Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 33

Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975 33 — Kambódía Framhald af bls. 31 endurreistur síðar. Allir milliliðir og kaupmenn hverfa úr sögunni, Angka verður allsráðandi og lif fójksins verður skipulagt á sam- vinnugrundvelli. • Kambódía stendur utan valdablakka. Norodon Sihanouk fursti, þjóðhöfðingi landsins að nafninu til sem enn dvelst erlend- is, er bara maður og Angka starf- ar ekki i þágu eins manns heldur allrar þjóðarinnar. Einu fánarnir sem sjást i eftir- litsstöðvum á landamærunum eru rauðir og á þeim eru engin tákn. Fáni Sihanouks fursta sést hvergi. Flestir flóttamennirnir kannast við nafn Khieu Samphan aðstoðarforsætisráðherra, sem er sagður leiðtogi frelsisfylkingar- innar, en pólitísku leiðbeinend- urnir nefndu hann aðeins i fram- hjáhlaupi og án þess að leggja áherzlu á hlutverk hans. Aldrei er minnzt á Norður-Víetnama, sem veittu kambódiskum kommún- istum öflugan stuðning og háðu fyrstu orrusturnar fyrir þá, og Kínverja sem veittu útlagastjórn Sihanouks fursta hæli. Draugalegl Flóttamennirnir segja að það sem hafi stungið mest í augu hafi verið tortiming alls sem minnti á liðna sögu og bæir landsins auðir af fólki. Fólk sem fór um flesta stærstu bæi landsins i júní segir að þeir hafi verið auðir nema hvað þar hafi verið fámennir hópar kommúnistahermanna. Fréttir um eðlilegt athafnalíf hafa aðeins borizt frá bænum Kompong Chhnang þar sem unnið var við höfnina við Tonle Sap í maílok. Þar sá fyrrverandi nem- andi, Lean Chheng, menn vinna við uppskipun og útskipun á hrís- grjónum. En frá Phnom Penh, Battambang, Kompong Thom, Siem Reap, Sisophon, Pursat, Pailin og Kompong Speu hafa borizt lýsingar sjónarvotta á auðum götum, hrynjandi eða brunnum húsum, auðum markaðstorgum og draugalegri þögn, sem aðeins er rofin þegar fámennir hópar hermanna þramma um. Vegirnir sem tengja borgirnar saman eru auðir. Lean Meas Sarot kveðst hafa verið í Phnom Penh dagana 18. til 20. júní. Hann kom upphaflega frá Kompong Chhnang og fór I júníbyrjun til Prek Phnou, sem er um 16 km fyrir norðan höfuð- borgina. Hann telur að aðeins 400 menn hafi starfað í Phnom Penh þá og þeir bjuggu flestir í Prek Phnou. Hann var fluttur til Phnom Penh ásamt 12 viðgerðar- mönnum til að gera við 10 bifreiðar á verkstæði skammt frá aðaltorginu. Eftir venjulegan vinnutíma dag hvern urðu hann og félagar hans að gróðursetja bananatré ásamt kommúnista- hermönnum. Hann kveðst hafa hjálpað til við að gróðursetja trjáplöntur framan við konungshöllina, umhverfis minnismerkið um sjálfstæði Kambódíu og í görðum einkahúsa. Svipaðar fréttir um svipaðar gróðursetningarlhafabor- izt frá Battambang. Lean Mears Sarat sagði að aðrir verkamenn störfuðu í mjólkurverksmiðjum og við framleiðslu á rafhlöðum og sápu. Hann sagði að þegar hann hefði verið í Prek Phnou hefðu hráefni mjólkurverksmiðjunnar gengið til þurrðar, verksmiðjunni hefði verið lokað og verkamenn- irnir sendir burtu. Verium gggróðurJ verndumi land XgPj Vlðlæklum brennl H ann sagði að borgin virtist þrifaleg en mörg hús hefðu brunnið. Hann sagði að eldur hefði logað í Stung Kamboth skammt frá Prek Phnou