Morgunblaðið - 27.07.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JULl 1975
25
Myndin, sem sendir þessa
gáru á flandur í huganum, er úr
ísienzka sendiráðinu í Paris
fyrr i mánuðinum. Sem ég kom
þar inn, var mikið um að vera í
fremri skrifstofunni hjá henni
Madame Duval, sem í 25 ár
hefur hlaupið og snúist og leyst
margan vanda, sem á þær ís-
lenzku fjörur hefur rekið. Nú
stóð hún I símanum og konu-
rödd æpti á hana á frönsku. Sú
kvaðst hafa lesið þá frétt i blað-
inu Figaro, að íslendingar
hefðu nú tekið 2000 hunda í
höfuðborginni Reykjavík, farið
með þá út fyrir borgina og
slátrað þeim. Nú vildi hún láta
sendiráðið íslenzka vita hvað
henni fyndist um slíka fram-
komu. Ekki að furða! Um
marga tugi Parísarhunda, sem
fólk á leið í sumarleyfi hefði að
venju skilið eftir úti á gadd-
inum fyrir lögregluna í þeirri
visu borg að kljást við, varðaði
hana ekki. En svona var nú
fréttin, sem einhver velviljaður
landi okkar hafði sent til þessa
lands um umræður í borgar-
stjórn Reykjavíkur i vikunni
áður, þar sem borgarfulltrúar
samþykktu að hætta nú ekki
við 25 ára gamalt bann á að
halda hunda í borginni með
mótatkvæðum 2ja aðalfulltrúa
og 2ja varaborgarfulltrúa, sem
sátu fundinn vegna forfalla
annarra. Nema franskir frétta-
ritarar séu farnir að sitja á pöll-
unum hjá okkur á borgarstjórn-
arfundum í leit að stórfréttum.
En Madame Duval var alveg
eftir ELÍNU
PÁLMADÓTTUR
óvitandi um nýafstaðinn
borgarstjórnarfund og kunni
því engar skýringar á fyrr-
nefndri furðufrétt.
Hinum megin við borðið hjá
henni sat svartur maður og grét
og barmaði sér. Hann kvaðst
vera flóttamaður frá Biafra og
vita peningalaus. Rauði kross-
inn og aðrar hjálparstofnanir
væru hættar að sjá fyrir flótta-
mönnum úr hans landi. Þær
sinntu nú engu nema flótta-
fólki frá Viet Nam. Hann ætti
engan eyri og þyrfti að komast
til London. Sendiherrann
sjálfur var búinn að gefa
honum upphæð, sem hann taldi
ekki duga sér. Og því grét hann.
Þetta var meiri uppákoman. Til
að Iosna og heyra f reiðu kon-
unni, stakk Madame Duval í
örvæntingu sinni hendinni
ofan i veskið sitt og rétti Surti
100 franka (3.800 kr.). En
meðan hún var að reyna að sefa
konuna I simanum, rifjaðist
upp fyrir mér atvik frá landi
þessa ágæta svertingja, sem
hefur vist deyft obbolitið trú
mina á tárunum — svo ljótt
sem það pú er.
Þá var ég af sannfæringar-
krafti trúboðans að reyna á
vörusýningu i Lagos að sann-
færa Nigeríumenn um að þeir
ættu að kaupa af okkur skreið.
Ömar heitinn Tómasson flug-
maður hafði í fjarveru sinni
lánaö mér húsið sitt utan við
borgina og bílinn. Og þar sem
allir höfðu ráðið mér frá að aka
sjálf gegnum æðandi markaðs-
umferðina, þar sem öll óhöpp
yrðu óhjákvæmilega hvítu kon-
unni að kenna, þá leigði ég mér
bílstjóra til snúninga. Daginn,
sem ég ætlaði svo að lokka
skreiðarkaupmenn til að horfa
á kvikmyndina um það hversu
vel við verkum skreiðina og
hversu hreint og tært allt er á
Islandi, með þvi að bjóða upp á
drykk á eftir, og þurfti mest á
bflstjóranum að halda i undir-
búninginn, hringdi hann.
Barnið hans hafði dáið um nótt-
ina og hann gæti ekki komið.
