Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLI 1975 Axel Ó, Ólafsson, innheimtustjóri: Hassýsluvísindi og hundavaðsháttur •/ leggja niöur innheimtudeildina Nokkur orð um tillögur stjórnskipaðrar nefndar til breytinga á starfsháttum Ríkisútvarpsins Á BORÐINU fyrir framan mig liggur virðuiegur doðrant upp á hvorki meira né minna en 220 bls. í mjög stóru broti. Hér er sem sé á ferðinni skýrsla nefndar um skipulag og rekstur Rfkisútvarps- ins. Nefnd þessi hljóp af stokkun- um í aprílmánuði 1973 og voru i hana skipaðir Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, Indriði Þorláksson, deildarstjóri i menntamálaráðu- neytinu og Gísli Blöndal, hagsýslustjóri. Val nefndar- manna orkar tvímælis að mínu mati, þegar þess er gætt að kanna á eina sérstæðustu stofnun innan rikiskerfisins, sem á undanförn- um árum hefir haft við að glíma margslungin og flókin vandamál á mörgum sviðum, og þá ekki hvað síst tæknileg vandamál. I nefndina var engin tækni- menntaður maður skipaður. Nefndinni eru strax í upphafi ljósir þeir annmarkar og van- hæfni sem af nefndarskipuninni leiðir og afskrifar því mcð öllu að fjalla um uppbyggingu dreifi- kerfisins og einhverja aðra þætti, sem nefndin kallar, en skil- greinir ekki nánar. Hvers konar vinnubrögð eru hér á ferðinni hjá nefnd sem kostar nokkuð á fjórðu milljón króna? Þegar menntamála- ráðherra skipar nefndina hlýtur hann að hafa ætlasl til þess að nefndin athugaði undan- bragðalaust alla starfsþætti Ríkis- útvarpsins og legði fram skeleggar tillögur til úrbóta. Ótrúlegt þykir mér að núverandi menntamálaráðherra sætti sig við að nefndin hlaupi frá eða smeygi sér undan þessu mikla vandamáli. Hér er ekki aðeins við tæknileg vandamál að glíma heldur og fjár- hagsleg. Ríkisútvarpið hefir falið Landssíma Islands að sjá um dreifikerfi útvarps og sjónvarps og er hér um að ræða tugmilljón króna verksamninga sum árin. Þeir augljósu annmarkar eru þó á þessum starfsþætti, að ekkert eftirlit eða mat er lagt á þessa vinnu af hálfu Ríkisútvarpsins og verkin ekki tekin út af tækni- menntuðum og sérfróðum manni af þess hálfu. I framkvæmd hafa stofnast mörg vandamál og ágreiningsefni. Landssíminn leggur auðvitað blessun yfir sín störf, en fólkið út í landsbyggð- inni sem ýmist rýnir á þoku- kennda mynd á sjónvarpsskerm- um eða hlustar á ískur og skruðn- inga í hljóðútsendingum hefir aðra sögu að segja. Á deild minni liggja fjölmargir óafgreiddir kvörtunarlistar frá fólki úti á landi, meira að segja einn héðan úr Mosfellssveit og alltaf einhver aðkallandi verk- efni, sem ómögulegt er að leysa á viðunandi hátt vegna fjárskorts. Ég hefi verið nokkuð langorður um þennan starfsþátt Ríkis- útvarpsins, en það kemur til af þvf að bæði ég og starfsfólk mitt hafa orðið að glíma vió mýmörg vandamál vegna óöruggs og oft á tíðum úr sér gengins dreifikerfis. Þá leyfi ég mér að fara nokkrum orðum um hina hagsýslulegu starfsemi nefndar- innar. Könnun nefndarinnar og viðmiðun hvað rekstur inn- heimtudeildarinnar snertir er byggð á rannsókn deildarinnar og starfsemi á árinu 1972. Síðan er uppdiktaður 40 milljón króna reksturskostnaður á deildina sennilega með hliðsjón af verð- bólgunni. Þessi furðulega tala var komin á kreik snemma í vetur, og heyrði ég hana fyrst hafða eftir virðulegum þingmanni í stjórnar- andstöðunni og virðist þessi töfra- tala kitla eyru hans. A blaða- mannafundi sem nefndin stofnaði til og núverandi menntamálaráð- herra sat ásamt ráðuneytisstjóra sínum, tók meira að segja hag- sýslustjórinn sig til og bætti við þennan geigvænlega kostnað einum skitnum 10 milljón krón- um, enda eru þessháttar tölur tæplega umtalsverðar, þegar þær eru