Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGUST 1975 Stórsigur Coventry vakti mesta athygli Knattspyrnuúrslll Enska deildarbikarkeppnin hófst á laugardaginn og fór þá fram heil umferð í öllum deild- um. Að venju beinist athyglin fyrst og fremst að keppninni í 1. og 2. deild og verður ekki annað sagt, en að þar hafi nokkur úrslit komið á óvart á laugardaginn, sennilega þó engin eins og stór- sigur Coventry yfir Everton í leik sem fram fór á heimavelli Ever- ton í Liverpool. Að venju hefur mikið verið skrifað og skrafað um ensku knattspyrnuna fyrir keppnistíma- bilið og uppi eru ýmsir spádómar um hvaða lið hreppi Englands- meistaratitilinn I ár. Virðist flestra álit að núverandi meist- arar Derby Country séu lfklegir til þess að verða í fremstu röð, og einnig var töluvert veðjað á Manc- hester City, Everton og Queens Park Rangers. Everton — Coventry Svo vikið sé lauslega að leikj- unum á laugardaginn og byrjað á leik þeim er mesta athygli vakti, milli Everton og Coventry, þá byrjaði Coventry þennan leik mjög vel. Staðan í hálfleik var 2—1, Coventry í vil, og hafði Cross skorað bæði mörk lið síns, en Roger Kenyon fyrir Everton. I seinni hálfleiknum bætti Cross fljótlega sínu þriðja marki við, og áður en leiknum lauk hafði Alan Green skorað fjórða mark Coventry, með skalla. Áhorfend- ur voru 33.200. Ipswich —Newcastle Leikur þessi var mjög daufur til að byrja með og bæði liðin lögðu áherzlu á mikinn varnarleik. Á 27. mínútu skoraði Malcolm McDonald fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu. Mc- Donald átti einnig mestan heiður af öðru marki Newcastle sem skorað var tveimur minútum fyrir leikhlé. Hann var þá kominn I færi, en var brugðið og dæmd vítaspyrna sem David Craig skor- aði úr. Og enn var svo hinn mark- sækni leikmaður Newcastle á ferðinni á 68. mínútu er hann skoraði þriðja mark liðs síns með skalla. Ahorfendur voru 27.579. Queens Park — Liverpool Lundúnaliðið lék þennan leik með miklum ágætum og hafði hvað eftir annað sett vörn Liver- pool í hin mestu vandræði með skemmtilegum fléttum og sam- leik, er Gerry Francis tókst Joks að skora á 43. mínútu. Liverpool sótti svo öllu meira i seinni hálf- leik, en Q.P.R. átti nokkur skyndi- upphlaup og úr einu þeirra skor- aði Mick Leach, en hann hafði komið inná sem varamaður f seinni hálfleik. Áhorfendur voru 24.000. Leicester — Birmingham Mjög mikil barátta var í þessum leik og þótti frammistaða Leic- esterliðsins með miklum ágætum ef tekið er tillit til þess að aðeins 10 menn léku i liðinu frá 22. mín- útu, en þá var Chris Garland rek- inn af velli. Þá hafði ekkert mark vérið skorað. John Sammels náði. forystu fyrir Leicester með marki úr vítaspyrnu á 30. minútu, en rétt fyrir leikhlé tókst Bob Hatton að jafna fyrir Birmingham. Birm- ingham náði svo forystu snemma í seinni hálfleiknum með marki Howards Kendall, en Brian Ald- erson, leikmaður sem Leicester keypti nýlega frá Coventry, jafn- aði, 2—2. Aftur náði svo Birming- ham forystu er Kendall skoraði úr vitaspyrnu, en 5 mínútum fyrir leikslok varð einum leikmanna liðsins, John Roberts, það á að senda knöttinn í eigið mark, þannig að jafntefli varð, 3—3. Áhorfendur voru 25.547. Tottenham — Middlesbrough Tottenham sótti mun meira f þessum leik, en