Morgunblaðið - 19.08.1975, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGUST 1975
I dag er þriðjudagurinn 19.
ágúst, sem er 231. dagur árs-
ins 1975. Árdegisflóð I
Reykjavík er kl. 04.58, en
síðdegisflóð kl. 17.21. Sólar-
upprás í Reykjavik er kl.
05.29 en sólarlag kl. 21.32.
Á Akureyri er sólarupprás kl.
05.03 en sólarlag kl. 21.26.
(Hcimitd: fslandsalmanakið).
Takið að yður hina trúar-
veiku, þó ekki til þess að
leggja dóm á skoðanir þeirra.
(Rómverjab. 14,1).
Lárétt: 1. und 3. róta 4.
iúra 8. ókennt 10. pjalta 11.
hald 12. óllkir 13. klaki 15.
knæpur.
Lóðrétt: 1. fulg 2. 2eins 4.
úrræöi 5. óiikir 6.. (mynd-
skýr.) 7. arka 9. sk.st. 14.
leit.
Lausn ásíðustu
Lárétt: 1. mær 3. áð 5. tarf
5 snar 8. Eó 9. flóa 11.
struku 12. ST 13. sló
Lóðrétt: 1. mata 2. æðar-
fugl 4. efndum 6 sessa 7.
nótt 10. ók.
Doktor í
„chiropractic”
Hinn 14. júií s.l. lauk
Guðmundur Gunnarsson
doktorsprófi í chiropractic
frá Palmer College of
Chiropractic I Danenport,
Iowa, en sá skóli er elztur
sinnar tegundar í Banda-
rlkjunum. Guðmundur
mun vera fyrsti Islending-
urinn, sem lýkur doktors-
prófi f þessari grein, sem
enn hefur ekki hlotið Is-
ienzkt heiti. Hann fluttist
árið 1964 til Lakevilie í
Massachusetts ásamt for-
eldrum sínum, Gerði Lúð-
víksdóttur og Gunnari
Guðmundssyni sem er
skiptjóri á eigin togara og
gerir út frá New Bedford.
Guðmundur, sem er að-
eins 23 ára, lauk prófi frá
Apponequet High School
árið 1970, en þar tók hann
mikinn þátt I íþrótta- og
félagslífi og var m.a. for-
maður skólafélagsins. Á
sumrum hefur hann stund-
að sjó og verið stýrimaður
hjá föður sínum.
G/eymid ökkur
einu sinni -
og þiö gleymid
þvi alarei /
BLÖO 0(3
TÍIVIAFtlT
Eimnciom s
EIMREIÐIN — 2. hefti
1975, er komin út. Eimreið-
in er að þessu sinni rúmar
170 sfður og prýdd fjölda
teikninga. I þessu hefti er
birt leikrit Hrafns Gunn-
laugssonar, Flugurnar f
glugganum. I þættinum Á
ritvellinum er greint frá
útkomu nokkurra bóka.
Smásaga er eftir Sidney
Hook, „Um hvað stóð kalda
stríðið". Baldur Guðlaugs-
son ritar grein um alþjóða-
mál.
PEIMISlAVIIMin 1
Á næsta sumri fara fram
í Montreal í Kanada sumar-
olympíuleikarnir 1976. Ný-
lega barst Mbl. bréf þar
sem sagt er frá stofnun
bréfaklúbbs fyrir þá, sem
vilja komast í bréfasam-
band við fólk á aldrinum
10 — 30 ára, sem býr í
Montreal eða nágrenni.
Þessi bréfaskipti eiga að
hefjast þegar bréf taka að
berast út og standa til 20.
maí 1976 og er gert ráð
fyrir að hver þátttakandi
fái eitt bréf í byrjun hvers
mánaðar á þessu tfmabili.
Þeir sem vilja taka þátt í
þessum bréfaklúbbi, þurfa
að senda bréf til Kanada
þar sem getið er nafns,-
kyns, heimilisfangs, fæð-
ingardags, og árs, sagt frá
helztu áhugamálum og ósk-
um um aldur og kyn
pennavina. Skrifa má bæði
á ensku og 'frönsku. Ekki
má senda lista með nöfn-
um heldur á hver þátttak-
andi að senda tvö eintök af
bréfi sínu. Utanáskriftin
er:
Mr. B. Simon,
2695 M’WiIIis Avenue,
St. Laurent, Quebec,
Canada, H4R1M5.
KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ
Gírónúmer
6 5 10 O
| IVIIIMIMIIMBARSPJOI-D
Minningarkort til styrktar
Áskirkju fást í Holtsapó-
teki og Bókaverzluninni
Kleppsvegi 152.
ÁPIMAO
HEILLA
Sjötug er f dag, 19. ágúst,
Karólfna Þórðárdóttir,
Austurgötu 26, Hafnar-
firði. Hún dvelst nú á Sól-
vangi, Hafnarfirði.
Áttræður er í dag, 19. ág-
úst, Þorvaldur Magnússon,
sjómaður. Hann dvelur nú
með konu sinni, Halldóru
Finnbjörnsdóttur, á Hrafn-
istu. Þorvaldur er einn
þeirra er lengsta togarasjó-
mennsku eiga að baki, og
hefur hann m.a. verið
sæmdur heiðursmerki Sjó-
mannadagsins. Mynd sú,
sem hér birtist að ofan, tók
Jón Kaldal og prýddi hún
m.a. Sjómannasögu Vil-
hjálms Þ. Gfslasonar.
PJÖNUSTR
LÆKNAROGLYFJABUÐIR
Vikuna 15.—21. ágúst er kvöld , helgar- og
næturþjónusta lyfjaverzlana í Reykjavik i
Laugarnesapóteki, en auk þess er Ingólfs-
apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar
nema sunnudag.
— Slysavarðstofan i BORGARSPITALAN
UM er opin allan sólarhringinn. Simi 81200.
— LÆKNASTOFUR eru lokaðar á laugar-
dögum og helgidögum, en hægt er að ná
sambandi við lækni á göngudeild Landspítal-
ans alla virka daga kl. 20—21 og á laugar-
dögum frá kl. 9—12 og 16—17, simi
21230. Göngudeild er lokuð á helgidögum. Á
virkum dögum kl. 8—17 er hægt að ná
sambandi við lækni I sfma Læknafélags
Reykjavikur, 11510, en þvi aðeins að ekki
náist í heimilislækni. Eftir kl. 17 er læknavakt
i sima 21230. Nánari upplýsingar um lyfja-
búðir og læknaþjónustu eru gefnar i símsvara
18888. — TANNLÆKNAVAKT á laugar-
dögum og helgidögum er i Heilsuverndarstöð-
inni kl. 17—18.
f júnf og júlf verður kynfræðsludeild Heilsu
verndarstöðvar Reykjavikur opin alla mánu-
daga milli kl. 17 og 18.30.
C liil/DAUIIC HEIMSÓKNARTÍM-
OJUIXnMnUo AR: Borgarspitalinn
Mánudag.—föstud. kl. 18.30 — 19.30,
laugard. — sunnud. kl. 13.30 — 14.30 og
18.30 — 19. Grendásdeild kl. 18.30 —
1 9.30 alla daga og kl1 3 — 1 7 á laugard. og
sunnud. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og
kl. 18.30— 19.30. Hvita bandið: Mánud. —
föstud. kl. 19—19.30, laugard.—sunnud. á
sama tima og kl. 15—16 — Fæðingarheimili
Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30—16.30. —
Kleppsspftali: Alla daga kl. 15—16 og 18.30
— 19.30 Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 —
17. — Kópavogshælið: E. umtali og kl.
15—17 á helgidögum. — Landakot: Mánud.
— laugard. kl. 18.30 — 19.30 sunnud. kl.
15—16. Heimsóknartfmi á barnadeild er alla
daga kl. 15—16. Landspitalinn: Alla daga
kl. 15—16 og 19.30. Fæðingar-
deildi kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspft-
ali Hringsins kl. 15—16 alla daga. — Sól-
vangur: Mánud. — laugard. kl. 15—16 og
19.30—20. — Vifilsstaðir: Daglega kl.
15.15 — 16.15 og kl. 19.30—20
CÖCM borgarbókasafn reykja-
OUrlM VÍKUR: sumartími — AÐAL-
SAFN, Þingholtsstræti 29. simi 12308. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 9—22. Laugar-
daga kl. 9—16. Lokað að sunnudögum. —
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, simi 36270.
Opið mánudaga til föstudaga kl. 14—21. —
HOFSVALLASAFN, Hofsvallagötu 16. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 16—19. —• SÓL-
HEIMASAFN, Sólheimum 27. simi 36814.