þær tvær eða þrjár vikur sem hann hefði verið þar. Þarna brenndu kommúnistahermenn ýmsum munum sem þeir fluttu frá húsum borgarinnar i vöruflutn- ingabifreiðum og á uxakerrum. Þarna brenndu þeir sjónvarps- viðtækjum, útvarpsviðtækjum, fatnaði, bókum, skjölum og hús- gögnum, sagði hann. öðru hverju sá hann eina eða tvær flugvélar koma til lendingar á morgnana og fljúga burtu siðdegis sama dag og hann gizkaði á að valdamenn sætu á fundum. Hann kveðst hafa séð hóp óbreyttra kinverskra borgara, sem allir voru með skyrtuhnappa méð myndum af Mao, skoða markaðshverfið í fylgd með túlk. Lýsingarnar á byltingunni i Kambódiu gætu virzt ýkjukennd- ar, en menn sem hafa langa reynslu af landinu telja þær trúverðugar. Þannig bendir Frakki nokkur, sem þar hefur starfað lengi, á örlög sögu- frægasta staðar Kambódiu, konungshöfuðborgarinnar Angk- or. íbúarnir yfirgáfu hana snemma á fimmtándu öld og hún hvarf í frumskógunum. Hún fannst ekki aftur fyrr en franskir fornleifafræðingar vöktu athygli umheimsins á henni á síðustu öld. Fyrir aðeins fimm árum, þegar enn var auðvelt að ferðast um Kambódíu, var hægt að finna karla og konur sem höfðu lengi átt heima aðeins örfáa kilómetra frá Angkor Wat, aðalmusterinu, án þess að hafa litið það augum. Fjallabaksleið um verzlunarmannahelgina. Brottför frá B.S.Í. föstudag 1. ágúst kl. 20.00. Ekið í Galtalækjarskóg. 2. ágúst: Landmannalaugar og Eldgjá 3. ágúst: Eldgjá — Skaftártungur. 4. ágúst: Hjörleifshöfði — Vík — Fljótshlíð — Reykjavík. Verð kr. 5.400.00 Guðmundur Jónasson hf„ Borgartúni 34 — simar: 35215 og 31388 Enska — Þýzka — spænska — franska — italska — danska — sænska — norska — finnska — rússneska. "ÖIISRa spænska og danska, verð 2.1 00.-. Skrifið eða hringið i síma 94-3352 virka daga nema laugardaga klukkan 1 3 — 1 7. Lærið nýtt tungumál fyrir næstu utanlandsferð/ Salval pósthólf 46, ÍSAFIRÐI. hjólbaróar á m jög hagsfœöu verÖi TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBODIÐ Á ÍSLANDI H/E AUDBREKKU 44 SÍMI 42602 ÍJavMm VERK BYGGT • VEL BYGGT • VERK BYGGT • VEL BYGGT • VERK BYGGT • VEL BYGGT HUSBYGGJENDUR o 0 >- 00 5* oc 0 0 > 00 -1 UJ > h- 0 0 >- 00 cc UJ > SVEITAFELOG Verksmiöjuframleiösla er bygglngarmátl nútímans, sparar lé. fyrirhðfn og tvíverknaö Hús byggð samkvæmt byggingakerfi Verk h.f. er ódýrasta og fljótlegasta byggingaraðferðin í dag, nú þegar hafa verið byggð á annað hundrað hús. GETUM AFGREITT IMOKKUR HÚS FYRIR HAUSTIÐ. Gerum yður verðtilboð samdægurs. Höfum fjölbreytt úrval einbýlishúsa og raðhúsa- teikninga fyrirliggjandi, bygginganefnda og Verksmiðjuframleiðum steyptar útveggjaeiningar — glugga með ísettu tvöföldu gleri — þaksperrur — klædda þakgafla. Getum boðið hagkvæma flutninga hvert á land sem er. Sjáum um uppsettningu að öllu leyti eða aðstoðum við uppsetningu eftir óskum.. vinnuteinmgar. Athugið að þér getið verðtryggt fé yðar með samningi Hafið samband við sölumenn okkar strax < m i- oo -< Q o —I < m 73 * 00 o Q H < m t- 00 -< o O H 109A9 >IU3A • 199A9 13A • 199A9>IH3A • 199A9 13A • 1Ð0A9 >IB3A VERKhf Laugavegi 120 (Búnaðarbankahúsinu við Hlemm) Sími 25600 H 109A9 13A •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.