settar fram af hagsýslulegri kunnáttu til þess að varpa enn sterkari ljóma á ágæti nefndar- innar. Hverskonar útfærsla á töl- um er hér á ferðinni? Kynnti nefndin sér ekki reikninga Ríkis- útvarpsins frá árunum 1973, 1974 og fyrrihluta ársins 1975? Hvernig I ósköpunum er þessi tala fundin út? Innheimtudeild Ríkisútvarps- ins var endurskipulögð á árinu 1972 í samráði við ágætan kunnáttumann. Einnig var breytt um alla skýrsluvélavinnslu, sem hafði í för með sér mikinn sparnað fyrir innheimtudeildina, bæði miklu ódýrari aðkeypta skýrsluvinnu og einnig hefir leggja Innheimtuprósentan er ekki 12.1% eins og nefndin telur held- ur 3.5% og ber þá að hafa í huga að gjaldaálagning er innifalin, ætti t.d. að gjöra hliðstæðan samanburð við Gjaldheimtuna, yrði að bæta við innheimtu- prósentu hennar skattstofu- kostnaði. Er menntamálaráð- herra, þingmönnum og blaða- mönnum virkilega ætlað að gleypa þessar tölur hráar? Ég vek athygli á þessari málsmeðferð hér, svo betri aðgát verði á höfð, þegar dýrar stjórnskipaðar nefnd- ir kanna aðrar ríkisstofnanir. verið um að ræða umtalsverða fækkun starfsfólks. Samkvæmt upplýsingum sem ég hefi úr bókhaldi Ríkisútvarps- ins var reksturskostnaður á árinu 1974 rúmar 29 milljón krónur brúttó. Til frádráttar koma tekjur deildarinnar af vanskilakostnaði, lögveðskostnaði o.fl. Samkvæmt nýlegri könnun námu tilfallnar tekjur 6 mán. 1975 um 7 milljón krónum og er alltaf talsvert hærri seinni hluta ársins, árstekjur deildarinnar af þessum tekju- liðum eru því 15—16 milljón klónur. Innheimtudeildin kostar því Ríkisútvarpið ekki nema 15—18 milljónir sé fólksfækkun tekin inn í dæmið. Hvernig ætlar svo nefndin að spara stofnuninni 40 milljón krónur með þvi að Hvaða andi hljóp í blessaða prestana? Til eru þeir staðir að þeir vekja mönnum lotningu í brjósti, fylla þá gleði og velliðan, svo eru aðrir sem kalla yfir menn ógn og skelf- ingu, — jafnvel æra. Þetta hefir lengi verið vitað, og íslenzk þjóð trúði, er hún hjálpaði áhuga- mönnum við endurreisn Skál- holts, að hún væri að hlaða vé á helgum stað. Það eru því mikil vonbrigði að heyra hvernig fór fyrir blessuðum prestunum á hinni fyrstu prestastefnu þar, eftir endurreisn. Engu er líkar en kynngikraftur hafi seitt þá langt aftur í aldir og þeir gleymt, á þeirri göngu, að þeir eru þjónar kirkju á tuttugustu öld. Einum datt það meira að segja í hug að meirihluti þjóðarinnar væri and- snúnir djöflar sém gerðu hríð að hinum hólpna í söfnuði hans. Annar fann það ráð, að presta- stefna þyrfti snarlega að ákveða, hvað væri rétt trú og hvað röng, svo að blessaður lýðurinn gæti þekkt hina sönnu hirða, hvatti meira að segja til að slík stefna yrði haldin. Ekkert er dularfullt við það, þó að illa sofnir menn taki í svefn- rofunum að segja kynleg orð, gæti meira að segja verið að breytt mataræði hafi farið I magann og gert þá önuga, hitt var öllu verra að 53 prestar skyldu finna til sömu kenndar og hrópa: „Þetta vil ég að séu min orð“, og síðan aðrir 10 sem urðu svo lamaðir, að þeir máttu sig ekki hræra fyrr en atkvæðagreiðslu var lokið. Ein- hver hélt því fram, að presta- stefnuhald í Skálholti væri sögu- legur atburður. Vissulega sannað- ist það. Hún er minnug á endemin sagan. Þar sém ég get ekki trúað því enn, að félagar minir innan Prestafélags Islands hafi í raun meint það sem þeir voru ginntir til að samþykkja, þá vil ég ekki gera þeim þá skömm að ræða til- löguna við þá, fyrr en ég hefi fengið staðfest, hvað það var í raun og veru sem þeir áttu við, hvað það er sem þeir vilja að eftir standi þegar þeir eru komnir til sjálfs sín á ný. Ég hefi hvorki tíma né nennu til að taka þátt í urri og meinlausu gjammi í þrep- um metorðastiga kirkjunnar. Því spyr ég: 1. Hvaða prakkari laug því að tillögumönnum að sálarrann- sóknir væru ókristilegar? Hvernig e'r slík skoðun studd af kenningu Krists? Athugið vel, ég tek ekki gilda túlkun manna á kristnum dómi, aðeins orð Krists sjálfs. 