Opið mánudaga til föstudaga kl 14—21. —
BÓKABÍLAR, bækistöð I Bústaðasafni,
simi 36270. — BÓKIN HEIM, Sól-
heimasafni. Bóks og talbókaþjónusta
við aldraða, fatlaða og sjóndapra
Upplýsingar mánud. til föstud.
kl. 10—12 fsima 36814. — FARANDBÓKA-
SÖFN. Bókakassar lánaðir til skipa, heilsu-
hæla, stofnana o.fl. Afgreiðsla f Þingholts-
stræti 29A, sfmi 12308. — Engin barnadeild
er lengur opin en til kl. 19. — KJARVALS-
STAÐIR: Sýning á verkum Jóhannesar S.
Kjarvals er opin alla daga nema mánud. kl.
16—22. — KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
að Hjarðarhaga 26, 4 hæð t.h., er opið eftir
umtali. Sfmi 12204. — Bókasafnið f NOR-
RÆNA HÚSINU er opið mánud. — föstud. kl.
14—19, laugard. kl. 9—19. — AMERÍSKA
BÓKASAFNIÐ er opið alla virka daga kl.
13—18 nema mánudaga Veitingar i Dillons-
húsi. (Leið 10 frá Hlemmi). — ÁSGRÍMS-
SAFN Bergstaðastræti 74 er opið alla daga
nema laugardaga mánuðina júni, júlf og ágúst
kl. 13.30—16, Aðgangur er ókeypis. —
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið kl.
13.30—16 alla daga, nema mánudaga. —
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30—16.
— ÞJÓÐMINJASAFNIO er opið kl.
13.30—16 alla daga. — SÆDÝRASAFNIÐ
er opið alla daga kl. 10 til 19.
HANDRITASAFNIÐ eropiðalla daga kl. 10 til
19. HANDRITASÝNING í Árnagarði er opin
þriðjud , fimmtud. og laugard. kl. 14—16 til
20. sept.
/ineTnn vaktþjónusta borgar-
AtlO I Ut) STOFNANA svarar alla virka
daga frá kl. 17 sfðdegis alla virka daga frá kl.
17 siðd. til kl. 8 árd. og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn Síminn er 27311.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitu-
kerfi borgarinnar og i þeim tilfellum öðrum
sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð
borgarstarfsmanna.
í nAP á&úst árið 1891 andaðist
I UHU Gestur Páisson (f. 1852).
Gestur lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1875
og fór til Hafnar og Iagði stund á guðfræði
en lauk ekki prófi. Ritstjóri Suðra f
Reykjavfk á árunum 1883—86, auk þess
starfaði hann við kennslu og skrifstofu-
störf. 1890 flyzt hann til Winnipeg og býr
þar til æviloka. Ritstýrði þar blaðinu
Heimskringlu. Gestur var atkvæðamesti
boðberi raunsæisstefnu í fslenzkum bók-
menntum og ruddi fremur öðrum braut í
fslenzkri smásagnagerð.
GENGISSKRÁNINC
i
NR. 150 - J8. ágiSat 1975.
lining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Banda rfkj«dolla r 159, 80 160, 20
1 Sterlingnpund 336,55 337,65 *
1 Kanadadolla r 153,75 154, 25 *
100 Danakar krónur 2679,25 2687,65 •
100 Norakar krónur 2922, 35 2931. 55 *
100 Saentkar krónur 3706. 50 3718, 10
100 Finnak mörk 4225, 05 4238. 35 *
100 Franakir írankar 3651,45 3662, 85
100 Bi-lg. frankar 416.95 418, 25
100 Sviaan. frankar 5989, 45 6008, 15 •
100 Gyllini 6040, 25 6059, 15 •
100 V. - Þýak mörk 6200, 25 6219,65 *
100 Lírur 23, 88 23,96 *
100 Auaturr. Sch. 880, 40 883. 20
100 Eacudoa 603, 15 605, 05 *
100 PtltUr 274, 50 275,40 *
100 Y en 53.60 53, 77 *
100 Reikningakrónur - Vöruakiptalönd 99. 86 100. u
1 Relkningadollar - Vöruakipta lond 159, 80 160. 20
* Hrtytlng íri •ftuitu ■kráningu