Morgunblaðið - 19.08.1975, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1975
+ Faðir okkar
FINNBJÖRN FINNBJÖRNSSON
Hrannargotu 1, ísafirði
andaðist 1 8 ágúst. Börnin.
Maðurinn minn, faðir okkar og sonur,
HARALDURJAKOBSSON.
Hverfisgötu 32 B
lézt í lungnadeild Landspitalans aðfaranótt 16. þ m. Jarðarförin
ákveðiri síðar. Jónfna Sfsf Bender
Róbert Haraldsson
Marfa Haraldsdóttir
Marla Jónsdóttir Jakob Jónasson
Bróðir okkar. + ÓLAFURÞÓROARSON,
frá Laugarbóli,
Ægisslðu 54, Reykjavik.
lézt þann 1 7 þ.m. Systkini.
Faðir okkar
SIGURÐUR Eyleifsson,
skipstjóri,
Sólvallagötu 5A
andaðist að Landakotsspltala 1 7 ágúst.
F h systkinanna Kristjana Sigurðardóttir.
+ Sonur minn og faðir
STEINN ÁGÚST STEINSSON,
Ljósheimum 8, andaðist á heimili sínu þann 1 6. þ.m. Jónina Gisladóttir, GrétarG. Steinsson.
t
Jarðarför systur minnar og frænku okkar
KATRÍNAR EINARSDÓTTUR,
sem lést 1 2. ágúst fer fram frá Dómkirkjunni á morgun miðvikudaginn
20 ágústkl. 13.30
Valgeir Á. Einarsson,
Guðríður Tómasdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Sonur okkar
INGVI STEINAR JÓNSSON.
Smáratúni 1, Keflavlk
sem lést af slysförum 1 3 ágúst verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
miðvikudaginn 20. ágúst kl. 2 s.d
Ellsa Benediktsdóttir,
Jón Kristinsson.
+
Föðursystir min,
SOFFÍA SIGVALDADÓTTIR,
frá Sandnesi, Sólheimum 23,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 20. ágúst kl.
13.30
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Guðbjörg Einarsdóttir.
- +
Útför mannsins míns
GUÐBJARTAR STEFÁNSSONAR
aðalbókara
fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 13.30.
Svava Arnórsdóttir.
Guðbjartur Stefánsson
aðalbókari
Fæddur: 10. nóvember 1919
Dáinn: 11. ágúst 1975
I dag fer fram frá Kópavogs-
kirkju útför Guðbjarts Stéfáns-
sonar aðalbókara hjá tollstjóra-
embættinu í Reykjaviðk, en hann
lézt f Borgarspítalanum 11. ágúst
s.l. eftir stutta en erfiða sjúk-
dómslegu.
Guðbjartur fæddist í Reykjavík
10. nóvember 1919, elztur þriggja
barna hjónanna Stefáns
Guðmundssonar sjómanns og
Soffíu Sigurðardóttur. Stefán
lézt fyrir allmörgum árum, en
Sofffa lifir son sinn.
Árið 1938 útskrifaðist Guðbjart-
ur úr Verzlunarskóla Islands. Eft-
ir það vann hann ýmis verzlunar-
störf til ársins 1941, að hann réðst
til tollstjóraembættisins í Reykja-
vfk og starfaði þar til dauðadags.
Guðbjartur var sérstaklega
ötull og fær starfsmaður, var eins
+
Hjartkær eiginmaður minn og
faðir
ÁRMANN GUÐFREÐSSON
trésmiður
Kleppsvegi 120.
lést í Landakotsspltala 1 7. þ.m
Anna Einarsdóttir
Svavar Ármannsson.
+
Eiginmaður minn og faðir
Þorkell Þórðarson,
Leifsgötu 22,
andaðist í Landakotsspítala 17.
ágúst.
Sigrlður Sólmundsdóttir,
Þórdfs Þorkelsdóttir.
+
Systir okkar
ANNA JÓNSDÓTTIR
saumakona
andaðist 16. þ.m. að heimili
sinu Norðurbrún 1.
Guðný Jónsdóttir,
Kristln Jónsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir.
+
Útför eiginmanns, mlns,
ÁRNA SIGURÐSSONAR,
vélvirkja
Hraunbæ 144,
sem lézt 12. ágúst sl. fer fram
frá Fossvogskirkju, miðvikudag-
inn 20. ágúst kl. 3 e.h. Fyrir
mlna hönd dóttur og systkina,
Frieda Sigurðsson.
- Minning
og allt léki í höndum hans, hvort
se'm var við skrifstofustörf eða til
að búa fjölskyldu sinni gött
heimili. Þau voru ekki fá skiptin,
sem starfsfólk embættisins leitaði
til Guðbjarts með óleyst verkefni,
sem hann var ævinlega fús og fær
um að leysa. Sízt hefði hann óskað
lofs um störf sfn, en þau vann
hann af slíkri samvizkusemi og
kostgæfni að leitun mun að slfku,
enda naut hann sérstaks trausts
og virðingar yfirmanna og félaga
sinna.
12. desember 1942 varð
hamingjudagur í lffi Guðbjarts.
Gekk hann þá að eiga konu sina,
Svövu Arnórsdóttur, dóttur hjón-
anna Arnórs Guðmundssonar,
sem lengi var skrifstofustjóri hjá
Fiskifélagi Islands, og Margrétar
Jónasdóttur, Helgasonar dóm-
kirkjuorganista og tónskálds.
