Morgunblaðið - 19.08.1975, Síða 36
Ármúla 23 - Sími 86755
186. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGUST 1975
au(;i.Vsin(;asíminn er:
22480
JHorgtmbtctói?)
Enn einn togbátur
tekinn í landhelgi
Skipstjórarnir á Gusti
og Gullfaxa dæmdir í gær
VARÐSKIPIÐ Ægir tók f fyrri-
nótt togbátinn Kristfnu GK 81 frá
Njarðvfk að meintum ólöglegum
veiðum út af Ingólfshöfða. Var
báturinn eina mflu fyrir innan
þriggja sjómflna mörkin. Varð-
skipið fór með bátinn til Eski-
fjarðar og kom það þangað
skömmu fyrir kvöldmatarleytið f
gær. Mál skipstjórans verður
væntanlega tekið fyrir hjá sýslu-
manninum á Eskifirði f dag.
Kristín GK 81 er sjöundi tog-
báturinn sem Landhelgisgæzlan
tekur að meintum ólöglegum
veiðum á tæpri viku. Einn þess-
arra báta, Sigurfari SH reyndist
hafa verið á dragnót og var
honum sleppt, og skipstjórinn á
Surtsey VE var sýknaður. Skip-
stjórarnir á Gusti SH og Gullfaxa
SH hlutu dóma í gær, en skip-
stjórarnir á Haraldi SH, Kópi SH
og Kristínu GK bíða eftir dómi.
Jón Magnússon fulltrúi sýslu-
mannsins í Stykkishólmi kvað í
gær upp ásamt meðdómendum
dóma í málum skipstjóranna á
Gusti SH og Gullfaxa SH. Skip-
stjórinn á Gullfaxa var dæmdur í
200 þúsund króna sekt og
mánaðar varðhald, en skipstjór-
inn á Gusti í 200 þúsund króna
sekt. Afli og veiðarfæri beggja
báta var gert upptækt til ríkis-
sjóðs.
Flugfreyjudeilan
fer til Félagsdóms
FLUGFREYJUFÉLAG Islands
hefur óskað eftir þvf við Flug-
leiðir hf., að fyrirtækið gefi
Margeir með 2
vinnínga af 3
Tjentiste Júgóslavíu 18. ágúst.
FYRSTU þrjár umferðirnar í
heimsmeistaramóti unglinga í
skák hafa nú verið tefldar og sigr-
aði fslenzki þátttakandinn, Mar-
geir Pétursson, fyrstu tvo keppi-
nauta sína, Austurríkismanninn
Gigerl í 1. umferð, og Gaspar frá
Iran í 2. umferð, en tapaði síðan
fyrir Kuligovsky frá Póllandi í 3.
umferð. Margeir hefur því 2 vinn-
inga af þremur og er í 9.—16.
sæti. Kuligovsky er efstur með 3
vinninga.
ákveðið svar fyrir fimmtudags-
kvöld hvort breyting hafi orðið á
túlkun þess á ákveðnu atriði f
nýgerðum kjarasamningum, en
ágreiningur hefur verið milli
aðilanna um túlkun þess. Sam-
kvæmt upplýsingum Sveins Sæ-
mundssonar blaðafulltrúa Flug-
leiða hefur fyrirtækið ákveðið að
vfsa deilunni til Félagsdóms og
verður það gert formlega f dag.
Flugfreyjur halda félagsfund n.k.
fimmtudagskvöld, þar sem rædd-
ar verða hugsanlegar aðgerðir.
Flugfreyjufélag Islands sendi
Framhald á bls. 35
Sáttafundur
haldinn í dag
SAMNINGANEFNDIR undir-
manna á kaupskipum og skipafé-
laganna sátu á fundi með sátta-
semjara, Guðlaugi Þorvaldssyni,
frá klukkan 14 f gær til klukkan
19. Annar fundur hefur verið boð-
aður í dag klukkan 13.30. Guð-
laugur Þorvaldsson varðist allra
frétta af gangi samningaviðræðn-
anna, er Mbi. ræddi við hann í
gærkvöldi. Kvaðst Guðlaugur
vonast til að málin skýrðust eftir
fundinn I dag.
Ljósm. Steinþór Eirfksson.
FLUGVÉLIN — Þannig leit vélin út eftir að spellvirkjarnir höfðu
farið um hana ómjúkum höndum. Vélin er I nokkrum hlutum og
greina má á henni göt eftir sleggjur.