Hann átti alla mína samúð. Er
ég svo tjáði vini mínum, Norð-
manninum Rune Solberg, vand-
ræði mín, hló hann dátt og
spurði hvort ég tryði þessu. Að
plata hvíta manninn þætti bara
sniðugt, ef hann væri svona vit-
laus. Ég varð auðvitað fokvond
yfir svona miskunnarleysi. En
hann kvaðst svo sannarlega
skyldu sanna mér þetta, þegar
vandamál dagsins væru afstað-
in. En þau voru m.a. í því fólgin
að passa áfengið i veizlunni.
Trúverðugur þjónn hans, Ibó-
inn James, sat á birgðunum og
lét engan þjón fá flösku nema
út á aðra tóma. Kunningjakona
mín, forstjóri Hong Kong sendi-
nefndarinnar, hafði ekki verið
svo klók að fá igildi Ibóans
heiðarlega, i sínu boði. Þegar
þjónarnir voru svo að bera út
goskassana að því loknu, bað
hún þá fyrirvaralaust um að
bera einn kassann inn i sina
skrifstofu, sem hún læsti. Næst
þegar hún bauð manni sóda-
vatn, reyndist óblandað áfengi
á flöskunni, sem þjónarnir
höfðu tappað á sódaflöskurnar,
til eigin betri nota síðar. En
áfengis íslenzku vörusýningar-
nefndarinnar og skreiðarsam-
lagsins var gætt og fór aðeins
ofan i verðuga. skreiðarkaup-
menn. Daginn eftir kom í ljós
við könnun, að bílstjórinn minn
átti ekki einu sinni barn. En
það gilti einu. Þetta var barn
bróður hans og barn bróðurins
er sama og manns eigið barn,
sagði hann ásakandi. Að sjálf-
sögðu. En þetta barn hafði bara
ekki dáið, aðeins fengið maga-
kveisu og læknir verið sóttur
um nóttina. Svo var það heldur
ekki bróðir hans í holdinu, sem
í hlut átti, heldur maður frá
sama þorpi og maður úr sama
þorpi er sama'og bróðir manns.
Skilurðu það ekki? sagði hann
með sorgarsvip og tár i aug-
unum. Og ég var auðvitað harð-
brjósta vond kona i málinu. En
það er ljótt að láta vonda
reynslu vera að læðast í
hugarin, þegar tár blikar, og
vitna hérmeð upphátt um þá
hugrenningasynd. Það ku
gefast vel.
Nú hafði Madame Duval
lokið samtalinu við reiðu kon-
una í símanum, og er hún
heyrði málavexti, sagði hún: —
Látið þið aldrei ýta ykkur út í
að leyfa hunda í Reykjavík. Ég
er búin að búa alla ævi við þá
plágu hér í París og nú er
ekkert hægt að gera lengur. Við
verðum að ganga í hundaskít á
götunum og banna börnunum
að leika sér i görðunum. Ég sá
hvað hún átti við, er út kom.
Raunar hefi ég sjálf byggt mína
skoðun, að hundar eigi ekki
heima í þéttbýli, á því, að ég
hefi sjálf búið í slíkum borgum.
Islenzka konan, sem með mér
var og ekki vön sliku úr Kópa-
vogi, vék með viðbjóði til hliðar
og sagði: — Hvaó er þetta? Stór
kiessa, sem líktist mannaskít,
var á gangstéttinni. Og siðar
sáum við fleiri dellur.
En þetta flokkast bara undir
mannréttindi, heyrist nú i
islenzkum fjölmiðlum. Að
manni skildi ekki detta það i
hug fyrr. Þetta þurfa auðvitað
allir að gera. I sumum Afríku-
löndum hefi ég séð menn
bregða upp um sig viðu skyrtu-
kjólunum sinum og setjast á
hækjur sínar, þar sem þeir
eru komnir. Og auðvitaö væru
mannréltindi brotin með því að
amast við þvi. Þetta þurfa allar
skepnur að gera. Vissulega er
brot á mannréttindum að
banna eigendum að halda i
sambýli í borgum skepnur sem
auðvitað þurfa að ganga örna
sinna. Að sjálfsögðu var það
brot á mannréttindum, þegar
stjórnendur Singaporeborgar
voru að hreinsa út fallegu skit-
ugu fátækrahverfin og flytja
fólkið í sérbyggðar blokkíbúðir
fyrir láglaunafólk og banna þvi
að flytja inn með sér skepnurn-
ar sinar. Það gat auðvitað ekkí
skilið af hverju þvi væri mein-
að að hafa með sér í nýju rúm-
góðu íbúðina hænsnin sin, svín-
in, geiturnar og önnur dýr og
fara með þau upp i lyftunni.
