Morgunblaðið - 27.07.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 27.07.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1975 17 Skúli Skúlason ritstjóri 85 ára Skúli Skúlason ritstjóri, einn elzti og kunnasti blaðamaður Iandsins, er 85 ára í dag. Skúli er sonur frú Sigríðar Helgadóttur og Skúla Skúlasonar prófasts f Odda Megrunarfæði---------------------- Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 31. júlí. Kennt verður: Grundvallaratriði næringarfræði. Gerð matseðla. Sýnikennsla. Forðist skaðlegar megrunaraðferðir. Rétt samsett matarræði er skilyrði fyrir góðum árangri. Uppl. í síma 86347. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur. -------------------Námskeið á Rangárvöllum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1910 og cand. phil. prófi frá Hafnarháskóla 1911. Lagði hann síðan stund á náttúrufræði, en hætti námi og starfaði við islenzku stjórnar- deildina í Kaupmannahöfn 1912—1914. Á þeim árum komst hann fyrst i kynni við blaða- mennskuna sem fréttaritari isa- foldar og Morgunblaðsins. Skúli var svo blaðamaður við Morgunblaðið frá 1918 til 1924 og var þá jafnframt fréttaritari nokkurra erlendra stórblaða. Á árunum 1924—1927 átti Skúli heima í Noregi og starfaði þar við blaðamennsku, en árið 1928 stofn- aði hann vikublaðið Fálkann með öðrum og var ritstjóri þess til 1960. Skúli flutti aftur til Noregs 1936 og hefur átt þar heima siðan, að undanteknum stríðsárunum 1940—1945, er hann dvaldist hér heima. Skrifaði hann þá jafn- framt i norsk, islenzk og sænsk blöð. Kona hans er norsk, Nelly Thora, fædd Mjölid. Skúli Skúlason átti um hríð sæti i stjórn Blaðamannafélags Is- lands og var um skeið formaður þess. Þá átti hann og sæti i stjórn Ferðafélags Islands, og hefur verið kjörinn heiðursfélagi beggja þessara félaga. Þótt Skúli hafi verið langdvöl- um erlendis hefur hann mjög gott vald á íslenzku máli og hlaut m.a. verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar 1965. Þegar Skúli Skúlason varð 75 ára birtist um hann grein hér í blaðinu. Verður ekki endurtekið það sem þar er sagt, en tekið undir þau orð, að hann hafi með starfi sínu og persónuleika varp- að ljóma á stétt sína og þau marg- víslegu störf, sem hún innir af hendi í þjóðlifinu. Morgunblaðið þakkar þessum gamla starfsmanni sinum giftu- drjúg störf á umliðnum árum og óskar honum gæfu og gengis i framtiðinni. ítölskj^ •^ýjasta tízKa ~\\jé I 3f . 'lkt |eödr gérstak'09® ^ renm|aS Teg. 1321 Litur: Svart Stærðir 36—41 kr. 9.885. Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Kirkjustræti 8 v/Austurvöll, sími 14181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.