Morgunblaðið - 27.07.1975, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975
Eiginkonur
frægra
stj órnmálamanna:
Óheillastj arna
Joan Kennedys
Til Mc Lean í Virginíu er
aðeins 15 mínútna akstur í bil
frá Washington. Nálægt
Keðjubrúarvegi, en þó eins og
hálffalið í skóglendinu er 40
metra langt hús, sem minnir á
herragarð. Hin bugðótta heim-
reið er ekki steinlögð, og á póst-
kassanum á rimlagirðingunni
stendur ekkert nafn. En lítið
skilti með tölustöfum, neglt á
trjábol, gefur þeim, sem gerst
vita, þær upplýsingar, að þeir
séu á réttri leið heim til Ted og
Joan Kennedy.
Hið hversdagslega líf
Kennedy-hjónanna á sér stað í
íburðarmikilli umgjörð. Húsið,
sem kostaði 130 milljónir
króna, er búið dýrmætum,
gömlum húsgögnum, og á
veggjunum hanga meistara-
verk hinna frönsku impression-
ista. Þó er þetta fyrir Joan
Kenn.edy hús óttans. Hún ber
stöðugt kviðboga út af öryggi
manns síns og barnanna þeirra
þriggja. Jafnvel hin opinbera
yfirlýsing Teds í september
slðastliðnum, um að hann vildi
fyrir enga muni verða forseti
Bandaríkjanna, hefur ekki náð
að draga úr áhyggjum hennar.
Þegar hún tók á móti gesti
fyrir nokkru við hinn stóra arin
í viðhafnarsalnum, rakti hún
raunir sinar:
„Það heyrist ekkert hljóð í
þessu stóra húsi. Við erum hér
alein með börnunum okkar. Við
höfum aðeins eina herbergis-
þernu, annars engan. Hús okk-
ar er tæpa hundrað metra frá
þjóðveginum breiða. Sérhver,
sem kemur yfir brúna, þarf
ekki annað en að beygja smá-
vegis til að koma þriðja
Kennedyinum fyrir kattarnef.
Hér erum við varnarlaus gagn-
vart öllum hættum."
Við þetta bætist ótti Joan
vegna heilsufars barnanna.
Teddy yngri hefur vanizt gervi-
fæti sínum og getur aftur ærzl-
azt um garðinn með systkinum
sínum. En Joan lifir í stöðugum
ótta við, að sjúkdómurinn taki
sig upp aftur. Auk þess á dóttir
hennar, Kara, við blóðsjúkdóm
að striða. Og nýlega hefur hinn
sjö ára gamli sonur hennar,
Patrick, kvartað undan and-
þrengslum. Þegar svo þess er
gætt, að maður hennar hefur
aldrei náð sér að fullu eftir
flugslysið og það hryggbrot, er
hann þá hlaut 1964, er hún eini
meðlimur fjölskyldunnar, sem
er líkamlega heilbrigð.
En hennar vandamál er sál-
ræns eðlis. Eftir hinar tvær sál-
fræðilegu meðhöndlanir, sem
hún gekkst undir í maí og
september s.l., hlaut hún nokk-
urn bata. Hún reykir og drekk-
ur nú minna en áður eg leitar
huggunar hjá Moztart og
Debussy, og henni er uppörvun
að þeirri viðurkenningu, sem
hún hefur hlotið fyrir hljóm-
listargáfur sínar. Sjónvarpsstöð
greiddi henni nýlega rúmlega
eina milljón króna fyrir stutta
píanóhljómleika.
En þrátt fyrir þetta er and-
legt ástand hennar mjög við-
kvæmt. Þau örlögþrungnu
áföll, sem hún hefur orðið að
þola, hafa skilið eftir sig spor.
Enn er hún að vísu fögur sem
forðum í vexti, en andlit þessar-
ar konu, sem eitt sin var svo
lagleg og Ijómaði af heilbrigði,
er nú oft þrútið og bólgið, og
rödd hennar hefur einnig orðið
hrjúfari. Þegar Joan, sem á
næsta ári verður fertug, litur i
spegilinn á morgnana, spyr hún
sjálfa sig alltaf sömu spurn-
ingar: Af hverju einmitt ég?
Hvað hef ég góðum guði gert?
Allt var til þess gert, að ég gæti
Iifað glöðu og áhyggjulausu lífi.
Af hverju var mér fyrirmunað
að lifa eðlilegu, hamingju sömu
fjölskyldu lífi?
