e.a.s meðal- hækkun á neyzluvöru síðustu 12 mánuðina í þeim 96 ldndum, sem eiga aðild að Al- þjóða gjaldeyrissjóðn- um og gefa út áreiðan- legar tölur, — vegin með fólksfjölda). Þetta er lægsta talan frá því i febrúar 1974 og mun lægri en var í október sl. er verðbólgan náði há- marki 16,2% Siðan i október hefur verðbólga í 24 rikustu iðnríkjunum (aðilum að Efnahags- og framfara- stofnuninni, OECD) verið minni en 1% i hverjum mánuði, (undir 12% á ári) að einum undanskildum, apríl, sem er síðasti mánuður, sem tölur ná yfir. Árstíða- bundin hækkun á mat- vælum og hækkun á opin- berum framkvæmda og þjónustu í Japan og Bret- landi lyftu verðbólgu- tölunni upp í 1,1%. En i Japan (gagnstætt Bret- landi og íslandi) minnkaði verðbólgan næstum því um helming úr 26% í nóvember 1974 í 14% í apríl. Heildsölu- verð á iðnaðarvörum í Japan er aðeins 3,5% hærra en fyrir ári, og síðustu fjóra mánuði hefur enginn hækkun orðið. ísland og Bretland eru svörtu sauðirnir í OECD. í febrúar sl. var verð- bólgan á íslandi 53,8% Eitthvað dró þó úr verð- hækkunum með vorinu því í maí hafði verðaukn- ing ;,aðeins“ orðið 47,7%, miðað við sama tíma í fyrra. Engin sérstök ástæða er þó til bjartsýna, því að litlar líkur eru á því að dragi úr verðbólg- unni í sumar. í maí hækkaði smásöluverð um 4,2% I Bretlandi, sem þýðir meira en 50% á ári. Á tímabil- inu nóvember — maf hefur verðbólga þar í landi meira en tvöfaldazt miðað við sama tima- bil í fyrra. 1 næstum öllum öðr- um meiriháttar iðnríkjum hefur dregið úr verðbólgu. Vestur-Þýzkaland er undan- tekning, og kemur það á óvart, en skiptir þó litlu máli því að verðbólga var þar svo lítil hvort sem er. Verðbólgan í Bretlandi er nú óþægilega miklu meiri en í öðrum iðnríkjum (sjá töflu) og lætur nærri að hún sé 5 sinnum hærri en í Banda- ríkjunum og meira en tvöföld á við Italiu. I Suður-Ameríku, þar sem ríkt hefur mesta óðaverðbólga i heimi, er nú farið að draga heldur úr verðbólgu. Verð- hækkanir eru þar þó enn miklar miðað við flest OECD- ríkin. I febrúar var verðbólga í Suður-Ameríku 38%. Samt sem áður hefur árleg verðbólga í Suður-Ameríku frá því að verð- bólgan i heiminum tók stökk upp á við 1973, aukizt úr 29% i 38% á meðan verðbólgan næst- um tvöfaldaðist i OECD- ríkjunum, úr 8% i 13%. Sumum Suður-Ameríku ríkjum gengur enn ekki sem bezt. Síðustu 4 ár hefur verð- bólgan átjánfaldast í Chile. I fyrra sagði herstjórnin í Chile að markmið hennar væri að ná verðbólgunni niður i 250% á árinu 1975. Því marki verður ekki náð. Nú er verðbólga í Chile 590%. Fram til 1. apríl hafði þó dregið úr verðbólg- unni, en verðhækkanirnar í þeim mánuði samsvöruðu 790% verðbólgu á ári. Chile-menn hafa nýlega fengið (vonandi er kaupið greitt i Bandaríkja- dölum) í sína þjónustu banda- rfska hagfræðinginn Milton Friedman prófessor æðstaprest þeirra, sem á peningapólitík trúa. Og nú hefur stjórnin hafið niðurskurö á opinberum út- gjöldum. Apríl virðist hafa verið slæmur mánuður hjá öllum óða- verðbólguríkjum. I Argentínu varð verðbólgan 10% i þeim mánuði, sem þýðir 80% verð- bólga á tólf mánaða tímabili. Paraguyaar hafa skotið sínum vandamálum á frest með þvi að hemja framfærsluvísitöluna. Verð á öllum vörum, sem falla inn f visitöluútreikninga, hefur verið fryst. Opinberlega er verðbólgan þar því komin niður f 2% á ári. HINIR OHEPPNU Afríka er tvískipt, annars- vegar eru olíulöndin sem fá sífellt meiri ágóða, hinsvegar þau ríki sem búa við lækkandi verð á hráefnum. til út- flutnings. Lönd eins og Líbýa, Nígerfa og Gabon, velta sér upp úr olíuauöi, en önnur, t.d. Tanzania, riða á barmi gjald- þrots. Olíuauðurinn hefur lika í för með sér vandamál. Opinberir starfsmenn í Nígeríu voru snöggir að heimta — og fá — 80% launahækkun. Þetta hefur komið af stað skriðu launa- hækkana og verðbólgan hefur nú, líkt og olíuverdið, fimm- Framhald á bls. 13. 