Eignuðust þau fjögur börn, sem
öll eru gift og farin að búa sjálf-
sætt. Þau eru Arnór hús-
gagnasmiður kvæntur Halldóru
Friðriksdóttur, Stefán sfmvirki
kvæntur Hildi Ólafsdóttur, Hulda
gift Pétri Skaftasyni vélsmið og
Einar húsgagnabólstrari kvæntur
Sigrfði Hreiðarsdóttur. Barna-
börnin eru orðin 14 og var oft
glatt á hjalla að Sunnubraut 14,
er fjölskyldan var öll saman
komin. Hjónaband þeirra var sér-
staklega farsælt, og voru þau
mjög samhent í að gera heimilið
fagurt og aðlaðandi fyrir sig og
börnin.
Fyrir 15 ár.um réðst Guðbjartur
í að byggja sér einbýlishús I Kópa-
vogi. Um smíði hússins sá hann að
mestu leyti einn með aðstoð konu
sinnar og barna.
Gagnvart fjölskyldu sinni var
Guðbjartur mjög trúr og traustur.
Hann byggði meðal annars sumar-
hús við Álftavatn, og naut hann
þar margra ánægjulegra daga f
skjóli friðsællar náttúru og
ástúðar frá konu og börnum, og
sfðustu árin með barnabörnum
sínum, sem hann unni mjög.
Við starfsfélagar Guðbjarts
söknum góðs drengs og vottum
konu hans, börnum, barnabörn-
um og öðrum aðstandendum
dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng lifir
í hugum okkar.
Starfsfélagar.
Arið 1941 réðst Guðbjartur
Stefánsson til starfa hjá toll-
stjóraembættinu í Reykjavík, þá
aðeins 21 árs að aldri og átti því
að baki 34 ára starf við embættið
er hannlést. Guðbjartur starfaði
fyrst við almenn skrifstofustörf,
en lengst af sem gjaldkeri og loks
sem aðalbókari, en það starf er f
því fólgið að hafa yfirumsjón með
öllu bókhaldi stofnunarinnar,
safna þráðunum saman úr ýmsum
deildum og gera sfðan upp, fyrst
daglega, en síðan mánaðarlega
heildarskilagreinar um inn-
heimtar tekjur við embættið og
útgjöld þess.
Allir sem til þekkja,vita, að hér
er um mikið starf og fjölþætt að
ræða, sem reyndar liggur í augum
uppi þegar til þess er horft, að hér
á í hlut stofnun, sem ein inn-
heimtir meira en helming af
öllum tekjúm ríkissjóðs. Starf sitt
rækti Guðbjartur af stakri kost-
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BENEDIKT JÓNSSON,
húsgagnabólstrari,
Vesturbergi 56, Reykjavfk,
verður jarðsupginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 21. ágúst kl.
3.00
Þeir, sem vildu mmnast hins látna, láti llknarstofnanir njóta þess.
Jóhanna Jóhannesdóttir,
Helga Benediktsdóttir, Jónas Sigurðsson,
Jóhannes Á Benediktsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Benný Sigurgeirsdóttir
________________og barnabórn._______
gæfni og nákvæmni, svo að hvergi
skeikaði. Hann hafði almannaorð
þeirra er við hann þurftu að eiga
samskipti, hvort heldur var
almennur gjaldandi, samstarfs-
menn hans á skrifstofunni eða
hjá ríkisbókhaldi og rfkisendur-
skoðun. Er það og þeirra mat, er
best til þekkja, að hér sé nú slfkt
skarð fyrir skildi, að vandfyllt
muni reynast.
I stétta- og nú alsnægtarþjóð-
félagi eins og okka^ tíðkast að
gera kröfur, miklar kröfur,
háværar kröfur, og sá sem best
bíður í kröfugerðinni er gjarnan
hæst skrifaður hjá almennings-
áliti. Ég held að Guðbjartur hafi
gert kröfur og það miklar kröfur,
en ekki til annarra. Kröfugerð
hans beindist gegn honum sjálf-
um, — krafan um vönduð vinnu-
brögð sjálfs sín og vandað líferni.
Guðbjartur var hár maður
vexti, fremur ljós yfirlitum og
tígulegur; hann var hógvær með
afbrigðum og vann verk sitt í
kyrrþey en ei með fyrirgangi.
Honum var tamara að gera hlut-
ina, og fjargviðrast ekki. Hann
var því einstaklega ljúfur sam-
starfsmaður sem skilyrðislaust
mátti stóla á. Hann fékk hjá sam-
starfsfólki sínu það orð, að hann
vildi hvers manns vanda leysa.
Llkt og hvert þjóðfélag er
hvorki betra né verra en þegnar
þess, þannig er hver stofnun ekki
annað en það fólk, sem við hana
starfar. Hver þegn skapar því
hluta af svip þjóðfélagsins og
hver starfsmaður mótar stofnun
sina að nokkru. Jafn viss sem ég
er um það að Guðbjartur Stefáns-
son var góður fulltrúi stofnunar
sinnar, þá þykist ég vita, að hann
hafi einnig verið góður þjóð-
félagsþegn. Hann skilaði giftu-
drjúgu starfi á þó ekki lengri
starfsferli. Hann braust I veglegri
húsbyggingu við erfiðar aðstæður
en mikla atorku. Hann skilaði
þjóðfélaginu fjórum mannvæn-
legum börnum og barnabörnin
eru þegar orðin allmörg. Hann
var því einnig gæfumaður I einka-
lífi.
Um leið og ég nú þakka
Guðbjarti Stefánssýni nærfellt
þriggja ára náið samstarf, sem
aldrei bar skugga á, sendi ég
eiginkonu hans, frú Svövu Arn-
órsdóttur og fjölskyldunni allri
hugheilar samúðarkveðjur.
Það mun verða bjart yfir
minningu Guðbjartar, svo sem
var yfir svip hans, fasi og
framkomu allri.
Björn Hermannsson.
Afmælis-
og minningar-
greinar
ATHYGLl skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berasl blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á I
niiðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
lormi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.