Morgunblaðið - 19.08.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975
15
MARTEINI Geirssyni miðverði
Fram og landsliðsins hefur nú
verið gert tilboð um að gerast
atvinnumaður f knattspyrnu með
v-þýzka Iiðinu Eintracht Frank-
Marteinn Geirsson — eitt bezta Ii8
Þýzkalands vill fá hann í slnar raðir.
furt. Lið þetta er eitt af sterkustu
og rfkustu liðum V-Þýzkalands og
f viðtali við Morgunblaðið í gær
sagði Marteinn að hann hefði
mjög mikinn áhuga á að komast
til þessa kunna liðs.
— Annars veit ég mjög litið um
þetta, sagði Marteinn. — Ég frétti
af þessu á laugardaginn og það er
vfst búið að skrifa um það í þýzku
blöðunum að ég sé á leið til liðs-
ins. Félagið sendir sennilega
njósnara á næstu leiki Framliðs-
ins og örugglega á landsleikina f
Belgíu ogFrakklandi í haust.
— Ég bíð spenntur eftir að
heyra eitthvað frá þessu félagi og
ég er mjög spenntur að komast í
atvinnumennsku hjá þvf.Ég hafði
ætlað mér að athuga með atvinnu-
mennsku í haust að keppnistfma-
bilinu hjá okkur loknu. Nú og
þegar tilboð eins og mér er sagt að
Frankfurt vilji gera mér, rekur á
fjörur manns, þá getur
maður ekki annað en orðið
ánægður. V-Þýzkaland er drauma-
staður fyrir knattspyrnumenn og
mig hafði einmitt dreymt um að
komast f atvinnumennsku þangað
eða þá til Belgfu eða HoIIands.
Marteinn sagðist reikna með að
heyra frá fulltrúum félagsins ein-
hvern næstu daga eða þá að fá
bréf frá þeim.
Úr leik FH og Aftureldingar I útimótinu.
Ið hann I marki Aftureldingarmanna.
LandsliSsþjðlfarinn, Viðar Símonarson, mundar knöttinn og andartaki sfSar
SPENNA I UTIMOTINU
ÚTIMÓTIÐ í handknattleik er vel
á veg komið og leikið er á
hverjum degi við Mýrarhúsaskól-
ann á Seltjarnarnesi. I A-riðli er
hörkukeppni þar sem þrjú lið,
Vfkingur, FH og Haukar eiga öll
möguleika á að komast i úrslitin. f
b-riðli standa Framararnir bezt að
vígi, en þeir unnu Vaf á sunnu-
daginn. Úrslit leikja f mótinu til
þessa hafa orðið sem hér segir:
Ármann — Grótta 21:18
IR — FH 18:20
Afturelding — Vikingur 9:29
Jóhannes Eðvaldsson
átti mjög góðan leik með
liði sinu, Celtic, gegn
Dumbarton f skozku
deildarbikarkeppninni ð
laugardaginn og skoraði
þá gullfallegt mark með
þrumuskoti af alllöngu
færi. Fær Jóhannes mikið
hrós f skozku blöðunum
fyrir frammistöðu sfná f
leiknum, og eru þau ð
einu máli um að Jóhannes
komi til með að styrkja
Celtic-liðið verulega i vet-
ur, og að félagið hafi leik-
ið sterkan leik með þvf að
kaupa hann. Celtic sigraði
f leiknum ð laugardaginn
með 3 mörkum gegn 1 og
var það þriðja mark liðs-
ins sem Jóhannes
skoraði.
Nú er hins vegar óvfst
hvort Jóhannes fær leyfi
hjá félagi sfnu til þess að
leika með fslenzka lands-
liðinu gegn Belgfumönn-
um nú f september. —
Við höfum haft samband
við félagið, og það gefið
okkur vilyrði fyrir Jó-
hannesi f leikinn gegn
Frakklandi, en hins vegar
lýst vandkvæðum á að við
gætum fengið hann f leik-
inn við Belgfu, þar sem
Celtic á mjög
þýðingarmikinn leik á
sama tfma gegn Dundee,
sagði Jens Sumarliðason,
formaður landsliðsnefnd-
ar, er Mbl. ræddi við hann
um mál þetta.
Varla er vafi á þvf að
KSÍ mun leggja mikla
áherzlu á að fá Jóhannes f
leik þennan, og hefur
Ellert B. Schram formaður
KSI það nú á sinni könnu
að semja við félagið.
Guömundur Ólafsson
setti glæsilegt met
GUÐMUNDUR Ólafsson, 20 ára
nemandi við Menntaskólann 1
Hafnarfirði, setti nýtt Islandsmet
f 100 metra bringusundi á sund-
móti KR, sem fram fór í Sundlaug-
Vesturbæjar á sunnudaginn.
Synti hann á 1:08,9 mín. og er það
stórglæsilegur árangur. Eldra
metið átti Guðjón Guðmundsson,
Akurnesingur, og var það 1:09,2
mín. Guðmundur var einnig ná-
lægt metinu í 50 metra bringu-
sundi, en milli timi hans i met-
sundinu var 31,8 sek., en Islands-
metið er hins vegar 31,6 mín.
