Morgunblaðið - 28.08.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGÚST 1975
23
Halldór G. Þórhalls-
son — Minningarorö
Fæddur 27. júlí 1924
Dáinn 17. ágúst 1975
Ferö okkar allra um þennan
heim veröur mislöng og enginn
okkar veit gjörla, hvenær komiö
er að leiðarlokum. Þessa verðum
við ætíð vör og eigi síst við brott-
för vina og venslamanna, er
kveðja skyndilega.
Slík varð raunin á með bekkjar-
bróður minn, Halldór Þórhalls-
son, er andaðist í New-York þann
17. ágúst s.l. eftir skamma dvöl á
sjúkrahúsi þar í borg. En kveðju-
athöfn um hann fer fram í Dóm-
kirkjunni í dag.
Við samstúdentar Halldórs frá
Menntaskólanum á Akureyri vor-
ið 1945 kveðjum nú góðan félaga
eftir áratuga kynni.
Ég, sem þessi orð rita, minnist
margra góðra stunda með Hall-
dóri, enda vorum við bekkjar-
bræður í sex vetur í Mennta-
skólanum á Akureyri. Hann kom
eins og ég, utanbæjarmaður, í
skólann haustið 1939 og settumst
við í I. bekk. Þannig háttaði til
vegna þrengsla í skólanum, að við
busarnir, sem borðuðum í mötu-
neytinu, vorum látnir matast á
eftir öðrum nemendum. Við vor-
um fimm, að mig minnir, sem
sátum þar til borðs. Var þar glatt
á hjalla og margt skrafað. Halldór
var alltaf hress og kátur á hverju
sem gekk og kom öllum i gott
skap.
Þannig liðu skólaárin, að hópur-
inn dreifðist að loknum vorpróf- ■
um og leitaði til skólans að hausti.
Eitt var það fagið, sem mörgum
reyndist allerfitt viðfangs, var
það teikning (dráttlist), en þar
var Halldór okkur öllum fremri
og fór lipurlega með blýant og liti.
Var ekki örgrannt um, að við hin
nytum góðs af hagleik hans, er í
óefni var komið hjá okkur og
skila átti Jónasi mynd í næsta
teiknitima. Þannig var hann
alltaf búinn til að hjálpa og öfund
var ekki til í huga hans.
Það er nú orðið svo langt síðan
við vorum f skóla, að vísast er, að
verkefni þau, sem bekksagnir
þurfa sameiginlega af höndum að
ieysa í skólanum, séu allt önnur
en þá var.
Mér eru minnisstæð þau skipti,
þegar okkar bekkur átti að sjá um
að skreyta skólann, bæði kennslu-
stofur og á Sal, fyrir kaffikvöld
eða dansleiki. Þá var Halldór
sjálfkjörinn forystumaður. Fljót-
ur var hann að ákveða skreyting-
una og að skömmum tíma liðnum
blöstu við á veggjum stórkostleg-
ar skreytingar, sem þóttu á stund-
um allnýstárlegar og væru vist nú
til dags kallaðar þvi fína nafni
„framúrstefna“.
Þegar „Carmína“ okkar kom út,
gat þar að líta káputeikningu
eftir Halldór. Þótti okkur sjálf-
kjörið að nota hana framvegis
sem merki stúdenta M.A. 1945.
Var það og gert, er við áttum 25
ára stúdentsafmæli, með því að
prenta hana á kápu söngkvers, er
notað var við veisluhöld á Akur-
eyri þá um vorið.
Halldór G. Þórhallsson var
fæddur 27. júlí 1924 í Vestmanna-
eyjum. Foreldrar hans voru þau
hjón Ingibjörg Ólafsdóttir og Þór-
hallur Gunnlaugsson, símstöðvar-
stjóri þar. Halldór ólst upp í Vest-
mannaeyjum og vann þar á sumr-
um meðan á menntaskólanámi
stóð. Árið 1946 fer hann til Kaup-
mannahafnar og nam þar auglýs-
ingateikningar i eitt ár. Að þvi
loknu kemur hann heim og fer að
vinna á teiknistofu Landssímans
allt til ársins 1950. En þá um
haustið gengur hann að eiga fyrri
konu sína, Þóru Ólafsdóttur. Þau
flytjast þá strax til Vestmanna-
eyja og gerist Halldór þá sýn-
ingarstjóri við kvikmyndahús
þeirra Eyjamanna. Þau Þóra og
Halldór eignuðust einn son, Þór-
hall, fæddan 26. okt. 1952. Hann
stundar nú nám f rafmagnsverk-
fræði við ríkisháskólann i New-
York. Þau Þóra og Halldór slitu
samvistum.
Halldór flytur úr Eyjum 1957
og fer til starfa við Laugarásbíó
og vinnur jafnframt að auglýs-
ingateikningum. Síðan flytur
hann í Kópavog og gerist sýn-
ingarstjóri við hið nýja Kópavogs-
bió.
Arið 1963 kvænist Halldór Þóru
Dagbjartsdóttur, ágætri, vest-
firskri konu. Þau hefjast handa
og byggja sér einbýlishús í Kópa-
vogi af miklum dugnaði. Grunar
mig, að Halldór hafi ráðið miklu
um teikningu þess húss.
Tvö systkini átti Halldór og eru
nú bæði búsett í Bandaríkjunum.
Eru þau: Ása María, gift Birni
Gunnlaugssyni, skipstjóra i
Flórida, og Ólafur, kvæntur
bandariskri konu, búsett í Boston.
Það var ef til vill vegna búsetu
systkina Halldórs þar vestra, að
þau hjón ákváðu í byrjun árs 1972
að flytja til New-York, þar sem
var unun að eiga hann að vini.
