Morgunblaðið - 28.08.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGÚST 1975
19
UMHORF
( mojt'm: Jón Mnunii«s«n m>
SjjiuiAir Sicurirtn-win
SUS-þing
í Grindavík
23. ÞING Sambands ungra sjálf-
stæSismanna verSur haldiS (
Grindavík 12. — 14. september
n.k. Þing sambandsins eru haldin
á tveggja ira fresti og eru þau
æSsta vald I málefnum sambands-
ins.
Jón Ormur Halldórsson fram-
kvæmdastjóri S.U.S. var nýlega
inntur eftir ýmsu varSandi þingiS,
en hann vinnur nú ásamt stjóm
sambandsins aS undirbúningi
þess. Fara svör hans hér á eftir.
1. Hver verSa helztu viSfangsefni
þessa þings?
Þau verða æði mörg. Fyrir þingið
verða lagðar 6—7 skýrslur frá
stjórninni og nefndum hennar um
störf sambandsins og samskipti
þess út á við Álitsgerðir um eina
nlu málaflokka verða lagðar fram, en
þær hafa verið undirbúnar af starfs-
hópum, og einstaklingum, og má
ætla að umræður snúist mest um
þau mál sem þannig hafa verið
undirbúin. Auk almennrar stjórn-
málaályktunar, sem þingið mun
væntanlega afgreiða, verða eflaust
miklar umræður um menntamál,
sjávarútvegsmál, jafnréttismál.
kjördæmismál, stjórnarskrármál,
húsnæðismál og um hugsanlegan
samdrátt rikiskerfisins og lækkun
ríkisútgjalda, svo nokkuð sé nefnt
Einnig mun þingið taka afstöðu til
áheyrnaraðildar S.U.S að COCDYC,
sem eru samtök meintra skoðana-
bræðra okkar og jafnaldra í Vestur-
Evrópu. Þá liggja fyrir þinginu
venjuleg aðalfundarstörf s.s. að
kjósa nýja stjórn sambandsins og
taka afstöðu til lagabreytinga ef til-
lögur koma fram þar að lútandi.
2. Hvað er að segja um tilhögun
þingsins?
Þingstörf munu öll fara fram i
félagsheimilinu Festi i Grindavik, en
þingfulltrúar munu flestir gista í
verbúðum þar á staðnum Verbúðir
þessar eru allar nýjar eða nýlegar og
svipar til hótela úti á landsbyggð-
inni. S.U.S hefur tryggt sér gisti-
rými fyrir á annað hundrað manns
og eru möguleikar á að bæta við það
ef þörf kerfur. Rútuferðir verða frá
Galtafelli i Reykjavík til Grindavíkur
kl 3 á föstudag, kl 1 1 30 á laugar-
dag og til baka frá Grindavík kl. 6 á
sunnudag, en þá er reiknað með að
þingstörfum verði lokið Við
komuna til Grindavikur fá fulltrúar
þingskjöl og kjörgögn gegn fram-
visun kjörbréfa en unnið er að þvi að
senda stjórnum aðildarfélaganna
sýnishorn af sem flestum þing-
skjölum þeim til undirbúnings og
hægðarauka S.U.S. gefur nú út í
fyrsta sinn prentaða dagskrá til
kynningar á þinginu og stendur nú
yfir dreifing hennar.
3. Hvað með kostnað af þessu? Er
þetta ekki dýrt fyrirtæki fyrir
S.U.S. og þá sem þingiðsækja?
Stjórn S U.S. hefur lagt mikla
Jón O. Halldórsson, framkvæmda-
stjóri SUS.
áherzlu á að halda kostnaði, sem
þingfulltrúar þurfa að bera, i lág-
marki, þannig að hann hindri ekki
neinn í að sækja þingið Á auka-
þingi S.U.S i fyrra var þing
fulltrúum gert að greiða sérstakt
þinggjald, 1 500 krónur, en innifalið
í þvl var gisting og rútuferðir. Með
þessu móti var hægt að ná
hagstæðari samningi við þjónustu-
aðila
Þetta gafst mjög vel I fyrra og
verður þvi sami háttur hafður á nú.
Þingið verður helmingi lengra og
mun dýrara í undirbúningi en auka-
þingið í fyrra, en horfur eru þó á að
þinggjaldið verði litið hærra en þá.