Annar i sundinu varð bróðir Guð-
mundar, Örn, sem synti einnig á
afbragðsgóðum tíma, 1:11,0 mín.
Guðmundur Ólafsson æfir nú af
kappi fyrir Norðurlandameistara-
mótið í sundi, sem fram 'fer á
næstunni. Auk Guðmundar munu
þrír aðrir Islendingar keppa á
móti þessu: Sigurður Ólafsson,
Þórunn Alfreðsdóttir og Vilborg
Sverrisdóttir.
0
IR — Haukar
KR — Valur
Ármann — Fram
FH — Afturelding
Víkingur — Haukar
16:15 Valur — Fram 14:15
12:20 Armann — KR 17:14
5:18 Grótta — Valur 16:19
36:15 IR — Afturelding 23:13
18:25 FH — Víkingur 19:20
BUBBI SK0RAÐI FYRIR ŒLTIC EN
FÆR T/EPAST LEYFI í BELGÍULHKINN
Sjötti landsliðsmaðurinn
á leiðinni til Þýzkalands?
PÉTUR Jóhannsson handknattleiksmaður úr Fram var nýlega ð ferð f
V-Þýzkalandi, þar sem hann bjó heima hjá vini sfnum úr Fram, Axel
Axelssyni. Á meðan Pétur dvaldist ytra var honum gert tilboð um að
leika með v-þýzka liðinu Dietzenbach, en það félag var á höttunum á
eftir Axel Axelssyni f eina tíð. Sagði Pétur f samtali við Morgunblaðið
f gær að hann hefði enn ekki ákveðið hvort hann færi til Þýzkalands,
hann væri að velta þessum málum fyrir sér. Hann teldi þó frekar
ólfklegt að hann slægi til og færi utan nema hann fengi betra tilboð.
Af þeim Axel og Ólafi H. Jónssyni, sem báðir leika með Griinweis
Dankerseen, sagði Pétur þær fréttir að þeim Ifkaði báðum mjög vel og
hefðu staðið sig vel f leikjum með félaginu f sumar. Axel á þó enn við
meiðsli að stríða og getur þvf Iftið skotið. I staðinn matar hann Ólaf
Jónsson á lfnunni og þykir samvinna Islendinganna frábær. Er Ólafur
á góðri leið með að verða aðalmaðurinn f liðinu og sagði Pétur að þess
yrði tæplega langt að bfða að Ólafur yrði toppmaður í þýzkum
handknattleik.
Af Einari Magnússyni hafði Pétur þær fréttir að færa að hann hefði
staðið sig mjög vel með liðinu f keppnisferð til Svíþjóðar, hins vegar
ekki átt sérlega góðan Ieik með Hamburger SV á móti sovézka liðinu 1.
maf.
Tvö lið hyggjast fá
bandaríska leikmenn
ÞAÐ ER mjög líklegt, að banda-
rískir körfuknattleiksmenn
komi til með að leika með ein-
hverjum liðum í 1. deild á vetri
komanda,
A.m.k. tvö félög eru með þau
mál i deiglunni, og vitað er að
önnur félög bíða og sjá hver
útkoman verður hjá hinum
þegar leikmennirnir eru komn-
ir.
Eins og flestum er kunnugt
leika Bandarikjamenn í flest
öllum löndum Evrópu, óg hafa
nær allsstaðar valdið þáttaskil-
um i körfuknattleiknum með
komu sinni. Iþróttahúsin eru
troðfull viðast hvar og sums-
staðar er selt upp á keppnis-
tímabilið fyrirfram.
Þannig er það t.d. í Svíþjóð,
aðsóknin á sænska meistara-
mótið fór úr 35 þúsundum 1973
i 134 þúsund árið eftir, en þá
voru þeir búnir að fá banda-
ríska leikmenn í nær öll 1.
deildarliðin.
Þá er þátttaka okkar liða í
Evrópukeppni orðin vonlaus að
óbreyttu ástandi, Bandarikja-
mennirnir eru i öllum liðum
sem þar taka þátt, og sumir
segja að Evrópukeppnin sé
orðin keppni misgóðra Banda-
ríkjamanna en það er nú of
djúpt í árina tekið.
Ekki eru allir á einu máli
þegar rætt er um að fá hingað
til lands erlenda stúdenta til að
keppa með 1. deildar liðunum,
enda ekki von að svo sé. Þeir
sem á móti eru, telja það upp-
gjöf hjá körfuknattleiksmönn-
um okkar, þeir gefist upp við að
vinna körfuknattleiknum
frama og leiti á náðir útlend-
inga. Þeir sém eru með því að
fá hingað erlenda stúdenta til
að keppa benda hinsvegar á það
að auk þess að leika með lið-
Unum komi þessir menn hingað
með mikla reynslu og þekk-
ingu, þekkingu sem þeir komi
til með að útbreiða við þjálfun
yngri flokka félaganna.
Það er semsagt fremur lík-
legt að bandarískir stúdentar
leiki með einhverjum liðum f 1.
deild í vetur, og er nú bara að
bíða og sjá hver framvinda mál-
anna verður.
gk.
JHoxjjuuliIníiiíf
I íttPðtllr I
Þýzkt topplið
vill fá Martein