Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULl 1975
35
BERGSTAÐASTRÆTI, SÍMI 14350
BANKASTRÆTI, SÍMI 28350
Götuskórnir
J komnir aftur. {
Stórkostlegt
úrval af mussum.
Gallabuxum úr
þvegnu denim, 3 snið
Opið til 10 í kvöld
og til hádegis morgun
* 'Y
ot: T' <
Oskar vann beztu afrekin
Fyrrí
dag
Reykja-
víkur-
leikanna
ÖSKAR Jakobsson var maður
mótsins á fyrri degi Reykjavfkur-
leikanna f frjálsum íþróttum sem
fram fóru á Laugardalsvellinum f
fyrrakvöld. Setti Öskar nýtt ungl-
ingamet f kúluvarpi með þvf að
varpa 16,85 metra, og er það jafn-
framt þriðja bezta afrekið sem
Islendingur hefur unnið f þeirri
grein frá upphafi. Aðeins Iireinn
Halldórsson og Guðmundur Her-
mannsson hafa gert betur. Þetta
afrek Öskars er t.d. 11 sentimetr-
um betra en hið fræga Islandsmet
Gunnars Huseby var f þessari
grein. i spjótkastinu náði Öskar
einnig mjög góðum árangri, kast-
aði 73,16 metra og má Ijóst vera
að Öskar bætir met sitt sennilega
innan tfðar, og 80 metrar —
Olympfulágmarkið — ætti ekki
að vera langt undan hjá honum.
Skilyrði voru óvenjulega hag-
stæð f fyrrakvöld til frjálsíþrótta-
keppni, næstum logn og ekki svo
ýkja kalt á Laugardalsvellinum,
en það er nýtt sem sjaldan er á
frjálsíþróttamótum. Sögðu menn í
gamni, að veðurguðirnir hefðu
ekki áttað sig á þvf að halda ætti
frjálsíþróttamót, þar sem fyrir-
hugað hafði verið að knattspyrnu-
leikur færi fram á Laugardals-
vellinum f fyrrakvöld.
Fjarvera nokkurra beztu frjáls-
fþróttamannanna setti svip á
þetta mót, sem var samt sem áður
hið skemmtilegasta. Þannig gat
Hreinn Halldórsson ekki keppt f
kúluvarpinu vegna meiðsla, og
þeir Agúst Asgeirsson, Sigfús
Jónsson, Júlíus Hjörleifsson og
Jón Diðriksson allir erlendis enn-
þá, auk þeirra Ragnhildar Páls-
dóttur og Lilju Guðmundsdóttur.
Keppni var hin harðasta í
nokkrum greinum f fyrrakvöld,
og unga fólkið sem þar barðist
lofar flest mjög góðu. Ein mesta
baráttugrein kvöldsins var 200
metra hlaup karla, en þar veitti
hinn ungi Sigurður Sigurðsson,
Ármenningur, Bjarna Stefáns-
syni harða keppni og varð ekki
séð fyrr en á síðustu metrunum
hvor færi með sigur af hólmi. Og
aðeins sekúndubrot skildi þá að,
Bjarni hljóp á 22,0 sek., en Sig-
urður setti nýtt drengjamet með
því að hlaupa á 22,1 sek.
Hörð barátta var einnig í 800
metra hlaupi milli ungu mann-
anna. Gunnar Páll tók snemma
forystu í hlaupinu, en þegar það
var rúmlega hálfnað tók Einar
Guðmundsson, FH-ingur, við
henni, og stóð þannig unz enda-
spretturinn hófst, en á honum var
Gunnar greinilega sterkari og
sigraði á 1:58,6 min. Einar náði
hins vegar sínum bezta tima,
1:59,7 mín., og setti Hafnarfjarð-
armet, og þeir Sigurður P. Sig-
mundsson og Gunnar Sigurðsson
náðu einnig sínum bezta árangri.
Allir eiga þessir piltar það sam-
eiginlegt að vera stórefnilegir
hlauparar, sem vafalítið á eftir að
heyrast mikið frá í framtíðinni.
Hörð barátta var einnig í 3000
metra hlaupinu, en lítill byrjun-
arhraði kom i veg fyrir að betri
tími næðist. 1 þessu hlaupi mun-
aði ekki miklu að Magnúsi Har-
aldssyni, FH-ing tækist að bæta
piltametið, og á hann vafalaust
eftir að slá eign sinni á það þótt
síðar verði.
Spjótkastið, sem lengi vel var
hálfgerð öskubuska íslenzkra
frjálsfþrótta, virðist nú eiga mikl-
um vinsældum að fagna, og árang-
ur í þessari grein á Reykjavíkur-
leikunum var lfka jafn og góður.