erfiðlega gekk að komast i gegnum þétta og harða vörn Middlesbrough og skapa sér tækifæri. Það var ekki fyrr en 7 mínútur voru til leiksloka að Steve Perryman tókst að skalla knöttinn í mark Middlesbrough eftir sendingu frá Jimmy Neigh- bour. Áhorfendur voru 25.502. Lou Macari var f essinu sfnu f leik Manchester United við (Jlf- ana og skoraði tvö mörk. Manchester City — Norwich Manchesterliðið átti ekkí í erfiðleikum með nýliðana i 1. deildinni, Norwich. Sótti það nær stanzlaust frá byrjun til enda, en skoraði þó ekki fyrsta mark sitt fyrr en á 60. mínúu. Þá skoraði Rodney Marsh með góðu skoti frá vítateigslínu. Dennis Tuert bætti siðan tveimur mörkum við, með skoti á 78. mínútu og skalla á 85. mínútu. Ahorfendur voru 29.103. Sheffield Utd. —Derby Þarna var um frekar jafna og skemmtilega baráttu að ræða. Sheffield náði forystu með marki úr vítaspyrnu á 56. mfnútu, en Charlie George, hinn snjalli leik- maður sem Derby keypti fyrir nokkru af Arsenal jafnaði með skoti af 20 metra færi, þegar 7 mfnútur voru til leiksloka. Áhorf- endur voru 31.316. Stoke — West Ham Bikarmeistarar West Ham höfðu töglin og hagldirnar I þess- um leik, og höfðu skorað tvö mörk þegar flautað var til leik hlés. Fyrra markið skoraði Bobby Gould, eftir góðan undirbúning Alans Taylor, en seinna markið skoraði Taylor sjálfur. I seinni hálfleiknum rétti Stoke nokkuð úr kútnum og skoraði Ian Moore þegar langt var liðið á leiktimann. Ahorfendur voru 23.744. Wolves — Manchester United Það var enginn nýliðabragur á Manchester United í þessum leik, heldur var liðið þvert á móti betri aðilinn í leiknum og átti mun fleiri marktækifæri en Ulfarnir: Lou Macari var atkvæðamesti sóknarleikmaður United-liðsins og átti mjög gott færi skömmu fyrir leikhlé, en skaut þá hátt yfir mark Ulfanna. Hann bætti svo fyrir þetta brot sitt í seinni hálf- leik með því að skora tvö mörk á 72. og 79. mínútu. Áhorfendur að leiknum voru 31.973, og eins og svo oft áður urðu áhangendur United-liðsins til vandræða að leik loknum vegna ölvunar og óláta. Aston Villa — Leeds Aston Villa, sem leikur nú i 1. deild eftir 9 ár i 2. deild byrjaði leikinn vel og þegar á 7. mínútu lá knötturinn f marki Leeds. Var það Leighton Phillips sem skor- aði. En Leeds náði síðan betri tökum á leiknum og skoraði Peter Lorimer úr vítaspyrnu á 27. min útu og siðan vinningsmarkið á 72. minútu. Áhorfendur voru 46.026. Burnley — Arsenal Burnley sótti mun meira i leiknum, en vörn Arsenal stóð sig mjög vel og gaf engin færi á marki sfnu. Bezti maður vallarins í þessum leik var Mike Summer- bee, sem Burnley keypti nýlega frá Manchester City. Áhorfendur voru 18.603. Yfirburðir hjá þeim þýzku Austur-Þýzku stúlkurnar urðu Evrðpumeistarar í sundi kvenna, en um helg- ina lauk keppni í a-riðli Evrópubikarkeppninnar í Leeds í Englandi. Sýndu þýzku stúlkurnar gífurlega yfirburði í keppninni, hlutu 50 stigum meira en hollenzku stúlkurnar sem urðu f öðru sæti. Hafa þýzku stúlkurnar sigrað í Evrðpubikarkeppni lands- liða frá upphafi, en aldrei með svo miklum yfirburð- um. Þær hlutu 135 stig, Holland hlaut 85 stig, Sov- étríkin 78 stig, Vestur- Þýzkaland 77 stig, Bret- land 66 stig, Svíþjóð 64 stig, Ungverjaland 47 stig og Italía rak lestina með 38 stig. í þriggja landa keppni