Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGÚST 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson,
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6. simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 40,00 kr. eintakið
Lögin um stéttar-
félög og vinnudeilur
hafa nú gilt óbreytt í 37 ár.
Þau vóru á sínum tíma já-
kvætt spor í framfara- og
réttlætisátt og hafa að
ýmsu leyti reynzt vel.
Engu að síður vóru þau
sett við allt aðrar þjóð-
félagsaðstæður en nú
ríkja. Þær þjóðlífsbreyt-
ingar, sem síðan hafa orðið,
og sú reynsla, sem meir en
hálfur fjórði áratugur hafa
fært þjóðinni í framkvæmd
vinnulöggjafarinnar, hafa
um nokkurt árabil kallað á
nauðsynlega endurskoðun
og breytingar á henni.
Gildir hér hið sama og um
flesta aðra löggjöf í land-
inu, sem hefur jafn afger-
andi áhrif og þessi, að
endurskoðun er óhjá-
kvæmileg með hóflegu ára-
bili, ef vel á að vera, í ljósi
fenginnar reynslu og með
hliðsjón af breyttum að-
stæöum í þjóðfélaginu.
Þrátt fyrir aðkallandi
þörf hefur Alþingi verið
furöulega hikandi og
sinnulaust á þessum vett-
vangi. Stjórnmálaflokkar
og einstakir þingmenn
hafa í aðalatriðum hliðrað
sér hjá að hafa nauðsyn-
lega forgöngu um endur-
skoðun vinnulöggjafar-
innar, sem flestir eru þó
sammála um að meir en
tímabær sé. Það skal að
vísu viðurkennt, að við-
ræður og helzt samkomu-
lag aðila vinnumarkaðar-
ins er æskilegur undanfari
úr hefðbundnum rétti aðila
vinnumarkaðarins. Ára-
tuga reynsla hefur fært ís-
lenzkum launþegsamtök-
um þann lærdóm, að
krónuhækkun kaups reyn-
ist því aðeins raunhæf, að
hún grundvallist á aukinni
verðmætasköpun í þjóðar-
búinu. Vöxtur og stöðug-
leiki íslenzkra framleiðslu-
atvinnuvega sem verð-
mætasköpunin hvílir á,
spannar því gagnkvæma
hagsmuni aðila vinnu-
markaðarins.
Á áratugnum 1963 til
1973 hækkaði kaup í krón-
um talið um 600%. Raun-
verulegar ráðstöfunartekj-
ur hækkuðu hinsvegar
aðeins um 50%. Mismunur-
inn hvarf í verðbólgu og
skattheimtu. Eftir stóðu
aðeins þær kjarabætur,
sem byggðar vóru á vexti
smækkuð mynd þjóðfélags-
ins og almenningur sá í
þessum dæmum í hnot-
skurn, hvað gerðist ef ein-
stakar atvinnugreinar
þjóðarbúsins yrðu lagðar
að velli vegna mannlegrar
skammsýni og sundur-
þykkju.
Þau atriði, sem m.a. verð-
ur að hyggja að, varðandi
endurskoðun vinnulög-
gjafar eru:
% — Nú þarf meiri
breidd og lengd í kjara-
samninga, þann veg, að
samið sé á einu bretti við
alla starfshópa innan sömu
atvinnugreinar til lengri
tíma en verið hefur, svo
meiri stöðugleiki ríki í
þjóðarbúinu. Keðjuverk-
föll smærri hópa geta
lamað og lagt að velli
heilar atvinnugreinar og
lokað erlendum mörkuð-
Vinnulöggjöfin
nýrrar vinnulöggjafar. En
á það er að líta að afskipti
ríkisvaldsins af vinnudeil-
um og lausn þeirra hafa
farið sívaxandi og hafa þró-
azt í þá átt, að frumkvæði
þess um slíkan undanfara
nýrrar vinnulöggjafar er
nú brýnna og sjálfsagðara
en áður var.
Höfuðtilgangur nýrrar
vinnulöggjafar hlýtur að
vera, að tryggja öryggi og
stöðugleika í íslenzku at-
vinnulífi, án þess að draga
verðmætasköpunar og
aukningu þjóðartekna.
Vöxtur og stöðugleiki
þjóðarframleiðslunnar
sannar gildi sitt einkar
skýrt í þessu dæmi.
Hrun atvinnuvega í Nes-
kaupstað og Vestmanna-
eyjum vegna náttúruham-
fara opnaði augu almenn-
ings fyrir gildi rekstrar-
öryggis atvinnutækjanna,
svo heildarmyndin var
skýrari og skiljanlegri en
áður. Sveitarfélög eru
um, sem byggjast m.a. á
því að hægt sé að standa
við fyrirfram gerða sölu-
samninga.
