Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1975 fclk í fréttum + Kvenleg fegurð hefur alltaf verið ánægjulegasta viðfangsefni listamannsins. Sá sem gerði þessa styttu hef- ur sfnar eigin skoðanir um kvenlega fegurð, og mönnum lízt svo vel á hana, að ákveðið hefur verið að setja styttuna upp f Holland Park f London. + Sfðan Paul McCartney eign- aðist dæturnar Mary og Stella, hefur hann uppgötvað spenn- andi hluti f heimi barnanna. „Mig dreymir um að búa til nokkurs konar Disney- teiknimynd um „Peter Plys“ f stfl við „Bambi“. Sem barn hafði ég aldrei neinn áhuga á „Peter Plys“, en eftir að hafa lesið sögurnar fyrir börnin mín, hef ég alveg fallið fyrir þessum skemmtilegu ffgúrum. Þetta er mikið verk, og lfklega byrjar það með plötu," segir Páll. Annars eru þau Páll og bandarfska konan hans Linda mjög ánægð með að platan þeirra og hljómsveitarinnar Wing „Wenus And Mars“ er f efstu sætum vinsældarlista um allan heim. „Við viidum taka plötuna upp f Bandaríkjunum f bæ þar sem væri mikið um tón- list, og þess vegna völdum við New Orleans, og þar dvöldum við f fjóra mánuði. Að vísu voru flest lögin samin áður, en vissu- lega hafði umhverfið mikil áhrif á okkur," segir Páll bftill. + Poppsöngvarinn David Cassidy kom nýlega til Lond- on. Hann stóð einmitt á þeim sama stað og stúlkurnar á mynd- inni. Til þess að sanna það, kyssti ein stúlkan úr að- dácndahópi hans hinn heilaga blett. Vinkona hennar var alltof heilluð til þess að geta hreyft sig. Báðar fylgdust þær með þegar Cassidy ók á brott til Wembley leikvallarins til þess að hlýða á hljómleika Elton John’s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.