Morgunblaðið - 28.08.1975, Síða 1
32 SIÐUR
194. tbl. 62. árg.
FIMMTUDAGUR 28. ÁGtJST 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Haile Selassie
lézt í gærdag
Sonur hans krefst krufningar
Sjá grein um Haile Selassie
á bls. 15.
□ --------------------------□
Addis Ababa 27. ágúst — AP.
HAILE SELASSIE, fyrrum keis-
ari Eþfópíu, fannst látinn f rúmi
sfnu f morgun, að þvf er rfkisút-
varp landsins tilkynnti f dag.
Hann var 83 ára að aldri. Bana-
mein hans var sagður sjúkdómur
í blöðruhálskirtli, en vegna hans
hafði keisarinn gengizt undir
uppskurð fyrir tveimur mánuð-
um. Sfðan hafði hann dvalizt f
einni af höllum þeim sem hann
átti áður en herforingjar sviptu
Lokaferð Kissing
ers til ísraels
fyrir samninga?
Alexandria, Tel Aviv
27. ág. Reuter.
HENRY KISSINGER kom til Tel
Aviv I kvöld til viðræðna við ísra-
elska ráðamenn um síðustu drög
að bráðabirgðasamkomulaginu
við Egypta. Tilkynnt var í dag að
egypzka stjórnin hefði samþykkt
fyrir sitt leyti innihald samnings
og í Egyptalandi var búizt við að
bráðabirgðasamningurinn yrði
undirritaður á föstudag, þótt það
hefði ekki verið staðfest.
AHt bendir til að ísraelska
stjórnin sé í þann veginn að fall-
ast formlega á tillögurnar og komi
ekkert óvænt upp á verði frá sam-
komulaginu gengið alveg á næst-
unni.
Egyptar sögðu að nú væri allt
undir því komið að Israelar sam-
þykktu þessi drög, því að ,ekki
myndi standa á Egyptum.
hann embætti, og eftir aðgerðina
var sagt, að hann væri á batavegi.
Sonur keisarans fyrrverandi,
prins Erid Azmatch Asaf Wossen,
sagði í London f dag, að hann
krefðist þess, að krufning yrði
Iátin fara fram undir stjórn
óháðra lækna og Rauða krossins
til að komast að dánarorsökinni.
Hann sagði, að keisarinn hefði
verið við góða heilsu eftir skurð-
aðgerðina, og hvatti hann Afríku-
leiðtoga og heim allan að leita
sannleikans í málinu. Sagði hann
að fréttir frá Addis Ababa um að
læknir Selassies hefði ekki fund-
izt þegar hann veiktist aftur í
gær, þriðjudag, væru ósann-
færandi. Herstjórnin bæri, fulla
ábyrgð á öryggi og heilsu Selass-
ies. I útvarpstilkynningunni
sagði, að í gær hefði Selassie eln-
að sóttin og einkadóttur hans
hefði verið Ieyft að heimsækja
hann. En enginn hefði búizt við
því að hann væri að dauða kom-
inn, og því hefði enginn verið við
rúm hans er hann gaf upp and-
Framhald á bls. 18
Haile Selassie
látið.
- Ijónið af Júda
Portúgalskir hermenn við dyr upplýsingaskrifstofu áróðursdeildar MFA f Lissabon f gærmorgun. Þessi
skrifstofa var tekin af hermönnum úr Copcon sem er undir stjórn Otelo Saraiva de Carvalhos.
Goncalves riðar til falls þrátt
fyrir viðleitni kommúnista
Yfirmaður flotans nú nefndur sem líklegur eftirmaður
Lissabon 27. ág. Reuter. NTB.
1STAÐA Goncalves forsætis-
ráðherra Portúgals virtist enn
veikjast f dag og talsmaður for-
sætisráðherrans vildi ekki neita
algerlega þeim fréttum að hann
kynni að segja af sér þegar frétta-
menn leituðu eftir þvf síðdegis.