Nóg pláss á göngunum og svöl-
unum. Nú skil ég þetta betur en
þegar ég brosti að því þar. Það
er auðvitað skortur á mannrétt-
indum að leyfa fólki ekki að
hafa hjá sér dýr i borgum.
Hesta í bílskúrana, kýr i
kjallarana, hunda i íbúðirnar,
litlu sætu mýsnar með bláu
augun í eldhússkápinn o.s.frv.
Allt á þetta auðvitað sama rétt
og maðurinn á fallegu húsun-
um og steyptu götunum.
Auðvitað á maður að hafa hið
rétta hugarfar og segja eins og i
sögu Sverris Kristjánssonar af
manninum góða sem ekki má
nefna, sem sagði: „Skönt jeg
har hovedet i de höjere sociale
afærer, sa har jeg dog altid
staet með begge bene i
sumpen." Maður getur alltaf
Framhald á bls.4.
um að hann starfaði i Kina á þeim
árum, sem Stalin var að reyna að
leggja Iandið undir veldi sitt — og
má gera sér í hugarlund hvaða
hlutverk honum er ætlað hér á
landi.
Morgunblaðið hefur minnzt á
fleiri sovézka njósnara í sendiráð-
inu hér, sem minnzt er á í bók
John Barrons. Ekki er að undra,
þótt venjulegt fólk spyrji: Hvað
er eiginlega á seyði? Hver er ætl-
unin með því að fylla Island af
sovézkum njósnurum? Hefur ut-
anrikisráðuneytið ekkert við það
að athuga, eða er þvi gjörsamlega
ókunnugt um þá útlendinga, sem
hingað eru sendir. Eða kannski
sama um fortíð þeirra?
Þjóðskáld Islendinga, Tómas
Guðmundsson spyr í einu ljóða
sinna: Hvað er í pokanum? Hefur
engum opinberum starfsmanni
dottið I hug að spyrja sovézka
sendiráðsmenn þessarar spurn-
ingar? I sambandi við hinar
miklu húseignir sovézka sendi-
ráðsins í Reykjavík mætti einnig
spyrja: Hvað er í kjallaranum?
Einu sinni var um það rætt að
Rússar skyldu hafa jafn mikil um-
svif hér á landi og íslenzka sendi-
ráðið í Moskvu. Hvað skyldi líða
þeim fyrirætlunum? Hvernig
væri að þeir, sem um þessi mál
eiga að fjalla og bera ábyrgð á
diplómatískum samskiptum Is-
lands og Sovétrikjanna hlustuðu,
þó ekki væri nema kvöldstund á
þá sem gerst þekkja til, þ.e. full-
trúa Maos á Islandi?
Solzhenitsyn
og Kissinger
En segja má minni spámönnum
til afsökunar, að jafnvel hinir
meiri, eins og Kissinger, virðast
ekki alltaf gera sér grein fyrir
hættunni af heimsvaldastefnu
Sovétríkjanna. Hann hefur verið i
óðaönn að framfylgja „détente“-
stefnu sinni og er ekkert við það
að athuga, ef hún ber þann árang-
ur, annars vegar að tryggja frið í
heiminum og hins vegar að
vernda frelsi lýðræðisþjóðanna.
Kissinger.
En ýmsir eru farnir að efast,
a.m.k. um hið síðarnefnda. Bitur
reynsla verður blekkingunni yfir-
sterkari. Og sú stefna, sem Kiss-
inger hefur framfylgt hefur alls
ekki sannfært lýðræðissinnað
fólk i heiminum um, að hann hafi
alltaf á réttu að standa. Þvert á
móti eru margir þeirrar skoðunar,
að stefna hans sé að verða lýðræð-
isrikjunum stórháskaleg. Hann
þarfnast aðhalds ekki síður en
minni spámenn. Og afstaða hans
til Solzhenitsyns er stórlega
ámælisverð, hvað sem öðru líður.