I tugþraut milli Bandarikjamanna, Sovétmanna og Pólverja sem fram fór nýlega setti Bandarikjamaðurinn Bruce Jenner nýtt heimsmet i tugþraut. hlaut 8524 stig. sem er 70 stigum betra en gamla heimsmetið var. en það var í eigu Sovétmannsins Nikolaj Avilov. sett á Olympíuleikunum í Miinchen 1972. Varð Avilov meðal keppenda en varð að gera sér þriðja sætið að góðu, hlaut 8211 stig. Annar i keppninni varð Bandarikjamaðurinn Fred Dixon sem hlaut 8277 stig. Bruce Jenner er 25 ára að aldri og er búsettur í San Jose i Kaliforníu. Sovétmenn urðu Evrópumeistarar i sundi karla, en keppni i a-riðli í Evrópu- bikarkeppni landsliða lauk í Moskvu á sunnudaginn. Hlutu Sovétmenn 125 stig Bretar urðu í öðru sæti með 1 1 6 stig, Austur-Þjóðverjar i þriðja sæti með 99 stig, Svíar urðu fjórðu með 74 stig, ítalir i fimmta sæti með 69 stig, Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hlutu 62 stig og Ungverjar hlutu 59 stig Mjög góður árangur náðist í flestum greinum á mótinu, og má til dæmis nefna eftirfarandi úrslit: 4x200 metra fjórsund: Sveit Bretlands 7:45,91 min. 1 500 metra skriðsund: R Strohbach, A-Þýzkal 16:05,27 min. 200 metra skriðsund: B Ginsjö, Sví- þjóð 1 55,75 min. 200 metra baksund: M Branden, Sví- þjóð 2:08,78 min. 200 metra bringusund: D Wilkie, Bretlandi 2:20,39 mín 400 metra fjórsund: C. Sos, Ungverja- landi 4:36,95 mín 200 metra flugsund: B. Brinkley, Bret- landi 2:02,08 mín (100 metra skrið- sund: V, Bure, Sovétríkjunum 52,14 sek.) 4x100 metra skriðsund: Sveit Sovét- ríkjanna 3:32,05 min • ENGLAND 1. DEILD: Aston Villa — Leeds 1 —2 Burnley — Arsenal 0—0 Everton — Coventry 1 —4 Ipswich — Newcastle 0—3 Leicester — Birmingham 3—3 Manchester City — Norwich 3—0 Q.P.R. — Liverpool 2—0 Sheffield Utd. — Derby 1 —1 Stoke — West Ham 1 —2 Tottenham — Middlesbrough 1 —0 Wolves — Manchester United 0—2 • ENGLAND 2. deild: Bristol City — Bolton 1 —0 Carlisle — Oxford 1 —1 Charlton — Notts County 1—2 Fulham — Blackpool 0—0 Luton — Hull City 2—0 Nottingham — Plymouth 2—0 Oldham — Brostol Rovers 2—0 Orient — Blackburn 1—1 Southampton — W.B.A. 3—0 Sunderland — Chelsea 2—1 York — Portsmouth 2—1 • ENGLAND 3. DEILD Brighton — Rotherham 3—0 Bury — Gillingham 2—0 Crystal Palace — Chester 2—0 Grimsby — Cardiff 2—0 Halifax — Millwall 1 —2 Hereford — Port Vale 0—0 Peterborough — Walsall 0—0 Mansfield — Shrewsbury 1—2 Preston — Colchester 2—1 Southend — Sheffield Wed. 2—1 Swindon — Chesterfield 0—1 Wrexham — Aldershot 3—1 • ENGLAND4. DEILD Barnsiey — Watford 1 —0 Bradford — Brentford 1 —1 Darlington — Scunthorpe 2—0 Doncaster — Cambridge 0—2 Exeter — Southport 2—0 Hartlepool — Bournemouth 1 — 1 Huddersf ield — Northampton 1 —1 Newport — Lincoln 3—1 Reading — Rochdale 2—0 Stockport — Crewe 0—0 Swansea — Tranmere 1 —1 Torquay — Workington 1 —0 • SKOZKI DEILDARBIKARINN Forfar — Brechin 4—0 Hamilton — Stirling Aloion 0—0 Hann hóf feril sinn sem tugþrautar- maður árið 1971 og keppti i þessari grein á Olympiuleikunum 1972. Þá varð hann i tiunda sæti með 7772 stig. Afrek Jenners i einstökum grein- um þrautarinnar voru serfi hér segir: 100 metra hlaut 10.7 sek., lang- stökk 7,17 metrar, kúluvarp 15,21 metr., hástökk 2,01 metr., 400 metra hlaup: 48,8 sek., 110 metra grindahlaup: 14.0 sek., kringlukast: 50.00 metrar, stangarstökk 4,70 metrar, spjótkast 65,50 metrar og 1500 metra hlaup: 4:16.0 min. Jenner náði bezta árangri ársins 200 metra fjórsund: D. Wilkie, Bret- landi 2:09,20 mín. 4x100 metra fjórsund: Sveit Sovétrikj- anna 3:55,01 mín. 400 metra skriðsund: R Strohbach, A-Þýzkal. 