0 I KVÖLD gengu nokkur þús-,
und verkamanna og hermanna
um götur Lissabon og létu f Ijós
stuðning við Goncalves. Þátttak-
endur báru spjöld með áletr-
Argentína:
Hættan á valdaráni liðin hjá að sinni
unum eins og „Einingarfylking
gegn fasistum" og f hóp þeirra
slógust 150 útlendingar, sem
kváðust vera fulltrúar frá Dan-
mörku, Vestur-Þýzkalandi, Spáni
og Italfu. 1 fréttaskeytum f kvöld
er ekki nánar tiltekið um fjölda
göngumanna. Kommúnistaflokk-
urinn hafði kvatt stuðningsmenn
sína óspart til að mæta f göngunni
og tjá Goncalves á þann hátt holl-
ustu sfna, svo og smáflokkarnir
MDP og UDP sem eru öfga-
flokkar til vinstri við kommún-
ista.
0 1 morgun gerðu hægrisinnaðir
hermenn áhlaup á skrifstofur
áróðursdeildarinnar, Copcon, og
tóku þeir húsið á sitt vald og
bjuggu þar um sig eftir að for-
ingjar þar höfðu hótað að hlýða
ekki skipunum byltingarráðsins.
Þá var f kvöld talað um nýjan
mann sem hugsanlegan eftir-
mann Goncalves. Er það Joe
Ponheiro Azevedo, flotaforingi
landsins og varaforseti, sem er
sagður mjög vinstrisinnaður.
Engin staðfesting hefur fengizt á
að hann komi til greina sem eftir-
maður Goncalves en talsmaður
forsætisráðherrans viðurkenndi
þó, að hann „kæmi til álita“ ef
forsætisráðherrann færi frá völd-
um.
1 Oporto, næst stærstu borg
Portúgals, efndi Sósíalistaflokk-
Framhald á bls. 18
Buenos Aires 27. ág. Reuter. Ntb.
MARIA ESTELA Peron féllst f
kvöld á afsagnarbeiðni Alberto
Numa Laplane, yfirforingja arg-
entfnska hersins, og segja frétta-
skýrendur, að þar með sé hætta á
valdaráni af hálfu hersins hjá
garði gengin f bili. Við starfinu
tekur einn þeirra hershöfðingja
fimm, sem kröfðust afsagnar
Laplane.
Fyrr í dag hafði Argentfnufor-
seti neitað að taka gilda uppsögn
yfirforingjans og mikil spenna
var vfða um land, einkum f höfuð-
borginni, þar sem mikill viðbún-
Skotland:
Fjórðungur tog-
araflotans hefur
hætt veiðunum
Aberdeen 27. ágúst — AP
FJÓRÐUNGUR skozka úthafs-
togaraflotans hefur hætt veið-
um vegna lágs fiskverðs og
mikils kostnaðar vegna elds-
neytis og veiðarfæra, að þvf er
John Craddock, forseti samtaka
skozkra togaraeigenda, sagði f
dag. Craddock sagði, að fisk-
iðnaðurinn berðist fyrir lífi
sfnu og benti allt til að nokkur
útgerðarfélög yrðu gjaldþrota
nema aðstaðan breyttist. Hann
kvað einu vonina felast f örlftið
hagstæðari þróun verðlags á
fiski.
25 af 130 úthafstogurum
Skota hefur verið lagt, og 10
eru nú notaðir til birgða-
flutninga eða aðstoðar við oliu-
borpallana í Norðursjó.
Craddock sagði, að þetta væri
talandi tákn um verðmæta-
hrunið innan útgerðarinnar, og
væri aðeins unnt að selja þá
togara sem lagt hefði verið
fyrir örlitið brot af byggingar-
verði þeirra. Tveimur af 18
togurum Craddocks sjálfs
hefur verið lagt.
aður var af hálfu hersins og var
sérstaklega efldur vörður um að-
albækistöðvar hersins og forseta-
höllina.