I rauninni er hlutskipti Joan
þeim mun harmrænna sem hún
upprunalega var ímynd hinnar
áhyggjulausu, ungu amerisku
stúlku. Hún var bókstaflega
persónugervingur alls hins-
bezta, sem Ameríka hefur að
bjóða. Margt fólk í Banda-
ríkjunum álítur þvi örlög
hennar táknræn fyrir harmleik
þjóðar hennar, sem bæði ófyrir-
sjáanlega og fyrirhyggjulaust
rataði i síendurteknar ógöngur
úr tímaskeiði bjartsýninnar.
Virginia Joan Bennett var i
heiminn borin 5. september
1936 í BronxviIIe nálægt New
York. Bronxville mega menn
ekki rugla saman við verka-
mannahverfið Bronx. Það er
einbýlishúsahverfi, þar sem
ekki er gert ráð fyrir neinum
fótgangendum á vegunum, því
að grasfletirnir ná alveg að ak-
brautunum.
HENNAR VAR GÆTT
EINS OG GIMSTEINS
Þar bjuggu foreldrar Joan,
Harry og Ginny Bennett i rós-
rauð-grárri, skrautlegri villu
með appelsíngulu tígulsteins-
þaki. Harry var varaforseti aug-
lýsingafyrirtækisins Bryan
Houston Co. og lét sig persónu-
lega skipta fjárhagsáætlun Col-
gate Palmolive (4000 milljónir
á ári). Ginny var peningaglögg
kona, sem sem gætti dætra
sinna, Joan og Candy, eins og
dýrgripa. Bernska Joan var
samfelld röð af barnaboðum,
danstímum, píanóæfingum,
sveitaböllum i finum klúbbum
og leikhúsferðum til New York.
Hún gekk í gagnfræðaskólann í
Bronxville og siðan í Man-
hattanville-menntaskólann í
Purchase, þar sem auðugar, ka-
þólskar fjölskyldur létu ala upp
dætur sinar. Joan stundaði nám
I stærðfræði, sögu, trúarbrögð-
um og heimspeki, en aðaifagið
var þó músikin.
„Við vorum ekki búin und-
ir hið raunverulega líf,“ sagði
hún seinna.„Ég las aldrei nein
blöð innan við hina háu múra
heimavistarinnar og komst
varla í snertingu við um heim-
inn.“
Og það breyttist ekki fyrr en í
nóvember 1955, þegar hún kom
fram í fyrsta sinni opinberlega
— á Gotham-dansleiknum í
New York. Hún var ein af 42
ungum stúlkum fína fólksins,
sem þessa heiðurs varð
aðnjótandi. Gamanið kostaði
foreldra hennar 1000 dollara
fyrir utan kvöldkjólinn á hana.
Sem betur fer gat hún notað
kjólinn oftar en einu sinni, því
að upp frá þessu fékk hún svo
mörg boð, að hún var fullbókuð
allan dansleikja árstímann.
Arið 1956 fór hún með foreldr-
um sínum um páskana til
Bermuda og var þar kjörin
fegurðardrottning á hinni
árlegu blóma skrautsýningu.
Klædd hreysikattarskinnskápu
með höfuðdjásn ók hún um göt-
ur borgarinnar í blómavagni,
sem dreginn var af átta hestum,
við mikil fagnaðarlæti ferða-
manna. Morguninn eftir prýddi
mýnd af henni forsíðu blaðsins
„Journal American" í Man-
hattan með yfirskriftinni: New
York-stúlka heillar Bermuda.
Þar með var ævibraut
hennar ráðin að ameriskum
skilningi.Tízkufirmanu
Conover fannst mál hennar
nær fullkomin, — 90 — 62 —
92 —, og lofaði að koma henni á
framfæri, jafnskjótt og hún
hefði nuddað mjöðmunum nið-
ur í 90 með gúmmívalsi. Þrem-
ur vikum siðar fékk hún fyrsta
hlutverk sitt sem iþróttastúlka
auglýsingamynd I litsjónvarpi.
Laun: 500 þúsund krónur.
Næsta hálft annað ár vann
ljósmyndafyrirsætan Joan
Bennett sér inn mikla peninga,
aðallega með sígarettu aug-
lýsingum. Myndir af henni birt-
ust á fjölda auglýsingaspjalda
og kápusíða tímarita. I boði
einu, sem hún var I 1957 í júní,
fór hún að tala við unga frú,
Jean Smith að nafni, en hún
reyndist einnig hafa verið
í Manhattanville-mennta-
skólanum. Þær höfðu því
margt um að ræða, og með-
an á samtali þeirra stóð, kynnti
frú Smith ungfrú Bennett fyrir
yngri bróðdur sínum, Ted. En
Ted var þá á hraðri ferð —
hann var þá við lögfræðinám í
háskólanum í Virginia — og
sagði: „Ég verð að komast aftur
í kvöld til Charlottesville. Flug-
vélin fer klukkan sjö, og ég
hef engan bíl.“ Það er ekkert
vandamál," sagði Joan, „við
skulum keyra yður þangað.“
Hún ók síðan hinum unga
manni ásamt vinkonu sinni út á
La Guardia-flugvöll. Á leiðinni
til baka spurði vinkonan fliss-
andi: „Veistu, hver þetta var?
