Morgunblaðið - 27.07.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JULl 1975
13
Helga Bjarnadóttlr — að verða
áttreð.
Vilhelmfna Vilhelmsdóittir —
dýrmætt að fð að leggja lið.
vera að störfum í Iðnó, þar sem
hún sér um kaffiveitingar á
kvöldin. Á daginn hefun. hún mat
fyrir leikara, og stöku fundir eru í
húsinu milli leiksýninga. I Iðnó
hefur hún starfað síðan 1941, en
sagði að nú væri orðið tímaspurs-
mál hve lengi hún entist, enda
starfsaldurinn langur. Hún
kvaðst eiga sumarfrí til 20. ágúst
og likar ákaflega vel að dvelja á
Löngumýri. En hún bjóst við að
fara austur í Landsveit, þegar því
lyki 18. júlí.
Helgu Bjarnadóttur kannast
margir við. Hún vann lengi hjá
Mjólkursamsölunni eftir að hún
kom heim frá Danmörku, þar sem
hún bjó I 30 ár, en siðast var hún i
fatageymslunni í Þjóðleikhúsinu,
þar sem hún varð að hætta um
sjötugt. Nú er hún að verða
áttræð og kvaðst ekkert hafa farið
f sumarfrí síðan hún hætti störf-
um þar til nú.
— Mér þykir ákaflega gott að
komast hingað að Löngumýri,
sagði hún. Og ég er yfirleitt ákaf-
lega ánægð með alla þá aðstoð,
sem borgin veitir okkur. I 20 ár
hef ég haft íbúð á Kja>"tansgötu
og tvisvar i viku fæ ég stúlku frá
heimilishjálpinni, sem þrifur fyr-
ir mig og kaupir inn þegar hált er
og slíkt og borgin borgar 3500 kr.
I húsaleigunni. Þannig get ég
klárað mig. Ég get sjálf lagað
matinn. En ég kviði fyrir vetrin-
um, ef hann verður eins slæmur
og sá síðasti, svo maður kemst
ekkert út. Þá horfi ég á sjónvarp
og hlusta á útvarp, les og sauma,
en viðbrigðin eru mikil að hætta
að vinna og sjá fólk. Þá tala ég i
simann, en það er dýrt. Ef gjaldið
á honum fellur niður fyrir
ellilifeyrisþega, þá verður mikill
munur. Annars er komin hingað
með manni sínum frá Ameríku
stúlka, sem dvaldi hjá mér í Dan-
mörku, þegar hún var að læra
hárgreiðslu, og hún vill endilega
að ég komi með þeim vestur og
haldi upp á áttræðisafmælið mitt
hjá henni. Mig langar fjarska
mikið, en treysti mér varla. Ég
hefi verið að bíða eftir henni
Geirþrúði Bernhöft, til að tala um
þetta við hana, hún er svo þægileg
og skilningsrík að tala við.
Og siðar um daginn, þegar
Helga var búin að tala við Geir-
þrúði, kvaðst hún nú ákveðin í að
fara til Ameríku. Geirþrúður
hafði sagt henni að drifa sig, hún
skyldi hjálpa henni að fá nægi-
lega mikið af tryggingafénu fyrir-
fram til að borga íbúðina og önn-
ur útgjöld á meðan, og Helga
kvaðst hlakka til að fara vestur
með hjónunum.
Vilhelmina Vilheimsdóttir
varð næst á vegi okkar. Hún lét
vel af sumardvölinni i Skagafirði,
sagði að allir væru ánægðir. Þó
Vilhelmína líði af húðsjúkdómin-
um soriasis tekur hún þetta fram
yfir að fara til Spánar. — Manni
batnar þar, en svo kemur þetta
aftur, sagði hún. — Ég fékk þetta
ekki fyrr en seint á ævinni, er
núna 71 árs, og get því vel sætt
mig við að hafa það.
Flestir, sem sækja félagsstarf
aldraðra i Reykjavík, þekkja
Vilhelmínu. Undanfarin 7 ár, eða
frá upphafi hefur hún unnið þar
sjálfboðaliðastarf síðdegis fyrst í
Tónabæ og nú á Hallveigarstöð-
um á mánudögum og þriðju-
dögum og siðan í Norðurbrún 1 á
fimmtudögum. Kemur fyrir að
hún er þar oftar, ef með þarf.
