Morgunblaðið - 28.08.1975, Side 31

Morgunblaðið - 28.08.1975, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975 31 Draumamark Guðjóns kom Keflavík í úrslit „ÉG ER nú varla farinn að átta mig á þessu, þetta er svo ofsa- legt,“ sagði Guðjón Guðjónsson, 18 ára nýliði Keflavíkurliðsins, sem kom liði sfnu í úrslit bikar- keppninnar með stórkostlegu marki á sfðustu mfnútu leiksins gegn KR f gærkvöldi. Blaðamaður Mbl. ræddi við hann strax að leik loknum, mitt f fagnaðarlátunum. Þessi lokamfnúta var reyndar kórónan á miklum baráttuleik, þvf KR-ingar höfðu jafnað metin, 1:1, aðeins hálfri mfnútu áður en Guðjón skoraði mark sitt, og menn farnir að bóka framleng- ingu þegar mark Guðjóns kom eins og þruma úr heiðskfru lofti. Þar með var 2:1 sigur IBK f höfn og sæti f úrslitunum tryggt. 660 áhorfendur horfðu á iBK og KR leika á grasvellinum i Kefla- vík. Þeir fengu að sjá mikinn bar- áttuleik sem bauð uppá ágæta knattspyrnu á köflum. Kefl- vikingar voru sterkari í fyrri hálf- leik og þeir urðu líka fyrri til að skora. Markið kom á 29. mínútu og skoraði Jón Ólafur Jónsson það úr vitaspyrnu eftir að Steinar Jóhannsson hafði tekið góða horn- spyrnu og boltinn hrokkið í hönd Stefáns Arnars Sigurðssonar á marklínunni. Keflvíkingar fengu auk þess nokkur tækifæri, þar af eitt dauðafæri, en Magnús mark- vörður varði meistaralega frá Friðrik Ragnarssyni sem kominn var einn inn fyrir. KR-ingar, sem lítið höfðu komizt áleiðis gegn sterkri vörn ÍBK í fyrri hálfleik sóttu i sig veðrið í þeim seinni. Fengu þeir hvað eftir annað hættuleg tæki- Enska knattspyrnan Nokkrir leikir fóru fram í ensku deilda- keppnínni og í skozku deildabikarkeppninni í gærkvöldi og urðu úrslit þeirra sem hér segir: 1. DEILD: Aston Villa — Manchester City 1 —0 Derby — Newcastle 3—2 Leicester — Stoke 1—1 Manchester United — Coventry 1—1 SKOZKA BIKARKEPPNIN: Aberdeen—Celtic 0—2 Airdrieonians—Rangers 1—2 Ayr Utd. — Dunfermline 2—2 Clyde — Motherwell 1—2 Clydebank — Arbroath I—0 Cowdenbeath—Forfar 6—2 færi, en Þorsteinn Ólafsson stóð sig frábærlega f markinu. En hann réð ekki við jöfnunarmark KR þegar það loksins kom á 90. mínútu. Haukur Ottesen átti þá þrumuskot að marki frá vítateig, Þorsteinn henti sér í það horn sem boltinn stefndi i en á leiðinni þangað kom boltinn f Halldór Björnsson, breytti um stefnu og sigldi hægt og rólega f gagnstætt horn. Fögnuður KR-inga var að von- um gífurlega mikill, þeir hafa væntanlega talið öruggt að fram- lenging kæmi til og hafa því ekki verið nægilega vel á verði þegar Keflvíkingarnir byrjuðu leikinn á miðjunni. Boltinn var gefinn út til vinstri þar sem Guðjón Guðjónsson var, en hann hafði komið inn sem varamaður aðeins 5 mfnútum áður. Guðjón brunaði upp að markinu, lék á 2—3 varnarmenn KR og skaut síðan þrumuskoti ofarlega í mark- hornið fjær, án þess Magnús kæmi neinum vörnum við. Kefl- víkingar, bæði á vellinum og utan hans, trylltust bókstaflega af fögnuði og þegar leikurinn var flautaður af rétt á eftir var Guðjón nánast borinn útaf af ofsaglöðum áhorfendum. Sannar- lega skemmtilegt fyrir þennan unga pilt að skora sitt fyrsta meistaraflokksmark á þennan hátt og á þessu augnabliki. Guðjón var vissulega hetja leiksins en í liði ÍBK sýndu þeir iÞorsteinn Ólafsson, Einar Gunnarsson, Ástráður Gunnars- son og Jón Óli einna beztan leik. Hjá KR voru þeir Magnús Guðmundsson, Stefán örn, Hauk- ur Ottesen og Hálfdán Örlygsson beztir. — SS. Jón Alfreðsson, fyrirliði ÍA — bezti maðurinn á vellinum f gær og skoraði sigurmark liðs sfns. Enn er IA í úrslitum Lögðu bikarmeistara Vals í undanúrslitunum 1:0 Guðjón Guðjónsson, skoraði eftir- minnilegt sigurmark ÍBK f gær- kvöldi. LIÐIN sem mættust f úrslitaleik bikarkeppni KSl f fyrra, Akranes og Valur, mættust f gærkvöldi f undanúrslitum keppninnar, að þessu sinni á Akranesi. Enn einu sinni tókst Skagamönnum að tryggja sér rétt til þess að leika úrslitaleikinn f keppninni, þar sem að þeir skoruðu eina mark leiksíns. Þar með eru bikarmeist- arar Vals úr sögunni, og