Ted er sonur Joe Kennedy og
bróðir Bobs og Johns.“ „Og
hvaða fólk er þetta Kennedy?“
spurði Joan í sakleysi sínu.
Fram að þessu hafði hún
aldrei heyrt þessarar fjölskyldu
getið. En nú fékk hún brátt
ástæðu til að fræðast um það.
Sama kvöld hringdi Ted frá
Charlottesville, ' og síðan
hringdi hann daglega. 1 nóvem-
ber kom hann til New York á
Thanksgiving Day og bauð
henni út í fyrsta sinn. Ári síðar
— 29. nóvember 1958 — gaf
Spellman kardfnáli þau saman i
heilagt hjónaband í St,-
Josefs-kirkju í Bronxville að
viðstöddum 500 gestum. Guðs-
húsið flóði I ljósum, því að at-
höfnin var frá upphafi til enda
kvikmynduð á litfilmu að ósk
föður brúðarinnar. New York-
blaðið „Daily News“ hafði at-
burðinn i þeim hávegum að
birta mynd á forsfðu af „brúð-
kaupi ársins“.
t byrjun hjónabandsins virt-
ist allt ganga ljómandi vel. I
febrúar 1960 ól Joan dóttur,
sem skirð var Kara Anne. I
nóvember var John Kennedy
kjörinn forseti Bandarikjanna,
og Ted varð aðstoðarmaður sak-
sóknara Massachusetts-rikis.
Hjónin fluttu þá i villu á Squaw
Island í Nantucket-flóa skammt
frá landareignum Kennedy-
fjölskyldunnar i Hyannis Port.
Upp frá því lifði hin 26 ára
gamla frú í hálfgerðum
draumaheimi.
HtJN DANSAÐI
AÐEINS EITT SUMAR
Seinna lýsti hún sjálf þessu
tfmabili á sinn angurværa hátt:
„A hverjum degi var eitthvað
um að vera. Eitt kvöldið kom
Bing Crosby til kvöldverðar, og
kvöldið eftir sat ég við hlið ein-
hvers útlends þjóðhöfðingja.
Við borðuðum oft miðdegisverð
f einkaherbergjum Hvita
hússins. Borðbúnaðurinn var
skreyttur skjaldarmerki Banda-
ríkjanna, og á borðsilfrið var
grafið „Hús forsetans”. Forset-
inn sat við enda borðsins. Ég
ræddi við Jackie um föt, músik,
hárgreiðslur. Hún trúði mér
fyrir þvi, að hún væri oft með
hárkollu til að spara tíma. Einu
sinni hittumst við öll í villu
forsetans við Irving Avenue í
Hyannis Port. Bob og Ethel
voru þarna og eftir borðhaldið
lék ég „September Song“
á flygilinn. Forsetinn söng
textann angurblíðri röddu um
„dagana, sem alltaf fækkar".
hann grunaði ekki þá, hve
spámannlega hann söng.“
Það átti fyrir Joan að liggja
að dansa aðeins eitt sumar.
Haustið 1961 fæddist Ted
yngri. Skömmu síðar vann Ed-
ward þingsæti bróður síns, sem
losnað hafði í öldungadeildinni
fyrir Massachusetts. Eftir kosn-
ingasigurinn flutti fjölskyldan
til Washington, og brátt dundi
ógæfan yfir, hvert áfallið á fæt-
ur öðru.
I mai 1963 varð Joan fyrir
vanfæðingu. I ágúst kafnaði
drengurinn Patrick 39 klukku-
stundum eftir að Jackie
Kennedy hafði fætt hann fyrir
tímann. Þremur mánuðum
seinna var forsetinn myrtur i
Dallas. I maí 1964 varð vanfæð-
ing i annað skipti hjá Joan. I
júnf hrapaði einkaflugvél Teds,
þegar hann var á leið til kosn-
ingafundar í Springfield og
hann fannst undir eplatré —
hryggbrotinn.
Að eðlisfari var Joan á engan
hátt undir slik áföll búin. Þegar
allir aðrir í Kennedy-
f jölskyldunni bitu á jaxlinn eft-
ir morðið i Dallas, varð hún að
liggja rúmföst í marga daga. En
þegar Ted varð fyrir slysinu,
brást hún öðru vísi við. Fram að
því hafði henni fundizt hún
Framhald á bls. 29