# — Framkvæmd kjara-
samninga hefur reynzt
óþarflega viðamikil og
timafrek. Spurning er,
hvort auka á hlut heildar-
samtaka aðila vinnu-
markaðarins í þessu efni,
annaðhvort með samkomu-
lagi aðildarfélaga ASf og
Vf eða með löggjöf.
# — Lýðræði og áhrif
einstaklinganna í samtök-
um aðila vinnumarkaðar-
ins þarf að treysta, hugsan-
lega með allsherjarat-
kvæðagreiðslu um verkföll
eða verkbönn, svo fá-
mennir hópar geti ekki tek-
ið afstöðu fyrir og e.t.v.
gegn meirihlutanum.
# — Starf kjararann-
sóknarnefndar, sem er
samstarfsnefnd aðila
vinnumarkaðarins, og
Þjóðhagsstofnunar, sem
nýtur trausts beggja aðila,
sem og sjálfstæð rann-
sóknarstörf samningsaðila,
hafa stórbætf nauðsynlega
upplýsingasöfnun, sem
kjarasamningar hljóta að
byggja á. Þýðing sliks
undirbúningsstarfs verður
aldrei nógsamlega undir-
strikuð og það hlýtur óhjá-
kvæmilega að koma til at-
hugunar við setningu nýrr-
ar vinnulöggjafar.
# — Starfsaðstöðu og
vald sáttasemjara þarf og
að athuga gaumgæfilega og
setja þar um skýrari regl-
ur, þegar vinnulöggjöfin
verður tekin til nauðsyn-
legrar endurskoðunar.
Setning nýrrar vinnulög-
gjafar er viðkvæmt og
vandasamt verk. Þar
verður að gæta hefðbund-
inna réttinda beggja aðila,
en fyrst og fremst að taka
mið af þjóðarhagsmunum,
með það meginmarkmið í
huga að tryggja í senn
stöðugleika og aukna verð-
mætasköpun í þjóðarbúinu
sem hvort tveggja eru
meginforsendur bættra
lífskjara allra starfshópa
þjóðfélagsins.
Misvísun stjórnmála-
manna og hagfræðinga
KJÖLSOG verðbólgunnar f
heiminum hefur dregið með
sér ýmsa leiða fylgifiska.
Tiltrú á starfi hagfræðinga
hefur þannig beðið verulegan
hnekki.
Ilagfræðingar og stjórnmála-
menn
Þetta stafar að nokkru af því
að á siðari árum hafa efnahags-
leiðbeiningar og spásagnir hag-
fræðinga jafnan staðizt fádæma
illa. Jafnvel þótt aðeins hafi
verið fengizt við allra nánustu
framtið. Stjórnmálamennirnir
hafa hvekkzt á þessu og líka
hefur þeirrar tilhneigingar
gætt hjá stjórnmálamönnum að
skella ómaklegri skuld á
hagfræðina og sveina hennar.
En sérfræðingarnir hljóta að
starfa áfram á sinum visinda-
lega grundvelli og komast að
vísindalegum niðurstöðum,
sem eru óvefengjanlegar í réttu
samhengi. En þegar tölvurnar
fá þennan vísdóm til meðferðar
og hreyta út úr sér niður-
stöðunum, kemur æði oft í ljós,
að þetta merka starf grand-
varra vísindamanna á ekkert
skylt við raunveruleikann.
Samkvæmt barnalærdómi
hagfræðinnar ættu t.d. vinnu-
laun að lækka til mikilla muna
við ríkjandi aðstæður á vinnu-
markaðnum og aukið atvinnu-
leysi víða um lönd. Og vöruverð
hefði líka átt, samkvæmt kenn-
ingum sömu fræða, að lækka i
Þörf nýs staðreyndamats
tengslum við aukna birgða-
söfnun og óselda framleiðslu.
En stöðnun og verðbólga virð-
ast þrífast ljómandi vel hlið við
hlið. En hvað veldur þessu mis-
ræmi hagfræðinnar og raun-
veruleikans? Það er að miklu
leyti talið stafa af þvi, að þjóð-
félagsleg og sálfræðileg fyrir-
brigði hafa áhrif á efnahags-
lega þróun. Fyrirbrigði, sem
vandgert er að breyta i tölvu-
fóður.