Fimm menn yfir 56 metra hefði
einhverntímann þótt frásagnar-
vert, og þar að auki tveir yfir 60
metra. I þessari grein var sett
piltamet. Þorsteinn G. Aðalsteins-
son, 14 ára Hafnfirðingur, kastaði
38, 46 metra og bætti eldra pilta-
metið um 8 sentimetra, en það
var í eigu íslandsmethafans,
Öskars Jakobssonar.
Keppni í kvennagreinum var
heldur sviplítil í fyrrakvöld. Helzt
var það hástökkskeppnin sem at-
hyglin beindist að, en þar voru
bæði Lára og Þórdís langt frá sfnu
bezta og urðu að láta sér nægja
1,55 metra að þessu sinni.
Helztu úrslit í Reykjavíkurleik-
unum urðu sem hér segir:
Olja bætti metifl
íl500mum 8 sek
400 METRA GRINDAHLAUP:
Jón S. Þórðarson, IR 57,2
KÚLUVARP:
óskar Jakobsson. IR 16.85
Guðni Halldórsson, HSÞ 16.08
Stefán Hallgrfmsson, KR 14,46
HASTÖKK:
Elías Sveinsson, IR 1,90
Hafsteinn Jóhannesson. UBK 1,85
Jón S. Þórðarson, IR 1,85
Guðmundur R. Guðmundsson, FH 1,75
200 METRA HLAUP KVENNA:
Erna Guðmundsdóttir. KR 26.4
Asa Halldórsdóttir, A 27.1
Margrét Grétarsdóttir, A 27,7
LANGSTÖKK:
Friðrik Þ. öskarsson, tR 6,87
Karl West, UBK 6,69
Sigurður Sigurðsson, A 6,65
Hreinn Jónasson, UBK 6,33
200 METRA HLAUP:
Bjarni Stefánsson, KR 22,0
Sigurður Sigurðsson, A 22,1
Stefán Hallgrfmsson, KR 22,8
Einar óskarsson, UBK 24,4
800 METRA HLAUP KVENNA:
Svandfs Sigurðardóttir, KR 2:30,9
Ingunn L. Bjarnadóttir, FH 2:31,4
Sólveig Pálsdóttir, Stjörn. 2:43,6
SPJÓTKAST:
óskar Jakobsson, IR 73,16
Snorri Jóelsson, tR 60,40
Elías Sveinsson, IR 59,68
Asbjörn Sveinsson, UBK 58,92
Stefán Hallgrfmsson, KR 56,62
800 METRA HLAUP:
Gunnar Páll Jóakimsson, IR 1:58,6
Einar P. Guðmundsson, FH 1:59,7
Markúr Einarsson, UBK 1:59.9
Sigurður P. Sigmundsson, FH 2:00,4
Gunnar Þ. Sigurðsson, FH 2:01,0
Gunnar Snorrason, UBK 2:05,4
Ingvi ó. Guðmundsson, FH 2:23,5
3000 METRA HLAUP:
Gunnar Snorrason, UBK 9:43,5
Hafsteinn óskarsson, iR 9:44,5
Magnús Haraldsson, FH 10:27,1
Sigurður Haraldsson, FH 11:27,3
KULUVARP kvenna
Guðrún Ingólfsdóttir, USU 10,95
Katrfn Atladóttir. KR 7,99
100 METRA GRINDAHLAUP KVENNA:
Erna Guðmundsdóttir, KR 15,4
Sigrún Sveinsdóttir, A 16,0
4x100 METRA BOÐHLAUP KARLA:
Sveit KR 44,5
SveitUBK 46,1
Sveit IR 46,5
Lilja Guðmundsdóttir bætti ts-
landsmet sitt f 1500 metra hlaupi
um hvorki meira né minna en
næstum átta sekúndur á miklu
frjálsfþróttamóti í Stokkhólmi á
mánudaginn. Hljóp hún á 4:34.0
en eldra metið var 4:41.8 og var
það ekki nema þriggja vikna gam-
alt. Lilja hefur vakið mikla at-
hygli í Svfþjóð meú góðum ár-
angri sfnum upp á sfðkastið og
hefur henni nú verið boðið að
fara í æfingabúðir ásamt fremstu
hlaupakonu Svía í 800 og 1500
metra hlaupí og fleira snjöllu
frjálsfþróttafólki sænsku.
A mótinu sem Lilja setti hið
nýja met sitt var margt af bezta
frjálsiþróttafólki heimsins meðal
þátttakenda og þar var m.a. eitt
heimsmet sett. Það var Svíinn
Fiorentina
bikarmeistari
FIORENTINA varð ítalskur
bikarmeistari á laugardaginn er
liðið vann AC Milan I úrslitaleik
á laugardaginn. (Jrslitin urðu 3:2
og skoruðu Casarsa, Guerini og
Rosi mörk sigurliðsins, en Bigon
og Chiarugi mörk Milan-liðsins.