2. Þegar þið ræðið um hreina trú, minnist þið þá aldrei, að Kristur sjálfur var deyddur, af því að umboðsmenn Guðs á jörðu töldu hann hættulegan hinni hreinu trú og fengu hann því krossfestan? 3. Var það hugmynd tillögu- manna að biðja meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar að stofna sérsöfnuð, og hætta að styðja við bakið á kirkjunni við boð- un sína? Eruð þið virkilega svo staur- blindir að sjá ekki í hvern þið eruð að leggja spjót? Sjaldan lofar kálfur ofeldi, segir gamall málsháttur, en að kálfur hafi baulað: „Hættið að ala mig — ég vil berja gadd- inn“, það hefi ég aldrei heyrt. 4. Við erum líklega 4, þjónandi prestar, félagar innan deilda Sálarrannsóknarfélags Is- lands. Mörg ónefnin hafa verið reynd á okkur af „frelsuðum sálum“, en að við höfum svikið vígsluheit okkar, slika aðdrótt- un hefi ég ekki heyrt fyrr af mönnum sem ég verð enn að telja ábyrga orða sinna. Þvi spyr ég: Hvernig getið þið varið fyrir samvizku ykk- ar að gera ekki um það samþykkt, að okkur, — hinum óhreinu —, verði vikið úr kirkjunni? Reynið nú að svara með orðum sem venjulegt fólk skilur. Sig. Ilaukur Guðjónsson Þegar leggja á niður umsvifa- mikla innhéimtudeild og það álagningakerfi sem ávallt hefir verið unnið eftir, var sjálfsagt að nefndin benti á og sýndi fram á hvernig innheimta á hið nýja þjónustugjald og hverjir ættu að greiða gjaldið. Þá fatast nú nefnd- inni nokkuð á fluginu. Eina rétta lausnin er að ríkissjóður taki allan reksturinn á sínar hendur á sama hátt og gert var með Tryggingastofnun ríkisins. Ekki leysir nefndin málið þannig, hag- sýslustjóri veit fjarska vel að eng- inn fjármálaráðherra og heldur ekki þingmenn eru til viðtals um þá lausn, sem er þó hin eina rétta, eins og fyrr segir. Þess vegna lá engin lausn fyrir nefndinni önn- ur en sú, að vaða út 1 fenið enn á ný og nota svokallað þjónustu- gjald sem flotholt. Nefndin er þó nokkuð hugkvæm, fyrst dettur henni í hug að leggja gjaldið á alla útvarpsgreiðendur, i öðru lagi komu til greina símnotendur og að lokum negldi svo nefndin gjaldið á alla tekju- og eigna- skattsgreiðendur. Allir lands- njenn vita að í íslensku verð- bólguþjóðfélagi fara opinber gjöld síhækkandi, en gjaldið er nú 12.200 kr. á ári. Hvernig bregð- ast landsmenn við þessari skatt- heimtu? Ég Ieyfi mér að nefna hér nokkur nærtæk dæmi enda af mörgu að taka. Samkvæmt nýju reglunni greiðir fólk sem býr í óvígðri sambúð og hvortveggja vinnur úti kr. 24.400.— Heimili þar sem eitt eða tvö vinnandi börn eru gæti t.d. þurft að greiða 36.600.—, reki þessi fjölskylda skattskylt fyrirtæki borgar hún ef til vill 48.800.—. Hvað segja t.d. bændur að undanskildum ein- yrkjum, þegar þeir eiga að greiða kr. 24.400.— eða þaðan af meira 1 þjónustugjald? Hvað segja eigendur smá þjónustufyrir- tækja, þar sem engin skilyrði eru til þess að hagnýta sjónvarp eða útvarp, þegar þeir eiga að fara að greiða þjónustugjald nefndarinn- ar. Ennfremur mætti benda á að ýmis stórfyrirtæki, svo sem togarafélög, skipafélög, hótel o.fl. aðilar sem nú greiða 15—20 sjón- varpsgjöld myndu aðeins greiða eitt gjald. Af langri reynslu fæ ég ekki séð að tillögur nefndarinnar séu eins einfaldar og hún vill vera láta. Stórkostlegir annmarkar eru í framkvæmd á tillögum hennar. Ég hefi oft hugleitt þetta mikla vandamál en ekki komið auga á neina raunhæfa lausn aðra en ég hefi þegar drepið á. Sennilega væri