Morgunblaðið - 27.07.1975, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975
Humarvertíðinni að ljúka:
Aflinn um 401
minni en í fyrra
Virkjunarmöguleikar kann-
aðir í Hvalá á Ströndum
HUMARVEIÐUM lýkur nú f
kringum helgina. Samkvæmt
upplýsingum Egils Jónassonar,
Annar Grænlend-
ingurinn látinn
ANNAR Grænlendinganna, sem
flugvél frá Flugstöðinni flutti
sjúka til íslands frá Grænlandi
fyrir tveimur vikum, er látinn á
Borgarspítalanum, en hann var
skorinn þar upp við garnaflækju.
Hinn Grænlendingurinn sem var
helsærður af skotsári liggur enn
þungt haldinn á gjörgæzludeild
Borgarspítalans, en gerðar hafa
verið á honum margar aðgérðir til
þess að reyna að bjarga Iífi hans.
Kista hins látna verður flutt til
Angmaksalik.
Sprengisandsleið
orðin slarkfær
FLESTIR fjallvegir landsins eru
nú að verða sæmilegir yfirferðar.
Helzt er það Sprengisandsleið,
sem enn er varhugaverð, en er þó
orðin fær háum eindrifsbflum.
Nokkur aurbleyta er enn á þeirri
leíð, og er mönnum ráðlagt að
fara sem næst fönnunum, sem
þarf að sneiða hjá, og vera í sam-
floti. Þá eru árkvíslarnar í
kringum Nýjadal slæmar í botn-
inn.
LAXDÆLINGAR tóku á fimmtu-
dagskvöid 23 stórlaxa f Laxár-
gljúfrum,fluttu upp f Laxárdal og
slepptu þar f ána. Voru fiskarnir
frá 12 og upp í 20 pund á þyngd,
en þeir höfóu króast inni f litlum
polli undir Brúarfossum. Að því
er Hermóður Guðmundsson f Ár-
nesi tjáði Morgunblaðinu hafði
þessi laxagildra orðið til vegna
breytinga á rennsli Laxár á sfn-
um tíma af völdum Laxárvirkjun-
ar.
Að sögn Hermóðs sást á þessum
sama stáð í fyrrasumar, töluvert
af laxi, þó að ekki tækist að flytja
hann þá upp fyrir virkjun. Með
þessum laxaflutningum sagði
Hermóður að í fyrsta skipti væri
frystihússtjóra á Höfn í Horna-
firði, eru horfur á að humarafl-
inn sem lagður hefur verið þar
upp f sumar, verði um 40 tonnum
minni en í fyrra eða f kringum
120 tonn á móti 160 tonnum f
fyrra.
Meginástæðan fyrir þessari
aflaminnkun f sumar er að sögn
Egils ákaflega stirðar gæftir á hin
um hefðbundnu humarmiðum —
í Hornafjarðar-, Breiðamerkur-,
Skaftár- og Skeiðarárdjúpi. Hins
vegar virðist ekkert vera minna
um humar nú en endranær á þess-
um miðum en fiskurinn hefur
verið ákaflega misjafn að stærð.
Hingað til hafa 12 bátar stund-
að humarveiðina frá Hornafirði
og lagt að staðaldri upp hjá frysti-
húsinu þar, en auk þess hafa um
4—5 aðkomubátar landað þar
einu sinni. Einn bátur, Ólafur
Tryggvason, sker sig algjörlega úr
hvað aflamagn snertir. Er hann
kominn með um 13—14 tonn af
humri, og um 3 tonnum meira en
næsti bátur.
Að þvi er Egill sagði hefur
humarveiðin stuðlað að góðri at-
vinnu í frystihúsinu, auk þess
sem þar hefur verið töluverð al-
menn fiskvinna eftir að nýi skut-
togarinn kom til sögunnar. Var
togarinn sl. fimmtudag búinn að
fara þrjár ferðir og kominn með
270 tonn af ágætum fiski.
nú lagður grundvöllur að náttúru-
klaki í hinu víðlenda vatnasvæði
Laxár og Krákár, ofar virkjun
sem er um 70 kflómetrar að lengd
og býður upp á hin ákjósanleg-
ustu skilyrði fyrir laxauppeldi að
dómi sérfróðra manna.