Mismuninn fjármagnar S.U.S. með
ýmiskonar fjáröflunarstarfsemi, sem
nú þegar er farin i gang Þá má geta
þess að þingfulltrúar munu fá 25%
afslátt á öllum leiðum Flugfélags
(slands 11. — 15 september
4. Hvað búizt þið við mikilli þátt-
töku i þinginu?
Þátttaka í þingum S.U.S. siðustu
10 — 15 árin hefur verið á bilinu
1 00 — 150 manns, nema á siðasta
þingi, sem haldið var á Egilsstöðum
1973, en það þing sóttu 250
manns. Þátttaka á aukaþinginu i
fyrra fór einnig fram úr áætlun,
þannig að áhugi manna á virkri
þátttöku I stefnumótum ungra sjálf-
stæðismanna virðist vaxandi. Við
miðum undirbúning við að a m.k.
140 — 160 manns sæki þingið, og
ég tel að það sé fremur lágt áætlað
5. Hvernig fer val fulltrúa fram?
Aðildarfélög S.U.S. velja fulltrúa
til setu á S.U.S.-þingi. Félögin mega
senda 1 fulltrúa fyrir hverja 20
félagsmenn. Félögin nota oft á
tíðum ekki kvóta sinn að fullu og
velja kjördæmissamtök ungra sjálf-
stæðismanna, sem starfandi eru í
öllum kjördæmum landsins, fulltrúa
jafnmargra ónotuðum sætum allra
félaga innan viðkomandi kjördæmis
Ungir sjálfstæðismenn búsettir utan
Franihald á bls. 18
Dagskrá XXIII. þings S.U.S. 1975.
FÖSTUDAGUR:
kl. 16:00 — 17:30
Setning og ræða formanns, ávarp heimamanns, skýrsla stjórnar o.fl.
kl. 17:30— 19:00
Lögð fram ályktunardrög starfshópa og önnur þau mál, er borizt hafa
stjórn S.U.S. fyrir þingið. Þingfulltrúar kynna sér framlagðar tillögur
— Kosning nefnda.
kl. 20:00 — 22:00
NEFNDIR ÞINGSINS STARFA
LAUGARDAGUR:
kl. 09:00 — 10:30
FRJÁLSAR UMRÆÐUR
kl. 10:30 — 12:00
Nefndir þingsins starfa.
kl. 14:00 — 17:00
Lagðar fram tillögur nefnda um þau mál er fram koma fyrir þingið og
þær afgreiddar.
kl. 17:00 — 18:30
Kynntar tillögur um „önnur mál". Aðrar tillögur verða ekki teknar til
efnisafgreiðslu nema heimilað sé samkv. 6. gr. fundarskapa er gilda á
sambandsþingum S.U.S. — Málunum vlsaðtil nefnda.
KVÖLDVERÐUR með formanni flokksins.
SUNNUDAGUR:
kl. 09:00— 10:30
Nefndir starfa.
kl. 10:30 — 14:00
Lögð fram álit nefnda um þau mál, er fram hafa komið á þinginu, og
þau afgreidd.
kl. 14:00
Kosning stjórnar.
kl. 16:00 — 17:00
Starfsemi S.U.S. 1975 — 1977.
Nýkjörin stjórn S.U.S. og formenn aðildarfélaga og kjördæmissamtaka
þinga.
TIL KANADA OG BANDA-
RÍKJANNA 1. OKT. N.K.
Enn er tækifæri til að heimsækja byggðir Vestur-íslendinga i Kanada og
nú einnig í Bandarikjunum á ódýran hátt. Farið verður með leiguflugvél
frá „AIR VIKING" hinn 1. október n.k. Nokkur sæti eru ennþá laus.
Getum útvegað ókeypis gistingu.
Hafið samband við skrifstofu kórsins að Freyjugötu 14, Reykjavík milli
kl. 5 og 7 alla daga. Simi 14885.
Karlakór Reykjavíkur
þvílikt úrval
AIMITA 811
AMita 8S1
Anita
verzlun, vicískipti, verkfrœcíi
vinnuna, heimilidT, skölann,
og visindi
Hverfisgötu 33 Sími 20560