Morgunblaðið - 27.07.1975, Page 31
31
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1975
Hermönnum kommúnista fagnað eftir fall Phnom Penh. Skömmu sfðar voru allir
borgarbúar fluttir nauðungarflutningum úr borginni. I sfðasta mánuði voru 400
verkamenn f Phnom Penh að sögn sjðnarvotta.
Rldflaugaárás á borgina, ðbreyttir borgarar hlaupa
Byltlngarglundroðl að
bakl bambustlaldslns
Hermenn kambðdfskra kommúnista hjá landamnrum Thailands.
Brottflutningur Bandarfkjamanna.
„Rétt áður höfðu þeir komið til
vinar míns. Ég held að þeir hafi
myrt hann og sfðan hafi þeir ætl-
að að myrða mig. Móðir mín varj
óttaslegin."
„Ég var svo máttlaus i hnján-|
um af ótta að ég gat ekki staðið,“
sagði kona hans. Þau flýðu bæði
til skógar og komust við illan leik
yfir landamærin tveimur dögum
siðar. Þau kvöddu ekki börn sin,
sem eru á aldrinum níu mánaða
til 13 ára.
Chan Sam On, sem ók hjóla-
kerru i Phnom Penh, flýði út í
frumskóginn ásamt konu sinni af
því hann var hræddur. Hann sá
ekki hermenn kommúnista vinna
hryðjuverk eftir að hann var
neyddur til að yfirgefa höfuð-
borgina fótgangandi ásamt öðrum
borgarbúum strax eftir fall borg-
arinnar, en hann kveðst hafa
heyrt margar sögur sem hann
trúi. Hann sagði að hann og kona
sín hefðu orðið að vinna stöðugt,
að þau hefðu aldrei fengið nægan
mat og að hann hefði séð fólk
deyja umvörpum án þess að fá
lyf.
Duong Samoueung, fyrrver-
andi hermaður, er enn dasaður
því stutt er síðan hann flýði yfir
landamærin. Eina von hans er sú
að hann fái rúm á öðru fiskiskipi.
Hann er tattóveraður og ólæs.
Hann flýði af því honum fannst
ástandið „óbærilegt" og af því;
hann „óttaðist að verða myrtur". j
„Það er svo fátt sem menn mega
gera að enginn veit fyrir hvað
hahn getur verið skotinn," sagði
hann. Flóttinn tók sjö daga og á
miðri leið sá • herflokkur tvo
menn, sem voru f fylgd með hon-
um. Hann komst einn undan.
Eklð r rúmum
Bæði fólk frá Phnom Penh og
minni bæjum og þorpum segir að
fjöldaflutningarnir frá þessum
stöðum hafi verið algerir. Am,
Lavuth 22 ára nemandi, segir að í
fólksflutningunum norður á bóg-
inn hafi sjúklingum verið ekið á
sjúkrarúmum sem þeir lágu í.
Hann sá fyrstu morðin þegar
tværkonurúr herliði kommúnista j
spurðu karlmenn úr fjölskyldu-
hóp skammt á undan hvort þeir
væru hermenn. Hann sá fimm
menn ganga að vegarbrúninni þar
sem þeim var skipað að setja
hendur fyrir aftan bak. Síðan
skutu konurnar þá til bana hvern
af öðrum. Am Lavuth segir að
fleiri svipaðir atburðir hafi gerzt
á göngunni og slíkar sögur koma
fyrir aftur og aftur i lýsingum áj
nauðungarflutningum frá mörg-;
um öðrum stöðum i Kambódíu.
Frásögnum ber saman um að
veikt fólk, gamalt og ungt, hafi
lagzt niður við vegarbrúnina og
sagt skyldfólki sínu að halda
áfram. Almennt er gengið út frá
þvf að margt af því hafi dáið við
vegina.
Fólk fékk aðeins að hafa með-
ferðis það sem það gat borið. Þvi
tóku margir aðeins með sér ung
börn eða aldraða ættingja og ekk-
ert annað. Flestir tóku aðeins með
sér matvæii. Þegar striðinu lauk
var sennilega um fjórðungur íbúa
Kambódíu samankominn i Phnom
Penh því að þangað hafði legið
stöðugur straumur flóttamanna.