— Ég hefi lítið heimili, vió erum
bara tvö, svo ég get haft matinn
snemma og verið komin kl. 12.30,
því gamla fólkið kemur alltaf svo
timanlega, segir hún. Og þetta er
lífið mitt — að fá að vera þarna
og leggja lið. Ég á börn og barna-
börn, en þau hafa líka mikið að
gera, og þau geta vel komið á
kvöldin og þá daga, sem ég er
ekki innfrá. Ég er henni Heleni/
svo þakklát fyrir að hún fór að
trúa mér fyrir að gera ýmislegt
þarna. Ég fór að fást við hluti,
sem ég hefði aldrei treyst mér til
áður. Mér hafði aldrei dottið í hug
að ég gæti stjórnað á svona stað
Vinkonurnar Guðlaug Snæbjörnsdóttir og Sæfriður Sigurðardóttir.
— Lifi ég ekki mannsæmandi lífi nú, þá hefi ég aldrei gert það.
Þarna hafa þær sest niður andartak til að lita i blöðin Margrét Jónsdóttir skólastjóri, Heiena
Halldórsdóttir og Gelrþrúður Hildur Bernhöft ellimálafulltrúi.
Anna Halldórsdóttlr — 79 ára og
vann fram á sl. ár.
og talað yfir fólki. Ég hafði aldrei
verið spennt fyrir húsverkum, þó
það yrði hlutverk mitt. Og þarna
hefur maður viðfangsefni og eign-
ast svo góða vini. Ef það er ekki
dýrmætt, veit ég ekki hvað er það.
Helena er svo umburðarlynd við-
fólkið og hress og þegar Geir-
þrúður kemur, þá þurfa allir að
leita ráða hjá henni.
Við röltum upp á herbergið með
Vilhelmínu. Hún deilir þvi með
tveimur öðrum konum. En það er
rúmgott og útsýni bæði til Glóða-
feikis og til Mælifells. En aðrir
eru ekki siður hreyknir af sinu
útsýni/ Þeir sjá í staðinn Tinda-
stól.
Anna Halldórsdóttir gengur á
upphlut og segist vera í hvers-
dagsbúningnum sínum. Hún er 79
ára gömul, og vann í vöggustofu
Thorvaldsensfélagsins þar til í
fyrra eða í 11 ár, segir hún. Hún
sagðist aðeins einu sinni hafa
farið i sumarleyfi síðan hún
misstí manninn sinn,og var þá i
húsmæðraorlofi i Sælingsdals-
laug i Dalasýslu. Það var
skemmtilegt. Hún hafði sig meira
að segja upp I að fara með ljóð á
kvöldvökunni. Ekki er hún .siður
ánægð á Löngumýri nú, hefur
lent I herbergi með tveimur
góðum og skemmtilegum konum.
Anna kveðst óvön slíku dekri.
Hún býr i eigin íbúð i Efstasundi
og sér um sig sjálf. Helzt hefði
hún viljáð að bræður hennár tveir
kæmust líka með, en þá var orðið
upppantað. Bræðurnir búa
skammt frá henni og hafa þau
félagsskap hvert af öðru. — Lík-
lega væri betra að hafa leyfið
styttra fyrir hvern, kannski ekki
nema viku, svo fleiri kæmust að,
sagði hún.
Guðmund Matthiasson hittum
við á gangi úti. Af sex karlmönn-
um á staðnum heita þrir
Guðmundur, Guðmundur Matt,
Guðmundur Helgi og Guðmundur
I., segja þeir og hafa gaman af.
Guðmundur er orðinn 78 ára
gamall, og starfaði til 75 ára
aldurs hjá Landsímanum. Áður
hokraði hann í sveit, eins og hann
orðar það, I Straumi á Skaga-
strönd og Óspaksstoðum i Húna-
vatnssýslu. Nú býr hann í ibúð
sinni á Langholtsvegi og leigir
ungum hjónum, sem hugsa um
hann. Fyrir 15 árum missti hann
konuna sina, og kveðst ekkert
hafa farið i sumarfrí siðan, utan
eina viku í fyrra. Hann kvaðst
una lifinu ágætlega, sækir í spila-
mennskuna og leirvinnuna i tóm-
stundastarfinu I Norðurbrún og
klárar sig á ellilaununum. Þó fer
að verða erfitt að halda við íbúð-
inni, segir hann.
