Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975
15
Haile
Selassie
9 HAILE Sclassie var keisari
Eþíópfu I 44 ár, en stjórnaði f
raun I 57 ár. Hann var boðberi
varfærni og sáttfýsi I málefn-
um Afrfkjurfkja, einarður tals-
maður óháðra ríkja, en var, —
alla vega til að byrja með —,
hliðhollur Vesturlöndum. I
upphafi valdaferils sfns var
hann umbótasinnaður, —
byggði skóla, vegi og sjúkrahús
f landi þar sem tfðkazt höfðu
opinberar aftökur og þrælahald
og lénshöfðingjar, sem réðu
lögum og lofum. Margir töldu
hann einlægan — mannúðar-
sinna sem barðist gegn hungri,
fátækt og menntunarleysi. En
er hann gerðist gamall fór
hann að slaka á og fara sér
hægar, og stjórn hans réð lftið
við erfiðleika landsins og eymd
fbúanna. Umbæturnar virtust
gerðar fremur til hátfðabrigða
en samkvæmt ákveðinni áætl-
un.
0 FuIIur titill Haile Selassies
var Haile Selassie hinn fyrsti,
sigursælt Ijón af ætt Júda, guðs
Konungur konunganna
útvalinn, konungur konung-
anna og keisari Eþíópfu.
Þennan titil bar hann allt til
þess er her Eþfópfu svipti hann
völdum í september árið 1974.
Nafnið Haile Selassie merkir
„verkfæri og vald þrenningar-
innar“.
Haile Selassie fæddist 23. júlí
1892, og hét þá Tafari
Makonnen, prins. Hann var af
konungsætt Eþíópíu en átti
ékki beint tilkall til krúnunnar.
14 ára gamall varð hann Iand-
stjóri f Salalehéraði, og fjórum
árum síðar Iandstjóri í heima-
héraði sínu, Harar. Með
stuðningi ættarhöfðingja og
kristinna andstöðuhópa, sem
beittu sér gegn konungs-
ættinni, en hún var hliðholl
múhameðstrúarmönnum, varð
Selassie konungur árið 1928, og
eftir lát keisaraynjunnar varð
hann keisari árið 1930, — sá
325.1 röðinni frá drottningunni
§f Saba.
Haile Selassie var fyrst veitt
veruleg athygli er Mussolini lét
heri sína ráðast inn 1 Eþíópíu
árið 1935. Þá skoraði hann á
Þjóðabandalagið að veita
Eþíópiustjórn stuðning sinn, og
sagði að bandalagið græfi sfna
eigin gröf ef slíkur stuðningur
yrði ekki veittur. Við áskorun-
inni var ekki orðið og keisarinn
varð að fara til Bretlands 1 út-
legð. Hins vegar sneri hann aft-
ur sigri hrósandi við frelsun
Addis Ababa árið 1941.
Hann var á fyrri hluta sjö-
unda áratugsins ákafur tals-
maður samvinnu Afríkuríkja
og var einn af helztu frum-
kvöðlum að stofnun Einingar-
samtaka þeirra, OAU, árið
1963. Hann vildi að Addis
Ababa yrði háborg slíkrar sam-
vinnu, en mætti í því fljót-
lega andspyrnu róttækra afla
innan OAU. Arið 1961 lýsti
hann þvf yfir á ráðstefnu
óháðra rfkja, að nýlendustefn-
an í hefðbundinni mynd væri
úr sér gengin, og varaði um leið
við henni i nýjum myndum.
Fáir þjóðhöfðingjar hafa far-
ið í jafnmargar opinberar heim-
sóknir til útlanda og Haile Sel-
assie gerði á sfnum langa ferli,
enda tókst honum að afla landi
sfnu víðtækrar alþjóðlegrar að-
stoðar. ítalir og Júgóslavar
byggðu þar t.d. stíflur, og
Bandarfkjamenn flugvöll
höfuðborgarinnar og létu hern-
um f té gögn. Þá fékk Selassie
einnig aðstoð bæði frá Sovét-
mönnum og Kínverjum.
