Morgunblaðið - 19.08.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.08.1975, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGUST 1975 Sonur ekkjunnar þegar mest á reið. Og þann dag felldi hann konung óvinanna, og stríðið endaði strax og hann var fallinn. Og þegar bardaginn var búinn, sá konungur vasaklútinn sinn um fótinn á hetjunni ókunnu, og þekkti hann strax. Gladdist kóngur þá mjög og fór með hann heim til hallar, og kóngsdóttir, sem sá hann gegnum gluggann, varð svo kát, að þið trúið þvf ekki: „Þarna kemur kærast- inn minn líka“, sagði hún. Þá tók piltur krúsina með smyrslunum og smurði þeim á sárið á fætinum á sér, og hann bar líka á aðra, sem særðir voru, og þeir urðu allir heilir heilsu um leið. Svo fékk hann kóngsdóttur fyrir konu. En þegar hann kom út í hesthúsið til hestsins, sama dag og brúðkaupið átti að standa, var hesturinn eitthvað svo stúrinn á svip, hengdi hausinn og vildi ekki éta. Og þegar ungi konungurinn, — því nú var hann orðinn konungur og hafði fengið hálft ríkið, — talaði við hestinn og spurði hann, hvað að honum gengi, þá sagði hesturinn: ,,Nú hefi ég hjálpað þér, og vil nú ekki lifa lengur. Taktu nú sverðið þitt og höggðu af mér höfuðið!“ Heyrið þér þjónn. .. — ég baó um eitt vatns- glas og einn þrefaldan gin, en ekki tvii vatns- V glös- • • J „Nei, það vil ég ekki með nokkru móti gera“, svaraði ungi kóngurinn. „En þú skalt fá hvað þú vilt og vera alltaf hjá mér“. „Ef þú gerir ekki eins og ég segi þér“, sagði hesturinn. „þá skaltu fá að kenna á því!“ Þá varð kóngurinn að gjöra það sem hesturinn vildi, en þegar hann ætlaði að lyfta sverðinu og höggva, varð honum svo mikið um, að hann varð að snúa sér undan, því hann vildi ekki horfa á þetta, en ekki var höfuðið fyrr farið af hestinum, en þarna stóð fegursti kóngs- sonur, þar sem hesturinn hafði staðið. „Hvaðan úr ósköpunum komst þú?“ spurði kóngur. „Það var ég, sem var hesturinn“, svar- aði kóngssonur. „Fyrst var ég konungur- inn í því ríki, sem þið áttuð í strfði við fyrir skemmstu, og kóngur sá, sem þú felldir í orustunni í gær, hann lagði á mig, að ég yrði að hesti, og seldi galdra- manninum mig. En fyrst hann nú er dauður, þá fæ ég ríki mitt aftur, og þá verðum við nágrannar, en við lendum aldrei í stríði hvor við annan“. Og það gerðu þeir ekki, heldur voru vinir meðan þeir lifðu og komu oft að heimsækja hvor annan. Ráðskona risans Það var einu sinni konungur, og hann átti marga syni, ég veit ekki almennilega hve margir þeir voru, en sá yngsti gat ekki með nokkru móti unað sér heima, hann vildi endilega fara út í heiminn og reyna fyrir sér, og loksins varð konung- urinn faðir hans að leyfa honum það. Þegar hann hafði ferðast nokkra daga, kom hann að bergi einu. Þar átti risi heima, og réði konungssonur sig í vist hjá risanum. Um morguninn fór risinn út að gæta geitanna sinna, og um leið og hann fór, sagöi hann konungssyni, að hann skyldi moka f jósið, „og þegar þú ert búinn að því, þarftu ekki að gera meira í dag, því það skaltu vita, að þú hefir fengið góðan húsbónda," sagði hann. „En það sem ég segi þér að gera, verðurðu að leysa vel af hendi, og svo máttu ekki fara inn í neitt af herbergjunum, sem eru inn af stofunni, sem þú svafst í í nótt, ef þú gerir það, þá skaltu engu fyrir tína, nema lífinu!“ MORö'dNf kArr/NU Nei — ha, ekki rækjur I rækju- salatinu? — Það er ekki heldur te I tekexi! Góða nótt Lilli minn. Hann Óli er hættur við viskiið — og drekkur heldur vodka. — Það lyktar ekki eins sterkt. t Eftir Lillian Kvikmyndahandrit aö moröi 24 — Þú ert ekki faðir minn, heldur umboðsmaður minn. Þú skalt gjöra svo vel og hugsa um þfn mái og láta mig f friði! Þau htífðu sem sagt lent f rimmu. Innst inni fagnaði ég því að mér féil alls ekki við Dorf og fannst hann ekki samboðinn henni á neinn hátt. Og auðvitað grunaði mig ekki hverjar af- leiðingar þetta hefði f för með sér. Marietta var fokill það sá ég gltíggiega, en enginn annar veitti þvf athygli og hún var glöð og heiliandi allt kvöldið og reyndar miðpunktur samkvæmisins eins og oft áður. Seinna, þegar