Hermóður sagði ennfremur að
bændur þar um sióðir hefðu
sleppt á þessu svæði miklum
fjölda laxaseiða á úndanförnum
árum og hefur það verið gert í
samræmi við sáttasamning þann,
er gerður var 1973 til lausnar
Laxárdeilunni. Samkvæmt þeim
samningi tók íslenzka ríkið að sér
að gera fullkominn fiskveg fram-
hjá virkjunarsvæðinu við Brúar.
Arangur þessa klakstarfs er nú
að byrja að koma í ljós, að sögn
Hermóðs, sem kvað engu likar en
laxinn vildi minna ríkisvaldið á
Framhald á bls. 47.
RANNSÓKNIR eru nú hafnar
vegna hugsanlegrar virkjunar f
Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum.
Hingað til hafa aðallega verið
athugaðir á Vestfjörðum virkj-
unarmöguleikar við Dynjanda og
á Mjólkársvæðinu, en nú hafa
menn hug á að fá úr því skorið
hvert farið yrði, ef ekki yrði af
meiri virkjunum þar. Þá eru aðal-
lega kannaðar árnar f Skötufirði,
sem eru Rjúkandi, ögurbúðará
Flugstöðin fær
skíðaflugvél
A NÆSTU dögum bætist ný flug-
vél í flota Flugstöðvarinnar, er
þetta vél af gerðinni Dorner DO
28. Ákveðið er að þessi vél verði
staðsett á Grænlandi og sömu-
leiðis ávallt flugmaður frá Flug-
stöðinni.
Dorner-vélin er tveggja hreyfla
og eru skíði á henni. Þessa dagana
er verið að ganga frá vélinni í
Kaupmannahöfn og er Elíeser
Jónsson flugmaóur þar til að
fylgjast með breytingum á henni
og hann mun einnig fljúga henni
til íslands. Er hann jafnvel
væntanlegur heim nú um helgina.
og Hundsá og Hvalá f Ófeigsfirði.
Hefur Sigurjón Rist verið þar f
sumar til að koma af stað vatna-
mælingum og mælingaflokkur
undir stjörn Gunnars Þorbergs-
sonar vinnur að mælingum á
Ófeigsfjarðarheiði með þyrlu
Andra Heiðbergs.
Sigurjón Rist tjáði Mbl. að i
Hvalá gætu verið möguleikar á
stórri virkjun, sem færi þó eftir
því hve stórt lón yrði gert. Ekkert
graslendi þyrfti þó að fara undir
vatn þarna, en varla væri um
annað að ræða en hafa miðlunar-
lón i virkjunum hér á landi, þar
sem árnar væru svo breytilegar
og ótryggar, og rafmagnsnotkun
mest á vetrum, þegar minnst er i
ánum.
Vatnamælingar eru erfiðar á
Hvalá og dýrar, því enginn býr i
Ófeigsfirði á vetrum og strjálbýlt
þar fyrir sunnan. Kvaðst Sigurjón
hafa komið upp bráðabirgða-
mælum í ánni, og reyna að halda
þar uppi mælingum i vetur. Eins
kvaðst hann hafa hug á að koma
vatnamælingum á i Þverá við
Skúfavötn, sem eru rétt and-
spænis Ófeigsfirði Djúpmegin.
Landmælíngamenn Orkustofn-
unar hafa undanfarin sumur
unnið að mælingum vegna virkj-
ana á þessum slóðum og sagði
Sigurjón að þeir hygðust ljúka
þeim á þessu sumri.
