Morgunblaðið - 28.08.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.08.1975, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGÚST 1975 Skar á vírana ut- an við 50 mílurnar VARÐSKIPIÐ Týr undir skip- stjórn Guðmundar Kærnested, skar á víra tveggja v-þýzkra togara um kl. 9 í gærmorgun fyrir utan 50 mflna mörkin úti af Eld- eyjarboða. Togararnir, sem urðu fyrir barðinu á klippum varð- skipsins, heita Köln NC 471 og Arcturus BX 739. Gunnar Ölafsson hjá Land- helgisgæzlunni sagði, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, að íslenzkir togarar hefðu kvartað mjög oft undan ágengni v-þýzkra togara undan- farið og einn og einn v-þýzkur togari hefði farið allt upp að 12 mílna mörkunum, án þess að varðskip hefðu náð þeim. I fyrri- nótt hefði varðskip komið að Köln NC 471 og Karli Wiederker BX 667, þar sem þeir hefðu verið 18 sjómílur innan 50 mílna mark- anna .úti af Eldeyjarboða. Togar- arnir hefðu strax híft upp vörp- una og haldið út fyrir 50 mílna fiskveiðilögsöguna, ásamt öðrum þýzkum togurum, sem voru á þessum slóðum. Varðskipið hefði hins vegar elt þessa tvo togara og gefið þeim stöðvunarmerki. I fyrrinótt var slæmt veður og mikill sjór, sagði Gunnar, og því ekkert hægt að gera. Þegar togar- arnir komu út fyrir mörkin stoppuðu þeir, og varðskipið hélt sig í nánd við þá. Um kl. 9 í gærmorgun var komið sæmilegt veður og þá kastaði Köln og hóf veiðar. Varðskipið hélt þá þegar að togaranum og klippti á báða Sviðaútsala SlÐASTLIÐNA fjóra daga hefur verö á sviðum verið lækkað vegna þess að miklar birgðir voru til I landinu og nauðsyn þótti að auka neyzlu á þessum varningi. Lækkunin nam í gær 15,4%, en hvert kg af sviðum var þá selt á 220 krónur, en kostaði áður 260 krónur. Samkvæmt upplýsingum Jón- munds Ölafssonar hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins jókst salan á sviðum talsvert við lækk- unina og hefur því þessa fjóra daga talsvert gengið á þær birgðir sem til voru af sviðum. Jónmund- ur kvað margar ástæður vera fyr- ir því að treglega gengi að selja svið, matarvenjur fólks hefðu breytzt með árunum og sauðfjár- slátrun ár hvert hefði þróazt þannig, að sláturfé er nú 200 til 300 þúsund fleira en fyrir nokkr- um árum. Þá eru svið ekki niður- greidd og standast þvi naumast samkeppnina við aðrar sauðfjár- afurðir, sem eru niðurgreiddar. Þá er talsverð fita í sviðum og vill fólk síður fitu og feittkjöt. Guðmundur tap- aði í 10. umferð GUÐMUNDUR Sigurjónsson tap- aði fyrir Skotanum Craigh Prit- chett 1 32 leikjum f 10. umferð alþjóðaskákmótsins f London f gær. Hins vegar á Guðmundur unna skák frá þvf f 9. umferð en sú skák hefur tvisvar farið í bíð. Eftir 10 umferðir er staðan á mótinu sú, að efstur er Miles með 7 vinninga, þá koma þeir Adjorj- an og Timman með 6 vinninga og Sax er með 5 vinninga. Guðmund- ur Sigurjónsson hefur hlotið 2!4 vinning. Fyrirlestur í Árnagarði kl. 17 DR. SVEN Dalgaard-Mikkelsen frá danska dýralæknaháskólan- um mun flytja fyrirlestur kl. 171 dag í stofu 210 í Árnagarði. Fyrir- lestur hans fjallar um „varanleg lífræn klórsambönd og kvikasilf- ur í lífverum I Danmörku, íslandi og Grænlandi." Dalgaard-Mikkelsen hefur eink- um lagt stund á rannsóknir á mengun og varanlegum eiturefn- um í lífverum. Á hans vegum hafa m.a. verið rannsakaðir sjúk- dómar í íslenzka fálkanum. togvfrana 6.9 sjómílur fyrir utan 50 mílna línuna. Arcturus, sem vægast sagt hefur vefið mjög ágengur og mikið kvartað undan, fór einnig að toga þarna rétt hjá og 12 mínútur yfir 9 klippti varð- skipið á báða vlra togarans 9.8 Framhald á bls. 18 Blaðafulltrú- ar þinga hér BLAÐAFULLTRUAR utanrfkis- ráðuneyta á Norðurlöndum koma saman til fundar í Reykjavfk f