Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975
Sr. BOLLI
GÚSTAFSSON
í Lauíási:
Engum er Ijósara en Kristi,
hversu mannkyninu helst illa
á gjöfum Guðs, hve börn
Ijóssins eru sundruð og van-
megnug og miðar skammt
áfram I siðbótarstarfi og trú-
boði. Við erum ekki utan al-
faraleiðar fjarri nútímanum,
þegar við heyrum málsatvik
og virðum fyrir okkur við-
brögð sögupersónanna í
dæmisögunni um rangláta
ráðsmanninn. Erþaðekki
dæmalaus kaldhæðni, að
við, sem byggjum á þróun
nær 2000 ára kristni skulum
geta lesið þessa sögu (Lúk.
16,1 —9) sem nútímalega
ádeilu á þjóðfélag okkar,
snjallari, beinskeyttari, en
lárviðarskáld eða umsvifa-
miklir, reiðir rithöfundar geta
samið þjóðinni til vakningar
og betrunar. Hvað stoða orð?
Er máttur kristinnar pré-
dikunar nokkur, sáir hún
þeim frækornum í manns-
hjörtun, sem bera aldin sam-
félagi okkartil blessunar?
Snerta mikilsverð orð hugi
okkar? Orð eins og kær-
leikur? Kærleikur! Er það í
nafni hans, sem of margir
foreldrar gefast upp fyrir
börnum sínum og leyfa þeim
að elta hverja þá heimsku
sem tízkufrömuðir og
skemmtanamiðlarar gylla og
auglýsa. í nafni kærleika og
frelsis mega börn og ung-
lingar mola niður grund-
völlinn að framtíðarheill
sinni, líkamlegu og andlegu
heilbrigði. Frjálsarástirstrax
eftir ferminguna eða glasa-
glingur, forvitnileg og
varhugaverð nautnalyf af
ýmsu tagi. í nafni frelsis og
frjálslyndis er virðing fyrir
heilögum málefnum fótum
troðin. Þau eru fjölmörg hug-
takaheitin, sem krefjast
endurskoðunar. Málvísinda-
menn eru uggandi vegna of-
notkunar ýmissa orða.
Merking þeirra dofnar og
verður óljós og önnur, sem
hæfa betur, hverfa úr
málinu. Ég minnist þess að
hafa heyrt fræðimann fjalla
um sögnina að skapa. Með
skýrum dæmum benti hann
Sofa
orðin;
á, hversu þessu mikilvæga
sagnorði er misþyrmt í dag-
legu máli. Menn skapa allt
mögulegt, m.a. vandræði í
stað þess að valda þeim.
Sköpun er stórbrotið orð,
sem ber hæst í fyrstu Móse-
bók. Guð skapar og af and-
ríki skapa listamenn sigild
snilldarverk. Þetta orð verður
að umgangast með virðingu.
Þannig er því og háttað um
orð eins og kærleikur og
frelsi. Þá er illa komið, þegar
þau eru notuð til þess að
róttlætta ranga breytni eða
andkristnar kenningar.
„Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
krossins orð þitt út breiði. .
Sú bæn bæn séra Hall-
gríms hefur ekki fallið úr
gildi. Það er ekki nóg að
boðendur heilags orðs tali á
rósaflúruðu líkingamáli á
hljómfegurstu íslenzku, ef
boðskapurinn er mistri hul-
inn. Sú ræða er ónýt. Það er
ekki nóg að nota stór orð og
rífa miskunnarlaust niður,
svo að söfnuðinum verði
hverft við, ef ekkert er reist á
rústunum. Sú ræða er einskis
nýt, þótt orðin sýnist ekki
sofa í fljótu bragði.
Prédikunarstóllinn er ekki
ætlaður fyrir góðlátlegt rabb
um daginn og veginn eða
heimspekilegar vangaveltur.
