Morgunblaðið - 28.08.1975, Side 22

Morgunblaðið - 28.08.1975, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975 Minning: Guðmundur Hróbjartsson Landlyst Vestmannaeyjum Miðvikudaginn 20. þ.m. rann upp heiður og fagur. Úti var sól og hiti og skyggni hið fegursta. Óskadagur þeirra, sem unna náttúrunni og gróðri hennar. Guðmundur Hróbjartsson þráði ætfð að fara í ferðalag I slíku veðri. Um miðjan þennan dag, laus við hjólastól og hækjur, fékk hann að leggja upp í sitt mikla ferðalag, sem okkar allra bíður, á einum fegursta sumardegi þessa sólarlitla sumars. Þá komu mér I hug þessi orð úr Davíðssálmum: „Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir míg að vötnum, þar sem ég má næðij njóta.“ Guðmundur var mikið ' náttúru- barn og bar lotningu fyrir lífinu. Að slíta upp blóm að nauðsynja- lausu eða deyða flugu í glugga- kistu var andstætt eðli hans. Að dvelja á kyrrlátum stað og hlusta á þögnina, horfa á litbrigði náttúrunnar og anda að sér ilmi gróðursins gerði hann ölvaðan að eigin sögn. Náttúran og sköpunar- verkið var honum takmarkalaus gleðigjafi. Guðmundur Hróbjartsson frá Landlyst í Vestmannaeyjum, sem hann var kenndur við sfðustu 55 árin, var fæddur að Kúfhól i Austur-Landeyjum 6. ágúst 1903, sonur hjónanna Hróbjarts Guðlaugssonar frá Hallgeirsey f Landeyjum og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Voðmúla- stöðum í Landeyjum. Hann var elztur þriggja alsystkina, hin, sem eftir lifa, eru Margrét, búsett f Vestmannaeyjum, og Guðlaugur, búsettur f Mosfellssveit. Jónína hálfsystir hans lést í Spönsku veikinni árið 1918. Hann ólst upp í foreldrahúsum, en fluttist til Vestmannaeyja árið 1920 með foreldrum sínum. Hann stundaði sjóróðra og var vélstjóri hjá þekktum afla- mönnum, þeim Guðmundi Tómas- syni frá Bergsstöðum og Guðmundi Vigfússyni frá Holti. Hann var eihn af stofnendum íþróttafélagsins Týs og heiðurs- félagi þess. Hinn 20. desember 1930 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Þórhildi Guðna- dóttur frá Borgarfirði eystra, dóttur hjónanna Guðna Sigmundssonar og Halldóru Grfmsdóttur. Kvað hann það sitt mesta gæfuspor í lífinu. Guðmundur var harðduglegur maður og hlífði sér í engu. 1 ágústbyrjun 1938, þá 35 ára gamall, fór hann á sjóinn eins og venjulega, þrátt íyrir það, að hann hefði kennt sér nokkurs las- leika um morguninn. Er að landi kom, varð hann að fara í rúmið fársjúkur, og næsta morgunn hafði hann lamast algerlega. Var honum tjáð, að batavon væri Iítil sem engin, og. hefði slíkt áfall orðið ofraun hverjum venju- legum manni. En kjarkur hans og andlegur styrkur var óbugaður, þrátt fyrir aflvana líkama. Hann einsetti sér að komast aftur á fætur, og það tókst honum með sínum mikla viljakrafti og aðstoð góðs hjúkrunarliðs. Að vísu fékk hann ekki mátt aftur í fæturna, en gat gengið á jafnsléttu á hækjum. Til marks um kjark hans og dug i veikindum hans má geta þess, að hann notaði sjúkra- hússdvölina til að læra ensku og þýzku í tungumálakennslu útvarpsins. Hann hafði ánægju af að ræða við erlenda sjómenn, er hann hitti á bryggjunni í Vest- mannaeyjum, en þangað fór hann eins oft og tök voru á til að hitta menn að máli, þvi að ætíð var hugur hans bundinn við sjóinn. I þessum veikindum og i lífinu var Þórhildur eiginkona hans honum ómetanlegur styrkur og stóð við hlið hans óbuguð og sterk. Skapfesta hennar var með ólíkindum. Þau hjón voru sam- hent og einstakir félagar. Guðmundur eirði ekki iðjulaus. Þrátt fyrir skerta heilsu vildi hann sjálfur sjá sér og sínum far- borða. Strax árið 1941, er hann hafði þrótt til, hóf hann skó- smíðar, fyrst með Karli Sigur- hanssyni, en síðar á eigin verk- t Bróðir okkar, HARALDUR ÞORLEIFSSON, Tjarnargötu 10 A, lézt 26. þ.m. stæði. Að vfsu var lífsbaráttan hörð framan af, en er börnin uxu úr grasi og gátu farið að létta undir, hófu þau störf og hjálpuðu foreldrum sínum af fremsta megni. Guðmundur og Þórhildur hafa átt miklu barnaláni að fagna. Þau eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Guðrún Jónína, gift Olgeir Jóhannssyni, Halldóra, gift Sigtryggi Helgasyni, Helena Björg, gift Arnari Sigurðssyni, Konráð, kvæntur Elínu Leósdótt- ur, Sesselja, gift Reynald Jóns- syni, Guðmundur Lárus, kvæntur Stefánfu Snævarr, Guðni Þór- arinn, kvæntur Elínu Heiðberg Lýðsdóttur, Barnabörnin eru orð- in 19. 