En Eþíópía var áfram frum-
stætt land, og stjórn Selassie
olli vaxandi óánægju. 1 desem-
ber 1960 var gerð uppreisn f
landinu er keisarinn var í opin-
berri heimsókn í Brasilíu, og
stóðu að henni sveitir lögreglu
og lífvarða keisarans. Upp-
reisnin mistókst og hafði fjarað
út er Selassie kom heim. 1
kringum 1970 einkenndist ólg-
an æ meir af stúdentaóeirðum
og hreinsunum innan hersins. 1
desember 1970 var lýst yfir her-
lögum í héraðinu Eritreu þar
sem sjálfstæðisöfl höfðu barizt
í níu ár. 1 marz árið eftir brut-
ust enn út miklar stúdenta-
óeirðir f höfuðborginni og í
desember 1973 voru sex stúd-
entar myrtir af öryggissveit-
unum í héraði sem illa hafði
orðið úti vegna þurrka og hung-
ursneyðar. 1 febrúar 1974 gerði
herinn enn uppreisn og sölsaði
æ meir af valdi keisarans undir
sig. Smátt og smátt missti Haile
Selassie öll völd í Eþíópíu.
V-Þýzkaland:
Ráðstafanir gerðar
gegn atyinnuleysinu
Bonn 27. ágúst NTB. Reuter.
VESTUR-þýzka stjórnin hefur
ákveðið að hleypa af stokkunum
opinberri fjárfestingaráætlun og
eru niðurstöðutölur rösklega 34
milljarðar króna. Er þetta gert f
þeim tilgangi að koma í veg fyrir
frekara atvinnuleysi f byggingar-
iðnaði landsins á vetri komanda.
Enda þótt ríkisstjórnin hafi
ákveðið að grípa í taumana með
þessum aðgerðum er þó upphæð-
in langt frá því að vera sú sem
margir höfðu vonazt eftir og töldu
að væri nauðsynleg ættu þessar
ráðstafanir að bera einhvern
árangur. Verkalýðsfélög í landinu
hafa til að mynda farið fram á um
það bil helmingi hærri upphæð
frá ríkinu til að vinna gegn at-
vinnuleysi í landinu, en nú er um
milljón manns atvinnulausir í
landinu.
A blaðamannafundi í dag, þar
sem skýrt var frá þessum ráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar, var
spurt að því hvers vegna stjórn
Helmut Schmidts gripi ekki til
róttækari ráðstafana til að vinna
Nýkndustjómin
á Timor flúin
Canberra, Ástralíu 26. ág.
NTB. Reuter.
PORTtJGALSKA nýlendustjórn-
in á eynni Timor hefur flúið frá
höfuðborginni Dili til IftiIIar eyj-
ar úti fyrir ströndinni vegna sf-
harðnandi bardaga milli þjóð-
frelsishreyfinga innbyrðis.
Skýrði talsmaður ástralska utan-
rfkisráðuneytisins frá þessu f
dag. Kurt Waldheim fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna hvatti f gærkvöldi Ieiðtoga
fylkinganna til að leggja niður
vopn og hefja samningaviðræður
um friðsama lausn en við þeirri
beiðni hefur enn verið skellt
skollaeyrum.
Forsætisráðherra Ástralíu,
Whitlam, sagði í dag að stjórnin
myndi gera ráðstafanir til hjálpar
þeim Portúgölum, sem hafa flúið
frá Timor og komnir eru til Darw-
in í Ástralíu. Talið er að nokkur
fjöldi þeirra muni óska eftir að
setjast að í Ástralíu og hverfa
ekki til Portúgals, að minnsta
kosti ekki að svo stöddu.
1 fréttum frá Timor virðist ljóst
að þar hefur ekki dregið úr bar-
dögum og svo virðist einnig sem
Karpov
efstur
1 Mílanó
Milanó 27. ágúst—AP
ANATOLY Karpov, sovézki
heimsmeistarinn f skák, náði f
dag forystu á alþjóðlega skákmót-
inu f Mflanó er hann vann Svetzo-
var Gligoric frá Júgóslavfu f bið-
skák úr sjöttu umferð. Karpov er
nú með 4!4 vinning en næstur er
bandarfski meistarinn Walter
Shawn Browne með 4 vinninga.
Karpov hefur unnið þrjár skákir
og gert þrjú jafntefli, en Browne,
sem er 26 ára að aldri, hefur
unnið tvær og gert fjögur jafn-
tefli.
1 þriðja sæti er Ljubojev Lju-
bojevic frá Júgóslavíu með 3'A
vinning, en biðskák hans úr sjöttu
umferð við Jan Smeikal frá
Tékkóslavakíu var í dag frestað
til föstudags, en Lajos Portisch
frá Ungverjalandi er með sömu
vinningatölu. 1 fimmta sæti eru
jafnir þeir Petrosjan, Tal og
Smeikal með 3 vinninga.
I sjöundu umferðinni f kvöld
átti Browne að tefla við Petrosj-
an, Karpov við Tal og Andersson
við Larsen.
bug á efnahagsvanda landsins og
var það svar gefið, að ríkisstjórn-
in hefði gengið eins langt og hún
sæi sér fært að svo stöddu.