Auðvitað getur Kissinger varað
við því, sem Solzhenitsyn heldur
fram. En raunsætt fólk hlustar þó
fremur á skáldið með alla reynsl-
una að baki en pragmatiskan póli-
tíkus, sem hefur látið kommún-
ista leika hrapallega á sig, a.m.k. i
Asiu. Viðvörun Solzhenitsyns er
merkari viðburður í nútímasögu
en undansláttarstefna Kissingers.
Það má vel vera, að stjórnmála-
mönnum þyki ekki henta að
hlusta á raddir mikilla skálda,
þegar stjórnmál eru annars vegar.
En slíkt getur leitt til mistaka,
jafnvel náttúruslysa, ekki sízt
þegar hundsaðar eru skoðanir
manna eins og Solzhenitsyn.
Hann er öðrum mönnum hug-
rakkari, orð hans eru kyndlar í
myrkri villuráfandi fólks á Vest-
urlöndum. Samanborið við
reynslu hans eru ferðir Kissing-
ers um heiminn likastar því að
börn fleyti kerlingar á grunnu
vatni. Menn eins og Kissinger
ættu að fara varlega í að skella
skollaeyrum við reynslu og raun-
sæi mikilmenna á borð við
Solzhenitsyn.
Það var móðgun við hvern
lýðræðissinna þegar Kissinger
ráðlagði Ford Bandaríkjaforseta,
leiðtoga mestu lýðræðisþjóðar
heimsins, að bjóða ekki
Solzhenitsyn, hugrakkasta for-
mælanda frelsis i heiminum, að
heimsækja hann I Hvita húsinu. I
Reutersfrétt frá Milwaukee, sem
birtist i Morgunblaðinu um blaða-
mannafund Kissingers, segir m.a.
að Hann teldi, „að sovézki Nóbels-
höfundurinn væri að hvetja til
þess, að Bandarikin hæfu árásar-
gjarnari stefnu gagnvart Sovét-
rikjunum, sem ætlað væri að koll-
steypa sovézka stjórnarfarinu."
„Ég álit, að ef skoðanir hans yrðu
að stefnu Bandarikjanna, stæðum
við frammi fy-rir verulegri hættu
á hernaðarátökum.“ Og í franska
stórblaðinu Le Monde segir m.a.
um þennan sama fund, að Kiss-
inger hafi sagt, að slíkur fundur
Fords og Solzhenitsyns hefði
„neikvæð táknræn áhrif“ og
varað við þvi að Solzhenitsyn
teldi „détente“ ógnun, og hann
álíti enn fremur, að Bandarikin
eigi að reka miklu harðari pólitík
til að'velta Sovétskipulaginu. „Og
miðað við nútíma vopnabúnað, þá
mundi slikt hafa afleiðingar, sem
hvorki bandaríska þjóðin né
heimurinn i heild gætu
meðtekið," hefur Le Monde enn-
fremur eftir bandaríska utan-
rikisráðherranum. Og Le Monde
heldur áfram: „Þessi hreinskilna
skoðun Kissingers á eflaust eftir
að valda honum auknum
erfiðleikum varðandi þingið, en
þar hafði afsvar Fords forseta við
að hitta rússneska rithöfundinn
þegar haft í för með sér andstöðu.
Andstæðingar utanrikisráð-
herrans hafna þessum ýkta þrýst-
ingi, sem hann, að þeirra áliti,
beitir við Ford forseta. Það var
raunar fyrir skyndilega beiðni
Kissingers að Ford forseti af-
þakkaði í síðustu viku þátttöku í
kvöldverðarboði sambands AFL-
CIO (verkalýðssamband Banda-
rikjanna) sem haldið var til
heiðurs Solzhenitsyn. Varnar-
málaráðherrann Schlesinger og
Moynihan, hinn nýi sendiherra
I Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, létu ráðleggingar
utanríkisráðherrans sem vind um
eyru þjóta og voru mættir í
kvöldverðaboðinu til að hlusta á
Solzhenitsyn."