hefur sigurinn sjálfsagt verið sætur fyrir Skagamennina, eftir ósigur- inn sem þeir biðu f leik sfnum við Val f 1. deildar keppninni um sfðustu helgi, — tap sem kann að verða afdrifarfkt fyrir þá. Leikurinn á Akranesi í gær- kvöldi var mikill baráttuleikur, og hafði dómarinn, Guðmundur Haraldsson, ekki nægjanlega góð tök á honum lengst af. Var það ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn, er Guðmundur hafði rekið Teit Þórðarson af velli og talað við fyrirliða liðanna, að leik- menn tóku svolítið að róast. Þegar Teiti var vísað af velli var staðan í leiknum enn 0—0, þannig að vonir Valsmanna um sigur urðu meiri. Joe Gilroy, þjálfari Vals- manna, tók þá þann kostinn að efla framlínu liðsins með því að skipta þeim Hermanni Gunnars- syni og Kristni Björnssyni inná. En ailt kom fyrir ekki. Skömmu eftir á Skagamennirnir voru orðn- ir 10 skoruðu þeir eina mark leiksins, er dæmd var aukaspyrna á Val sem Árni Sveinsson tók. Lyfti hann knettinum inn í teig- inn, þar sem Jón Alfreðsson var rétti maðurinn á rétta staðnum og skallaði í mark Valsmanna án þess á Sigurði Dagssyni sem lék nú með Valsliðinu eftir langt hlé, tækist að koma við vörnum. Ekki hefði verið ósanngjarnt að Skagamenn hefðu haft góða for- ystu eftir fyrri hálfleikinn. Þannig átti Matthías Hallgríms- son t.d. skot í stöng á 10. minútu og á 15. mínútu var dæmd vítaspyrna á Valsmenn, er Dýri Guðmunds- son brá Karli Þórðarsyni sem kominn var i skotfæri inni i vítateignum. Teitur Þórðarson tók vítaspyrnuna, en skot hans var misheppnað og Sigurður Dagsson átti ekki í erfiðleikum með að verja. Seinni hálfleikurinn var svo jafnari og þá kom að því að Vals- menn áttu sín beztu tækifæri. Skall hurð nærri hælum við Skagamarkið er þeim Guðjóni og Benedikt tókst að bjarga á mark- línu, eftir að skot komu á markið úr mikilli þvögu leikmanna sem var fyrir framan markið. Það var svo um miðjan hálfleik- inn að Teitur var rekinn útaf. Hafði hann þá sloppið framhjá Dýra Guðmundssyni sem brá á það ráð að grfpa í peysu hans og halda honum. Brást Teitur hinn versti við og sparkaði í Dýra. Vfs- aði dómarinn honum þar með af velli. Eftir að Skagamenn höfðu skorað mark sitt dró Kirby liðið aftur og lagði alla áherzlu á vörn- ina. Tókst hún það vel að Vals- menn áttu nær ekkert tækifæri á sfðustu mínútum. Bezti maður vallarins í þessum leik var Jón Alfreðsson Skaga- maður, sem sjaldan eða aldrei hefur verið betri en um þessar mundir, en beztu menn Valsliðs- ins í leiknum voru þeir Magnús Bergs og Sigurður Dagsson, en hann sýndi oft stórgóða mark- vörzlu. — stjl. Coca-Colamót COCA-COLA hraðkeppnin í körfuknattleik hefst f Iþróttahús- inu á Seltjarnarnesi kl. 20.30 í kvöld- I 1. umferð leika saman eftirtalin lið: IS — Valur UMFN — Fram KR — ÍR Ármann — Strange Petta er þeina álit Kristján Baldvinsson: „Mér finnst margt að sjá, ég er að byggja, og maður fær ýmsar hugmyndir um eitt og annað sem maður' er að velta fyrir sér." Ingileif Danfelsdóttir „Ágæt það sem ég er búin að sjá. Nokkuð svipuð fyrri sýningum, en aljtaf sér maður eitthvað nýtt. Skemmtilegt er að sjá hvað íslensk framleiðsla er orðin fjölbreytt." Sigurður Jóhannsson og Guðrún Einarsdóttir: „Ágæt í alla staði. Þessi sýning er betri en fyrri sýningar, og heilbrigðissýningin finnst mér mjög skemmtileg." Ásgeir Thoroddsen „Mjög góð, alveg prýðileg. Mikil tilbreytni f henni. Bæði heil- brigðissýning, eins þessar stóru vélar og smádeildirnar, mjög skemmtilegt. Ég hef séð svipaðar sýningar erlendis og þessi stendur þeim fyllilega á sporði." Hvert er þitt álit? Qp ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING REYKJAVÍK 1975 Happdrættisvinningur dagsins: Á NORÐURHEIMSKAUTI Að þessu sinni ferðast vinningshafi og gestur hans með Flugleiðum til Akureyrar, þar sem gist er I 2 nætur á Hótel Varðborg. Þaðan er gerður „norðurheimskautsleiðangur" og Grlmseyingar sóttir heim Tlskusýningar I dag kl. 4.30 og I kvöld kl. 8.45. g il n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.