dag, en þeir eiga með sér fund einu sinni á ári. Síðast komu þeir saman til fundar í Reykjavík árið 1970. Þórður Einarsson, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði, þegar Mbl. ræddi við hann f gær, að alls sæktu 9 manns frá hinum Norðurlöndunum fundinn, sem lýkur á föstudagskvöld, en þar á meðal eru blaðafulltrúar Norður- landaráðs. Á fundinum verður einkum rætt um mál sem falla undir blaðafulltrúana, eins og t.d. upplýsingar til útlanda og land- kynningarstarfsemi. Þá verður rætt um þátt Norðurlanda í sam- bandi við 200 ára afmæli Banda- ríkjanna á næsta ári. Þessi mynd var tekin fyrir fáum dögum af slætti á Stórólfsvallabúinu við Hvolsvöll en þar er starfrækt ein þeirra graskögglaverksmiðja, sem starfandi eru f landinu. Ljósm. Hermann Stefánsson. Hey selt á 15 til 20 krónur kg. SIS flytur inn 500 tonn af graskögglum SAMBAND fsl. samvinnufélaga hefur ákveðið að flytja inn frá Danmörku 500 tonn af grasköggl- um og eru þeir væntanlegir til landsins um miðjan september. Að sögn|jforráðamanna innflutn- ingsdeildar SlS er þetta gert f Ijósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að afla heyja f sumar. Morgunblaðið kannaði einnig heyverð og kom í Ijós við þá könn- un, að norðanlands, f Skagafirði og Eyjafirði, er kflóið selt á 15 krónur en sunnanlands er verðið á milli 18 og 20 krónur. I samtali, sem blaðið átti við Gfsla Theó- dórsson hjá SlS, kom fram að 30% hækkun verður á fóðurbæti fram til áramóta. Gísli Theódórsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri innflutnings- eildar Sambands fsl. samvinnufé- laga, sagði í samtali við Mbl., að Arni Gunnarsson fréttaritstjóri Vísis ÁRNI Gunnarsson, fréttamaður við Rfkisútvarpið, hefur verið ráðinn fréttaritstjóri dagblaðsins Vfsis frá og með 1. september næstkomandi. Árni Gunnarsson hefur starfað 11 ár á fréttastofu ríkisútvarpsins og verið varafréttastjóri hin síð- ustu ár. Áður en hann réðst til útvarpsins var hann blaðamaður við Alþýðublaðið i 4 ár og sfðast fréttastjóri þess. Árni Gunnarsson sagði f viðtali við Mbl. 1 gær, að hann hefði tekið þvf boði að verða ritstjóri Vísis eftir að hafa kannað það að engar kvaðir væru lagðar af eigendum blaðsins á fréttir þess eða skrif fréttamanna. ástæðan fyrir innflutningi SlS á graskögglum væri, að heyskapar- tíð hefði verið erfið í sumum hlut- um landsins og væri víða hey- skortur. Graskögglar þessir eru unnir úr grastegundinni Luzerna og verða fluttir inn í lausu. Gísli sagði, að kaupverð á þessum kögglum hefði verið hagstætt en vegna þurrka sem síðan hafa ver- ið f Danmörku hafa þeir hækkað töluvert í verði. Sambandið ráð- Flugleiðir stækka skrifstofuhúsnæðið FLUGLEIÐIR hafa nú í hyggju að stækka aðalskrifstofuhúsnæði félagsins á Reykjavíkurflugvelli og er áætlað að byggja nýja bygg- ingu, sem á að liggja samsfða núverandi skrifstofuhúsnæði, en tengibygging á að koma á milli húsanna. Alfreð Elíasson, forstjóri Flug-' leiða, sagði f gær í samtali við i Morgunblaðið, að þeir Flugleiða-1 menn hefðu verið að athuga þetta mál í nokkurn tíma. Skrifstofur fyrirtækisins væru nú á mörgum stöðum f borginni, sem væri mjög óheppilegt. 