Morgunblaðið - 19.08.1975, Side 21

Morgunblaðið - 19.08.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGÚST 1975 21 Bikar- keppni FRÍ - 2. deild HSÞ öruggur sigurvegari — hörð keppni um annað sætið BIKARKEPPNI FRÍ ( 2. deild fórfram í Akureyri i laugardag. Þetta er ( þriðja sinn sem þessi keppni er háð og hefir hún ávallt farið fram á Akur- eyri. I fyrsta skiptið báru Þingeying- ar, HSÞ, sigur úr býtum og var svo einnig nú. Yfirburðir HSÞ voru nokkrir, en baráttan um 2. sætið var aftur á móti a11 hörð á milli FH, UMSE og UMSB. Þegar upp var staðið var Ijóst að það var FH sem hlaut 2. sætið, tveimur stigum meira en UMSE. Veður var allgott á Akureyri meðan keppnin fór fram, einkum þó fyrri hluta keppninnar, en þegar liða tók á jókst vindur af norðri og jafnframt kólnaði nokkuð Árangur á mótinu varð nokk- uð þokkalegur, og raunar frábær I sumum greinum. Rís þar hæst 100 m hlaup kvenna sem nánar verður vikið að hér á eftir. Þátttökusveitirnar voru niu talsins, en ekki voru þær allar fullskipaðar. KARLAGREINAR, HLAUP í 100 m hlaupinu beindust augu manna að sigurvegaranum frá Lands móti ungmennafélaganna, Magnúsi Jónassyni, HVÍ Magnúsi tókst vel upp og hljóp hann á 10.8 sek en meðvind- ur var orðinn of mikill þegar hlaupið fór fram svo afrekið nýtur ekki viður- kenningar. Engu að stður hljóp Magn- ús vel, og leikur ekki efi á að hann er að skipa sér i flokk okkar beztu sprett- hlaupara. Næstir í röðinni og jafnir urðu Friðjón Bjarnason, UMSB, og Skúli Óskarsson, UÍA, sem er þó kunn- ari sem lyftingamaður en hlaupari. Þeir félagar runnu skeiðið á 1 1.3 sek. Baráttan i 400 m var ákaflega hörð Þrir fyrstu menn hlupu allir á sama tima 53 6 sek og var Jóni Diðrikssyni, UMSB, dæmdur sigurinn, Einari P. Guðmundssyni, FH, annað sætið og Aðalsteini Bernharðssyni, UMSE, þriðja sæti. I 1500 m hlaupinu var það Jón Diðriksson sem bar sigur úr býtum. Jón var þó talsvert frá sinu bezta í greininni, hann hljóp á 4.08.5 min Jón lagði ekki hart að sér í hlaupinu, enda öruggur með fyrsta sætið Það var þó raunar annar en Jón sem fyrstur kom i markið Það var gestur mótsins, Sviinn Bertil Ekstedt, sem kom i mark- iðá 4.07,8 mín. Sigurður Sigmundsson, FH, var hinn öruggi sigurvegari i 5000 m á 16.14,3 min, talsvert frá sínu bezta Borgfirðingurinn Jón Diðriksson tók ekki þátt I 5000 m að þessu sinni, þannig að Sigurður hafði litla keppni I hlaupinu. STÖKKIN í hástökkinu bar ungur piltur úr FH, Gunnar R Guðmundsson, sigur úr býtum. Hann stökk 1 80 m og virðist eiga framtíðina fyrir sér sem hástökkv- ari. Stefán Kristinsson, UIA, varð ann- ar, stökk yfir sömu hæð, en í 2. tilraun. í langstökkinu var mikið sentimetra- Lára Halldórsdóttir úr FH náði sfnum bezta árangri í hástökki. SIGURLIÐ HSÞ — Fremri röð frá vinstri: Bergþóra Benónýsdóttir, Laufey Skúladóttir, Kristjana Skúladóttir, Sigrfður Karlsdóttir, Jón Benónýsson fyrirliði, Þorbjörg Aðalsteinsdóttir, Sólveig