Karl prins kem-
ur til laxveiða
KARL Bretaprins er væntanlegur
í einkaheimsókn til Islands,
sunnudaginn 3. ágúst n.k. og verð-
ur hann hér í viku tíma. Hann
mun nota svo til allan tímann til
Iaxveiða og verður i 5 daga við
Hofsá i Vopnafirði.
Það eru kunningjar prinsins
sem verið hafa við laxveiði á Is-
landi um nokkurra ára skeið, sem
bjóða honum hingað og Filipus
prins, faðir Karls, hefur einnig
verið við laxveiði hér. Sjálfur er
Karl mikill veiðimaður, og þá sér-
taklega með flugu. Þann tíma,
sem hann verður við Hofsá, mun
hann gista í veiðihúsinu þar.
Prinsinn kemur til landsins
með áætlunarvél Flugleiða, en
síðan mun vél frá Vængjum
fljúga með hann austur á Vopna-
fjörð. Áður en hann heldur út á
ný, mun hann skoða sig um i
Reykjavík og nágrenni.
Sjá bls. 32
Líst ekkert of vel á skattana
SIGFUS Jónsson, múrarameist-
ari, Hofteigi 54, er efstur á lista
yfir hæstu gjaldendur opin-
berra gjalda í Reykjavfk og á að
greiða samtals 9.776.949 kr. þar
af 3,7 millj. f tekjuskatt og tæp
1100 þús kr. í útsvar. 1 fyrra var
hann i fjóróa sæti á listanum
yfir hæstu gjaldendur í Reykja-
vík, en þá var efstur Pálmi
Jónsson, forstjóri Hagkaups.
Hann er nú í þriðja sæti á
listanum, rúmri milljón lægri
en Sigfús. Ekki tókst Morgun-
blaðinu að ná í þá Sigfús og
Pálma í gær, en hins vegar
tókst að ná i þá menn, sem voru
við hliðina á þeim og fara viðtöl
við þá hér á eftir.
Friðgeir Sörlason bygginga-
meistari er i fjórða sæti á list-
anum yfir hæstu skatt-
greiðendur í Reykjavík og er
honum gert að greiða tæpar
átta milljónir kr.
„Mér líst nú ekkert of vel á
þetta,“ sagði hann, er Mbl.
ræddi við hann um skatta-
greiðslur hans. „Þetta er hærra
en ég átti von á, en endur-
skoðandinn minn á eftir að at-
huga þetta, þannig að ég veit
ekki enn hvort þetta er endan-
leg upphæð.“
Friðgeir hefur annazt bygg-
ingarframkvæmdir fyrir
Reykjavíkurborg, Kópavogs-
kaupstað o.fl. aðila, einkum
skólabyggingar, og verið með
marga í vinnu, allt upp í 40
manns, auk undirverktaka.
Hann hefur tekið stórt stökk
upp á vió á listanum yfir hæstu
skattgreiðendur úr 23. sæti í
fyrra í fjórða sæti nú. Hann var
spurður hvort árið í fyrra hefði
verið sérstaklega hagstætt:
„Verkefnin eru alltaf misjöfn
og sveiflur frá ári til árs,“
svaraði hann.
Loks var hann spurður
hverju hann teldi það sæta að
byggingarmeistarar væru mjög
fjölmennir meðal hæstu skatt-
greiðenda borgarinnar:
„Já það er merkilegt,"
svaraði hann, „og ég átta mig
nú ekki á því af hverju það er
— nema þá að við séum
kannski ekki eins klókir við að
telja fram og hinir!“
Ingólfur Guðbrandsson, for-
stjóri Útsýnar er fimmti efsti
maðurinn á Iistanum yfir hæstu
greiðendur heildargjalda í
Reykjavík. Hánn á, samkvæmt
tölum skattstofunnar, að greiða
7.850 þús. kr. og er raunar lang-
hæsti greiðandi útsvars, greiðir
tæplega 1500 þús, kr. í útsvar
Ingólfur var ekki einu sinni
meðal 50 hæstu greiðenda í
Framhald á bls. 47.
„Laxinn vill að ríkið
standi við samninga”