Morgunblaðið - 27.07.1975, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975
Khieu Samphan, sem er sagður foringi kambódfskra kommúnista en virðist valdalftill, og Sihanouk fursti, sem er þjóðhöfðingi að
nafninu til en er erlendis.
FPásögn
New York Tlmes
byggð á
vlðlðlum vlð
fjölda fiðttamanna
Ógnaröld og glundroðakennt byltingarástand ríkir í
Kambódfu eftir sigur kommúnista og þjóðin er óðum að
hverfa aftur til frumstæðra Iffshátta fyrri alda. Bæir
landsins hafa tæmzt af fólki og milljónir landsmanna
hafa verið settar f nauðungarvinnu.
*
Þannig hljóða lýsingar kambódfskra flóttamanna að
sögn Henry Kamm, fréttamanns New York Times, sem
kannað hefur ástandið samkvæmt upplýsingum þeirra.
Þar sem Kambódfa er lokað land koma að heita má einu
upplýsingarnar þaðan frá flóttamönnunum. En frásögn-
um þeirra ber merkilega vel saman, segir Kamm sem
gerði sér sérstakt far um að sannprófa þær með saman-
burði. Frásögn Kamms fer hér á eftir f aðalatriðum.
*
Fyrstu viðbrögð flestra Kambódfumanna eftir sigur
kommúnista var léttir vegna þess að strfðinu var lokið.
En við tók skelfing þegar tilkynnt var um nauðungar-
flutninga flestra landsmanna frá flestum byggðum
svæðum. Þeir hófust sums staðar, til dæmis í höfuðborg-
inni Phnom Penh, strax eftir sigurinn, en annars staðar
að nokkrum dögum liðnum.
*
Aðeins þorp, sem hafa verið lengi á valdi kommúnista,
virðast hafa sloppið. Einu lýsingarnar á þorpum, sem
eru enn byggð upprunalegum íbúum, koma frá flótta-
mönnum, sem flýðu um héruðin Kompong Thom og
Siem Rep, sem hafa verið á valdi kommúnista síðan
1970. Bæir Kambódfu eru sagðir auðir af fólki nema
fámennum hópum kommúnistahermanna sem gróður-
setja bananatré umhverfis hallir, opinberar byggingar
og minnismerki og á öllum ræktanlegum svæðum. Sama
sem engin umferð er á malbikuðum vegum og flest þorp
við þá sama sem mannauð.
Englr penlngar
Flestir landsmenn, sem eru sjö
milljónir, virðast stunda nauð-
ungarvinnu sem er f því fólgin að
ryðja burtu frumskógum, trjá-
gróðri og runnum og undirbúa
jarðveginn fyrir hrfsgrjón'arækt |
en margir akrar, sem hafa lengi
verið ræktaðir eru komnir i
órækt, vegna þess að þeir eru
nálægt stöðum, sem búið hefur
verið á til þessa, eða mikilvægum
vegum. Peningar eru ekki lengur
notaðir og heldur ekki lyf þvf þær
litlu birgðir, sem voru til voru
skildar eftir f bæjum. Börn eru
sögð fylgjast með störfum hinna
fullorðnu og kæra þá ef þeim
verður á mistök til yfirvalda
kommúnista sem refsa þeim.
Kambódfumönnum er sagt að
segja fyrir fullt og allt skilið við
fortíðina og allar venjur sem
henni fylgdu, að állir séu jafnir
og ráði sjálfir örlögum sínum, að
Kambódfumenn hafi sigrað alla
erlenda óvini, einkum Banda-
ríkjamenn, en eftir sé aó sigra
óvinina heima fyrir. Þeir sem
veita viðnám eru varaðir við því
að þeir verði kramdir undir „bylt-
ingarhjólinu", vígorð sem stagast
er á. Karlmenn má aðeins ávarpa
„Samak Mit“ og konur „Mit
Neary“, ávörpum sem jafngilda
ávarpinu „félagi“, þéringar eru
bannaðar ásamt þvi um lfku.