Þráins- dóttir. Aftari röð: Ragna Jónsdóttir, Jóhanna Ásmundsdóttir, Guðni Halldórsson, Ásvaldur Þormóðsson, Jakob Sigurðsson, Jón Illugason, Arnór Erlingsson, Kristján Þráinsson. Aftast er Arnaldur Bjarnason formaður HSÞ. A myndina vantar Sigfús Haraldsson. (Ljósm. Jón Einar). strið Því lyktaði með sigri Hilmars Pálssonar, hann stökk 6.57 m. Næsti maður var Aðalsteinn Bernharðsson með 6.44, og tveir næstu urðu jafnir með 6.43. Bjarni Guðmundsson, USVH, sigraði í þrístökki með 13.23 m, Stefán Krist- insson, UIA, hafnaði i öðru sæti, stökk 13.19 m. Stefán var annars heldur óheppinn. Tvö stökk hans sem greini- lega voru þau langlengstu voru dæmd ógild, atrennan passaði ekki fullkom- lega hjá Stefáni, sem virðist afar efni- legur þristökkvari KÖSTIN Kastgreinarnar voru eign Þingeying- anna Að sjálfsögðu sigraði Guðni Hall- dórsson auðveldlega i sinum greinum, kringlukastinu og kúluvarpinu, án þess þó að ná sinu bezta. Sigfús Haraldsson sigraði svo i þriðju kastgreininni, spjót- kastinu, kastaði 55,75 m. Sigfús hefir ekki fengizt mikið við spjótkast, og er árangur hans þvi mjög góður i þvi Ijósi. Ungur Hafnfirðingur, Þörsteinn Alfreðsson, sem keppti sem gestur. vann það afrekí spjótkastinu að bæta piltametið. Þorsteinn kastaði 38.48 m sem er gott afrek pilts sem er aðeins þrettán ára að aldri. KVENNAGREINAR Það var 100 m hlaup kvenna sem hæst bar á mótinu. Sigurvegari var hin knáa hlaupakona úr UMSE, Hólmfrið- ur Erlingsdóttir, á 12 4 sek , aðeins tveimur sekúndubrotum frá Islands- metinu, sem er 12.2 sek I öðru sæti varð þrettán ára stúlka frá Akureyri, Sigríður Kjartansdóttir. Sigriður hljóp á 12.5 sek sem er nýtt glæsilegt meyjamet. Fyrri methafi var Ingunn Einarsdóttir og var met hennar 12.7 sek. Sigríður er greinilega eitt mesta hlaupaeíni sem fram hefir komið hin síðari ári og á áreiðanlega eftir að láta meira að sér kveða i náinni framtið. Frjálsiþróttakonan kunná, Björk Ingi- mundardóttir, UMSB, kom i markið þriðja á 12 6 og á hæla henni Berg- þóra Benónýsdóttir, HSÞ, á 12.7 sek. Þær eru sterkar hlaupakonurnar á Norðurlandi um þessar mundir. 800 m hlaupið hafði ekki upp á eins mikið að bjóða Þar sigraði Sigurbjörg Halldórsdóttir, UMSE, á 2.29,9 min í Hástökkinu sigraði Lára Halldórs- dóttir, FH, stökk 1.58 m. Bezti árangur Láru til þessa Hún átti nokkuð góðar atlögur að 1.61 m en tókst ekki að þessu sinni. Björk Ingimundardóttir sigraði með nokkrum yfirburðum i langstökkinu, stökk 5.32 m sem er það lengsta sem Björk hefir stokkið nú i sumar. í kúluvarpi og kringlukasti sigraði Sigurlína Hreiðarsdóttir, UMSE, ör- ugglega Kastaði kúlunni 10.33 m, sem er góður árangur á þessa lands mælikvarða Mótið var i alla staði hið ánægjuleg- asta, nema hvað heldur kólnaði þegar á daginn leið og hefir það áreiðanlega dregið nokkuð úr árangri keppenda Svo er að sjá sem spretthlauparar nái sinu bezta fram á Akureyrarvelli og væri gaman til þess að vita að beztu sprejthlauparar landsins mættust þar í keppni. Sigb.G. Urslit í bikarkeppninni á Akureyri 100 m. hlaup 1. Hólmfrfður Erlingsdóttir, UMSE 12.4 2. Sigrfður Kjartansdóttir, KA 12.5 3. Björk Ingimundardóttir, UMSB 12.6 4. Bergþóra Benónýsdóttir, HSÞ 12.7 5. Oddný Árnadóttir, UNÞ 13.0 6—7. Guðrún Sveinsdóttir, UIA 13.4 6.