Honum var margt til lista lagt
og var vel fróður. Bezt lék þó í
höndum hans allt sem snerti
teikningar enda hafði hann á þvi
sviði hlotið beztu starfsþjálfun, að
afloknu stúdentsprófi og námi í
auglýsingateikningum í Dan-
mörku.
Þegar hann var 47 ára, en á
þeim aldri hafa flestir fest rætur
og jafnvel hægt ferðina, þá ákvað
hann að takast á við ný og stærri
verkefni en áður. Hann flutti til
Bandarikjanna og gerðist auglýs-
ingastjóri hjá Coldwater Seafood
Corporatio. Eftir 3M ár í því starfi
hafði hann löngu yfirunnið erfið-
leikana við flutninga frá átthög-
um sínum. Starf hans einkenndist
af smekkvísi og snyrtimennsku,
enda var hann óvenju listrænn
maður. Starfsgleði hans var ber-
sýnileg.
Hann lézt eftir stutta spítala-
Framhald á bls. 18
s.u.s.
Jafnrétti kynjanna
Ungir sjálfstæðismenn. Fundur um jafnrétti kynjanna verður haldinn 1
Galtafelli við Laufásveg föstudaginn 29. þ.m. kl. 17.15. Til umræðu
verða drög að ályktun fyrir landsþing S.U.S. Áríðandi að allt áhugafólk
mæti. Umræðustjóri verður Erna Ragnarsdóttir.
Halldór réðst sem auglýsinga-
stjóri til Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna (Coldwater
Seafood corp.) i New-York. Vann
hann þar við góðan orðstír allt þar
til hann veiktist fyrr í þessum
mánuði.
Það er sárt fyrir Þóru að missa
svon skyndilega eiginmann sinn
og erfitt hlutskipti, fjarri ætt-
ingjum sínum, þegar slík áföll
henda i fjarlægu landi. Eins er
það átakanlegt fyrir einkasoninn,
Þórhall að sjá á bak föður sinum,
en ástriki var mikið þeirra í mill-
um, þar sem hann hafði hlakkað
svo til að dvelja með honum
námsárin í New-York. Þessi
siðasti vetur var fyrsta námsár
sonarins vestra.
Ég bið góðan guð að styrkja
ykkur, ástvini Halldórs i sorg
ykkar, um leið og ég fyrir okkur
bekkjarsystkinin þakka Halldóri
samfylgdina i þessu lifi.
Héðinn Finnbogason.
Hann var hvers manns hugljúfi
og mátti ekki vamm sitt vita.
Þessi hugtök eru mér efst í huga
við fráfall Halldórs Þórhalls-
sonar. Göfugmennska hans og
hjálpsemi voru svo einstök að það
Nánari
athugun
leiöir ýmislegt í ljós
Fljótt á litið virðist allt tvöfalt gler vera eins. í dag er aðeins um að
rœða fyrsta flokks flotgler á markaðnum. Gler, sem síðan er sett saman á
mismunandi hátt með álrömmum, tilheyrandi þéttiefnum og rakavarnar-
efnum. Afhverju er Cudogler þá dýrara?
■ Cudogler h/f. byggir framleiðslu sína á dýrum efnum
og vandaðri samsetningu. Cudogler h/f. notar aðeins
Terostat þéttiefni, og um það bil helmingi meira af
þéttiefni en aörir. Efnismiklir álrammar með sérstakri
skörun tryggja að ryk úr rakavarnarefnum komist ekki
milli glerja, en rammarnir eru fylltir tvenns konar
rakavarnarefnum, sem hindra móðumyndun. Terostat
hefur ótrúlegan sveigjanleika, og meiri viðloðun en
önnur sambærileg þéttiefni.
■ Surnir framleiðendur nota stærri og þynnri álramma,
sem gefa mun minna rúm fyrir þéttiefni. Aðeins tvær
hliðar álrammans eru fylltar rakavarnarefni. Þeir þurfa
að verja yfirborð efnisins, til að forðast neikvæð
efnaáhrif á samsetningu glersins. Venjuleg gerð álramma
býður alltaf heim hættu á ryki úr rakavarnarefnum milli
glerja, þar sem rúður eru alltaf á stöðugri hreyfingu.
Þeir. sem meta öryggi og vandaða vinnu. vilja fremur
borga heldur meira fyrir viöurkennd gæði. Þeir vita. að
endurisetning tvöfalds glers er kostnaðarsöm. þó að
glerið sé í ábyrgð framleiðanda. þegar gálli kemur fram.
Verðgildi byggingar hækkar vió ísetningu tvöfalds
glers frá framleiðanda, sem notar aðeins Terostat
þéttiefni, sparar hvergi til við safnsetningu glersins. og
gefur 10 ára ábyrgð á framleiðslunni.
Þess vegna borgardu heldur meira fyrir
Cudogler — þú ert aö fjárfesta til frambúðar.
ICUDO-I
IglerhfJi
"VIÐERUM
REYNSLUNNIRÍKARI”
Skúlagötu 26 Slmi 26866
14 FOSTBR4EÐU R
NÝJA
SÖNGTEXTABLAÐ
FYLGIR HVERJU
PLÖTUUMSLAGI OG
KASETTU
STEREO
HLJÓMPLATAN
KEMUR ÖLLUM í SÓLSKINSSKAP.
8 LAGASYRPUR — 49 LÖG
o '
■ * •-£
’ HLJÓMA-ÚTGÁFAN KEFLAVlK-
ANNAST DREYFINGU PLÖTUNNAR
SÍMAR: 92-2717 OG 82634 REYKJAVÍK.