Lilja Guðmundsdóttir.
Anders Garderud sem setti met í
3000 metra hindrunarhlaupi.
I methlaupi sínu varð Lilja í
10. sæti af 14 þátttakendum, en
þeir fremstu náðu árangri sem er
frábærlega góður á heimsmæli
kvarða. Er Lilja sennilega í fjórða
sæti af sænsku frjálsiþróttakon-
unum i 800 metra hlaupi og 5. —
6. sæti i 1500 metrunum. Lilja
keppir næst í 800 metra hlaupi 13.
júií og er Morgunblaðið ræddi við
hana í gær, sagðist hún lofa meti,
svo framarlega sem hún fengi
gott veður.
Af Júlíusi Hjörleifssyni, sem
einnig dvelur í Svíþjóð, er það að
frétta að hann tók þátt i mótinu i
Stokkhólmi á mánudaginn og
hljóp þá 1500 metrana á 3:56.4.
Engar óvæntar breytingar á landsliðshópnnm:
Matthías jafnar met
Ríkharðs á mánudaginn
LANDSLIÐSNEFND KSl til-
kynnti í gær hóp 18 leikmanna,
sem til greina koma í landsleik
Islands og Noregs á Laugar-
dalsvellinum á máudaginn.
Annað kvöld verður fækkað I
hónum niður f 16 og aðeins
tveimur tímum .fyrir leikinn á
mánudaginn verður endanlegt
11 manna Iið opinberað. Engar
breytingar sem á óvart koma
hafa enn verið gerðar á lands-
liðshópnum, nema hvað Örn
Öskarsson kemur ekki lengur
til greina.
Auk Arnar eru Þorsteinn
Ólafsson, IBK, Ottó Guðmunds-
son, KR, Grétar Magnússon,
IBK, og Hermann Gunnarsson
settir út i kuldann en þeir voru
allir i upphaflegum 22 manna
hóp. Þar sem Hermann lék árið
1969 með austurríska atvinnu-
mannaliðinu Eisenstadt hefur
hann ekki samkvæmt reglum
Alþjóða Knattspyrnusambands-
ins rétt til að leika i Ólympíu-
keppni. Munu reglur FIFA
stangast á við reglur Alþjóða
Ólympíunefndarinnar í þessu
sambandi.
Eftirtaldir 18 leikmenn eru i
landsliðshópnum, leikjafjöldi
og aldur i svigum:
Sigurður Dagsson Val (11 — 30)
Árni Stefánsson Fram (1 — 21)
Gisli Torfason IBK (14 — 19)
Jóhannes Eðvaldsson Holbæk
(12—24)
Marteinn Geirsson Fram
(22 —24)
Jón Pétursson Fram (7 — 24)
Jón Gunnlaugsson IA (2 — 25)
Janus Guðlaugsson FH(0 — 19)
Björn Lárusson IA (6 — 30)
Hörður Hilmarsson Val(3 — 22)
Árni Sveinsson ÍA (1— 19)
Ólafur Júliusson IBK (12 — 23)
Guðgeir Leifsson Víkingi
(24 — 23)
Jón Alfreðsson ÍA (1 — 25)
Teitur Þórðarson IA (13 —23)
Matthías Hallgrímsson IA
(32 —28)
Elmar Geirsson Fram
(16 — 26)
Karl Hermannsson IBK
(8 — 30)
Eins og sést á þessari upp-
talningu er Matthías Hallgrims-
son leikjahæstur íslenzku leik-
mannanna og verði hann valinn
til að leika landsleikinn á
mánudaginn þá jafnar hann
landsleikjamet Ríkharðs Jóns-
sonar, en Ríkharður lék á
sínum tima 33 landsleiki.
Guðgeir Leifsson nær þeim
áfanga í leiknum á mánudaginn
að leika sinn 25. landsleik og
fyrir það afrek fær hann gull-
úr.
Lokaundirbúningur lands-
liðsins fyrir leikinn við Norð-
menn fer þannig fram að á
morgun tekur liðið æfingu í
Laugardalnum seinni hluta
dagsins, en siðan verður haldið
til Þingvalla. Á sunnudag
verður æft á Laugarvatni
tvisvar sinnum, síðan haldið
aftur til Þingvalla og gist þar.
Æfing verður á Laugarvatni á
mánudagsmorgun, en frá Þing-
völlum verður haldið klukkan
18.00 til Reykjavikur og leikur-
inn við Norðmenn hefst síðan
klukkan 20.00.