—7. Svanborg Einarsdóttir, USVH 13.4 8. Lilja Baldursdóttir, FH 13.5 9. Inga Óðinsdóttir, HVÍ 13.7 800 m. hlaup mfn 1. Sigurbjörg Karlsdóttir, UMSE 2.29.9 2. Guðrún Sveinsdóttir, UIA 2.31.4 3. Sigrfður Karlsdóttir, HSÞ 2.31.9 4. Anna Haraldsdóttir, FH 2.42.1 5. SaJóme Guðmundsdóttir, HVI 2.45.4 6. Agnes Guðmundsdóttir, UMSB 2.46.1 7. Sigrfður Lárusdóttir, USVH 2.48.9 Hástökk metrar 1. Lára Halldórsdóttir, FH 1.58 2. Jóhanna Ásmundsdóttir. HSÞ 1.52 3. Gréta Ólafsdóttir. UNÞ 1.52 4. Björk Ingimundardóttir, UMSB 1.46 5. Anna Bjarnadóttir, HVI 1.46 6. Birna Hilmarsdóttir, UIA 1.40 7. Sólveig Skjaldardóttir, KA 1.35 8. Svanborg Einarsdóttir, USVH 1.35 9. Guðrún Höskuldsdóttir. UMSE 1.25 Langstökk metrar 1. Björk Ingimundardóttir, UMSB 5.32 2. Hólmfrfður Erlingsdóttir, UMSE 4.89 3. Lilja Baldursdóttir, FH 4.88 4. Oddný Árnadóttir, UNÞ 4.79 5. Laufey Skúladóttir, HSÞ 4.78 6. Sigrfður Kjartansdóttir, KA 4.70 7. Anna Bjarnadóttir, HVÍ 4.62 8. Svanborg Einarsdóttir, USVH 4.61 9. Birna Hilmarsdóttir, UIA 4.27 Spjótkast metrar 1. Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ 29.89 2. Gréta Ólafsdóttir, UNÞ 28.15 3. Anna Bjarnadóttir, HVt 26.22 4. Ásdfs Sigurvinsdóttir, KA 24.01 5. Doróthea Reimarsdóttir, UMSE 23,85 6. Anna Haraldsdóttir, FH 23.28 7. Ingibjörg Guðmundsdóttir, UMSB 22.15 8. Björg Þórarinsdóttir, UIA 20.14 9. Jóhanna Eínarsdóttir, USVH 16.99 Kringlukast metrar 1. Sigurlfna Hreiðarsdóttir, UMSE 28.62 2. Þorbjörg Aðalsteinsdóttir, HSÞ 27.25 3. Erlaóskarsdóttir, UNÞ 26.63 4. Björg Þórarinsdóttir, UIA 25.22 5. Guðlaug Kristinsdóttir, FH 23.25 6. Hjördís Harðardóttir, HVl 23.20 7. Ingihjörg Guðmundsdóttir, UMSB 22.20 8. Anna Emilsdóttir, KA 20.98 9. Jóhanna Einarsdóttir,USVH 19.42 Kúluvarp metrar 1. Sigurlfna Hreiðarsdóttir, UMSE 10.33 2. Erla Óskarsdóttir, UNÞ 9.49 3. Hjördís Harðardóttir, HVl 9.46 4. Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ 9.25 5. Guðlaug Kristinsdóttir, FH 8.73 6. Birna Hilmarsdóttir, UIA 8.44 7. Jóhanna Einarsdóttir, USVH 7.70 8. Ólöf Sumarliðadóttir, UMSB 7.63 4x100 m boðhlaup sek. 1. HSÞ 52.1 2. UMSB 55.4 3. UNÞ 56.2 4. KA 56.7 5. USVH 58.3 6. HVl 58.5 7. FH 58.7 8. UIA 62.0 Sveit UMSE var dæmd úr leik. 100 m hlaup Sek 1. Magnús Jónasson, HVI 10.8 2.—3. Friðjón Bjarnason, UMSB 11.3 2.—3. Skúli óskarsson, UIA 11.3 4.—5. Jakob Sigurðsson, HSÞ 11.4 4.—5. Hannes Reynisson, UMSE 11.4 6. Einar P. Guðmundsson, FH 11.5 7. Steingrfmur Sigfússon, UNÞ 12.1 8. Þorsteinn Jensson, USVH 12.4 400 m hlaup sek 1. Jón Diðriksson, UMSB 53.6 2. Einar P. Guðmundsson, FH 53.6 3. Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE 53.6 4. Magnús Jónasson, HVl 54.5 5. Arnór Erlingsson, HSÞ 55.5 6. Guðmundur Halldórsson, UIA 56.6 7. Steingrfmur Sigfússon, UNÞ 56.8 8. Jónas Klausen, KA 58.8 9. Þorsteinn Jensson, USVH 60.2 1500 m hlaup mfn 1. Jón Diðriksson, UMSB 4.08.5 2. Gunnar Þ. Sigurðsson, FH 4.20.7 3. Jón Iiiugason, HSÞ 4.23.8 4. Björn Halldórsson, UNÞ 4.23.9 5. Vignir Hjaltason, UMSE 4.25.9 6. Víglundur Gunnþórsson, USVH 4.51.1 7. Sighvatur Guðmundsson, HVI 4.56.6 8. Hallgrfmur Þráinsson, UIA 5.02.1 Gestur: Bertil Ekstedt, Svíþjóð 4.07.8 500 m hlaup mfn 1. Sigurður Sigmundsson, FH 16.14.3 2. Jón Illugason, HSÞ 16.56.8 3. Björn Halldórsson, UNÞ 17.15.8 4. Þórir Snorrason, UMSE 17.29.8 5. Pétur Eiðsson, UIA 17.36.2 6. Guðmundur Magnússon, HVl 17.37.8 7. Vfglundur Gunnþórsson, USVH 18.30.6 8; Steinþór Helgason, KA 19.00.1 Hástökk m 1. Guðmundur R. Guðmundsson FH 1.80 2. Hjörtur Einarsson, UMSB 1.80 3. Hermann Nielsson, UIA 1.70 4. Aðaisteinn Bernharðsson UMSE 1.65 5. Gunnar Árnason, UNÞ 1.65 6.—7. Guðmundur Jóhannesson, USVH 1.50 6.—7. Ásvaldur Þormóðsson, HSÞ 1.50 8. Hilmar Pálsson, HVI 1.50 Gestur: Þorsteinn Aðalsteinsson, FH 1.65 Langstökk m 1. Ililmar Pálsson, HVI 6.57 2. Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE 6.44 3. Rúnar Hjartarson, UMSB 6.43 4. Jón Benónýsson, HSÞ 6.43 5. Bjarni Guðmundsson, USVH 6.30 6. Þór Ragnarsson, UIA 6.15 7. Einar P. Guðmundsson, FH 5.80 8. Steingrfmur Sigfússon, UNÞ 5.59 Þrfstökk m 1. Bjarni Guðmundsson, USVH 13.23 2. Stefán Kristinsson, UIA 13.19 3. Krístján Þráinsson, HSÞ 13.14 4. Hilmar Pálsson, HVI 12.58 5. Gunnar Árnason, UNÞ 12.51 6. Friðjón Bjarnason, UMSB 12.45 7. Gísli Pálsson, UMSE 12.39 8. Gunnar Þórarinsson, FH 11.18 Spjótkast m 1. Sigfús Haraldsson, IISÞ 55.75 2. Kjartan Guðkónsson, FH 51.39 3. Baldvin Stefánsson, KA • 50.90 4. Pétur Sverrisson, UMSB 48.59 5. Bjarni Guðmundsson, USVH 47.19 6. Gunnar Árnason,UNÞ 47.09 7. Axel Björnsson, UIA 43.65 8. Jón Emil Agústsson, UMSE 39.70 9. Brynjólfur Jónsson, HVI 39.20 Gestur: Þorsteinn Aðalsteinsson, FH 38.48 Kringlukast m 1. Guðni HaKdórsson, HSÞ 46.65 2. Kjartan Guðjónsson, FH 33.16 3. Þóroddur Jóhannsson, UMSE 32.90 4. Hjörtur Einarsson, UMSB 31.79 5. Karl Björnsson, UNÞ 31.77 6. Brynjólfur Jónsson, HVI 28.72 7. Þorsteinn Sigurjónsson, USVH 28.50 8. Axel Björnsson, UIA 28.20 Kúluvarp m 1. Guðni Halldórsson, HSÞ 16.22 2. Þóroddur Jóhannsson, UMSE 12.72 3. Kjartan Guðjónsson, FH 12.54 4. Þorsteinn Sigurjónsson, USVH 12.33 5. Karl Björnsson, UNÞ 11.79 6. Brynjólfur Jónsson, HVt 11.40 7. Kristján Björnsson, UMSB 10.33 8. Guðmundur Hallgrfmsson, UIA 9.52 1000 m boðhlaup mín 1. HSÞ 2.10.1 2. FH 2.12.8 3. UMSB 2.13.7 4. UMSE 2.15.6 5. UNÞ 2.16.1 6. HVt 216.4 6. USVH 2.17.4 8. UIA 2.17.7 Úrslitaröðin f Bikarkeppni FRÍ 2. DEILD STIG 1. HSÞ 136 2. FH 115 3. UMSE 113 4. UMSB 108.5 5. UNÞ 98 6. HVt 88 7. UIA 78 8. USVH 70 9. KA 40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.