4:02,49 mín. 100 metra flugsund: R, Pyttel, A- Þýzkal 57.00 sek. 100 metra baksund: L. Wanja, A- Þýzkalandi 59,20 sek 100 metra bringusund: D Wilkie, Bretlandi 1 05,49 mín Hibernian— Dunfermline 3—0 Montrose — East Fife 4—0 Morton — Stenhousemuir 4—1 Raith Rovers — St. Mirren 1—0 Glasgow — Rangers Motherwell 1 — 1 Stranraer — Albion Rovers 3—2 St. Johnstone — Patrick Thistle 2—4 Aberdeen — Hearts 1—2 Airdrieonians — Clyde 2—1 Alloa — Queens Park 1—2 Ayr United — Dundee 1—1 Berwick Rangers — Arbroath 1—0 Celtic — Dumbarton 3—1 Clydebank — East Stirling 1—1 Cowdenbeath Meadowband 0—2 Dundee Utd. — Kilmarnock 2—0 Falkirk — Queen of the South 0—0 • 1. DEILD V ÞÝZKALANDI: Borussia Monchengladbach — Fc Kaiserslautern 3—0 Eintracht Braunswick — Hertha BSC Berlin 5—2 Schalke 04 — MSV Duisburg 5—1 Bayern Uerdingen — FL Bochum 0—0 Fortuna Dusseldorf — Rot weiss Essen 5—2 Fc Köln — Hannover 96 2 — 1 Karlsruher — Bayern Múnchen 1—2 Werder Bremen — Eintracht Frankfurt 1—2 Kickers Offenbach — Hamburger SV 3—2 • 1. DEILD PÓLLANDI: Szombierki — Widzew Lodz 3—1 Wisla Cracos — Legia Varsjá 2—1 Stal Mielec — Pogon Szozecin 3—1 Gornik — Lech Poznan 4—2 Ruch Chorzow — Stal Rzeszow 3—1 • Brasilia sigraði Argentinu 1—0 í landsleik i knattspyrnu sem fram fór í Rosario í Argentínu á sunnudag. Leikurinn var undanúrslitaleikur i Suður-Amerikukeppninni 1975 og leika Brasilíumenn því í úrslitum á móti Perú, Chile eða Uruguay í keppninni. • Argentiskir atvinnumenn i knatt- spyrnu hafa nú hafið verkföll og krefjast þeir 80% iaunahækkunar. • 1. deildar keppnin er nú hafin í Sovétrikjunum og i fyrstu umferð gerði Dynamo Moskva jafntefli við Locomtive Moskvu 2—2. í tugþraut 1974 i tugþraut: 8308 stigum. f umræddri landskeppni var hann i öðru sæti eftir fyrri daginn með 4268 stig, en Dixon hafði þá foryst- una með 4330 stig. Auk heimsmetsins þótti það í frá- sögur færandi að eigi færri en tiu keppendanna i tugþrautarkeppninni hlutu meira en 8000 stig. Vladimfr Kutz kemur að marki sem Olym- pfusigurvegari I 5000 metra hlaupi A leikun- um I Melbourne 1956. Kutz látinn Vladimir KuU, Olympíusigurvegari 1 5000 og 10.000 metra hlaupi 1 Melborune 1956, lézt á laugardaginn, aðeins 48 ára að aldri. Banamein hans var hjartaslag. Kutz var á sfnum tíma ókrýndur konungur langhlauparanna. Hann stóð á hátindi frægðar sinnar á Olympfuleikunum 1956 og árið 1957 setti hann heimsmet í 5000 metra hlaupi með þvf að hlaupa á 13:35,0 mín. og stóð það met f 7 ár. Hann átti einnig um tfma heimsmetið f 10.000 metra hlaupi, 28:30,4 mín. Kutz var liðþjálfi í rauða hernum er hann vann afrek sfn á Olympfuleikunum 1956, en eftir það gerðist hann frjálsfþróttaþjálfari og starfaði sem slíkur til dauðadags. Hann var meðlimur f sovézka kommúnistaflokknum og hafði hlotið Lenfn- orðuna, æðsta heiðursmerki Sovétrfkjanna, fyrir störf sfn I þágu fþróttanna I Sovétrfkjunum. Jenner setti heimsmet Sovétmenn meistarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.