SUNNUVEGUR var valin fegursta gatan í Reykjavík í ár. Við Sunnuveginn, sem
er i Laugarásnum eru falleg einbýlishús og ákaflega fallegir garðar. Þessa mynd
tók ól. K. Mag. á fegurstu götu borgarinnar. Yngstu íbúarnir eru sýnilega stoltir
af sinni götu. Sjá myndir af húsum, sem fengu viðurkenningu á bls. 10.
Ríkisstjómm ákvað
að ræða við Breta
Óákveðið hvenær viðræðurnar fara fram
RÍKISSTJÓRNIN tók þá
ákvörðun á síðdegisfundi í
gær að eiga viðræður við
fulltrúa brezku ríkis-
stjórnarinnar um fisk-
veiðar Breta við Island.
Viðræðurnar verða í
Reykjavík. Að sögn Einars
Ágústssonar utanríkisráð-
herra hefur engin ákvörð-
un verið tekin um það,
hvenær viðræðurnar fara
fram né hvaða form verður
á þeim. Verður það ákveðið
eftir diplðmatískum
lciðum eins og ráðherrann
orðaði það, þ.e.a.s. I gegn-
um sendiráð íslands í
London.
Það var brezka stjórnin
sem setti fram ósk um að
viðræður yrðu teknar upp
eins fljótt og auðið væri
milli Breta og Islendinga
um „fiskveiðar Breta við
lsland“. Það var Roy
Hattersley ráðuneytis-
stjóri í brezka utanríkis-
ráðuneytinu sem kom þess-
arri ósk brezku stjórnar-
innar á framfæri við Niels
P. Sigurðsson sendiherra í
London. Minntist ráðu-
neytisstjórinn hvergi á
mílur í samtali sínu við
Niels P. Sigurðsson, að
sögn Einars Ágústssonar.
Niels kom til Islands á
föstudaginn og gaf Einari
þá munnlega skýrslu um
fund sinn með Hattersley.
Á fundi ríkisstjórnarinnar
í gær skýrði Einar frá við-
ræðunum og í framhaldi af
því tók ríkisstjórnin fyrr-
greinda ákvörðun.
Einar Ágústsson sagði að
auk Breta hefðu Austur-
Þjóðverjar, Pólverjar,
Sovétmenn og Norðmenn
óskað eftir viðræðum um
veiðar hér við land, en ekk-
ert hefði verið ákveðið um
viðræður við þessar þjóðir.
Meira finnst
af hassinu
FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN
hefur stöðugt-unnið að rannsókn
hassmálsins, sem kom upp I
Reykjavík fyrir rúmri viku, en þá
fann lögreglan nokkur hundruð
grömm af hassi í húsi einu I borg-
inni. Mjög margir hafa verið yfir-
heyrðir vegna þessa máls og
hefur meira hass komið í leit-
irnar. Tvítugur piltur hefur verið
úrskurðaður I 20 daga gæzluvarð-
hald. Þar sem rannsókn er enn I
fullum gangi verst Fíkniefnadóm-
stóllinn allra frétta á þessu stigr
málsins.
Spellvirkjar gjör-
eyðilögðu vélina
Egilsstöðum 18. ágúst.
I SÍÐUSTU viku fóru menn frá
Egilsstöðum niður að Héraðsflóa
til að freista þess að ná upp eins-
hreyfils flugvélinni sem féll I
Jökulsá á Brú á dögunum. Gekk
verkið ágætlega og tókst þeim að
ná vélinni upp á árbakkann. Tóku
þeir mótorinn úr henni og höfðu
með sér til Egilsstaða en skildu
sjálfan flugvélarskrokkinn eftir
og ætluðu að ná I hann um helg-
ina.
Þegar þeir komu á staðinn nú
um helgina blasti við þeim ófögur
sjón. Einhverjir spellvirkjar
höfðu orðið á undan þeim og gjör-
eyðilagt vélina. Höfðu þeir greini-
lega gengið að henni mcð barefl-
um og brotið í sundur hvern
einasta heillegan hlut nema hvað
þeir hafa haft hurðir á brott með
sér. Er lögreglan nú að rannsaka
þetta mál, en þarna hefur orðið
tjón upp á hundruð þúsunda.
Með auknum ferðamanna-
straumi i sumar hefur meira bor-
Framhald á bls. 35