réttlátast að leggja þessi gjöld á öll heimili í landinu og er þá höfð hliðsjón af því hve al- menn sjónvarps- og útvarpsút- breiðsla er nú þegar. Langt er þó frá því að slik álagning sé í öllum tilfellum réttlætanleg. Hinsvegar yrði hún miklu ódýrari i fram- kvæmd, og ekki yrði um tví- eða þrísköttun að ræða á einu og sama heimilinu. Ég er heldur ófróður í hag- vísindum, þó finnst mér fyrst kasta tólfunum, þegar þessi hag- visa nefnd fræðir núverandi menntamálaráðherra og blaða- menn á því að hin nýja inn- heimtuaðferð kosti sama og ekki neitt. Eg hefi nú unnið í tveimur stærstu innheimtustofnunum borgarinnar, áður en ég varð inn- heimtustjóri og harma það hús- bænda minna vegna, að ég skuli ekki hafa komið auga á þessa ódýru hagsýslulegu lausn. Þegar rætt er um úrbætur á rekstri Ríkisútvarpsins, skyldi maður ætla að nefndin ræddi ein- hverja hugsanlega tekjustofna fyrir stofnunina og reyndi jafn- framt að draga úr óréttlátum kostnaðarliðum. Ýmsar kostnaðarsamar fjárkvaðir hafa verið lagðar á Ríkisútvarpið, t.d. borgar nú stofnunin uppbætur á elli- og örorkulífeyri fyrir Tryggingastofnun ríkisins, þó tryggingamál séu með öllu óskyld útvarpsrekstri. Er hér um tug- milljóna gjöld að ræða sem Tryggingastofnunin á sjálf að borga eða ríkissjóður fyrir henn- ar hönd. Sama er að segja um kostnað af Sinfóníuhljómsveit- inni, sem ríkissjóður á undanbragðalaust að borga til eflingar menningarlífi 1 landinu. Ríkisútvarpinu er einnig gjört að halda uppi fræðsluþáttum fyrir landbúnað, sjávarútveg og um- ferð og borgar jafnvel fyrir flutning þeirra á stundum. Er ekki kominn tími til að snúa dæm- inu við og Iáta þá aðila, sem fyrir þessum þáttum standa, greiða Ríkisútvarpinu þann kostnað, sem af þeim leiðir? Eg vek athggli háttvirtra nefndarmanna á þvi, að margt smátt getur gert eitt stórt, sé öllum hagvísindum varpað fyrir borð, og tekið upp í staðinn eðlilegt íslenskt búvit. Hugsan- Ifegt væri einnig að afla tekna af góðum landkynningarþáttum sem sjónvarpsstarfsmenn ynnu. I röð- um sjónvarpsmanna er nóg af ágætum kunnáttumönnum, sem gætu leyst slik verkefni. Auk þess er í landinu hópur ungra manna sem gætu leyst þessi sömu verk- efni. Ég held að sjónvarpsaug- lýsingar mætti gjöra miklu arð- bærari en nú er. Starfsemina mætti auka með því að starfs- menn sjónvarpsins fullynnu aug- lýsingar fyrir viðskiptamenn sína. Nefndin hefir engin önnur úr- ræði en þau að afnema 10% af- slátt sem stórir viðskiptamenn hafa fengið. Ekkert er óeðlilegt við það þó ríkisstofnun veiti skil- vísum og góðum viðskiptavinum einhvern afslátt enda almenn og gildandi regla í viðskiptalifinu. Að lokum fæ ég ekki betur séð en að sjálfstæði Rikisútvarpsins verði framvegis aðeins í orði en ekki á borði. Fjárráðstafanir Ríkisútvarpsins hafa jafnan verið heillavænlegastar og viturlegast- ar, þegar starfsmenn þess hafa sjálfir ráðist i framkvæmdir og fengið svo einhver málamynda- leyfi hjá skilningsríkum mennta- málaráðherrum eftir á. Ósköp finnst mér að búskapur- inn í Rikisútvarpinu hljóti að verða lágkúrulegur, þegar fjár- málaráðherra fer að henda i fjár- málastjórann okkar tíu peninga- lúkum á ári, misjafnlega rausnar- legum eftir árferði. Að lokum vil ég þakka nefnd- inni fyrir þá einstöku hugulsemi að hafa ekki boðið mér á neinn af þeim 60 bókuðu fundum sem nefndin hélt með staffsmönnum Ríkisútvarpsins, enda er enginn kenndur þar sem hann kemur ekki, þá hefði líka 40—50 milljón króna sparnaðarrósin ekki skinið jafn skært á brjóstum nefndar- manna á blaðamannafundinum góða á dögunum, og úrræðaleysi og fálmkennd vinnubrögð komið betur fram i dagsljósið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.