Sæfríður Sigurðardóttir og
Guðlaug Snæbjörnsdóttir hafa
gjarnan farið saman í sumarleyfi,
áður fyrr á Hveravelli eða Kerl-
ingarfjöll, en nú þegar þær eru á
áttræðisaldri hafa þær farið
tvisvar i húsmæðraorlof i
Sælingsdalslaug og nú á Löngu-
mýri. Sæfríður vann í mjólkur-
búð í 17 ár og hætti sjötug, en
Guðlaug saumaði og gerir það
raunar enn, tekur rúmfatnað og
annað létt, eins og hún segir. Þær
eru ekki að kvarta. Snjáfríður
segir, að ef hún ekki lifi mann-
sæmandi lifi nú, þá hafi hún vist
aldrei gert það. Og Guðlaug segir
að allt of mikið sé smjaðrað fyrir
gamla fólkinu, hún sé orðin
fjarska leið á þessu tali. — Það
má ekki telja gamla fólkinum trú
um að það geti ekki neitt og geti
ekki lifað, segir hún ákveðin.
Þessi ummæli spretta upp úr
spurningum um hvort ekki sé
erfitt að lifa á því, sem aldraðir
hafa úr að spila. Snjáfriður
kveðst hafa verið svo heppin að
koma sér upp ibúð á bezta tíma,
fyrir 20 árum. Og þó lifeyris-
sjóður þeirra í Mjólkursamsöl-
unni byrjaði ekki fyrr
en seint og sé veikburða,
þá borgaði hún með fé úr honum
allt sem við kemur húsinu.
Og Guðlaug bætir við, að húsa-
leigan skipti þarna mestu máli,
sé hún sanngjörn megi vel
lifa, einkum ef einhver smáupp-
hæð fæst úr lifeyrissjóði. Sjálf
segist hún vera í húsnæði hjá
öryrkjabandalaginu og greiða
9.200 kr. og það sé ágætt. Þær
vinkonurnar eru ánægðar með
lífið og hressar, segjast lesa mikið
heima og hitta vini sína. Og þær
eru ánægðar með sumarleyfið.
Þegar aldurinn færist yfir, er
gott að komast I sumarleyfi á
svona stað segja þær. Á sléttlendi
er gott að ganga úti, og svo erum
við búin að fara og sjá svo margt
hér I Skagafirði. Og þær Margrét
og Helena eru einstaklega elsku-
legar, segja þær.
M^rgrét Jónsdóttir er búin að
vera við skólann á Löngumýri í 8
ár. Ingibjörg á Löngumýri gaf
þjóðkirkjunni skólann árið 1962
og var þar áfram skólastjóri
næstu 5 árin á eftir. Hún hafði
stofnað húsmæðraskólann og rek-
ið hann af miklum myndarskap.
Húsið er mjög hlýlegt. Það er
byggt á mismunandi timum, elzti
hlutinn frá 1918, næsti, er frá
1946—47 og nýjasti hlutinn er frá
1958. Húsmæðraskóli þjóðkirkj-
Guðmundur MatthUsson — á
gangi 1 garðinum.
unnar á Löngumýri hefur, eins og
aðrir húsmæðraskólar, átt í erfið-
leikum, þar sem aðsókn að þetm
hefur dvínað. Næsta vetur er
áformað að þarna fari fram
kennsla fyrir alla skólana í Skaga-
firði, en síðari hluta vetrar verði
húsmæðrakennsla með hefð-
bundnu sniði. Þegar hafa 11
stúlkur sótt um skólavist og
kvaðst Margrét vona að nem-
endur yrðu 15—16. Sem fyrr er
sagt hefur skólahúsið líka verið
nýtt á sumrin, Vestmanneyingar
voru þar á vegum þjóðkirkjunnar
fyrst eftir gosið, og nú eru aldr-
aðir úr Reykjavík í sumardvöl,
sem hefur gefist mjög vel.
E.Pá