1 fyrstu hefði verið ætlunin að byggja ofan á skrif- stofubygginguna á Reykjavíkur- velli, en komið hefði í ljós, að það væri óheppilegt og því ákveðið að athuga með nýja byggingu. Verið er að bjóða verkið út þessa dagana, en ekki er ákveðið hvenær verkið hefst. Kristinn Finnbogason: „Helber. ósarmindi að ég hafí ver- ið miUigöngumaður nýs dagblaðs” KRISTINN Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Tfmans, sagði 1 viðtali við Morgunblaðið í gær, að það væru helber ósannindi, að hann hefði gerzt milligöngu- maður nýs dagblaðs gagnvart blaðamönnum VIsis eins og Sveinn Eyjólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vfsis, full- yrti f viðtali við Þjóðviljann f gær. Þá staðfesti Albert Guðmundsson f viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann yrði hluthafi f nýju dagblaði. I viðtali við Þjóðviljann í gær var Sveinn Eyjólfsson spurður hvort Kristinn Finnbogason yrði einn eigenda nýs dagblaðs, og svaraði hann: „Hvernig dettur mönnum í hug að dreifa þeim orðrómi. Það er fáránlegt. Sagan komst á kreik, þegar við báðum Kristin Finnbogason að hringja í einn af blaðamönnum Vísis til að fullvissa hann um, að nýi Vísir fengist áreiðanlega prentaður f Blaðaprenti, og þar með gerðu söguberarnir Kristin að hlut- hafa.“ 1 dagblaðinu Vísi í gær eru þessi ummæli hent á lofti og sagt að þau sýni, að Kristinn Finnbogason hafi gerzt milli- Kristinn Albert göngumaður Sveins Eyjólfsson- ar og Jónasar Kristjánssonar við að tæla blaðamenn frá Vísi. Um þetta mál sagði Kristinn Finnbogason í viðtali við Mbl. í gær: „Það eru helber ósannindi, sem höfð eru eftir Sveini Eyjólfssyni f Þjóðviljanum í gær, að ég hafi verið milli- göngumaður hans í sambandi við ráðningu blaðamanna á Nýja Vísi. Þá vil ég láta það koma fram, að ég hef aldrei haft áhuga á að eignast einhverja hlutdeild í nýja blaðinu, enda hef ég ekki hug á að taka þátt í rekstri fyrirtækis, sem þeir Sveinn og Jónas stjórna, og vil ekki vera viðriðinn soraskrif eins og þau, sem þeir létu stundum fara frá Framhald á bls. 18 gerir að nota þessa köggla í fóður- blöndur en einnig kemur vel til greina að selja eitthvað af þeim beint til bænda, og ætti verð á hverju kílói að vera 30 krónur, að sögn Gísla. Þessir kögglar koma til landsins um miðjan september. Gísli var spurður um verðlags- horfur á fóðurbæti. Hann sagði, að ljóst væri að fóðurbætir hækk- aði á næstunni. I vor, eftir að sáningu í Bandaríkjunum var lok- ið, gerðu menn ráð fyrir að það yrði góð uppskera en vegna þurrka er ljóst að um einhvern uppskerubrest verður að ræða. Þurrkar, sem gengið hafa yfir Rússland, ollu því að Rússar festu kaup á 15 milljónum tonna mjöls í Kanada og Bandaríkjunum og hafa þessi kaup orðið til að stór- hækka verð á fóðurbæti. 1 vor var boðið bygg frá Þýzkalandi á 89 dollara tonnið og var það til af- greiðslu 1 nóvember og desember en þá keyptu menn almennt ekki vegna góðra uppskeruhorfa í Bandaríkjunum, sem síðan hafa bruðgizt. Fyrir skömmu barst til- Framhald á bls. 18 Flugleiðir leggja niður Stokk- hólmsflugið ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella niður Stokkhólmsflug Flugleiða í vetur, en að Ifkindum hefst það að nýju næsta vor. Er þetta gert vegna þess hve Iftið er um far- þega á leiðinni Island — Svfþjóð yfir vetrartfmann. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann i gær, að farþegaumferð til og frá Stokk- hólmi væri mjög árstíðabundin og langmestur hluti þeirra farþega, sem færu á milli Svíþjóðar og Islands færu yfir sumarmánuð- ina. 1 vetur færu þeir Flugleiða- farþegar, sem ætluðu til Sví- þjóðar eða til Islands frá Svíþjóð með flugv^lum SAS frá Kaup- mannahöfn eða Ósló. Sigurður sagði, að væntanlega hæfist flug frá Islandi til Sví- þjóðar á ný f vor og Flugleiðir myndu fljúga til allra annarra fastra áætlunarstaða í vetur. Hvalirnir syntu á land Hrútafirði 27. ágúst TVEIR hvalir syntu á grunn á leirunum fyrir botni Hrútafjarð- ar í fyrradag. Þeir losnuðu sfðan út á flóðinu og rak annan á fjöru við Valdasteinsstaði, en hinn við Borðeyri. Borðeyringar hófu hval- skurð strax f fyrrakvöld og vonast til að geta nýtt eitthvað af hvöl- unum, en þeir eru um 8 metra langir. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.