Áhrif verðbólgunnar
Ef þannig er t.d. ástatt, að
allir gera ráð fyrir aukinni
verðbólgu, gera aðiljar vinnu-
markaðarins ráðstafanir í sam-
ræmi við það og atvinnufyrir-
tækin taka það með í reikning-
inn og andrúmsloftið við gerð
kjarasamninga verður spennt
og erfitt.
Aðiljar vinnumarkaðarins
spenna bogann í trausti þess að
þrátt fyrir víxlverkanir kauþ-
gjalds og verðlags telji ríkis-
valdið sér skylt að tryggja
atvinnuöryggi; ef nauðsyn kref-
ur jafnvel með svo róttækum
aðgerðum sem þjóðnýtingu
nauðstaddra fyrirtækja.
Atvinnufyrirtækin reikna
jafnan út verð vöru sinnar og
þjónustu með tilliti til þess að
nægi fyrir endurkaupsverði
hráefna og vinnulaunum til
áframhaldandi framleiðslu. Og
vísitölukerfið og launaverð-
bólgan tryggja á hinn bóginn að
kaupgeta er fyrir hendi.
Ef hagspekingar og stjórn-
málamenn reyna við þannig
ríkjandi aðstæður að lækna
verðbólguna með hefðbundn-
um aðferðum, t.d. takmörkun
kaupgetunnar, aðhaldi f efna-
hags- og fjármálum, reka þeir
sig fljótt á, að þær aðferðir
leiða ekki til árangurs. Verð-
bólgan geisar áfram, en skórinn
kreppir hjá launþegunum og at-
vinnufyrirtækin lenda í
greiðsluerfiðleikum.
Þannig er augljóst, að þörf er
á alveg nýju staðreyndamati í
efnahagsmálum, þar sem tekið
er tillit til fleiri þátta en hinna
þekktu og viðurkenndu.
Ný viðhorf
Margir telja þó, að skýring-
anna á mótsagnarfyrirbrigðun-
um í efnahagslífi nútímans sé
að leita annars staðar en í kenn-
ingum og lausnarleiðum hag-
vísindanna. Ekki sé hægt að
ganga fram hjá mannlegu eðli,
samfélagsrýni og þjóðfélagsleg-
um staðháttum. Áður gegndi
þetta öðru máli, þegar hagvís-
indin gat tekið mið af sínu
heimatilbúna vélmenni, þar
sem framboð og eftirspurn
Sérfræðingarnir starfa á sfnum vfsindalega grundvelli og komast
að niðurstöðum, sem eru óvefengjanlegar f réttu samhengi. En
þegar tölvurnar fá þennan vfsdóm til meðferðar og hreyta út úr
sér niðurstöðunum, kemur æði oft f Ijós, að þetta merka starf
grandvarra vísindamanna á ekkert skylt við raunveruleikann.
voru einu eiginleikarnir og
líkamsstarfsemi vélmennisins í
fullkomnu jafnvægi, þar sem
línur framboðs og eftirspurnar
skárust.
En vegna þekkingarskorts á
ýmsum giginleikum verðbólg-
unnar eru úrræði nútíðarinnar
þvf miður oft byggð á mis-
heppnuðum fordæmum for-
tfðarinnar. Og það hefur skapað
ný og veruleg vandamál.
Hættan á atvinnuleysi er yfir-
vofandi og fjarri fer þvf að allir
séu á eitt sáttir um ókosti eða
kosti atvinnuleysis. Og það
verður ekki auðveldarg að leysa
þessi vandamál, þegar sum lönd
leggja aðaláherzluna á það að
halda verðbólgunni í skefjum,
t.d. Vestur-Þýzkaland, en önnur
leggja umfram allt áherzlu á að
hamla gegn atvinnuleysi.
Löndin vinna þannig hvert
gegn öðru á ýmsum sviðum
efnahagsmálanna.
Oft er deilt á stjórnmála-
mennina fyrir deyfð og úrræða-
leysi. En vandkvæði þeirra eru
á ýmsan hátt skiljanleg.
Vfsindagrein sú, hagfræðin,
sem fengizt hefur við lausn og
úrbætur í efnahagsmálum,
stendur nú frammi fyrir svo
margvíslegum nýjum samsetn-
ingum af vandamálum, að
nokkurn tíma hlýtur að taka,
þar til tekizt hefur að rannsaka
eðli nýjunganna til hlftar og
finna raunhæfar, viðeigandi
lausnarleiðir.
Og þegar það tekst einhvern-
tíma í framtíðinni, eiga hinir
æfðu stjórnmálamenn eftir að
leggja blessun sfna yfir
aðferðirnar.
og alþjóðastjórnmál
5
grein
Samantekt
eftir
BRAGA
KRISTJQNSSON ^