Kambódiumenn starfa undir
stjórn kerfis, sem er fjarlægt og
nafnlaust og almennt kallað Ang-
ka sem merkir „Samtökin". Sagt
er að Angka sé kommúnistaflokk-
ur Kambódíu og hann stjórnar
byltingarhernum. Svo til enginn
flóttamaður hefur nokkru sinni
séð háttsettari starfsmann Angka
en þá sem eru yfir ákveðnu þorpL
eða svæði og kann ekki að nefna
nöfn eða dvalarstaði háttsettra
leiðtoga. Ekki er vitað hvort Kam-
bódía hefur höfuðborg eða hvort
stjórnardeildir eru starfandi en
þó er landinu stjórnað úr einni
miðstöð því lýsingum frá ýmsum
hlutum Kambódfu ber saman um
að fylgt er samræmdri stefnu. En
stefnan er mótuð á stöðum, sem
eru langt fyrir ofan almúgann, af
mönnum sem enginn þekkir og í
miðstöð, sem ekki er vitað hver
er.
Engin viðtækl
Enginn hefur séð eða heyrt
bein fyrirmæli frá ákveðinni
valdamiðstöð. Enginn venjulegur
Kambódíumaður kemur frá svæði
þar sem ekki er rafmagnslaust, og
ferðaútvarpstæki eru ekki notuðj
þar sem rafhlöður þeirra eru
orðnar ónýtar. Engin prentuð
gögn virðast vera í umferð. Fólkið
sér aðeins kornunga kommúnista-
hermenn klædda svörtum ein-
kennisbúningum sem hafa eftirlit
með starfi þeirra. Sjaldan er vitað
hvað þeir heita, þeir eru fámálir
og ókunnugir menn, sem stund-
um koma og segja fólkinu hvers
Kambódía vænti af borgurunum,
eru lika nafnlausir.
Langflestir flóttamennirnir eru
ólæsir og óskrifandi almúgamenn
eins og langflestir íbúar Kambód-
íu, yfirleitt sveitafólk fremur en
bæjarbúar. Margir eru tattóverað-
ir áletrunum á sanskrft, sem eiga
að verja þá gegn göldrufn, og það
sýnir að langmest fer fyrir
ómenntuðu og hjátrúarfullu fólki.
Þeir ákváðu sjálfir að flýja þótt
því fylgdi mikil áhætta þvf þeir
urðu að ganga langar leiðir gegn-
um frumskóga og áttu von á þvf
að þeir yrðu handteknir eða fær-
ust á flóttanum. Þeir stjórnuðust
af ótta: ótta við Angka, ótta við
hungur, ótta um að deyja af völd-
um of erfiðrar vinnu, vosbúðar og
skorts á hjúkrunargögnum og ótta
um að verða myrtir af Angka.
Hrætt tðlk
Allir flóttamennirnir tala um
morð kommúnistahermanna.
Margir staðhæfa að þeir hafi ver-
ið vitni að slikum morðum og
flestir segjast hafa séð lík fólks
sem hafi dáið með vofveiflegum
hætti. Enga slíka staðhæfingu er
hægt að sannprófa. Eina sönnun-
in er óumdeilanleg hræðsla
þeirra sem flýðu, ótti sem þeir
segja að öll þjóðin hafi verið hald-
in sfðan 17. apríl, daginn sem
Phnom Penh féll.
Dæmi: Ölæs fyrrverandi her-
maður (nafn hans er ekki hægt að
birta og kona hans voru við vinnu
sína á akri hjá þorpi þeirra
skammt frá Samrong , fylkishöf-
uðstað í Norðvesturhorni landsins
nálægt thailenzku landamærun-
um, 3. júlí. Móðir hans kom hlaup-
andi til þeirra og sagði að komm-
únistahermenn hefðu komið og
spurt eftir honum. „Þetta hafði
komið fyrir aðra hermenn og þeir
komu aldrei aftur,“ sagði hann.
Milljónir vlð vinnu I