Fyrst var fólkinu skipað að halda
i átt til fyrri heimkynna. Þegar
fólkinu hafði verið safnað saman
á ákveðnum stöðum nokkrum
dögum sfðar var þvi hins vegar
skipað að fara i átt til þorpa sem
það var fætt í. Ibúar Battambang
og Pailin, tveggja fylkishöfuð-
borga sem erutengdarsaman með
fimmtfu mílna löngum vegi, voru
reknir eftir þeim vegi úr sitt
hvorri áttinni þar til safnazt
höfðu saman tugir þúsunda
manna við vegartálma skammt
frá þorpinu Khum Sneng.
Landnámi lýst
Soeng Boun Loeun, sem hafði
þá atvinnu að grafa eftir
gimsteinum og er frá Pailin sagði
að fólkinu hefði verið skipað að,
fara út i þykkan skóg sem vegur-
inn lá í gegnum. Fólkinu var skip-
að að rækta og nema land á þrem-
ur nálægum hæðum og hann telur
að 20.000 manns hafi verið í|
hverjum hóp. Hann lýsti i
smáatriðum þessu nauðungar-
landnámi, og frá sams konar
nauðungarlandnámi segir i frá-
sögnum frá fleiri landshlutum.
Sex menn sem flýðu með honum
staðfestu orð hans.
Hópur Soeng Boun Loeuns
kom til skógarsvæðis um 36 km
frá veginum. Fólkinu var skipað
að reisa byrgi sem áttu að mynda
stóran hring umhverfis hæðina.
Þvi var skipt i hópa 10 ungra karl-
manna eða 10 ungra kvenna eða
fjölskylduhóp með 10 fullorðnum
hver að viðbættum börnum. Hver
hópur fékk úthlutað tíu ekra
stóru svæði þöktu frumskógi eða
runnagróðri sem þvi var skipað að
ryðja og búa undir hrísgrjóna-
rækt. Á það var sífellt lögð
áherzla að Kambódiumenn yrðu
að vera sjálfum sér nógir. Fólkinu
var sagt að það yrði sjálft að búa
til nauðsynleg verkfæri og finna
þau hjálpartæki sem kæmu þvf að
notum. Margir urðu að vinna ber-
um höndum.
Matarskammturinn var ein
dós af hrisgrjónum á dag ásamt
lítilsháttar salti. öllum var sagt
að drýgja skammtinn með hvers-
konar ætilegum rótum sem hægt
væri að finna.
llnnlð frá 5
Dagurinn hófst þegar bjöllu
var hringt kl. 5 um morguninn.
Fólkið fékk tvo tima til að elda
ofan I sig, snæða og komast á
akurinn sem var í þriggja til
fjögurra kílómetra fjarlægð. Kl.
11 fengu þau hvíld og sneru aftur
til kofa sinna. Þau urðu að mæta
aftur á akrinum kl. 1 og unnu til
5.
Kommúnistaverðir höfðu
stundum eftirlit með þeim á
akrinum en piltar og stúlkur á
aldrinum 13 til 16 ára höfðu
stöðugt eftirlit með þeim. Ung
börn eru látin vinna létt land-
búnaðarstörf en unglingum er
sagt að vera útsendarar og
boðberar Angka, segja flótta-
mennirnir.
Eftir vinnuna á akrinum varð
fólkið að leita sér að fæðu i skóg-
inum til að drýgja matarskammt-
inn og bera vatn þriggja til
fjögurra kilómetra vegalengd.
Tvisvar eða þrisvar i viku var
bjöllunni hringt til að gera fólk-
inu viðvart um að það yrði að
sækja pólitísk innrætingar-
námskeið. Flóttamenn frá öðrum
svæðum endurtóku oft orð fyrir
orð það sem kom fram i lýsingu
Soeng Boun Louen á þessum
námskeiðum og það gefur til
kynna að leiðbeinendurnir hafi
starfað eftir fyrirmælum frá
einni miðstöð. Aðalatriði
pólitísku innrætingarinnar voru
þessi:
• Kambödiumenn verða að yf-
irgefa híbýli sín til að tryggja að
allir séu jafnir. Hreinsa verður
bæi og vegi vegna hefndaráforma
Bandaríkjamanna.
0 Landbúnaðurinn er undir-
stöðuatvinnuvegur og verður að
ganga fyrir allri annarri fram-
leiðslu. Þess vegna verða allir
Kambódiumenn að rækta hris-
grjón og önnur matvæli nú.
Seinna mun ríkisstjórnin kaupa
framleiðslu þeirra og peningar
verða aftur teknir i notkun.
0 Kambódíumenn munu smiða
bifreiðar sínar sjálfir og sin eigin
vopn, en iðnaðurinn verður
Framhald á bls. 33
rumskógum en varla sála á ferll l borgum og bælum