Heimildir, sem venjulega telj-
ast áreiðanlegar, sögðu í kvöld, að
forsetinn hefði dregið til baka
kröfu um að hershöfðinginn Cac-
eres tæki við af Laplane, en sá
fyrrnefndi hefur verið mjög dygg-
ur stuðningsmaður forsetans upp
á síðkastið.
Stjórnmálasérfræðingar f
Argentínu telja að ofbeldisverk,
sem magnazt hafa mjög f landinu
upp á síðkastið og meðal annars
hefur hvað eftir annað verið gerð-
ur aðsúgur að lögreglustöðvum og
herstöðvum, hafi leitt til mikillar
ókyrrðar innan hersins.
Mjög mikill ágreiningur hefur
verið um störf Laplane, fyrr-
verandi yfirmanns argentinska
hersins. Einkum jókst hann þegar
hann þótti sýna fullmikla af-
skiptasemi af innanríkis-
málum nú fyrr í mánuðinum. Tal-
ið er, að ýmsir hafi verið kvaddir
til að telja Estelu Peron á að láta
Laplane víkja úr embætti, enda
hafi ekki verið stætt á öðru, þar
sem valdarán hefði ella verið í
vændum og trúlegt að forsetanum
hefði þá verið velt úr sessi, segja
fréttastofur í kvöld.
Eftir að fréttist um að Peron
hefði fallizt á afsagnarbeiðnina
virtist sem kyrrð hefði færzt yfir.
Fer norski fjármálaráð-
herrann í mál við Fí?
% Eru flugfélög bótask.vld
vegna fjárútláta sem seinkun
brottfarar veldur farþegum?
Per *KIeppe, fjármálaráðherra
Noregs, hefur nú beðið lög-
fræðideild norska dómsmála-
ráðuneytisins að rannsaka
þetta atriði eftir að hann og
sendinefnd hans urðu fyrir
barðinu á slíkum töfum á leið-
inni til og frá norræna fjár-
málaráðhcrrafundinum [
Rcykjavfk f júní s.l. Fer ráð-
herrann fram á að metið sé
hvort Flugfélag Islands og önn-
ur flugfélög eigi ekki að standa
straum af kostnaðtnum sem af
seinkunum hlauzt, að þvf er
segir í skeyti frá NTB-
fréttastofunni.
Á leiðinni til fundarins seink-
aði vél British Airways með
norsku sendinefndina frá
Kaupmannahöfn til London, og
var ljóst að nefndin myndi ekki
ná síðustu vél Flugfélags ís-
lands til Reykjavikur. Voru
sendar eindregnar óskir um að
Flugfélagsvélin biði í London
eftir sendinefndinni en við
þeim var ekki orðið. Varð
norska rikisstjórnin þvi að
greiða 30.000 norskar krónur
fyrir sérstaka leiguflugvél frá
London til þess að sendinefnt’-
in næði til fundarins i tæka tið.
Á leiðinni frá Reykjavík að af-
loknum fundi seinkaði vél
Flugfélagsins til Kaupmanna-
hafnar. Fékk sendinefndin bók-
un sinni breytt og fór með vél
sem átti að leggja af stað hálf-
tíma áður en upphaflega vélin,
samkvæmt seinkuninni. En
þeirri vél seinkaði einnig, og
tókst Kleppe og félögum hans
þvi ekki að ná síðustu vél til
Óslóar frá Kaupmannahöfn, og
urðu að dveljast i Höfn um
nóttina.
Fulltrúi Flugfélags tslands i
Noregi hefur harmað það sem
gerzt hefur, segir i NTB-
fréttinni, einkum seinkunina á
heimleiðinni, en félagið telur
sig ekki geta borið ábyrgð á
seinkuninni frá London, þar eð
ekki hafi verið verjanlegt að
láta vélina þar bíða eftir norsku
sendinefndinni. En nú hefur
sem sagt ráðherrann beðið
dómsmálaráðuneytið í Noregi
að rannsaka þetta mál.