1 fjölskyldu Guðmundar hefur ríkt óvenjuleg samheldni og gagn- kvæm ástúð foreldra, barna og tengdabarna. Guðmundur var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Landlystarheimilið var glaðvært, enda mannmargt. Ófá eru kvöld- in, er fjölskyldan kom saman og söng. Tónlist var sameiginlegt áhugamál þeirra allra. Það var spilað á píanó, gítar og harmoníku. Aldrei var amast við því, þótt hávaðinn keyrði úr hófi fram. Guðmundur var aldrei í vandræðum með tómstundir sín- ar. Ef hann var ekki með bók í hönd eða ekkert markvert var í útvarpinu, þá teiknaði hann eða málaði. Hann hafði skemmtilegan samræðuhæfileika, enda var and- inn síungur. Eins og áður er sagt, var Guð- mundur náttúrubarn. Hann ferðaðist mikið um landið með fjölskyldu sinni. Hann var ein- stakur ferðafélagi, glaðsinna og fróðleiksfús og vildi vita full skil á þeim stöðum, er hann ferðaðist um. Er heim kom, merkti hann leiðina á kort og aflaði sér frekari vitneskju um staði þá, er hann hafði heimsótt. Fyrir þremur árum fluttust þau hjón til Reykjavikur og bjuggu í Hátúni 10A. Þar eignuðúst þau góða vini, enda hefur heimili þeirra ætíð verið gestkvæmt og þau vinamörg. Hér hefur aðeins verið stiklað í stórum dráttum á lifsbraut stór- brotins manns. Saga hans er ein- stök. Hann gafst ekki upp, þótt á móti blési, heldur stóð uppi and- lega óbugaður og hress. Það er mikil gæfa að hafa feng- ið að kynnast slíkum manni. Minning hans lifir í huga okkar björt og tær og vermir okkur um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allar okkar samverustundir. Sigtryggur Hclgason. 1 dag verður til moldar borinn frá Háteigskirkju tengdafaðir minn, Guðmundur Hróbjartsson skósmiður frá Landlyst í Vest- mannaeyjum. Fréttin um andlát hans snart mig á sinn sérstæða hátt er náinn vinur lýkur sinni lífsgöngu. Hin liðandi stund hverfur manni I svip. Á hugann leita minningarnar. Það rifjast upp liðnar stundir, stundir sem aldrei koma aftur. Kynni mín og öll samskipti við þennan heiðurs- mann voru með þeim ágætum að á betra hefði ekki verið kosið. Hann var mér ekki einungis góður tengdafaðir, heldur einnig góður vinur og félagi. Með þessum fáu línum er ekki ætlun mín að rekja hér ætt hans og lífssögu, það gerist á öðrum vettvangi. Líf Guð- mundar Hróbjartssonar var ekki alltaf dans á rósum, frekar en margra annarra er fæddust í þennan heim í byrjun 20. aldar- innar. Hann lifði'mesta umbrota- tímabil Islandssögunnar er þjóðin hófst úr örbirgð til bjargálna. Ungur að árum yfirgaf hann fæðingarsveit sína, Landeyjarnar, og fluttist til Vestmannaeyja. Þar varð hans starfsvettvangur. Þar stofnaði hann heimili sitt og bjó þar nær allan sinn búskap. Framan af ævi var sjómennskan hans aðalstarf, eða þar til hann veiktist af lömunarveiki og varð lamaður á fótum upp frá þvl. Þar með var brotið blað í sögu þessa manns. Það var ekki að skapi Guð- mundar að leggja árar f bát. Eftir þetta áfall vann hann við skósmíð- ar og rak lengst af sína eigin skósmíðavinnustofu. En Guð- mundur var gæfumaður í sinu einkalífi, hann átti trausta og góða eiginkonu, Þórhildi Guðna- dóttur, sem stóð traust við hlið manns síns til hinstu stundar. Guðmundur var ekki gjarn á að flíka tilfinningum sínum eða bera oflof á menn. En það ætla ég að ekki sé hægt að bera lifsförunaut sínum betra vitni en Guðmundur gerði, því hann sagðist viss um að enginn hefði getað gert það sem hún Þórhildur hefði gert. Landlystarheimilið var fastmót- að og sérstætt. Hvergi hefi ég kynnst jafn samstæðri fjölskyldu. Tengslin milli foreldra og barna voru slik að eftir var tekið. Eftir að börnin höfðu stofnað sín eigin heimili, var Landlystarheimilið jafnan það heimilið þar sem fjöl- skyldurnar hittust á hátíðar- stundum. Ég minnist sérstaklega jóla og áramóta. Það var fastur liður í jólahaldi að fjölskyldurnar mötuðust saman á aðfangadags- kvöld. Þetta var orðinn stór hóp- ur, en þótt húsakynnin væru ekki stór, var alltaf nóg rúm í Land- lyst. Ekki ræddi Guðmundur það að fyrra bragði að veikindin hefðu breytt Hfi hans, en stöku sinnum sagði hann: „Einu sinni var ég sjómaður, en það er önnur saga.