Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Áðalstræti 6, srmi 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40,00 kr. eintakið Inokkur misseri hafa allar fréttir i efnahags- málum okkar Islendinga verið vondar fréttir. Hvort sem um hefur verið að ræða verólag eða söluhorf- ur á útflutningsmörkuðum okkar eða verðlag á inn- fluttum vörum, hefur hið sama verið uppi á teningnum. Hvarvetna hefur útlitið verið mjög ískyggilegt: Við erum raunar ekki eina þjóðin, sem hefur orðið fyrir barð- inu á þeirri kreppu, sem gengið hefur yfir Vestur- lönd nú um skeið. Segja má, að nær öll ríki í okkar heimshluta og raunar öll iðnaðarríki heims hafi orðið fyrir þungum bú- sifjum af völdum efnáhags- erfiðleikanna. En nú í fyrsta skipti í langan tíma sjást þess merki, að byrjað sé aó rofa til og betri tímar séu í vændum. Og þótt slík bata- merki séu fá í okkar þjóð- arbúskap enn, er ljóst, að svo samtvinnað er efna- hagskerfi okkar efnahags- málum ýmissa helztu við- skiptalanda okkar, að bati þar hlýtur fyrr en síðar að koma fram í batnandi tíð hér hjá okkur. Bandaríkin eru að sjálf- sögðu það riki sem mest áhrif hefur í efnahags- og atvinnumálum. Kreppa í Bandaríkjunum hefur mjög fljótlega áhrif í öðr- um löndum eins og dæmin hafa sannað nú i nokkur misseri. Með sama hætti breióast áhrifin af nýju vaxtarskeiði í Banda- ríkjunum út til annarra landa og þá einni^ hingað til Islands. Nú er því al- mennt slegið föstu fyrir vestan haf, að krepputíma- bili undanfarinna missera sé lokið og nýtt vaxtarskeið í efnahags- og atvinnumál- um sé hafið, og að efnahag- ur Bandaríkjamanna muni blómgast mjög eftir því sem líður á árið. Þetta þykja góð tíðindi í Vestur Evrópu og Japan, en segja má, að Þýzkalandi, Frakk- landi og Japan hafi, ásamt Bandaríkjunum, vegnað bezt í að brjóta á bak aftur það kreppuástand, sem skapazt hefur á undanförn- um árum. Þessum fjórum ríkjum hefur tekizt að draga mjög verulega úr verðbólgunni hjá sér og styrkja þannig efnahag sinn. Nú er að sjálfsögðu of snemmt að spá um það, hvaða áhrif nýtt blóma- skeið í bandarísku efna- hagslífi muni hafa fyrir okkur Islendinga, en þó hljótum við að binda nokkrar vonir við að verð- lag á útflutningsafurðum okkar geti farið hækkandi á ný, eins og oft áöur hefur gerzt. En um leið hlýtur minnkandi verðbólga í ýmsum helztu viðskipta- löndum okkar eins og Bandaríkjunum og Þýzka- landi að hafa þau áhrif, að hækkun innflutningsverð- lags hjá okkur verði minni en áóur og viðskiptakjörin muni því batna hlutfalls- lega. Þá má búast við að staða dollarans muni styrkjast gagnvart ýmsum Evrópu-gjaldmiðlum og mun það einnig hafa já- kvæð áhrif á okkar við- skiptakjör. Allt eru þetta að sjálfsögðu vangaveltur, en þær byggjast þó á til- teknum forsendum og víst er um það, að verulega mun birta til í efnahags- málum iðnaóarríkjanna á næstu mánuðum. Þannig getum við íslend- ingar með nokkrum rökum litið svo á, að hér séu á ferðinni góð tíðindi fyrir okkur. En menn skyldu þó varast aö fagna of snemma. Áhrifin af slíkri framvindu mála úti í heimi eru oft býsna sein að koma fram i okkar efnahagslífi. Sú stað- reynd stendur óhögguð, að okkur hefur gengið illa í baráttunni við verðbólg- una. 1 Morgunblaðinu í dag er birt eins konar verð- bólgukort yfir heims- byggðina, sem hið virta brezka vikurit Economist lét gera og birti fyrir skömmu. Á þessu verð- bólgukorti kemur fram að ísland er nú í hópi 7 mestu verðbólgulanda í heimi. Það eu 4 S-Ameríkuriki Afríkuríkið Tanzanía og hið stríðshrjáða ríki Kambódía, sem eru í flokki með okkur Islendingum. Þessi 7 lönd búa öll við verðbólgu, sem er meira en 50% á ársgrundvelli. Það er að vísu nokkur huggun, að verðbólguaukningin virðist hafa stöðvazt í u.þ.b. 53%, en hins vegar hefur ekki tekizt að draga úr verðbólgunni eins og ýms- um öörum þjóðum hefur tekizt. Þess er að sjálf- sögðu að vænta, aó þær efnahagsráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir muni smátt og smátt hafa áhrif í þá átt, en ekkert viðfangsefni er nú þýðingarmeira í okkar þjóðfélagi en einmitt það að ná verðbólgunni niður. Takizt okkur það ekki mun okkur ganga illa að not- færa okkur það blómaskeið í efnahagsmálum sem nú virðist í uppsiglingu. ER KREPPAN BÚIN? Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Það er sannarlega ánægju- legt að koma í hús Ásgríms Jónssonar, og hver sá, er það gerir, mun fara þaðan stórum fróðari um líf og starf þessa ástsæla íslenzka málara, sem var orðin þjóðsaga þegar í lif- anda lífi. Látleysið í vistarver- um Ásgríms er sláandi og víst er, að ekki gerði þessi maður miklar kröfur til lífsþæginda og hvergi í samræmi við þær kröfur, sem hann gerði til sjálfs sín sem listamanns. Það er rammíslenzkur og hámenn- ingarlegur hugblær yfir öllu i húsi þessa málara, og það er með sérstakri virðingu, sem gestir ganga þar um stofur. Á næsta ári mun þess vafa- lftið minnzt á veglegan hátt, að öld er liðin frá fæðingu Ásgríms, og er nauðsynlegt að hefja undirbúning þeirra athafna í tíma. Væri t.d. ekki rétt og eðlilegt, að póststjórnin heiðraði hann með útgáfu frí- merkjaseríu með myndum eftir hann og héldi áfram þeirri myndarlegu starfsemi í útgáfu lístaverkafrímerkja, sem hófst á Þjóðhátfðarári? Þá mun verða sett upp mikíl sýning á æviverki hans að Kjarvalsstöðum, og væntanlega er undirbúningur hennar löngu hafinn, því að hér er mikilvægt að vel takist til og að hin mörgu tímabil á listferli hans komist vel til skila. Unga kynslóðin þekkir ekki sem skyldi lífsverk þessa málara né mannin þar að baki, né heldur margra annarra ágætra málara, sem voru í bióma lffsins árin milli styrjald- anna. Betur ræktum við ekki okkar garð í þessum málum. Svo viö víkjum aftur að húsi brautryðjandans, þá er spurn- ingin, hvað hægt sé að gera fyrir það til að heiðra minningu Asgríms. Safnið hefur verið rekið af eindæma dugnaði og útsjónarsemi af frænku lista- mannsins, frú Bjarnveigu Bjarnadóttur, og m.a. hefur hún bjargað fjölda listaverka frá eyðileggingu með því að senda þau í viðgerð til Kaup- mannahafnar. Tel ég, að þessi þáttur í starfsemi safnsins þurfi að koma fram á væntan- legri yfirlitssýningu, svo merki- legur sem hann er. Vafalítið mundi margt hafa glatazt eða orðið eyðileggingu að bráð, hefði skilnings frúarinnar ekki notið við, en hún brá skjótt við, er hún fann mikið af illa förn- um verkum í geymslu í kjallara að honum látnum. Bjarnveig hefur verið vakin og sofin yfir velferð safnsins og sett upp fjölda sýninga á ýms- um þáttum i lífi og list frænda síns, margar sýningarnar hafa verið sérstakar kynningarsýn- ingar fyrir skólafóik og svo sumarsýningar, sem settar eru upp með hliðsjón af straumi ferðamanna, innlendra sem út- lendra. Bjarnveig mun hafa mælt með kaupum á hinum helmingi hússins eftir lát Jóns Stefáns- sonar, með stækkun á safninu fyrir augum, en ríkinu mun hafa boðizt forkaupsréttur áður en ekkja Jóns setti það á frjáls- an markað, en því var hafnað, þótt undarlegt megi virðast, því að ætla mætti að ríkinu væri annt um, að húsið nýttist áfram í þágu listarinnar. Sem betur fer fóru mál þannig, að hinn ágæti málari Gunnlaugur Scheving keypti það og bjó þar til dánardægurs. — Gunnlaug- ur arfleiddi svo velunnara sinn um árabil og nafna Þórðarson að húsinu, og rekur hann þar nú málfræsluskrifstofu. En ég tel persónulegt einsýnt, að i framtiðinni verði þar listastarf- semi i einhverju formi og kæmi vel til greina, að þetta yrði úti- bú (annexía) Listasafn Islands, og að þar yrðu jafnan til sýnis verk hinna þriggja, ástsælu islenzku málara og bendi ég á, að ef listasafnið verður til húsa, þar sem Glaumbær var áður, yrði stutt á milli. Opnast þá möguleikar fyrir því, að þeim séu öllum ge'rð sérstök og góð skil, án þess að þeir þurfi að taka of mikið rými frá aðalsafn- inu á kostnað annarra málara, en þar munu þeir að sjálfsögðu skipa ótvíræðan heiðurssess ásamt Kjarval og öðrum braut- ryðjendum. Mig langaði til að vekja athygli á þessum hugmyndum mínum, sem sumar urðu til í sambandi vi’ð heimsókn i Ásgrímssafn fyrir skömmu. Víst er, að þörf er á, að hugað sé að framtíð safnsins og þá um leið alls hússins, og að frá þeim málum sé gengið fyrr en síðar. Og eftir að hafa vakið athygli á þessum málum, vil ég hvetja fólk til að heimsækja og kynna sér starfsemi þessarar merku stofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.