ég var yfirheyrður gat ég alls ekki sagt til um, hvort Marietta hefði neytt áfengis þetta kvöld. Hvorki ég né neinn annar hafði nokkru sinni vitað til að hún dreypti á víni. Að vfsu var hún alltaf með glas f hendi, en ég gekk út frá þvf sem gefnu að það væri kókakóla eins og venjulega. En umferðarltíg- reglan sagði að bæði hún og bfll- inn hefðu angað langar leiðir af áfengi og maður skyldi ætla að þeirra orðum væri trúandi! Það var ekkí tekin blóðprufa af henni, sennilega hefur þetta virzt svo augljóst. Auk þess var þá cngan veginn tíruggt að hún myndi lifa af. Seinna þegar ákveða varð á hvern ætti að skella ábyrgðinni á slysinu, hóf lög- reglan umfangsmiklar yfirheyrsl- ur, en það var nánast vonlaust verkefni að tala við allt það fólk sem var f samkvæminu. En ég held að ég hefði vitað það, ef Marietta hefði neytt áfengis þetta kvöld ... enginn hafði tekið eftir þvf. Eg viðurkenni að hún hafði verið f miklu uppnámi þegar hún kom til veiziunnarog ég hafði haft áhyggjur af henni. Klukkan eitt spurði ég veizlustjórann um hana og hann sagði þá að hún væri farin fyrir góðri stundu. Það var hellirigning þetta kvtíld, en hún var góður bflstjóri, svo að ég hugsaði ekki frekar út I það. Ungi maðurinn sem ók hinum bflnum gaf ftariega skýrslu. Hann og systir hans höfðu verið á leið heim af skólaballi. Þau óku eftir beinum vegi og náiguðust beygju hægra megin þegar bfll Mariettu kom brunandi út úr beygjunní á tífugum vegarheim- ingi og stefndi beint á bflinn þeirra. Eitt andartak segist hann hafa setið sem lamaður og blindaður af Ijósunum frá hennar bfl, en svo hafði hann rænu á að ieggjast á flautuna. Marietta hélt sfnu striki og hann sneri þvf stýr- inu og rykkti bílnum til hliðar. Hún hefur á sfðustu stundu séð að hverju fór og sveigði mjög skarpt til hliðar, en þá var það of seint. Bfllinn hans sem var mun stærri kastaðist ekki af veginum, en hennar bfll lenti út f kantinum og munaði minnstu að hann þeyttist niður f hyldýpi, hefði hann ekki stöðvast við klettabrún. Marietta kastaðist út úr bflnum og skadd- aðist hroðalega f andliti og á baki. Ungi maðurinn fékk taugaáfall en slapp með skrámur og gat gengið tvo kflómetra i næsta sfmaklefa og kallaði þaðan á hjálp. Þegar hann kom aftur á slysstaðinn var systir hans látin. Þér getið rétt fmyndað ykkur að blöðin gerðu sér mat úr þessari stígu. Þessu virðulega samkvæmi var lýst sem æðisgenginni svall- veizlu. Marlettu var lýst sem skefjalausri fyllibyttu — en systkinin tvö aftur á mót fengu alls staðar englavitnisburð. Það var f raun og veru guðsþakkarvert að hún lá mæðvitundarlaus svo lengi og hafði ekkert samband við umheiminn og hún vissi ekkert hvað fram fór, þvf að ég held að það hefði riðið henni að fullu að heyra allt slúðrið. Það var f upp- siglingu að htífða mál á hendur henni fyrir manndráp af gáleysi, en lögfræðingar kvikmyndafé- lagsins sáu um það. Þegar hún að lokum var útskrifuð af sjúkrahús- inu hafði málið endanlega verið þaggað niður. Eitt er þó hafið yfir allan grun: hvort sem slysið varð vegna óaðgætni Marlettu eða ekki, var henni refsað meira en hægt var að bjóða nokkurri manneskju. 1 heilt ár var hún rúmliggjandi meðan sárin gréru, og hún gekkst undir hverja andlitsaðgerðina eftir aðra. Getið þér gert yður f hugarlund hvflfk áhrif slfkt hefur á konu? Hugsið yður hvað þetta hlýtur að hafa haft voðaleg áhrif á Mariettu Shaw sem áttí allt sitt undir þessu andliti. Reynið að fmynda yður hvernig henni hefur verið innanbrjðsts þann dag þegar sáraumbúðirnar voru teknar og spegli var stungið f hönd hennar. Við vorum þarna og héldum niðrí f okkur andanum — JK, hjúkrunarkonurnar, læknarnir, ég. Gluggatjöldin voru dregin frá til hálfs og eina hljóðið sem heyrðist var suðið f loftræsti- tækinu. Læknirinn beygði sig yfir hana og klippti gætiiega umbúð- irnar af andlitinu á henni og rétti henni spegil án þess að segja neitt. En hún leit ekki f spegilinn hún notaði andlit okkar sem speg- il. I daufri birtunni var erfitt að dæma árangurinn, hann kæmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.