22'æknar:LýSa furðu á greiiiar- gerð um hundahald — frá samstarfsnefnd um heilbrigðiseftirlit VIÐ undirritaðir læknar lýsum yfir furðu okkar á greinargerð um hunda- hald, sem samstarfsnefnd um heil- brigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu hefir nýlega látið birta i fjölmiðlum og tekin var upp f fréttaauka útvarpsins 2. júni s.l. Greinargerð þessi virðist vera samin i þeim tilgangi að útmála heimilishundinn sem óargadýr í aug- um þeirra. sem ekkert til hans þekkja og magna upp ofsóknar og múgsefjunarherferð gegn þeim borgurum, er fundið hafa þörf hjá sér til að halda hunda á heimilum sinum. j sambandi við innihald þessarar greinargerðar viljum við sérstaklega vekja athygli á eftirtöldum atriðum: 1. Eftirlitslaust hundahald hefur viðgengíst I Reykjavík i áratugi án þess að nokkrir alvarlegir sjúkdómar eða óþægindi hafi af þvi hlotist. Þar sem nefndin getur ekki lagt fram neinar gildar ástæður fyrir vand- kvæðum á hundahaldi i Reykjavik, hefir hún i rökþrotum sínum gripið til samlikingar á hundahaldi í Reykjavik og New York, sem á sér enga stoð i veruleikanum vegna stærðarmunar borganna og ólikra lifnaðarhátta. Sem dæmi um fárán- leik þessa samanburðar má t.d. benda á þá staðreynd, að landsvæði á hvern íbúa í Reykjavík er 15 sinnum stærra en i New York. Ef nefndinni hefði verið umhugað um réttmætan samanburð við aðrar borgir, hefði verið raunhæft að taka til viðmiðunar einhverja álíka stóra borg á Norðurlöndum. 2. I greinargerðinni er vitnað i visindaritið Science, 13. sept. 1974, þar sem taldir eru upp yfir 40 sjúk- dómar, er geti borist frá hundi til manns. Upptalning þessara sjúk- dóma hefir einungis fræðilegt gildi og auðvelt væri að telja upp jafn- marga sjúkdóma eða fleiri, sem berast frá öðrum dýrum til manna, t.d. köttum, hestum og fuglum. Algengustu sjúkdóma i hundum, svo sem spóluorma og bandorma, er auðvelt að koma i veg fyrir með viðeigandi lyfjum, eins og tíðkast i þeim löndum, þar sem heilbrigðis- yfirvöld lita á hlutverk sitt sem þjón- ustu við andlega og líkamlega vel- ferð fólksins, en ekki valdboð um lifnaðarhætti þess. Greinargerð nefndarinnar fjallar að mestu leyti um hundahald i Bandarikjunum og er i henni m.a. tekið fram, að þar í landi sé einn hundur á hverja 6 ibúa. Ef hætta af hundahaldi er svo mikil sem nefndarmenn vilja vera láta. ætti meirihluti Bandaríkjamanna að vera löngu orðinn heilsulaus af hundasjúkdómum og sundurtættur af hundskjöftum. 3. j greinargerðinni er vitnað i bréf yfirdýralæknis, þar sem hann segir, að á sfðustu 20 árum hafi fundist igulsullir á 3 sláturstöðum. Þótt sjálfsagt sé að gæta fyllstu varúðar í þessum efnum, er tiðni igulsulla svo sáralítil, að engin ástæða er til að magna upp ótta við þennan gamla vágest. Má i þvi sambandi vitna i ummæli dr. Jóns Sigurðssonar, fyrrv. borgarlæknis, i grein um út- breiðslu og útrýmingu igulsulla á íslandi, er birtist i Nordisk Medicin- historisk Arbok 1970, en þar segir hann orðrétt: „Tiifældene er ikke flere end i lande, hvor man næppe skænker sygdommen en tanke" (tilfellin eru ekki fleiri en i löndum þar sem menn gefa sjúkdómnum varla gaum), og í næstu setningu „der er god grund til at tro at infektionfaren i Island praktisk talt er overstáet". (Gild ástæða er til að ætla, að sýkingarhættan sé í reynd um garð gengin). 4. j lok greinargerðarinnr eggja nefndarmenn lögreglu og dómsvald til „samræmdra aðgerða" til útrým- ingar hundunum. Þetta gerræðis- fulla heróp felur i sér árás á við- kvæmustu tilfinningar þúsunda islenskra borgara og tilræði við heimilislif þeirra. Framkvæmd þessara „samræmdu aðgerða" mundi hafa i för með sér svo alvar- legar andlegar þjáningar hjá fjölda fólks — einkanlega börnum og gamalmennum — að þær taka langt fram þeim óverulegu óþægindum, sem hundar kynnu að valda. Um aldaraðir hafa borgarbúar fundið þörf hjá sér til að halda hunda á heimilum sínum og vinátta manns og hunds hefir aldrei verið þýðingar- meiri en einmitt nú á þessum tækni- væddu timum. Heilbrigðisyfirvöldum væri þvi nær að stuðla að skyn- samlegri reglugerð um hundahald í þéttbýli en hvetja til tilefnislausra hernaðaraðgerða gegn mönnum og dýrum. Reykjavík i júni 1 975. Jón G. Stefánsson, Helga Hannesdóttir, Páll Ásgeirsson, Halla Þorbjörnsdóttir, Jadob Jónasson, Gunnar Guðmundsson, Ólafur Grimsson, John Benedikz, Eggert Ó Jóhannesson, Páll Eiriksson, Brynjar Valdimarsson, Brynjólfur Ingvarsson, Hlédís Guðmundsdóttir, Frosti Sigurjónsson, Guðmundur Oddsson, Birgir Guðjónsson, Þórir Helgason, Ásgeir Karlsson, Sigurður Þ Guðmundsson, Haukur Jónasson, Þorvarður Brynjólfsson, Ingólfur Sveinsson,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.