FRETTIR
Listsýning leyfð í Leningrad
Moskva 27. ág. Reuter.
HÓPUR sovézkra listamanna,
sem fram að þessu hefur ekki
hlotið náð fyrir augum stjórn-
valda þar f landi, hefur tilkynnt
að leyfi hafi fengizt til að halda
tfu daga sýningu á verkum þeirra
um miðjan næsta mánuð. Verður
það fyrsta slfk sýning f Sovétrfkj-
unum síðan f febrúar.
Yevgeni Rukhin, sem er einn
listamannanna, sagði fréttamönn-
um, að sýningin yrði haldin í Len-
ingrad og hefði menningardeild
borgarinnar gefið leyfi til að sjö-
tíu listamenn, sem iðulega hafa
sætt gagnrýni, fengju að taka þátt
í henni. Listsýningin verður hald-
in í helzta listamannaskála borg-
arinnar. Þó sagði Rukhin, að
Sprenging
í herstöð
Caterham, Englandi 27. ág. Reuter.
GÍFURLEG sprenging varð í þétt-
setnu veitingahúsi f herstöðinni
átokin hafi breiðzt út frá höfuð-
borginni og inn í landið. Blað í
Indónesíu sagði i dag, að flokkur
sá sem er hlynntur Indónesiu,
Apodetihreyfingin, hafi nú sam-
einazt vinstri fylkingu sem nefnir
sig Byltingarflokkinn sem berst
fyrir sjálfstæði Austur-Timor.
Indónesar ráða yfir vesturhluta
Timoreyjaklasans.
nokkrum Iistamanna hefði verið
neitað að vera með i sýningunni,
en ekki gefnar neinar ástæður
fyrir neituninni.
Caterham á Englandi f kvöld og
samkvæmt fyrstu fregnum
slösuðust margir og sumir alvar-
lega. Fjöldi sjúkrabfla kom á
slysstaðinn og svæðinu var lokað f
skyndingu. Fyrstu fréttir
hermdu, að grunur léki á uin að
sprengju hefði verið komið fyrir f
veitingastofunní.
Súez senn
opnaður
ísraelum
Tel Aviv 26. ág. NTB.
EGYPTAR munu innan tfðar
leyfa fsraelskum flutninga-
skipum að sigla um Súezskurð-
inn að þvf er fsraelska blaðið
Yexioth Aharanot skrifaði f
dag. Samkvæmt frétt þessari
mun banninu gagnvart skipum
sem ætla til Israels og frá
Israel aflétt jafnskjótt og
samningar hafa náðst milli
Israela og Egypta. Þó segir, að
Egyptar muni reyna að tak-
marka ferðir þeirra skipa sem
flytji varning sem hafi
hernaðarlegt mikilvægi til
tsraels.
Neita enn
að ferma
Sovétkornið
Washington, 27. ágúst — Reuter.
ALLT benti til f dag, að hafn-
arverkamenn f Bandarfkjun-
um myndu halda áfram að
neita að ferma bandarískt
korn sem selt hefur verið til
Sovétrfkjanna eftir að Ford
forseta mistókst að sannfæra
verkalýðsleiðtoga um að korn-
salan ylli ekki verðhækkunum
á matvælum f Bandarfkjunum.
George Meany, forseti banda-
rfska verkalýðssambandsins,
sagði eftir fund með forsetan-
um að ekkert hefði breytzt og
aðgerðunum yrði haldið
áfram.
Indverjar
viðurkenna
Bangladesh
Nýja-Delhi 27. ág. Reuter.
INDVERJAR ákváðu í dag að
viðurkenna nýja valdhafa í
Bangladesh og er þetta fyrsta
opinbera yfirlýsingin sem Ind-
verjar hafagefið eftir að Muji-
bur Rahman, fyrrverandi þjóð-
höfðingja, var steypt, en hann
naut mikils stuðnings Ind-
verja.
1 orðsendingu stjórnarinnar
var sagt, að „ákveðið hefði ver-
ið að halda eðlilegum sam-
skiptum við Bangladesh á
sama grundvelli eins og þegar
Indverjar viðurkenndu landið
árið 1971.“
Geimfari
skorinn upp
Houston 26. ág. Reuter.
LÆKNAR gerðu f dag lungna
skurð á geimfaranum Donald
Slayton og fjarlægðu mein-
semd úr öðru lunganu, en tals-
maður sjúkrahússins sagði, að
hún hefði ekki verið illkynjuð.
Var haft eftir talsmönnum
sjúkrahússins að líðan Slay-
tons væri góð eftir atvikum.