Á erindi af því tagi getum við
hlýtt í útvarpinu á mánu-
dagskvöldum. Hannerekki
vettvangur fyrir persónuleg
sjónarmið prestanna í
kirkjupólitískum deilum. Þá
erum við að bregðast Kristi
og orði hans; að svæfa það.
Við getum ekki lengur hlýtt
því andlega makræði, sem
krefst þess að Biblíunni sé
vikið til hliðar eins og
óþægindum, sem spilli þægi-
legu erindi um óræða eða þá
skömmum prédikarans um
messugjörðir starfsbræðra,
sem vilja fara sígildar
hákirkjulegar leiðir í þeirri
einlægu von, að meðvitund
safnaðanna verði vakin fyrir
nauðsyn virkrar þátttöku í
heilagri þjónustu. Rangláti
ráðsmaðurinn gætir þess að
allir fylgjendur hans séu virk-
ir og að orð hans sofni ekki.
Hann skipuleggur og gerir
alla virka. Kirkjan sér hann
víða að verki. Af aðferð hans
má læra. Við eigum ekki er-
indi inn í kirkjuna til þess að
hvíla okkur frá amstri
hversdagsins og róa taugarn-
ar í kyrrlátu umhverfi með
notalegum helgiblæ. Ekki
förum við þangað til þess að
láta okkur líða í brjósti, held-
ur til þess að vakna til með-
vitundar um ábyrgðokkar
gagnvart Guði og náunga
okkar, til þess að láta upp-
byggjast sem lifandi steinar I
andlegt hús. Ef við gjörum
það, þá erum erum við kirkja
vakandi orðs og við getum
ekki lengur verið án
samféiagsins í húsi guðs.
Framleiða 200
þús. lampa á ári
— Ný íslenzk lampagerð
JÓHANNES Pálsson plast-
framleiðandi og Henning
Jensen eigandi Belysings-
agenturet i Kaupmannahöfn hafa
gert með sér samning um fram-
leiðslu á nýrri gerð handlampa,
sem Jóhannes hefur hannað.
Handlampana á að framleiða að
hluta á íslandi hjá nýstofnuðu
fyrirtæki sem heitir Bjallaplast á
Hvollsvelli, og að hluta í Dan-
mörku. Henning Jensen mun sjá
um sölu lampanna á erlendum
mörkuðum en Jóhannes Pálsson
hér. Gert er ráð fyrir að framleiða
200 þús. lampa á ári og þar af
verði u.þ.b. 50 þús seldir í Dan-
mörku, en það sem þá er eftir
verði flutt út. Væntanlega verða
3000—4000 lampar seldir á Is-
landi á ári. Framleiðsluverðmæti
200 lampahluta, sem framleiddir
verða á Islandi nemur ca. 28.
millj. kr. og veitir 5 manns at-
vinnu. Jóhannes byrjaði að hanna
lampann fyrir 2 árum. Danska
rafmagnseftirlitið hefur þegar
skoðað,,prototypur“ af lampanum
og samþykkt fyrir sitt leyti.
SteinuHar og glerullar
einangrun fyrirliggjandi
Þ. ÞököRÍMSSON & CO
Armúla 16 sími 38640
Hvað um ykkur?
Örfá hjólhýsi til á lægra
verðinu. Afgreidd strax.
Gísli Jónsson & Co. h.f.
Sundaborg Klettagörðum 11, sími 86644.
Kópal línan
Sumar’75
Kópal Dyrotex
Málningin, sem hlotið hefur viðurkenningu þeirra sem reynt hafa.
Kópal Dyrotex er framleidd hjá okkur í Kópavogi. Framleiðslan er
byggð á reynslu okkar og þekkingu á íslenzkum aðstæðum. Kópal
Dyrotex er akryl málning til málunar utanhúss, — málning með
viðurkennt veðrunarþol. Hressið upp á útlitið með Kópal Dyrotex.
Kynnið yður Kópal litabókina og athugið hina mörgu fallegu liti,
sem hægt er að velja.
Veldu litina strax, og málaðu svo einn góðan veðurdag.