I þessu boði flutti Solzhenitsyn
hina frægu ræðu sina, sem birtist
i Morgunblaðinu í heild sl. sunnu-
dag og mikla athygli hefur vakið
víða um heim. Að vísu hefur Ford
Bandaríkjaforseti sagt siðar, að
rithöfundurinn geti komið í heim-
sókn til Hvita hússins. En hverj-
um dettur I hug, að Solzhenitsyn
komi skriðandi á fund forystu-
manns Bandarikjanna, svo stoltur
og hreinskiptinn maður sem hann
er. Vegna framkomu bandariska
| utanrikisráðherrans veit hann að
hann er ekki velkominn i Hvita
húsið. Og nú sitja leiðtogar Rússa
og Bandaríkjanna við sama
heygarðshornið — og vara heim-
inn við þeim boðskap, sem
Solzhenitsyn flytur ráðvilltu
mannkyni(!) Það er ekki undar-
legt, þó að Kínverjum lítist ekki á
blikuna(!)
Veit hvað
hann syngur
En hvað hefur Solzhenitsyn
sagt um „détente"? Ekkert, sem
sannur lýðræðissinni ætti að
fárast út af. I Washingtonræð-
unni komst hann m.a. svo að orði:
„Virkileg ,,détente“ hefur þrjú
einkenni. I fyrsta lagi afvopnun,
þ.e. ekki einungis varðandi vopn
til að eyða öðrum ríkjum, heldur
lika varðandi ofbeldi gagnvart
eigin þjóð. I öðru lagi er það skil-
yrði, að „détente" sé ekki byggð á
brosum, á orðum, heldur á traust-
um grunni og muni ekki hverfa
eins og dögg fyrir sólu. I þessum
tilgangi er nauðsynlegt, að hinn
samningsaðilinn hafi eitthvert
vald yfir árásum, vald almenn-
ingsálitsins, frjálsra fjölmiðla
frjálskjörins þings. Ef ekkert
slíkt vald er fyrir hendi er engin
trygging til.... Hvers konar
„détente" er um að ræða, þegar
þeir nota ómannúðlegan áróður,
sem i Sovétríkjunum er kallaður
„hugmyndafræði — strið“?
„Détente" krefst vinsemdar.
Hættum hugmyndafræðilegum
styrjöldum." Og ennfremur:
„Ykkur er sagt — og þetta skal
vera siðasta tilvitnun mín í orð
leiðtoga ykkar, að vald án
nokkurrar tilraunar til sátta muni
leiða til heimsátaka. En ég segi,
að vald með sífelldri undanláts-
semi er alls ekkert vald.“
Hver getur borið brigður á
þessi ummæli? Enginn. Það hefur
margsýnt sig, að undanlátssemi
getur verið hættulegri en
ákveðni.
Solzhenitsyn bendir einnig á, að
einungis ákveðni geri kleift
að standast árásir kommúnísks
alræðis, eins og hann kemst að
orði. Og hann bendir á dæmi þess
efnis: Finnland 1939, Berlín 1948,
Kórea 1950, eldflaugamálið á
Kúbu 1962. „Aftur kom ákveðni
og staðfesta í veg fyrir heims-
átök,“ segir hann réttilega.
Menn skyldu svo sannarlega
hlusta á orð Nóbelsskáldsins
rússneska. Hann hæddist að
vopnahléinu í Vietnam. Allir vita,
að ástæða var til þess. „Hver
venjulegur borgari i Sovétrikjun-
um skildi, að þetta var aðeins
kænt bragð, sem gerði Norður-
Vietnömum kleift að taka Suður-
Vietnam, þegar þeir vildu,“ segir
skáldið. „Og svo allt i einu var
friðarverðlaunum Nóbels
úthlutað fyrir þetta. Sá friður er
sorglegur og kaldhæðnislegur."
Það má mikið vera, ef Kissinger
hefir ekki sviðið undan þessum
orðum.
Menn skyldu hlusta 'á rödd
Solzhenitsyns. Eða hefur hann
sagt eitthvað, sem ekki á við rök
að styðjast? Stangast fullyrðingar
hans og skoðanir á við reynslu-
þekkingu og staðreyndir? Nei,
öðru nær. I fyrrnefndri ræðu seg-
Framhald á bls. 39