“ En það fór ekki á milli mála, að hann hefði viljað hlýða „kalli“ sem sjómaður. Margra ánægjustunda er að minnast úr ferðalögum sem við fórum saman og var stundum all fjölmennt I slíkum ferðum, því gjarnan voru þá nokkrar fjölskyldur í samfloti. Guðmundur naut þess vel að fara í smá ferðalög og undraðist maður oft hve miklu þreki hann bjó yfir. Hann las mikið og var viða fróður. Hann las á sinn sérstæða hátt, punktaði niður það sem honum þótti athyglisverðast og mátti þá til með að láta mann njóta þess með sér og ræða síðan hlutina. Árið 1972 fluttust þau hjónin bú- ferlum til Reykjavíkur og á því ári eru einnig öll börn þeirra og fjölskyldur búsett i Reykjavík, svo fjölskyldutengslin voru enn sem fyrr. Ég minnist þess dags, þegar þau hjón fluttu frá Land- lyst. Tilfinningamálin voru ekki á dagskrá. Allir sáttir við lífið og tilveruna. Gamli maðurinn stóð á hlaðinu og virti fyrir sér það sem fyrir augun hafði borið svo oft áður, sleit upp smájurt úr hlað- varpanum og stakk I vasa sinn og sagði síðan: „Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Þessi dagur er mér sérstaklega minnisstæður. Guðmundur var búinn að áætla ferð einhvern næsta góðviðrisdag á fornar slóðir. Búið var að ákveða samferðafólkið. Það var ferð sem aldrei var farin. Mið- vikudagurinn 20. ágúst rann upp. Langþráður góðviðrisdagur, sól skein i heiði. Kallið var komið, hann var kallaður til æðra lífs, hann var búinn að segja að hann væri reiðubúinn. Að leiðarlokum þakka ég liðnar stundir og það sem hann gaf mér. Blessuð sé minning hans. O.J. t Eiginmaður minn, ÞORSTEINN PÁLSSON, Arkarholti 14, Mosfellssveit, lézt af slysförum 26. þ.m. Sigrún Gunnarsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, ARNÞÓR, er látinn. Útförin hefur farið fram Björg Bjarnadóttir, Gauti Arnþórsson. t t Útför JÓHANNES GUÐRÚNAR REYKJALÍN, SIGURJÓNSDÓTTUR andaðist að heimili sinu. frá Láxárdal, Háaleitisbraut 47 fimmtudaginn Drápuhllð 4. 21 ágúst fer fram frá Fossvogskirkju, Jarðarförin verður gerð frá laugardaginn 30 ágúst kl Fossvogskirkju, föstudaginn 29 10 30 ágúst kl. 1.30 Þorvaldur Jóhannesson, Haukur Gunnarsson, Anna Sigurjónsdóttir. ÓLAFUR ÁRMANNSSON, Bakkastíg 6. Sigriður Ármannsdóttir, Jón Ármannsson, Þorvaldur Ármannsson, Gunnar Ármannsson, Ásgeir Ármannsson. t Faðir okkar, STEFÁN GUOMUNDSSON, Hofteigi 36, lézt I Landspítalanum miðvikudaginn 27. ágúst Kristín S. Kvaran, Ragna Stefánsdóttir. t Útför eiginkonu minnar og móður okkar KATRÍNAR SIGURÐARDÓTTUR. Hafnargötu 123, Bolungarvik, er lézt hinn 21 þ m , verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28 ágúst kl 1 3,30 Þorgils Guðmundsson og böm. t Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, EINARS GUOMUNDSSONAR, Ási, Hegranesi. Sérstakar þakkir eru fæ^5ar systrum þins látna Börn, tengdabörn og barnabörn. t hökkum innilega samúð og vinarhug t^jð andlát gg jjrðarför mannsins mins, föður og sonar HARALDAR AI.G. JAKOBSSONAR, Hverfisgötu 32 B. Bróðir okkar, andaðist 2 7 ágúst. Systkinin. Lokað vegna jarðarfarar Föstudaginn 29. ágúst verða skrifstofur vorar lokaðar til kl. 1 3 vegna jarðarfarar. Sjómælingar íslands. . Vegna jarðarfarar Halldórs Matthíassonar, skrifstofustjóra, verður Vjja. og hafnarrrrálastofnunin lokuð til kl. 1 fö'&tudaginn 29t ágúst. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.